Morgunblaðið - 11.12.1984, Side 5

Morgunblaðið - 11.12.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 5 Jens Valdimarsson kaup- félagsstjóri á Patreksfirði: Leitum leiða til að bændur fái fulla greiðslu „ÞETTA er einn angi af því vandræöaástandi sem hér hefur skapast vegna niðurskurðar sauðfjár vegna riðuveikivarna. Við erum hér með dýrt og mikið sláturhús sem byggt var til slátr- unar á 15 þúsund fjár en aldrei hefur verið fullnýtt,“ sagði Jens Valdimarsson, kaupfélagsstjóri á Patreksfirði, í samtali við blm. Mbl. þegar hann var spurður um útborgun Kaupfélags Vestur- Barðstrendinga til bænda vegna sauðfjárinnleggs í haust. f Mbl. í gær kom fram í samtali við Árna Jóhannesson, bónda í Saurbæ á Rauðasandi, að hann hefði aðeins fengið 60% af grund- vallarverði innlagðs dilkakjöts og allt riiður í eina krónu fyrir slátr- ið, en samkvæmt reglum Fram- leiðsluráðs á að greiða bændum 75% af innlögðum sauðfjáraf- urðum fyrir 15. október. Árni kvaðst einnig hafa fengið þau svör í kaupfélaginu að hann gæti ekki vænst þess að fá frekari greiðslur. Jens sagði að kaupfélagið væri aðeins með afurðir bænda í um- boðssölu og því ekki hægt að skipa því að greiða umfram getu. Hann sagði að hér væri ekki um lokauppgjör að ræða, verið væri að leita allra leiða til að greiða úr þessum sláturhúsamálum þannig að bændur gætu fengið fulla greiðslu fyrir afurðir sínar. Það hlyti að vera einhver misskiln- ingur hjá bóndanum héldi hann annað. Jens vildi að það kæmi fram vegna ummæla Árna að Kaupfélag Vestur-Barðstrend- inga hefði staðið fyllilega við sitt gagnvart bændum og hefði á síð- asta ári verið í hærri kantinum af sláturleyfishöfum hvað þetta varðaði samkvæmt yfirliti Fram- leiðsluráðs. Þá kom það fram hjá Jens að vegna hins mikla niður- skurðar í sýslunni í haust hefði um 11 þúsund fjár verið slátrað í sláturhúsinu en þeim þætti hinsvegar gott ef sláturfjártalan næði tveimur þúsundum næsta haust. Stykkishólmur: 18 myndir af 22 seldust .Stjkkisbólmi, 10. desember. GUNNAR Gunnarsson hélt sölu- sýningu á vatnslitamyndum í Lionshúsinu í Stykkishólmi um helgina. Allar myndirnar eru af Stykkishólmi og nágrenni. Sýn- ingin var ágætlega sótt. 22 myndir voru á sýningunni og seldust 18 þeirra. Fréttaritari. GROHE Ladylux - Ladyline: Nýtt fjölhæft heimilistæki i eldhúsíð RR BYGGINGAVÖmm HF upio daglega kl. 1—6 föstudaga kl. 1—7 laugardag kl. 10—22 Ijólkurstóðin Ölgerðin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.