Morgunblaðið - 11.12.1984, Page 18

Morgunblaðið - 11.12.1984, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 Biskup íslands vísiter- ar íslenzka söfnuð- inn í Kaupmannahöfn JónNhÚNÍ. 5. desember. BISKUP íslands herra Pétur Sigurgeirsson og biskupsfrú Sól- veig Asgeirsdóttir heimsóttu um síðustu helgi íslendinga í Kaup- mannahöfn og voru hinir mestu aufúsugestir hvar sem þau fóru um. Komu biskupshjónin frá Póllandi, þar sem þau voru gest- ir pólsku kirkjudeildanna, og yf- ir Finnland, þar sem þau dvöldu í einkaerindum. Vísiteraði bisk- up íslenzka söfnuðinn í Kaup- mannahöfn og predikaði við fjöl- sótta guðsþjónustu í St. Páls- kirkjunni. Biskupshjónin komu til Kaup- mannahafnar sl. föstudag og sátu þá um kvöldið veizlu prestshjón- anna í Jónshúsi. Laugardaginn 1. desember voru þau viðstödd hátíð- ardagskrá Félags íslenzkra námsmanna í Kaupmannahöfn í félagsheimilinu. Guðsþjónustan í St. Pálskirkju á fyrsta sunnudag í aðventu var geysifjölmenn og var það mál þeirra, sem lengi hafa dvalið hér, að ekki hafi áður svo margir sótt íslenzka guðsþjónustu í Höfn. Biskup fslands prédikaði og þjón- Morgunblaðiö/Guðrún L. Ásgeirsdóttir. Biskupar Kaupmannahafnar og fslands, hr. Ole Bertelsen og hr. Pétur Sigurgeirsson, frú Sólveig Ágústsdóttir og sr. Ágúst Sigurðsson. Biskup íslands heilsar einum kirkjugesta í St Pilskirkju, Sesselju Einars- dóttur Bjarnason. Biskupsfrú Sólveig Ásgeirsdóttir fyrir miðju. aði fyrir altari ásamt sendiráðs- prestinum, sr. Ágústi Sigurðssyni. Minntist biskup meðal annars fullveldisdagsins og Jóns Sigurðs- sonar forseta og gladdist yfir góðri samvinnu fslendinga og Dana, en á hana minnt við kirkju- dyr, þar sem íslenzki og danski fáninn blöktu hlið við hlið. f messulok ávarpaði biskupinn prest og söfnuð og árnaði heilla með þróttmikið starf, en sendi- ráðspresturinn þakkaði biskups- hjónum komuna. 19 manna ís- lenzkur kór söng undir stjórn org- anista safnaðarins, Maríu Ág- ústsdóttur, og meðhjálpari er Halldór Leifsson. Þá skírði bisk- upinn 8 ára dreng islenzkra hjóna, sem lengi hafa verið búsett hér í Höfn, en hann hefur áður skírt 5 eldri systkini hans á Akureyri. Var það hátíðleg stund sem og öll samveran i kirkjunni. Þá var haldið til félagsheimilis- ins i Jónshúsi og setzt að messu- kaffi. Sungin voru íslenzk ættjarð- arlög við góðar undirtektir við- staddra og kvaddi herra Pétur sér hijóðs og rómaði mjög hinn ís- lenzka anda, sem honum þótti ríkja með Hafnar-fslendingum þessa samverudaga. Minntist biskup á það, hversu sér hefði opnazt nýr heimur, þar sem væri helgihald og samvera fslendinga á erlendri grund, en ámóta hefði hann ekki kynnzt fyrr að eigin raun nema meðal Vestur-íslend- inga. Á eftir hélt biskup fund með presti og stjórn íslenzka safnaðar- ins, en hann var stofnaður 18. febrúar 1979. Stjórnina skipa: Ei- ríkur Valsson deildarstjóri for- maður, Gísli Engilbertsson vél- smiður og Ragnhildur Ólafsdóttir rithöfundur og til vara þrír náms- menn: Margrét Guðmundsdóttir, Jón Helgason og Baldvin Bald- vinsson. Um kvöldið þágu biskupshjónin boð sendiherrahjónanna, Einars Ágústssonar og Þórunnar Sigurð- ardóttur, í sendiherrabústaðnum ásamt fleiri gestum, en biskups- heimsókninni lauk árdegis með boði hjá Ole Bertelsen Kaup- mannahafnarbiskupi í Biskups- garðinum í Nörregade, þar sem biskupar hafa haft aðsetur síðan um siðskipti í Danmörku. Ræddu þeir biskuparnir og sendiráðs- prestur einkum þann vanda sem fylgir nafnalögum í Danmörku og Skandinavíu fyrir fslendinga í þessum löndum, er ekki fæst við- urkennd hin íslenzka nafnhefð. Standa vonir til, að úr þessu ágreiningsatriði verði brátt skorið á þann hátt, að föðurnafnsvenjur fslendinga verði virtar til fulls á öðrum Norðurlöndum, en eins og er munu íslenzkir drengir ófáir, sem skráðir eru dætur afa síns í móðurætt, en stúlkur synir föður- föðurins. — I íslenzka söfnuðinum í Kaup- mannahöfn ríkir mikil ánægja með visitasiu biskups og heimsókn biskupshjónanna, sem orðið hefur til hvatningar og hins bezta gagns á svo margan hátt. G.L.Ásg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.