Morgunblaðið - 11.12.1984, Page 72

Morgunblaðið - 11.12.1984, Page 72
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 S1AÐFEST lANSTOAUST ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Topriu Þórhallur Dmníelsson SF, áéur Erlingur GK, en skipið v»r fyrir skönunu keypt til HomafjnrAar. Vestmannaeyjan Lóðsinn bjargar togara VefltmuRMyjnn, 10. desember. VÉLARBILUN varA í skuttogaran- um Þórhalli Daníelssyni SF 71 frá HornafirAi, þegar skipiA var á leiö til veiAa vestur með landi í slæmu veAri á laugardaginn. Þegar skipið var statt suðaustur af Hafnarnesi viö Þorlákshöfn bil- aði keflablásari, sem drífur loft inn á aðalvélina og varð skipið algjör- lega vélarvana. Var kallað á aðstoð lóðsins frá Vestmannaeyjum, sem hélt úr höfn kl. 20 á laugardags- kvöld og var kominn að togaranum eftir fjögurra klukkustunda sigl- ingu. Var þá togarinn sex sjómilur frá ströndinni og hafði skipið rekið allhratt að landi. Vel gekk að koma taug frá lóðsin- um yfir í togarann og kom lóðsinn með togarann í togi til hafnar I Eyjum laust fyrir kl. átta í gær- morgun. Vonskuveður var á þessum slóðum, hvassviðri og stórsjór. Þórhallur Daníelsson SF 71 var á leið í sína fyrstu veiðiferð, eftir að skipið var keypt til Hornafjarðar, en togarinn hét áður Erlingur GK 6 og var gerður út frá Garðinum. Sjó- próf fóru fram í dag hjá embætti bæjarfógetans í Vestmannaeyjum. hkj. Milljónatjón og at- yinnuleysi blasir við MorgunblaðiÖ/ Friöþjófur. Óttast er að meirihluti um 4 þúsund kassa af frystum fiski hafi skemmst í brunanum hjá Jökli á Raufarhöfn í gær. Á mvndinni er veriA að kanna skemmdir í einni kassastæðunni. Fyrir ofan piltinn sést brunnið og hálfhrunið þakið. TALIÐ er að 10—15 milljóna króna tjón hafi í gærkvöldi orðið er mikiil bruni varð í frystihúsi Jökuls á Rauf- arhöfn. Reikna má með að um 50 til 70 manns missi atvinnu sína vegna þessa um langan tíma, en vinna var nýhafin eftir 7 til 8 vikna stöðvun. Frystihúsið er stærsta fyrirtækið á Raufarhöfn að öllu jöfnu. Einn mað- ur slasaðist lítilsháttar er unnið var að slökkvistörfum. Eldsins varð vart um klukkan 15.30 er starfsfólk var að fara í kaffi í vesturenda hússins. Þar eru til húsa umbúða- og vélasalur, kaffistofa og vélaverkstæði. Eldur- inn kom upp í herbergi vélstjóra og talið er að kviknað hafi út frá raf- magnsofni. Eldurinn komst siðan í gegnum timburloft og upp í um- búðalager frystihússins og þaðan eftir þaki hússins til austurs eftir vindátt. Tókst að ráða niðurlögum eldsins skömmu eftir klukkan 20 og höfðu þá 20 heimamenn unnið við slökkvistörf með tveimur slökkvi- bilum auk sex manna með einn bíl frá Þórshöfn. Jón Ólafsson, verkstjóri, varð fyrstur var við eldinn og sagði hann svo frá í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi: „Ég var að fara í kaffi, sá þá reyk koma meðfram hurð inn í vélstjóraherbergið, opnaði dyrnar og sá þar eld í rafmagnsofni og stól, sem var fyrir framan hann. Eg tók stólinn og henti honum út um dyr á gafli hússins, en við það magnaðist eldurinn. Ég lét þá aðalverkstjór- ann vita og hljóp síðan út I Síldar- verksmiðjur til að láta slökkviliðs- stjórann vita. Er ég kom til baka aö tveimur mínútum liðnum stóðu log- arnir út um dyrnar og ég fékk ekk- ert að gert.“ Skemmdir eru ekki fullkannaðar, en stór hluti hússins er illa farinn, umbúðaleger er ónýtur og mikil hluti um 4.000 kassa af fiski. Jón Baldvin Hannibalsson: Sérstök sovésk áætlun um að losa ísland úr NATO ENGINN þarf að vera í vafa um, að ísland er í hættu í hernaðarlegu til- liti. Nauðsynlegt er því að gera hér ráAstafanir á friðartímum til að trvggia öryggi þjóðarinnar, þetta hef- ur verið gert með varnarsamstarfi við vestrænar þjóðir, sagði Jón Bald- vin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, í ræðu á laugardaginn sem hann flutti á vegum Samtaka um vestræna samvinnu og Varð- bergs. Jón Baldvin Hannibalsson lagði út af þvi í máli, að menn yrðu að hafa þrek til að gera greinarmun á lýðræði annars vegar og alræði hins vegar. Sovétstjórnin stefndi að því í krafti alræðis að leggja undir sig aðrar þjóðir. í Sovétríkj- unum hefði til að mynda verið gef- ið út rit, trúlega á vegum varn- armálaráðuneytisins, þar sem sú skoðun væri sett fram að tsland væri veikur hlekkur innan NATO og áherslu bæri að leggja á það að losa íslensku þjóðina úr NATO: „Það yrði ótrúlegur pólitískur ávinningur fyrir Sovétríkin ef tækist að losa Island úr NATO,“ sagði Jón Baldvin. Formaður Alþýðuflokksins sa.’ði, að samkvæmt sérstakri áætiun sem samin hefði verið að undirlagi Sovétmanna um „frið- arstarf" á Vesturlöndum mættum við íslendingar vænta þess, að haldið yrði uppi hvers kyns áróðri hér á landi til að losa um tengsl íslands við NATO og búa til þá mynd, að öryggi íslendinga sé í raun ógnað af Bandaríkjunum. miíi 13 DAGAR TIL JÓLA Þess megi sjá merki að vinna sam- kvæmt áætluninni sé hafin hér á landi. Sjá frásögn á miðopnu. Flutningaskipið Akranes Ms. Akranes komið á siglingu að nýju: Töfin kostaði 3 milljónir VIÐGERÐ á Valleyfield-brúnni við Montreal er nú lokið og komst Ms Akranes áleiðis inn á Vötnin miklu í gær eftir rúmlega hálfs mánaðar töf. Beint fjárhagslegt tjón skipafélagsins Nesskip vegna þessa er um þrjár millj- ónir króna og hefur það áskilið sér rétt til skaðabóta. Vegna þessarar tafar er óvíst hvort skipið getur lestað kísiljárn að verðmæti um 150 milljónir króna á Grundartanga fyrir áramót. Guðmundur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Nesskip, sagði í sam- tali við Morgunblaöið, að vegna þessarar tafar væri nú nánast frágengið að Akranesið landaði öll- um stálfarmi sínum í Ashtabula í stað þess aö landa helming hans í Chicago. Vonandi næði skipið til Grundartanga í tíma til þess, að útskipun á kísiljárni þar gæti orðið fyrir áramót. Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Járnblendifélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að seinkun Akranessins hefði valdið tölverðum vandkvæðum, sem ekki væri enn séð fram úr. Skipið hefði átt að vera á Grundartanga 15. des- ember með rúmar 7.000 lestir af kolum og taka 6.000 til 7.000 lestir af kísiljárni til Japan. „Það eru um 50 milljónir króna, sem hanga á spýtunni í þessu dæmi, hvoru megin við áramótin þessi afskipun lendir. Þetta eru síð- ustu 10% ársframleiðslunnar, sem að sjálfsögðu skila mestu. Það er hins vegar ljóst, að reksturinn skil- ar hagnaði á árinu hvort sem þessi farmur kemst af stað fyrir eða eftir áramót. Hins vegar hlýzt af þessu þó nokkuð tjón þar sem greiðsla þessarar framleiðslu dregst og vextir af upphæðum sem þessari eru miklir,“ sagði Jón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.