Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 55
MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 55 Axel Thorstein- son — Minning Fæddur 5. mars 1895 Dáinn 3. desember 1984 Axel Thorsteinson er nú fallinn í valinn í hárri elli, nærri níræður, einn þeirra manna sem fæddust í lok fyrri aldar og settu sinn hug- þekka svip á 20. oldina, mótaður af menningu sem nú er næstum und- ir lok liðin; illu heilli munu sumir segja. Foreldrar Axcls voru Stein- grímur Thorsteinson skáld, síðast rektor Lærða skólans í Reykjavík, og seinni kona hans, Birgitta Guð- ríður Eiríksdóttir járnsmiðs Ei- ríkssonar í Stöðlakoti í Reykjavík. { ætt Axels hillir uppi stóra tinda í mennta- og embættismannastétt á íslandi langt aftur í aldir. Amma hans var Þórunn Hannes- dóttir biskups, Finnssonar bisk- ups í Skálholti, sem Finsensætt er við kennd, en afi hans Bjarni Þor- steinsson amtmaður á Stapa. Hann var af hinni merkilegu skagfirsku Steingrímsætt, bróð- ursonur Jóns Steingrímssonar eld- klerks, en þau systkin fluttust úr Skagafirði suður i Skaftafells- sýslu. Helga, systir þeirra Jóns og Þorsteins, var móðir Steingríms Jónssonar biskups sem almenn- ingslof hlaut fyrir gáfur og mann- göfgi. Steingrímur skáld, faðir Axels, var heitinn eftir honum. Steingrímur Thorsteinson lést árið 1913. Þá var Axel sonur hans ungur að aldri, aðeins 18 ára. Þó undarlegt kunni að virðast hafði hann, sonur rektorsins, lagt fyrir sig búnaðarnám á Hvanneyrar- skóla. Hugur hans hneigðist líka snemma til skáldskapar og hann gaf út sína fyrstu bók, Ljóð og sög- ur, árið 1916. Næstu árin komu frá hans hendi smásagnasöfn, Ijóð og skáldsögur. Þeim sem þetta ritar er sérstaklega í fersku minni skáldsaga hans Börn dalanna, sem lesin var í þann mund sem ungl- ingshugurinn er næmastur og gljúpastur. Þessi rómantíska harmsaga eignaðist þá sinn fasta sess í huganum, hugljúf og hrein, rituð á fogru máli minnti hún meir en lítið á snilld Steingríms föður Axels. Ungur hleypti Axel heimdrag- anum. Dvaldist hann fyrst í lýð- háskóla á Eiðsvelli í Noregi 1916—17, en síðan um fimm ára skeið vestan hafs í Kanada og Bandaríkjunum og gerðist sjálf- boðaliði í Kanadaher undir lok styrjaldarinnar 1918. Hann gekk að eiga belgiska konu, Jeanne Fafin, 1919. Synir þeirra þrír eru: Steingrímur, Axel Grímur og Halldór. Þau hjón slitu síðar samvistum. Árið 1940 kvæntist Axel í annað sinn, Sig- ríði Þorgeirsdóttur, og áttu þau tvo syni, Birgi og Gunnar. Utan hjónabands átti Axel eina dóttur, Sigríði Breiðfjörð, sem gift er Kjartani Guðjónssyni listmálara. Axel Thorsteinson fluttist aftur heim til Islands 1923. Eftir heim- komuna lagði hann skáldskap og fagurfræði að mestu á hilluna, en stundaði þó ritstörf alla ævi, þýddi fjölda bóka, gaf út tímaritið Rökkur, ritaði ferðasogur og sögu dagblaðsins Vísis og sá um útgáf- ur af ýmsum verkum föður síns — svo að nokkuð sé nefnt. En störf hans í hálfa öld tengjast þó öðru fremur blaðamennsku við Morg- unblaðið og Vísi, þar sem hann var aðstoðarritstjóri um árabil, og fréttamannsstörfum hjá útvarp- inu. f útvarpinu hafði hann um langt skeið það sérstaka verkefni með höndum að sjá einn um söfnun og flutning morgunfrétta. Hann er enn mörgum minnisstæður frá því hann flutti þær fréttir á stríðsár- unum og lengi síðan. Til þess starfa þurfti stundvísan mann og léttsvæfan. í því efni mátti treysta á Axel, aldrei lét hann sig vanta með fréttirnar á réttum tíma hvernig sem vindur blés, og var elju hans og nákvæmni við brugðið. Axel þótti vænt um þetta starf, og til hins síðasta hélt hann stöðugu sambandi við okkur í út- varpinu og var þar alltaf kærkom- inn gestur. Það var fátt sem glapti fyrir Axel Thorsteinsyni í störfum hans. Þó hafði hann líklega alla ævi einn veikleika, ef svo má að orði komast. Sveitalíf og náttúra landsins hafði undra sterk tök á honum, og hann varð stundum að gefa sér tíma til að sinna störfum á eignarjörð sinni, Þverholti á Mýrum. Fegurð og dýrð náttúrunnar var honum uppspretta mikils unaðar. Var það vafalaust arfur frá Steingrími föður hans, og vel gat Axel gert orð hans að sínum: Þú bláfjallageimur með heiðjökla hring, um hásumar flý ég þér að hjarta. ó, tak mig í f aðm, minn aöknuð burt eg syng um sumarkvðld við álftavatnið bjarta. Axel Thorsteinsyni fylgja nú að leiðarlokum þakkir okkar allra sem honum kynntumst. Hann var falslaus maður, friðsamur og óáleitinn, alla sína löngu ævi unn- andi og leitandi fegurðar og hrein- leika. Andrés Björnsson Kveðja frá Blaðamanna- félagi íslands Með Axel Thorsteinssyni, heiö- ursfélaga Blaðamannafélags ís- lands, er genginn einn af frum- herjum íslenskrar blaðamennsku, maður sem fékkst við blaða- mennsku og ritstörf lengur en flestir aðrir. Þeir, sem nú eru að ganga sín fyrstu spor á þeirri braut, þekkja Axel Thorsteinsson Ivarla nema af afspurn; við sem |erum nokkru eldri munum hann einkum af Lundúnafréttum hans í morgunútvarpinu. Hann var meðal fyrstu tslend- inga, sem gerðu blaðamennsku að ævistarfi sínu — leit á starfið sem fag en ekki bókmenntalegan án- ingarstað eða pólitískt trúboð. Hann var forstöðumaður frétta- stofu BÍ á meðan hún starfaði og átti sem slíkur þátt í umtalsverðri breytingu á fjölmiðlun innan- lands. Lengst af var Axel blaðamaður, og síðar aðstoðarritstjóri, á Vísi og síðar á útvarpinu. Alla tíð var hann fyrst og fremst fréttamaður, sem tók alvarlega það hlutverk sitt að koma á framfæri við ís- lenskan almenning hlutlausum og réttum fréttum og upplýsingum. Um áratuga skeið var hann í fremstu röð islenskra blaðamanna og ævinlega stétt sinni til sóma. Islenskir blaðamenn standa i þakkarskuld við Axel Thorsteins- son. Ómar Valdimarsson, form. BÍ. Sanitas VERÐUEKkUN! VERDMUNUR Gleðileg jól. Sanitas hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.