Morgunblaðið - 11.12.1984, Side 69

Morgunblaðið - 11.12.1984, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 69 Bitlaust vopn Kvikmyndír Árni Þórarinsson Austurbæjarbíó: Deal of the Century — Vopnasalarnir'/2 Bandari.sk. Árgerd 1982. Handrit: Paul Brickman. Leikstjóri: William Friedkin. Aðalhlutverk: Chevy Chase, Sigourney Weaver, Gregory Hines, Vince Edwards. Ef menn vilja sjá skopádeilu um hergagnabrask og stríðsvæðingu sem hefur lítið skop og enga ádeilu þá geta þeir farið á Vopnasalana. Hér hefur verið lagt upp með góðan vilja og stórar hugmyndir. En allt hefur það farið forgörðum í framkvæmdinni. Handrit Pauls Brickman um ungan vopnabrask- ara sem flækir sig inní stórfiska- leik vígbúnaðarkapphlaupsins þar sem ný fjarstýrð herflugvél er að- albitbeinið, hefur til að byrja með enga byggingu; allt morar í merk- ingarlausum og ófyndnum auka- atriðum. Ef leikstjórinn hefði get- að veitt einhverjum kómískum krafti, manískum hraða í þetta slappa hráefni hefði kannski mátt virkja kaos handritsins I þágu skopsins. Þetta er William Fried- kin gjörsamlega um megn. Hann finnur hvergi annað en verstu lausnirnar. I persónunum er ekki heil brú; í hverju atriði fyrir sig vantar leikstjórnarlegan fókus; milli atriða er enginn filmískur drifkraftur. Friedkin virðist ekki geta gert annars konar myndir en hráar æsifengnar spennumyndir (French Connection I, The Exor- cist I, Cruising). Ekki er von að leikaraliðið finni haus eða sporð á hlutverkum sín- um. Chevy Chase er mikið notaður í amerískum gamanmyndum um þessar mundir; hann er frekar geðþekkur hamborgari, en yfir- leitt álíka tilþrifalítill og mynd- irnar sem hann leikur í. Sigourney Weaver, sem í útliti er hávaxin blanda af Diddú og Jane Fonda, er alveg utanveltu í einhverju verst skrifaða hlutverki sem ég hef séð. Og ádeilan á vígbúnaðarkapp- hlaupið? Hún felst til dæmis í inn- klippum af hinum ábyrga friðar- sinna Ronald Reagan í ræðustól („Við byggjum ekki sprengjuflug- vélar til að reka stríð. Við byggj- um sprengjuflugvélar til að varð- veita frið“) og suður-amerískum einræðisherra sem horfir á myndbönd af hergögnum um leið og hann reynir að gera hitt. Snjallt? #\IB0Ð ★ * * æ FISHER skákar keppinautunum í verði og gæðum. VHS P-618 myndsegulband □ liægspilun ,^lowmotion". □ 5 faldur myndleitarhraði. □ Kyrrmynd. □ 9 daga upptökuminni. □ Fjarstýring. '365' myndbandsspólur á einu árí. Jolaglaðningur sem endist aiit áríð * Ein myndbandsspóla á daa. , , ^ 1 ■—1 ■ LAGMULA 7. Þu kemur og semur. reykjavík - sími 685333. Fisher, fyrsta flokks. SJÓNVARPSBÚDIN Viðskiptavinir athugið Ás, verndaða vinnustofan sem Styrktarfélag vangef- inna hefur rekið undanfarin þrjú ár inn viö Stjörnu- gróf, hefur flutt alla sína starfsemi í Brautarholt 6, 4. hæö. Nýtt símanúmer er 62 16 20 og pósthólf 4110 125 R. Opiö 9—16. Ás mun kappkosta aö hafa ávallt til á lager afþurrk- unarklúta, gólfklúta, boröklúta, bónklúta, handklæöi, þvottapoka, diskaþurrkur og bleiur. Vönduö vinna úr góöum efnum ásamt sanngjörnu veröi stuðlar aö ánægju í viðskiptum. VINNUSTOFA STYRKTARFÉLAGS VANGEFINNA ( REYKJAV(K Skrúfblýantur og kúlupenni í einum penna HALLARMULA 2, HAFNARSTRÆTI 18 \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.