Morgunblaðið - 06.12.1984, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 06.12.1984, Qupperneq 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 // Sag&ir&u „iaxf (V og Kr)r\gLur> © 1984 Universal Press Syndicate ... að gleyma því hvem- ig það var áður en þið kynntust. TM Reg. U.S. Pat. 0«.-All rlghts re C 1977 Loe AngelM Tlmes served fz? Pabbi viltu ná í vatnsgl&g, ég kveikti í borðinu mínu? HÖGNI HREKKVfSI Frá Akraneshöfn Þarf útgerð að vera rekin með leyfisölmusum og betli? Ó.T.E., Akranesi, skrifar: Stöku sinnum hjala stjórnmála- menn um að menn eigi að fara vel með fjármuni, spara og spara og sýna hagkvæmni. Útgerðin gæti gengið bara ef menn fari vel með og láti arðsem- issjónarmið ráða. Þetta orð, „arð- semi“, er nú nýjasta tízkuorðið hjá ráðgjöfum þjóðarinnar þegar ein- hverju á að bjarga. En hvernig er það í reynd? Forsaga þessa máls er sú að fyrirtækið H.B. & Co., Akranesi, sem hefur í gegnum tíðina verið rekið af reisn, dugnaði og þori, fékk kvóta á hvorn bát, Harald og Skírni, báðir ágætir bátar. En þeir hafa verið verkefnalausir frá því í maí-júní. Skírnir, sem er stærri, var tilbúinn til sildveiða, en Har- aldur er útbúinn sem línu- og netaskip (með beitingarvél). Það var áætlað að það myndi kosta 500.000,- að útbúa Harald á síld- veiðar. Skírni gekk allt í haginn, enda búinn beztu tækjum, síldarköss- um, að ógleymdum harðsnúnum sjómönnum. Á þrem vikum fékk hann sín 700 tonn. Nú var mönnum það ljóst, að bezt og hag- kvæmast væri fyrir sjómenn og útgerð, að Skírnir yrði notaður til þess að veiða þá síld sem Haraldi var úthlutað. Sérstaklega þar sem ljóst var að kostnaður við Harald yrði sem að framan greinir. Og Skírnir hefur líka marga kosti fram yfir Harald, sem eru hreint ómetanlegir, eins og t.d. 20 tonna spil, hliðarskrúfur, gangmikill o.s.frv. En viti menn, öllum til undrunar fékkst ekki leyfi frá sjávarútvegsráðgjafanum Hall- dóri Ásgrímssyni. Þessi synjun á leyfi vekur upp ýmsar spurningar, sem fróðlegt væri að fá svör við. Er það stefna ráðgjafans að hafa svo hönd á þessari starfs- grein að ekki sé möguleiki að reka hana öðruvísi en með stöðugum leyfisölmusum og betli, þó ljóst sé, að útgerðarmenn séu að gera rétta hluti. Eflaust er það stefna sjáv- arútvegsráðherra, að síld komi ís- uð og kössuð í land, þó að þar skorti mikið á, allavega í sam- bandi við laun sjómannanna. Síld- in er tvímælalaust allt önnur þeg- ar hún er kössuð, en það er ekki nóg að hafa þessa kassa. Það þarf pláss í skipin og aðstöðu til þeirra hluta. (Fiskmatið, sem enginn veit hvaða nafn ber núna, hefur mælt eindregið með bættri meðferð á sfld.) Er það kannski stefna ráðherra að leyfa það endalaust eins og skeði í fyrra, að illa búin skip með lélegt spil og nætur hrærðu í síld- arstofninum fram að jólum og skemmdu jafnvel meira en þeir öfluðu? Leiðinleg fullyrðing, en sönn. Það er von mín að ráðherra söðli um, reyni að líta á þessi mál af meiri hagkvæmni og hafa arð- semissjónarmiðið í hugá. Þessir hringdu . . . Svanir og endur bæjarprýði Unnur Jörundsdóttir miðill hringdi: Mig langar til að vekja athygli á því að bæði endurnar og svan- irnir á Tjörninni eru hin mesta bæjarprýði. Fyrir nokkru var í þessum þætti rætt um að svan- irnir væru of margir og að þeir rændu brauði frá öndunum. Ég fór nýlega niður á Tjörn til þess að gefa fuglunum og varð ég ekki vör við þetta. Endurnar komu til mín og borðuðu brauðið í góðu tómi, en svanirnir syntu á Tjörninni og ég kastaði einnig molum til þeirra. Ég get ekki séð að þeir hafi verið með yfirgang. Hverjir þurfa að spara? Norðanfari hringdi: Alltaf er verið að tala um að nú þurfi að spara. Samt sem áð- ur virðist þetta ekki ganga jafnt yfir alla. Rafmagnsveitur ríkis- ins gangast fyrir ráðstefnum tvisvar sinnum á ári, haust og vor. Þessar ráðstefnur kosta ör- ugglega fleiri milljónir og eru lítii bæjarfélög látin taka þátt í kostnaðinum. Þetta er stór liður í kostnaði þessara bæjarfélaga. Það er algjört hneyksli að þessar ráðstefnur þurfi að vera haldnar haust og vor, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að ekkert gerist í málum rafmagnsveitna á sumrin. Fundir og ráðstefnur eru að verða algjör plága í þjóðfélag- inu. „Nú stöndum við öll upp.. “ Erna hringdi: Nú fer jólahátíð í hönd og má búast við að margir fari til kirkju. Eins og allir vita þarf oft að standa upp á meðan á messu stendur, en mikið er af fötluðu og öldruðu fólki sem ekki getur það. Þetta fólk reynir að standa á fætur og þegar það er staðið upp, eru allir hinir sestir aftur. Þetta hefur orðið til þess að fólkið hættir að fara til kirkju. Staðreyndin er hinsvegar sú, að það þarf ekki að standa upp. Það eru bara svo fáir sem vita það af því að þetta hefur lítið verið rætt opinberlega. Þeir sem eru í hjólastól eru löglega afsakaðir, en þetta gildir einnig um aðra fatlaða og fullorðið fólk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.