Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 + Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Stórholti 30, iést föstudaginn 30. nóvember. Jaröarförin hefur fariö fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auösýnda samúö og vinarhug. Jóhannes Sigurösson, Sjöfn Jóhannesdóttir, Rúnar Guömundsson, og barnabörn. + Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, JÓHANNA EYJÓLFSDÓTTIR, Bárugötu 16, lést i Landakotsspitaia sunnudaginn 9. desember. Valdimar Guömundsson, Valdimar Valdímarsson, Þorgeróur Einarsdóttir, Eyjólfur Valdimarsson, Hanna Unnsteinsdóttir, Helga Valdimaradóttir, Óskar Alfreósson, og barnabörn. + Konan min og móöir okkar, VILBORG PÉTURSDÓTTIR, Skeiöarvogi 139, andaöist aö heimili sinu 8. desember. Jón Danlelsson, Pótur Emilason, örn Jónsson. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, BJARNI ERLENDSSON, Suöurgötu 49, Hafnarfirói, andaöist i St. Jósepsspitala Hafnarfiröi 9. desember. Júlla Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + , Amma mín, SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfiröi, fimmtudaginn 6. desember. Helgi Ómar Sveinsson. + Eiginmaöur minn, RÓBERT A. DAY andaöist að heimili sfnu 24. nóvember í Westport Connecticut. Stella Day. + Dóttir min, ELMA BJÖRK, veröur jarösungin frá Sauöárkrókskirkju laugardaginn 15. desember kl. 14.00. Minningarathöfn fer fram i Dómkirkjunni miö- vikudaginn 12. desember kl. 16.00. Fyrir hönd barna, barnabarns, systkina og annarra vandamanna hinnar látnu. Guöjón Sigurósson. + Eiginkona min, móöir okkar og tengdamóöir, RÓSA FRIÐJÓNSDÓTTIR, Engihjalla 9, sem lést 3. desember veröur jarösungin frá Kópavogskirkju miö- vikudaginn 12. desember kl. 13.30. Bjarni P. Jónasson, Friöjón Bjarnason, Inga Brynjólfsdóttir, Siguröur Bjarnason, Hilde Stoltz, Valgeir Bjarnason, Margrét Bjarnadóttir. + Móöir min, STEINUNN JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskapellu miövikudaginn 12. desember kt. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Kristján Jón Guönason. Zophonías Jóns- son — Minning Fæddur 12. mars 1897 Dáinn 2. desember 1984 í dag er kvaddur frá Kópavogs- kirkju Zophonías Jónsson, Digra- nesvegi 24 hér í bæ. Zophonías var fæddur að Bakka í Svarfaðardal, 12. mars 1897 og var því á 88. aldursári er hann lést. Foreldrar hans voru Jón Zophoníasson og Svanhildur Björnsdóttir er þar bjuggu. Jóni og Svanhildi varð 7 barna auðið og eru nú aðeins 2 á lífi. Frímann búsettur í Reykjavík og Jóhanna dvelur nú á sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki á 96. aldursári. Þau Jón og Svanhildur fluttust frá Bakka að Neðra-Ási í Hjaltadal þegar Zoph- onías var 7 ára gamall. Zophonías minntist oft þessara búferlaflutninga, sem munu hafa verið meiriháttar átak, því yfir Heljardalsheiði var að fara. Helj- ardalsheiði var fjölfarin fyrr á ár- um og á sér langa sögu og ógnþrungna, eins og nafnið bendir til. Rösklega fjögurra stunda ferð var milli bæja, Skriðulands í Kolbeinsdal og Atlastaöa í Svarf- aðardal, en heiðin er 865 metrar yfir sjávarmáli. Má af þessu ráða að það hefur ekki verið heiglum hent fyrir stóra fjölskyldu að ráð- ast í slíka ferð. Foreldrar Zoph- oníasar höfðu þá fest kaup á Neðra-Ási enda þótt efnin væru ekki mikil og urðu börnin því a? taka snemma til hendinni við slík- ar aðstæður, en dugnaði og sam- stöðu fjölskyldunnar var vií brugðið. Zophonías ólst upp með foreldr- um sínum að Neðra-Ási allt til 18 ára aldurs, eða til ársins 1915 en þá hóf hann nám við Gagnfræða- skólann á Akureyri. Hann varð Gagnfræðingur frá þeim skóla 1918 og settist þá um haustið í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Hann minntist oft með hlýjum huga skólaáranna á Akureyri, en þar voru margir afbragðskennar- ar og margir skólabræður hans þar urðu síðar þjóðkunnir menn. Vera Zophoníasar varð ekki löng í Menntaskólanum í Reykjavik. Ekki var það vegna skorts á námshæfileikum því Zophonías var ágætur námsmaður enda fluggreindur að eðlisfari. Hins vegar mun efnaskortur hafa átt hér stærstan hlut að máli. Næsta ár mun Zophonías hafa verið heimiliskennari hjá þeim merkishjónum Þorbirni Þórðar- syni, héraðslækni á Bíldudal, og konu hans, Guðrúnu Pálsdóttur, og þar átti hann góða daga. Á þessum árum var verka- lýðshreyfingin á íslandi í mótun. Zophonías varð strax mikill verkalýðssinni. Hannn stundaði ýmsa verkamannavinnu auk þess sem hann var til sjós um skeið bæði á Akureyri og Vestfjörðum. Zophonías kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Theodórs- dóttur, rithöfundar Friðrikssonar, 22. nóvember 1924. Hófu þau bú- skap í Vestmannaeyjum. Þar mun hann hafa fengið sína fyrstu skól- un í verkalýðsbaráttunni. Síðan fluttust þau hjónin til Stokkseyr- ar og var Zophonías um tíma formaður verkalýðsfélagsins þar. Næst lá leið þeirra hjóna til Eyr- arbakka, þar sem Zophonías varð fyrsti starfsmaður (ásamt Sigurði Heiðdal) vinnuhælisins að Litla- Hrauni 1929—31. Þegar Zophonías kom til Reykjavíkur 1931 gekk hann þegar í Dagsbrún og var í stjórn þess félags um skeið. Hann gekk snemma í gamla Alþýðu- flokkinn, en þegar Héðinn Valdi- marsson o.fl. yfirgáfu Alþýðu- flokkinn 1937 og stofnaður var Sameiningarflokkur alþýðu, sósí- alistaflokkurinn, var hann í þeim hópi og hefur hann alla tíð fylgt þeim samtökum að málum, sem hafa stutt við bakið á verkalýðs- hreyfingunni. Árið 1935 hóf hann störf hjá Vinnumiðlunarskrifstof- unni í Reykjavík og vann þar til ársins 1950 er hún var lögð niður. Næstu árin vann hann almenna verkamannavinnu, en árið 1955 hóf hann störf hjá Skattstofu Reykjavíkur og vann þar allar göt- ur fram til 1975 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Zoph- onías sat í Niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur og síðar Framtals- nefnd um langt árabil. Zophonías bjó ásamt fjölskyldu sinni í Reykjavík allt frá 1931, lengst af á Óðinsgötu, en 1959 fluttist hann í Kópavog og átti þar heima til dauðadags. Hin síðari ár tók hann virkan þátt ásamt konu sinni í starfi aldraðra hér í Kópa- vogi. Eignaðist hann þar marga vini á þessum vettvangi og aflaði sér trausts og virðingu meðal þeirra í ríkum mæli. Þeim hjónum varð 4ra barna auðið en þau eru: Jón kerfisfræð- ingur, kvæntur Heiði Gestsdóttur teiknikennara, búa í Kópavogi. Sigurlaug Svanhildur íþrótta- kennari, gift Gunnari R. Magnús- syni, löggiltum endurskoðanda, búa í Kópavogi. Sesselja húsmóð- ir, gift Olafi Jónssyni sjómanni, búa í Hafnarfirði, og Kristinn múrari, býr í Reykjavík. Barna- börnin eru 13 og barnabarnabörn- in 12. Zophonías Jónsson var á marg- an hátt sérstæður persónuleiki. Áhugasvið hans voru ákaflega fjölþætt. Hann var einn þeirra aldamótamanna sem urðu vitni að mestu þjóðfélagsbreytingum ís- landssögunnar. Á þessu tímabili fá fslendingar fullveldi síðan stofnun lýðveldis. Hann lifir tvær heimsstyrjaldir og verður vitni að tæknibyltingu sem hefur breytt hag manna úr örbirgð til velfarn- + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ZÓPHONÍAS JÓNSSON, Dígranesvegi 24, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju þriöjudaginn 11. desember kl. 13.30. Anna Theódórsdóttir, Jón Sigtryggur Zóphoniasson, Heiöur Gestsdóttír, Sigurlaug S. Zóphoníasdóttir, Gunnar R. Magnússon, Sesselja Zóphonlasdóttir, Ólafur Jónsson, Kristinn Björgvin Zóphonfasson, barnabörn og barnabarnabðrn. Lokað eftir hádegi i dag vegna jaröarfarar STEFÁNS LUTHERS STEFÁNSSONAR. Vélar og tœki hf., Tryggvagötu 10. aðar. Jafn heilsteyptur maður og skilningsríkur á menn og málefni og Zophonías var hlaut að taka ríkan þátt í þeirri þjóðlífsbaráttu sem hér var háð sérstaklega á fyrstu áratugum þessarar aldar. Hann átti það að sjálfsögðu sammerkt með öðrum að brauð- stritið eitt var svo þrúgandi fram- an af að ekki gafst tími til þess að sinna hugðarefnum í nokkrum mæli. Þó var það svo að bóklestur var honum ætíð hugfólginn, enda var maðurinn sérlega vel lesinn og stálminnugur. Ég hefi örfáum mönnum kynnst sem kunnu jafn mikið utanbókar af fagurbók- menntum okkar sem hann. Gilti þar einu hvort um bundið mál eða óbundið var að ræða. Öllum sem höfðu af Zophoníasi veruleg kynni hlýtur að vera það ógleymanlegt er hann flutti án bókar heilu kvæðabálkana og gerði það með þeim hætti sem honum einum var lagið. Fátt held ég að honum hafi ver- ið hugleiknara en ferðalög innan- lands og utan. Hann var slíkur ferðagarpur að varla var það fjall eða fjara hér á landi sem hann þekkti ekki til hlítar. Allt sem að náttúrufræði laut var honum sem opin bók og var þar að verulegu leyti um sjálfsmenntun að ræða. Hann var ákaflega vinsæll og eft- irsóttur ferðafélagi og var stund- um fararstjóri hjá Ferðafélagi ís- lands. Hann lét sér ekki nægja að kanna fósturjörðina eina heldur gerði hann víðreist erlendis. Hann fór t.d. tvisvar til Kína, ferðaðist til Austurlanda og flestra Evrópu- landa. Flestar þessar ferðir voru farnar eftir að hann var kominn á efri ár. Til þess var tekið að viss fötlun sem hann varð fyrir fyrir fáum árum hindraði hann ekki að klífa fjöll og firnindi. Áttræður ferðaðist hann um allt hálendið, kleif fjöll og gekk mikið. Nú þegar við fylgjum Zophoní- asi Jónssyni síðasta spölinn á hans vegferð er okkur, sem höfð- um af honum nánust kynni, efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina. Söknuðurinn er sárastur hjá ástvinum öllum og ekki síst hjá barnabörnunum sem hann sýndi ætíð mikið atlæti, umhyggju og lét sér svo annt um velferð þeirra. Ég hef aldrei þekkt metnaðar- lausari mann sjálfum sér til handa en hann, og engum var meiri fögnuður að velfarnaði ann- arra. Fari hann í friði. Gunnar R. Magnússon Skilti á leiöi. Útvegum krossa ef óskaö er. Sendum í póstkröfu. Tekið á móti pöntunum alla daga í sfma 54833. Dalshrauni 20 Hafnarlirói Simi 54833
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.