Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 C 21 sömu grúppu, minnir mig. Það eru raunar margir dægurlagasöngvar- ar, virkir enn í dag, sem komu út úr þessum keppnum hjá okkur." Um vorið 1948 varð hlé á starf- semi KK-sextettsins, hljómsveitin var of stór til að geta borið sig. KK réð sig sem klarinettuleikara í hljómsveit Carls Billich á Hótel Borg og spilaði þar í liðlega eitt ár. Hann var þó ekki búinn að gefa upp á bátinn hugmyndina um eig- in hljómsveit og á meðan hann var með Billich voru ýms fleiri járn í eldinum: átta manna jazzhljóm- sveit, big band og svo stærri hljómsveit með flokki strengja- leikara. Haukur Morthens, Hjörd- ís Ström og fleiri sungu með þeirri sveit. Sumarið eftir, 1949, fóru KK og Gunnar heitinn Ormslev saxó- fónleikari í heimsókn til foreldra Gunnars í Danmörku. Þar voru þeir í mánuð. Engu líkara en að feðurnir væru þrír! Á meðan var auglýst eftir rörið og blæst, þó ekki væri nema fyrir sjálfan þig? „Nei, nei. Það blæs enginn einn! Ef ég hefði verið píanisti væri ég örugglega enn að gutla ... en ég sá hvað myndi gerast ef ég héldi áfram að blása. Það hefði farið út í öfgar; maður hefði fengið áhuga á að spila í lúðrasveitum og guð má vita hvað. Gunnar Egilsson klarinettuleikari hringdi einu sinni til mín þegar við Erla vorum veðurteppt á Reyðarfirði í söluferð fyrir Verðlistann og vildi fá mig á klarinett í Sinfóníuhljómsveitinni. Ég sagði honum að í fyrsta lagi ætti ég ekki klarinett og þar fyrir utan væri ég hættur. Punktur. Hann ætlaði aldrei að hætta að nauða í mér, vildi bara ekki trúa því, held ég, að ég væri svona mik- ið hættur.“ Hann hlær og kveikir sér í nýrri mentholsígarettu. „Hitt er annað mál,“ segir hann svo, „að ég vil alltaf heyra góða músik. Ég á mikið af útsetningum frá KK-tímanum, sem væri gaman að heyra unga og fríska stráka hljómsveit á Röðul, sem þá var á Laugaveginum. Kona Kristjáns, Erla Wieglund, gerði sér lítið fyrir og sendi inn tilboð fyrir hönd hljómsveitar KK, sem vitaskuld var ekki til. Þegar Kristján kom heim frá Danmörku sagði Erla honum að hann ætti að mæta í viðtal á Röðli — ef hann hefði áhuga. Kristján hafði það en hann hafði ekki nógu marga menn í hljómsveitina. Þá frétti hann af ungum og stórflinkum trompet- leikara fyrir norðan, Jóni Sigurðs- syni. Jón, sem lék þá í hljómsveit með Einari Jónssyni trommuleik- ara og fleirum, sagðist að vísu vera reiðubúinn að koma suður og spila með KK en hann vildi hafa Einar með sér. Það var alveg sjálfsagt mál. „Svo leigðum við okkur fimm herbergja íbúð á Hraunteig 19,“ segir Érla. „Einar fékk forstofu- herbergið, Jón og hans kona tvö herbergi og við eitt herbergi og stofuna. Eldhús var sameiginlegt. Um þetta leyti eignaðist ég fyrsta barnið okkar þar heima — og það var engu líkara en að feðurnir væru þrír, þeir voru svo nervösir allir!“ Kristján hefur ekki fengist til að blása í saxófón í rúmlega tvo áratugi, síðan hann leysti upp KK-sextettinn og hætti hljóðfæra- leik. Hann er fámáll um ástæður þess að hann hætti: „Það voru persónulegar ástæður, sem réðu þvi að ég ákvað að hætta. Það átti sér ekki langan aðdraganda, ég gaf mánaðar nótís þar sem við vorum að spila og þeim sem spil- uðu með mér og svo hættum við. Það var aldrei mikið rætt, menn vissu að ég var búinn að taka ákvörðun og þá þýddi ekkert að vera að tala mikið um það.“ — Tekurðu aldrei upp gamla spila. Einu sinni datt mér í hug að þessar útsetningar gætu orðið vís- ir að nótnasafni FIH en um það leyti sem ég hætti voru Bítlarnir og sú músík öll að koma fram og þá var þetta orðið... ja, menn voru ekkert mikið að hugsa um nótur þá. Nú er þetta kannski að koma aftur. Það gæti verið af- skaplega skemmtilegt að setja upp toppshow með góðri músík, en það má ekki vera með neinum losara- brag. Það þarf að skipuleggja svona hluti og það er ekki vanda- minnst í hljómsveitarrekstri. Ætli það hafi ekki jafnvel skipt mestu máli á KK-tímanum, að halda hljómsveitinni saman, skipuleggja æfingar og sjá til þess að menn héldu sig við efnið. Nóg efni var hjá strákunum! Ég hef nýlega séð skemmtun, sem ... jæja, það er best að tala ekki um það. En hljómsveitir eiga að vera í stöðugri framför — og hætta svo. Það er nákvæmlega það, sem við gerðum: frá því að KK-sándið varð til slógum við aldrei af.“ — Það var gaman að heyra í KK á afmælishátíð FÍH um árið. Að minnsta kosti fannst mér það og fleirum, sem munum ekki eftir hljómsveitinni á dansleikjum eða hljómleikum. „Já, víst var það gaman, jafnvel þótt það hafi kannski ekki verið nógu vel undirbúið. Það tekur nefnilega tíma að fá eina hljóm- sveit til að sitja, til að falla saman í eina heild.“ Harmonikka í Syðstakoti Kristján Kristjánsson er fædd- ur suðrá Miðnesheiði, í Syðstakoti í Bæjarskershverfi, skammt sunn- Vissir þú að hjá okkur færðu margar hugmyndir að góðum jólagjöfum? Gjöfum sem gleðja um leið og þær gera gagn. Veitum sérstakan jólaafslátt af verkfærum og ýmsum vörum fyrir þessi jól: • Skíðabogar á bíltoppinn . kr. 775.- • Bílamottur 4 stk. í setti ... kr. 980.- • Skíðahanskar ............ kr. 240.- • Leikfangabílar .......frá kr. 30.- • Tölvuúr ...............frá kr. 233.- • Litlar, þunnar reiknitölvur • Barnabílstólar • Vasaljós • Rakvélar • Olíulampar • Kassettutöskur • Topplyklasett • Vatteraðir kulda-vinnugallar - og margt, margt fleira. Gerið svo vel. Komið og skoðið úrvalið. STÖÐVARMAR Grensásvegi 5 úöin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.