Morgunblaðið - 11.12.1984, Síða 24

Morgunblaðið - 11.12.1984, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 síml 38640 ÞORGRIMSSON & C0 LISTASAFN Einars Jónssonar >fsteypur af höggmynd Einars Jónssonar „Ung móöir“ eru til sölu í Listasafni Einars Jónssonar. Nánari upplýsingar í síma safnsins 13797 kl. 13—15 daglega. pílu i RÚLLUGLUGGATJÖLD Keflavík: Akranes: Ólaísvik: Sty kkishólmu r: Patreksfjórður: Bolungarvik: ísafjórður: Hólmavik: Hvammstangi: Blönduós: Skagaströnd: Sauðárkrókur: Akureyri: Egilsstaðir: Seydisf jörður: Reyðarfjörður: Eskifjorður: Vestmannaeyjar: Dropinn, Hafnargötu 90 Málningarþjónustan, Stillholti 16 Litabúðín Vöruhúsið Hólmkjör Kaupf. V-Barðstrendinga, vefnaðarvörud. Byggingarvöruverslun Jóns Fr Einassonar Sería s.f., Vörumarkaðinum Ljoninu Bryndís Sigurðardóttir, Kópnesbraut 7 Kaupféiag V-Húnvetninga Kaupfélag Húnvetninga, byggingavörud. Kaupfélag Húnvetninga, byggingavörud. Kaupfélag Skagfirðinga, vefnaðarvörud. Kompan, Skipagötu 2 Kaupfélag Héraðsbúa, byggingavörudeild Vélsmiðjan Stál, Stálbúðin Kaupfélag Héraðsbúa, byggingavörud. Pöntunarfélag Eskfirðinga, vefnaðarvörud. Brimnes, Strandvegi Simi 2652 simi 1799 simi 6313 simi 8305 simi 1202 simi 7353 simi 4072 simi 1370 simi 4200 sími 4700 simi 5200 simi 25917 simi 1200 simi 2301 simi 4200 simi 6202 simi 1220 Pílu-rúllugluggatjöld eru framleidd eftir máli. Úrval af gluggatjaldaefnum í stíl við Pílu-rúllugluggatjöld. Pílu-rúllugluggatjöld, Suðurlandsbraut 6, sími 83215 Vextirnir og efnahagslífið — eftir Finn Geirsson Árið 1984 er þriðja árið I röð sem þjóðartekjur dragast saman. Ytri aðstæður, bæði aflasamdrátt- ur og lágt verð útflutningsvara á erlendum mörkuðum, eiga drjúg- an hlut að máli. Hinu er þó ekki að leyna, að fjármagnsstýring stjórn- valda á undanförnum árum á einnig stóran þátt í því hvernig nú er komið. Misheppnuð fjár- magnsstýring Fjármagnsstýringin hefur átt sér stað með ýmsum hætti. Seðla- bankinn hefur jafnan ákveðið vextina einhliða með þeirri afleið- ingu að raunvextir hafa yfirleitt verið neikvæðir og svarað seint breyttum aðstæðum. Eðlileg af- leiðing neikvæðra raunvaxta er annars vegar, að lántakendur, þeir sem hyggjast fjárfesta, sjá sér hag í lántöku, jafnvel þótt fjárfesting- in skili engum arði, Fyrir þann sem fjárfestir er í sjálfu sér nóg að fjárfestingin skili eingungis broti umfram kostnaðinn af lánt- ökunni. Hins vegar leiðir neikvæð raunávöxtun til þess að sparifjár- eigendur sjá ekki tilgang í pen- ingalegum sparnaði. Það fé, sem fólk gæti og vildi spara, leitar annað, t.d. í verðmæti sem standa verðbólguna vel af sér. Annars vegar er um að ræða fjárfestingu, sem borgar sig frá sjónarhóli ein- staklingsins en ekki heildarinnar, og hins vegar fjárfestingu, sem menn eru reknir út í vegna þess að hún er þó skárri en peningalegur sparnaður. í þessu felst sóun sem birtist okkur nú í lækkandi þjóð- artekjum á mann. Fjármagnsstýringin á sér aðra hlið. Ríkið hefur ekki aðeins greitt niður fjármagnið fyrir hvern sem vill fjárfesta, það hefur greitt það misjafnlega mikið niður eftir því hvaða atvinnugrein á í hlut, eftir því hvar menn búa á landinu og eftir því hvernig nota skal féð, til náms, íbúðabygginga o.s.frv. Með þessu móti brenglar ríkisvaldið viðmiðanir, sem nauðsynlegar eru til að teknar séu þjóðhagslega skynsamlegar ákvarðanir um hag- kvæmni fjárfestinga og sparnað- ar. Þriðja hliðin á fjármagns- stýringunni kemur fram í því, að ríkisvaldið ráðstafar fé beint til ákveðinna verkefna. Dæmi um þetta eru ýmis gæluverkefni, rík- isfyrirtæki, ríkisábyrgðir o.s.frv. Til að fjármagna þetta eru í sívax- andi mæli tekin erlend ián á háum vöxtum, eða ruðst er inn á inn- lendan lánamarkað og þá boðnir hærri vextir en gengur og gerist. Mörg dæmi eru til vitnis um slæmar afleiðingar þeirrar fjár- magnsstýringar sem birtist í framkvæmdum á vegum ríkisins. Nægir að nefna byggðalínur, Kröhu, Krísuvíkurskóla og Lands- smiðjugrunninn. Vaxtafrelsi Með þeirri tilhögun við vaxta- ákvarðanir, sem var tekin upp í ágúst sl., þar sem innlánsstofnun- um var gefið frelsi til að ákveða vexti að miklu leyti, er brotið blað í sögu íslenskra fjárfestingar- mála. Þótt ekki verði þar með tek- ið fyrir öll fjárfestingarmistök af því tagi, sem hér hafa verið nefnd, er stigið skref í þá átt að vextir gegni því grundvallarhlutverki sínu að vera leiðbeinandi um það í hverju borgi sig að fjárfesta. Um leið er stuðlað að innlendri spari- fjármyndun, sem dregur úr þörf- inni að leita til erlendra sparifjár- eigenda um lánsfé. Frelsi til vaxtaákvarðana gerir það að verkum, að innlánsstofnan- ir nota vexti í samkeppninni um hylli sparifjáreigenda. Undir eðli- legum kringumstæðum stuðlar þetta að því að raunvextir verði jákvæðir og að þeir breytist í sam- ræmi við breytilegar markaðs- aðstæður. Þessi sveigjanleiki vaxta er afar mikilvægur til að jafnvægi ríki á lánamarkaði. Þegar vextir á sparifé eru já- kvæðir verður ekki lengur verjan- legt að veita eða taka lán, nema arðsemi fjárfestingarinnar sé við- unandi. Og lánveitendur verða ekki í því skömmtunarhlutverki sem ójafnvægi á lánamarkaðnum býður heim. Eftir sem áður er sú Finnur Geirsson „Raunvextir í dag eru óneitanlega háir. Sú staöreynd endurspeglar fyrst og fremst, að ein- ungis á þessum vöxtum fæst sparifé til að mæta eftirspurn eftir lánsfé. En háir vextir hér á landi eru ekkert eins- dæmi.“ hætta vissulega fyrir hendi, að stjórnvöld geri upp á milli ein- stakra hópa lántakenda og geri mistök í beinum fjárfestingum. En með breyttri og raunsannri markaðsviðmiðun, sem vaxtafrels- ið myndar, má búast við meira að- haldi með afskiptum stjórnvalda af fjárfestingum yfirleitt. Gjafir til fjárfestingaraðila koma þá skýrt fram í mun markaðsvaxta og niðurgreidds lánsfjár. Vextir hér og erlendis Raunvextir í dag eru óneitan- lega háir. Sú staðreynd endur- speglar fyrst og fremst, að einung- is á þessum vöxtum fæst sparifé til að mæta eftirspurn eftir lánsfé. En háir vextir hér á landi eru ekk- ert einsdæmi. Lætur nærri að raunvextir lána séu svipaðir hér og í mörgum viðskiptalöndum okkar, ef ekki lægri, þegar haft er í huga að erlendir bankar bjóða mjög misdýr lán eftir stöðu lán- takanda. I Bandaríkjunum, til dæmis, er svokallað „prime rate“ eða lánakjör sem bjóðast betri viðskiptavinunum 11,25%, en al- gengari eru kjör á bilinu 15—20% og það í verðbólgu sem er aðeins 4,4%. Og í Bretlandi er algengt að lán til einstaklinga séu með 20—21% vöxtum þegar verðbólg- an er 3,8%. Háir raunvextir valda auðvitað áhyggjum víðar en hér, en tæplega er þar þó talað um þann mögu- leika, sem mönnum virðist hér nærtækastur, að stjórnvöld ákveði upp á sitt eindæmi hvaða vexti innlánsstofnanir mega greiða sparifjáreigendum og taka af lán- takendum. Þess í stað snýst um- ræðan gjarnan um það hvernig draga megi úr eftirspurn ríkisins eftir lánsfé, en fyrst og fremst með því móti er von til þess að vextir lækki. Raunvextir eru svo háir sem raun ber vitni vegna mikillar eftirspurnar eftir lánsfé og lítils sparnaðar, en stóran þátt í hinni miklu eftirspurn á sjálft ríkisvaldið, sem fjármagnar þann- ig umframeyðslu sína. Ríkið og vextirnir í þessu sambandi er athyglis- vert að skoða umsvif ríkisins á ís- lenskum fjármagnsmarkaði. Hvort sem litið er á spariskírteini ríkissjóðs eða ríkisvíxlana kemur í Ijós, að ríkið er leiðandi í þróun vaxta. Ef borin eru saman vaxta- kjör á spariskírteinum ríkissjóðs og á 6 mánaða verðtryggðum reikningi í banka og þróun þeirra á árinu 1984 kemur fram, að ríkið gengur á undan og býður ávallt betur. í janúar báru spariskírteini rík- issjóðs rúmlega 4% vexti, þegar vextir á 6 mánaða verðtryggðum bankareikningi voru 1,5%. í febrúar hækkaði ríkissjóður sína vexti í 5% en bankar fengu að hækka sína í 2,5% i maí. Þegar vaxtaákvörðun var gefin frjáls í ágúst urðu bankavextirnir frá 4 og upp í 6,5%, en áður en mánuður- inn var á enda hafði ríkissjóður hækkað sína vexti í 8%. Sama er uppi á teningnum með ríkisvíxlana. I mars sl. var fyrst gerð tilraun til útboðs ríkisvíxla og reyndist ársávöxtun vera á milli 25 og 26%. Næstu mánuði á eftir var hún áfram á þessu bili, en á sama tíma var ársávöxtun almenns skuldabréfs 22%. f ágúst hækkuðu skuldabréfavextir til samræmis við vexti ríkisvíxlanna en við útboðið í september hækka víxilvextir ríkisins í 28% og bank- arnir svara með því að hækka sína vexti í 26—27%. Vaxtafrelsi og hávaxtastefna eru tvö óskyld fyrirbæri, þótt þau hafi verið notuð jöfnum höndum í umræðunni. Helsta ástæða fyrir háum markaðsvöxtum um þessar mundir er mikif eftirspurn ríkis- ins eftir lánsfjármagni, jafnt hér sem erlendis, og helsta von til þess að þeir lækki er að minnka þessa eftirspurn og efla sparnað. Lokaorð í stuttu máli býður einhliða ákvörðun vaxta heim fjárfest- ingarmistökum og samdrætti í sparnaði, en þar með freistast menn til að taka erlend lán. Vaxtafrelsið stuðlar að því að jafnvægi náist á fjármagnsmark- aði miili framboös og eftirspurnar eftir lánsfé, sem aftur stuðlar að hagkvæmni í fjárfestingum og nægu framboði sparifjár. Vissulega eru hinir háu raun- vextir þung byrði á lántakendum, en vert ér að hafa í huga á hverra kostnað einhliða lækkun þeirra yrði. Sú spurning vaknar í þessu sambandi hvort réttlátt sé að ís- lenskrr sparifjáreigendur eigi ein- ir að bera uppi kostnaðinn af vaxt- aniðurgreiðslum á meðan t.d. erl- endir sparifjáreigendur njóta góðs af háum vöxtum erlendra lána okkar. Ef það er hins vegar niðurstaða kjörinna fulltrúa fólksins að létta beri vaxtabyrði einstakra hópa er skynsamlegra að kostnaðinum af því verði dreift á skattgreiðendur og aðstoðin verði þá í formi beinna styrkja. Markaðsvextir væru þá ákveðin viðmiðun um það hverju til væri kostað og gegndu þannig vissu aðhaldshlutverki og fólk sem sparar fengi sína umbun. l)r. Finnur Geirsson er hagíræðing- ur Verslunarráðs íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.