Morgunblaðið - 11.12.1984, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.12.1984, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 Biskup íslands vísiter- ar íslenzka söfnuð- inn í Kaupmannahöfn JónNhÚNÍ. 5. desember. BISKUP íslands herra Pétur Sigurgeirsson og biskupsfrú Sól- veig Asgeirsdóttir heimsóttu um síðustu helgi íslendinga í Kaup- mannahöfn og voru hinir mestu aufúsugestir hvar sem þau fóru um. Komu biskupshjónin frá Póllandi, þar sem þau voru gest- ir pólsku kirkjudeildanna, og yf- ir Finnland, þar sem þau dvöldu í einkaerindum. Vísiteraði bisk- up íslenzka söfnuðinn í Kaup- mannahöfn og predikaði við fjöl- sótta guðsþjónustu í St. Páls- kirkjunni. Biskupshjónin komu til Kaup- mannahafnar sl. föstudag og sátu þá um kvöldið veizlu prestshjón- anna í Jónshúsi. Laugardaginn 1. desember voru þau viðstödd hátíð- ardagskrá Félags íslenzkra námsmanna í Kaupmannahöfn í félagsheimilinu. Guðsþjónustan í St. Pálskirkju á fyrsta sunnudag í aðventu var geysifjölmenn og var það mál þeirra, sem lengi hafa dvalið hér, að ekki hafi áður svo margir sótt íslenzka guðsþjónustu í Höfn. Biskup fslands prédikaði og þjón- Morgunblaðiö/Guðrún L. Ásgeirsdóttir. Biskupar Kaupmannahafnar og fslands, hr. Ole Bertelsen og hr. Pétur Sigurgeirsson, frú Sólveig Ágústsdóttir og sr. Ágúst Sigurðsson. Biskup íslands heilsar einum kirkjugesta í St Pilskirkju, Sesselju Einars- dóttur Bjarnason. Biskupsfrú Sólveig Ásgeirsdóttir fyrir miðju. aði fyrir altari ásamt sendiráðs- prestinum, sr. Ágústi Sigurðssyni. Minntist biskup meðal annars fullveldisdagsins og Jóns Sigurðs- sonar forseta og gladdist yfir góðri samvinnu fslendinga og Dana, en á hana minnt við kirkju- dyr, þar sem íslenzki og danski fáninn blöktu hlið við hlið. f messulok ávarpaði biskupinn prest og söfnuð og árnaði heilla með þróttmikið starf, en sendi- ráðspresturinn þakkaði biskups- hjónum komuna. 19 manna ís- lenzkur kór söng undir stjórn org- anista safnaðarins, Maríu Ág- ústsdóttur, og meðhjálpari er Halldór Leifsson. Þá skírði bisk- upinn 8 ára dreng islenzkra hjóna, sem lengi hafa verið búsett hér í Höfn, en hann hefur áður skírt 5 eldri systkini hans á Akureyri. Var það hátíðleg stund sem og öll samveran i kirkjunni. Þá var haldið til félagsheimilis- ins i Jónshúsi og setzt að messu- kaffi. Sungin voru íslenzk ættjarð- arlög við góðar undirtektir við- staddra og kvaddi herra Pétur sér hijóðs og rómaði mjög hinn ís- lenzka anda, sem honum þótti ríkja með Hafnar-fslendingum þessa samverudaga. Minntist biskup á það, hversu sér hefði opnazt nýr heimur, þar sem væri helgihald og samvera fslendinga á erlendri grund, en ámóta hefði hann ekki kynnzt fyrr að eigin raun nema meðal Vestur-íslend- inga. Á eftir hélt biskup fund með presti og stjórn íslenzka safnaðar- ins, en hann var stofnaður 18. febrúar 1979. Stjórnina skipa: Ei- ríkur Valsson deildarstjóri for- maður, Gísli Engilbertsson vél- smiður og Ragnhildur Ólafsdóttir rithöfundur og til vara þrír náms- menn: Margrét Guðmundsdóttir, Jón Helgason og Baldvin Bald- vinsson. Um kvöldið þágu biskupshjónin boð sendiherrahjónanna, Einars Ágústssonar og Þórunnar Sigurð- ardóttur, í sendiherrabústaðnum ásamt fleiri gestum, en biskups- heimsókninni lauk árdegis með boði hjá Ole Bertelsen Kaup- mannahafnarbiskupi í Biskups- garðinum í Nörregade, þar sem biskupar hafa haft aðsetur síðan um siðskipti í Danmörku. Ræddu þeir biskuparnir og sendiráðs- prestur einkum þann vanda sem fylgir nafnalögum í Danmörku og Skandinavíu fyrir fslendinga í þessum löndum, er ekki fæst við- urkennd hin íslenzka nafnhefð. Standa vonir til, að úr þessu ágreiningsatriði verði brátt skorið á þann hátt, að föðurnafnsvenjur fslendinga verði virtar til fulls á öðrum Norðurlöndum, en eins og er munu íslenzkir drengir ófáir, sem skráðir eru dætur afa síns í móðurætt, en stúlkur synir föður- föðurins. — I íslenzka söfnuðinum í Kaup- mannahöfn ríkir mikil ánægja með visitasiu biskups og heimsókn biskupshjónanna, sem orðið hefur til hvatningar og hins bezta gagns á svo margan hátt. G.L.Ásg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.