Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Gamlar þjóðtífsmrndir Síðasta vika jólaföst- unnar eða aðventunn- ar var hér áður nefnd vitlausa vika. Nafnið var dregið af miklum önnum, flestir sátu og kepptust við að ljúka verkum sínum svo sem fata- og skósaum, því enginn mátti fara í jólaköttinn og allt varð að vera tilbúið á aðfanga- dag. í komandi viku er einnig stystur sólargangur, en hækk- andi sól hefur gefið mönnum tilefni til hátíðarhalda víða um heim. Tveim til þrem hundruðum árum fyrir Krists burð var t.d. stysti dagur árs- ins, sólhvarfadagur, gerður að þjóðhátíðardegi í Rómaveldi, kallaður fæðingardagur hinn- ar ósigrandi sólar, eða svo seg- ir í bók Árna Björnssonar í jólaskapi. Einhverskonar sól- hvarfahátíð hefur einnig verið haldin hér á landi í heiðni, enda eflaust full ástæða til að gera sér dagamun í kulda og myrkri. Jólin og sá tími sem í hönd fer er framar öðru hátíð ljóss og friðar og á þessum árstíma er oft erfitt að skilja hvernig forfeðurnir hafa getað búið hér í moldarkofum og myrkri. Frásagnir af daglegu lífi almennings í landinu hér áður fyrr er m.a. að finna í íslenskum þjóðháttum Jónas- ar Jónassonar frá Hrafnagili, en nú er nýútkomin bók sem bregður upp myndum af dag- legu lífi íslendinga frá 1720 til síðustu aldamóta. Halidór S. Jónsson myndavörður á Þjóð- minjasafninu valdi myndirnar en texta við þær skrifaði Árni Björnsson. I formála bókar- innar segir Árni m.a.: „í bók þessa völdum við myndir frá tveim sjónarmið- um öðrum fremur. í fyrsta lagi skyldu þær sýna fólk við nokkra iðju eða lýsa með ein- hverju móti lifnaðarháttum manna, kjörum og lífsskilyrð- um á Islandi fyrir tæknibylt- ingu 20. aldar. Landslag eða nafnkunn persóna er því jafn- an aukaatriði, þótt þess sé get- ið ef fyrir kemur. í öðru lagi eru engar Ijós- myndir teknar með, heldur einvörðungu teikningar og grafískar myndir, svo sem málmstungur, steinprent o.s.frv. Þessi kostur var tekinn til að meira samræmi yrði í áferð myndanna, auk þess sem það afmarkar nokkuð tíma- skeið þeirra. Elsta teikningin mun vera frá því um 1720, en hin yngsta frá því laust eftir síðustu aldamót. Það má þvi ljóst vera, að flestar þessara mynda eru eft- ir útlenda ferðamenn og land- könnuði, og það er því einkum gestsaugað, sem skoðar, skilgreinir og lýsir.“ Þeir Halldór og Árni sögðu flestar myndanna teknar úr ferðabókum, en margar mynd- anna hafa ekki áður birst nema á prenti sem teikningar í erlendum dagblöðum. Eftir- farandi myndir og texta er að finna í áðurnefndri bók og hafa fæstar þeirra áður komið fyrir almenningssjónir hér á landi. M Y N D A T E X mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm T A R 1Á þessari mynd frá 1878 er verið að • skipa upp kolum. Hér ajást konur einar við kolaburðinn, en karlmaður er þó tii að lyfta pokunum upp úr bátnum á bryggjuna. Þessi frumstæða aðferð við uppskipun á kolum mun hafa tíðkast ailar gðtur fram til 1925, þegar ráðist var í að fá stórvirkt tæki. Það var Kolakraninn svonefndi, sem iika var kaliaður Hegrinn. Hann stóð við austurhöfn- ina í nánd við nýja Seðlabankahúsið og setti mikinn svip á umhverfið. Kringum hann stóðu jafnan mikiir kolabingir, sem m.a. voru notaðir fyrir ræðupalla á útifundum verkamanna á kreppuárunum. Eftir að hitaveitan tók til starfa árið 1943 og oiíukynding ruddi sér auk þess til rúms, dró mjög úr notkun kola sem eldsneytis. Loks var Kolakraninn rifinn upp úr 1970. 2Þessi mynd frá 1872 er sérstðk að því m leyti, að hún sýnir bðrn að leik á bæj- arhiaði. Erfitt er hinsvegar að giska á, hvaða ieik drengirnir til vinstri eru að fremja, né heldur hvað telpan fyrir miðju er með í hendinni. Hundurinn er rammíslenskur eins og algengast var um þetta leyti, en hundar á myndum útlendinga frá íslandi verða oft haria framandi að sjá. Helstu leikfðng barna á fyrri tíð voru horn, leggir, kjálkar og skeljar. Þau voru venjuiega hðfð fyrir húsdýr, og krakkarnir gerðu sér eigin bú upp við klett eða undir hólbarði. Hornin af kindunum voru höfð fyrir ær, hrúta, sauði og lömb eftir því sem við átti. Fótleggir af kindum og stórgripum voru hestar, en kjálkar táknuðu kýr og tenn- urnar í þeim spenana. Af skeljum voru kú- skeljar notaðar sem nautgripir, öðuskeljar sem hross og gimburskeljar sem sauðkindur. Þá voru braut af leirilátum og fleira rusl af öskuhaugum notað fyrir ýmisskonar bús- hluti. Innflutt leikföng komu naumast til sög- unnar úti í sveitum, fyrr en kom fram á 20. öld. Hinsvegar var nokkuð um heimagerð leikföngeins og fugla úrýsubeini, sauðarvöl- ur, skopparakringlu, þeytispjald og sprett- fisk, svo og ýmsar gestaþrautir og aðra dægradvöl. Um þetta má m.a. lesa í bókinni Islenskar skemmtanir eftir Ólaf Ðavíðsson. 3Næturvörður var einn af fyrstu lægri • embættismönnum, sem skipaðir voru i Reykjavikurkaupstað, þegar árið 1791. Hlut- verk hans var m.a. að gæta þess, hvort nokk- urs staðar væri eidur laus og hafa auga með hugsanlegum ólátabeigjum. Því var hann vopnaður eins konar gaddakylfu, sem kölluð var „morgunstjarna". Þurfti næturvörðurinn að hrópa upp með vissu millibili fyrir utan hús, hvað timanum liði. Að þyí kom nálægt miðri 19. öld, að næturverðir urðu tveir vegna fjölgunar húsa og íbúa i bænum. 7. febrúar árið 1848 festi Stefán Gunniaugsson bæjarfógeti upp hina frægu auglýsingu: Islensk tunga á best við í íslenskum kaup- stað, hvað allir athugi! Samtímis voru gefin út þau fyrirmæli, að rtæturvöröur „skal hrópa á islenskri tungu viðöll hús“. Þessi mynd af næturverði í Reykjavík er frá því um 1850 eftir hollenskan teiknara. 4Útlendar furðusögur frá Islandi voru • flestar í þá veru, að hér væri að finna yfirnáttúruiegar skepnur eins og sjóskrímsli eða hverafugla með járngogga og járnklær, auk þess sem sálir fordæmdra áttu að sjást i eldslogum Heklu og annarra eldfjalla. Ennfremur var sóðaskap, siðleysi og ömur- legu lífi landsmanna einatt lýst á fráhrind- andi og átakanlegan hátt. Það er þvi heldur óvenjulegt að sjá mynd á borð við þessa með ítölskum texta, þar sem fslendingar virðast eiga heima á einhvers konar paradísareyju með suðrænum trjám. Karlmennirnir eru einna helst í rómversk- um serkjum, en kvenbúningurinn líkist talsvert þvi sem sést á myndum frá 18. öld og fyrri hluta 19. aidar. Einkum má sjá Kkingu með höfuðbúnaðinum, bæði faldinum og skotthúfunni. Ekki hefur tekist að komast að aldri eða uppruna þessarar myndar, sem einungis hef- ur fundist á lausu blaöi. Heist virðist hún þó vera úr ítalskri ritröð um Ameríku. Þessi mynd af hrörlegum burstabæ er • úr Seyöisfirði árið 1882. Við kofavegg- ina má greina tunnur, staura og leifar af einhverjum áhöldum. Til hægri virðast menn vera að búa sig til fcrðar á hestum. Að kvöldi 9. ágúst héldu bæjarbúar • konungi dansleik í hátiðasal Lærða skólans í Reykjavík sem á teikningunni minnir helst á salarkynni í Versalahöll. Á myndinni sést, að komið h.efur verið fyrir hljómsveitarstúku ( öðrum enda salarins, en hljóðfæraleikarar munu hafa verið úr fylgd- arliði konungs. Konungurinn, sem sjálfur þótti mikill dansherra, dáðist að dansfimi og kunnáttu Reykvíkinga í þessari íþrótt. En sú kunnusta kom ekki af sjálfu sér. í nokkra mánuði fyrir þjóðhátíðina voru hafðar stöðugar dansæfingar fyrir væntan- lega gesti á konungsdansleiknum, en það voru helstu embættismenn og kaupmenn og aðrir mikils metnir borgarar ásamt konum sínum og uppvöxnum dætrum. Danskennar- inn var Magnús Stephensen yfirdómari í landsyfirréttinum og síðar landshöfðingi, Hann var þá nýkominn til landsins og hafði lært og iðkað alla nýtísku dansa erlendis. Aðaláherslan var lögð á að kenna Lanciers og Francaise, og voru þeir dansaðir í fyrsta sinn opinberlega hér á tandi á konungsdans- leiknum í liærða skólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.