Morgunblaðið - 11.12.1984, Page 27

Morgunblaðið - 11.12.1984, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 27 eignarrétt í búinu. Það getur hins vegar oft reynst erfitt fyrir þann aðila, sem ekki er skráður fyrir eignunum, að sanna eignarrétt sinn og framlög til eignarinnar. Oftar en ekki kemur þetta verr niður á konunum. Því það virðist algengara að þær noti sín laun til daglegrar framfærslu fjölskyld- unnar, í mat, barnaheimili o.s.frv. en karlarnir borgi víxlana og geti þannig sannað sitt framlag á áþreifanlegri hátt en konurnar. Það má því alveg segja að ég sé eindreginn fylgismaður hjóna- bandsins", segir Svala. „Og ég skil satt að segja ekki hvað fólk hefur á móti því að koma við hjá borg- ardómara, sýslumanni eða presti og láta pússa sig saman. Sumir nota þá röksemd gegn hjónaband- inu, að skilnaður sé miklu einfald- ari þegar sambúðarfólk á í hlut, en því er einmitt öfugt farið. Erföaskrána á ekki að gera á grafarbakkanum né kaup- málann við skilnað Hvað varðar sifjaréttinn al- mennt, þá er allt of lítið gert af kaupmálum og erfðaskrám. Ef slíkt væri algengara mætti oft forðast mikil leiðindi í fjölskyld- um. í engilsaxneskum löndum þykir sjálfsagt að ganga frá þess- um málum, en hér á landi virðist sú skoðun ríkjandi, að fólk geri ekki erfðaskrá nema það sé komið á grafarbakkann eða kaupmála nema ólag sé komið á hjónaband- ið. Sem dæmi um það hvernig þetta getur komið út, get ég nefnt tví- giftan mann, sem dó frá seinni konu sinni eftir langt hjónaband. Af því að maðurinn hafði ekki gert erfðaskrá missti ekkjan íbúð hjón- anna til uppkominna barna mannsins af fyrra hjónabandi". Áhugamálin Áður en blm. heldur aftur niður á jörðina í nýja miðbænum, víkj- um við sem snöggvast talinu að áhugamálum hæstaréttarlög- mannsins utan réttarsalanna. Þar eru börnin efst á blaði. En af þeim á Svala þrjú; Sif, sem er tuttugu og tveggja ára og nemur lögfræði eins og margir aðrir í fjölskyldunni, Kristján Birgi, fimmtán ára, og Ragnhildi, fimm ára. „Svo má auðvitað flokka lög- fræðina undir áhugamál," segir hún. „En ég hefði ekki viljað vera án barnanna, að vera með þeim er það skemmtilegasta sem ég geri og ég held, að maður hafi meiri tíma til að sinna börnunum þegar það er svona langt á milli þeirra. Það gerir líka það að verkum, að það er alltaf eitt lítið bam í fjöl- skyldunni á hverjum tíma. Það finnst mér ágætt fyrirkomulag — svo ég tali nú ekki um hvað það er gaman,“ segir Svala og horfir brosandi út um gluggann. Enda klukkan að verða fimm og „litla barnið" í fjölskyldunni á leið í heimsókn. Viötal: Hildur Helga Sigurðardóttir Frá framkvæmdum við Óshlíð. Stórvirk vinnutæki unnu í sumar að því að gera stalla í hlíðina og skurð við veginn til að draga úr hættu af hruni. Stallar í Óshlíð- ina til að draga úr grjóthruni í SUMAR var unnið við Óshlíðarveg fyrir 12,6 milljónir króna. Unnið hef- ur verið að því að gera stalla i hlíð- ina fyrir ofan veginn til þess að draga úr hruni og hefur vegurinn að hluta verið færður frá hlíðinni. Sam- kvæmt áætlun, sem gerð var 1981, er fyrirhugað að gera vegþekjur þar sem snjóflóð hafa verið tíðust. Verða nokkurs konar göng byggð yfir veginn á köflum, svo öflug að þau eiga að standa af sér snjóflóð og grjóthrun. Samkvæmt Ó-áætluninni er kostnaður við Óshlíðina áætlaður um 200 millj- ónir reiknaður til núverandi verð- lags og er áætlað að framkvæmd- um verði lokið 1990. Svo sem kunnugt er er fram- kvæmdum við Ólafsfjarðarenni lokið og reyndist kostnaður við Ennið minni en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á. Við þriðja Ó-veg- inn, Ólafsfjarðarmúla, er fyrir- hugað að gera jarðgöng, skammt utan við Kúhagagil Ólafsfjarð- armegin og er fyrirhugað að koma út við Tófugjá hinum megin. Alls verða göngin um 3,2 kílómetra löng. Morgunblaðid/Snorri Snorrason. NYJUNG FRA ALÞYÐUBANKANUM ÞU GETUR LAGTINN SPARIFEÐ ÁN NOKKURS TILLITS TIL ÞESS HVENÆR ÞÚ ÞARFT ÁÞVÍ AÐ HALDA AFTUR EN SAMT TRYGGT ÞÉRALLTAÐ ÁN NOKKURRAR BINDISKYLDU! Sérbók Alþýðubankans er einstök leið til góðrar ávöxtunar án þess að leggja í óþægilega og óvissa spádóma um hvenær þú þurfir aftur á sparifé þínu að halda. Þú leggur einfaldlega inn á Sérbókina, færð strax 23% grunnvexti og síðan hækka vextir um 2% fyrir hverja þrjá mánuði sem innstæðan stendur óhreyfð. Takirðu ekki út í eitt ár eru nafnvextir síðustu þriggja mánaða því orðnir 29% og ársávöxtun 28,6% — og það á opinni bók! Vextir leggjast ávallt við höfuðstól bókarinnar. Þeir teljast því með þegar vextir næsta tímabils eru reiknaðir út og skila um leið einstaklega góðri ársávöxtun. Sé tekið út af bókinni haldast nafnvextir hins vegar óbreyttir næsta þriggja mánaða tímabil. Standi Sérbókin óhreyfð í tvö ár er ársávöxtun komin í 31,1% - og enn á óbundinni bók! ATHUGAÐU NÁLIÐ — Sérbók Alþýðubankans er frjáls leið til farsællar ávöxtunar. Það er leitun að öðru eins tilboði Alþýðubankinn hf. staögreiösluafsláttur _____STENDUR FYRIR SÍNU ^^ÍDgarvörur Verkfsen Hreínleetístseki fePPadeiíd Harðviðarsala k/ l( BYGGINGAVORURl ■■■■■ HRINGBRAUT120: Simar: Harðviftarsala.............28 604 Byggingavörur..............28-600 Malningarvörur og verklæri-28 605 Góllteppadeild.............28-603 Flisar og hreinlætistæki 28-430 renndu við eða hafðu samband 1 AUGLÝSINGAÞJÓNUSTAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.