Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 ást er ... að klæða hann vel á köld- um vetrar- moryni TM R«g U.S Pat. Off.-AII rlghls reserv*d C> 1977 Los Angsles Tlmes HÖGNI HREKKVÍSI „ HANN Efí. VÍST AL.VEG ÁK\/Ee>lNN l' \?vl AE> KOMA MEP/" Hver vill fá lítið notuð föt? Fatasafnari skrifar: Velvakandi. Nú er kominn sá tími, þegar allt er tekið í gegn, lagað og hreinsað. Þá kemur í ljós hjá mörgum að fyrir hafa safnast lítið notuð föt sem eru orðin of lítil eða hætt að nota af öðrum ástæð- um. Á þessum síðustu og verstu tímum á ég bágt með að henda heilum fötum og langar mig þess vegna að fá að vita hvort hægt er að senda fatapakka til einhverra stofn- ana eða heimila, sem gætu haft not fyrir þau. Ég hef heyrt að hægt væri að senda gardínur og þvíum- líkt til vinnustofu, sem býr til úr þeim mottur og selur síðan. Ég man ekki lengur nafnið á þessari vinnustofu og vonast til að fá upplýsingar um þetta hér í þessum dálki, svo ég og fleiri gætum notfært okkur þetta. Tískan i dag er mjög fjölbreytileg og er í raun og veru blanda af gömlu og nýju eins og þessi mynd, sem nýlega var tekin á tískusýningu, ber með sér. Bréfritari á eitthvað af lítið notuðum fötum, sem hann vildi gjarna gefa þeim, sem hefði not fyrir þau. Stórir hópar fá niðurgreitt fæði — Og hverjir borga? BSRB-launþegi á landsbyggðinni skrifar: Miklum og hörðum átökum var hleypt af stað í þjóðfélaginu með verkfalli BSRB. Framkvæmd voru ýmis lögbrot í nafni kjarabaráttu s.s. af lögreglu, tollvörðum o.fl. Hinn almenni borgari hlýtur að skelfast hvað af slíku getur hlot- ist. Það er ljótt til þess að vita að einstakir þingmenn veðruðu upp einstök lögbrot en minntust ekki á önnur. Þetta finnst mér óhæfa af kjörnum starfsmönnum Alþingis og þeim til hneisu, — það er lág- markskrafa að háttvirt Alþingi setji skýr lög um, hvað sé rétt og hvað rangt í verkfalli BSRB og að menn gangi að því vísu að lögbrot verði látin hafa sinn gang að verk- falli loknu. Mönnum er tíðrætt um að mikil skattsvik viðgangist og eru helst nefndir menn í sjálfstæðri at- vinnustarfsemi. Anzi er ég nú hrædd um að ekki sé við þessa hópa eina að sakast — stóra spurn- ingin hlýtur að vera hverjir eru viðskiptavinir viðkomandi hópa? — Það skyldi þó ekki vera fólk úr hinum ýmsu starfsstéttum þjóð- félagsins þ.á m. opinberir starfsmenn, sem síðan gala hæst í ræðu og riti alheilagir í framan. Skattsvikin myndu sjálfsagt upp- rætast að verulegu leyti, ef allur almenningur tæki sig nú á og keypti sína vöru og þjónustu gegn reikningi á verði skv. gildandi töxtum, þar með yrði dýru opin- beru eftirliti forðað. Á tímum kjaradeilna er mikið talað um launþega, mér hefur allt- af gengið illa að skilja að allir sem vinna séu ekki launþegar, hvort sem þeir þiggja laun hjá sjálfum sér eða öðrum. Verkalýðsrekendur og vinstri menn reyna óspart að koma því inn hjá fólki að þeir sem ekki eru launþegar að þeirra mati hafi mikil hlunnindi umfram aðra, vera má að svo sé, um það ætla ég ekki að dæma. Mig langar að minnast á ein þau stóru hlunnindi, sem æði margir launþegar á Stór-Reykjavíkur- svæðinu hafa, er hvorki þiggjend- ur þeirra né forystumönnum stéttarfélaganna finnst ástæða að minnast á eða gera neitt úr og það er hið mikið niðurgreidda fæði, sem stórir hópar hjá stórfyrirtækjum og opinbera kerfinu hafa, og það eru skattgreiðendur sem borga. Þessi miklu hlunnindi milli þeirra sem þessa njóta og hinna sem á mis við þessi kjör fara eru mjög mikil. Því að allir vita að fæðið vegur þungt í framfærslunni. Fjármálaráðherra, Albert Guð- mundsson, er búinn að fá miklar skammir yfir sig síðustu vikurnar fyrir að hafa persónulegar skoð- anir og láta þær i ljós. Það væri fróðlegt ef hægt væri, að fjár- málaráðherra léti birta matar- reikningana, sem íslenska þjóðin borgar fyrir suma síóánægða þegna sína en aöra ekki (þ.á m. fátt eða ekkert landsbyggðarfólk) og hve mikil launauppbót niður- greidda fæðið hugsanlega er, fyrir þá sem þess njóta hjá ríkinu. í Morgunblaðinu undanfarið hafa birst fróðlegar greinar um sparifé, vexti og verðbólgu, allir sanngjarnir menn telja að spari- fjáreigendur fái síður en svo of mikið í sinn hlut enda hafa fáir eða engir verið jafnhlunnfarnir og sparifjáreigendur á íslandi. Það hefur komið fram að sparifé landsmanna sé að % hlutum eign einstaklinga, er gleðilegt til þess að vita, það hlýtur að vera nokkuð stór hluti launþega sem á sparifé og sparar jafnvel þó af litlu sé, þeir sem sannarlega spara eiga svo sannarlega skilið að géta ávaxtað sitt pund án þess aö fé þess sé sífellt rýrt. Eins og við mátti búast sjá al- þýðubandalagsmenn ofsjónum yf- ir sparifé og vilja skattleggja það og hefja þar með eignaupptöku á sparifé, eitt er víst, ef vilji þeirra næði fram að ganga yrði alltaf kafaö dýpra og dýpra þar til ekk- ert yrði eftir, og takmarkinu þar með náð, því að flestir vita að eignaupptaka er eitt af megin- markmiðum kommúnista hér sem annars staðar. Að endingu, þó að útlitið sé dökkt á Fróni nú um hríð, látið ekki blekkjast af fagurgala vinstri aflanna í landinu einu sinni enn, það er svo stutt síðan þeir sönn- uðu algjört getuleysi sitt með 130% verðbólgu, nokkurra ára neyðarástandi í vændum og núna síðast skattlögn á sparifé almenn- ings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.