Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 C 5 8Á þessari mynd frá 1888 sjást m.a. • skreiðarbajígar, æm flytja skal á hest- um. Baendur úr uppsveitum fóru oft í margra daga lestarferdir með afurðir sinar til sjáv- arplássanna og skiptu á þeim fyrir skreið og annað sjófang, sem þeir reiddu aftur heim til sin. Hér sést vel, hvemig búið var upp á hest. Reiðingur úr torfi lá yfir bakið og yfir hon- um heydýna. Ofan á þetta var settur klyfberi eða klyfsöðull með tveim klökkum eða járn- boga með krókum, sem bundinn var fastur meö þrem jýörðum undir kvið. Baggarnir voru síðan hengdir á kiakkana. Skreiðarútflutningur hófst að nokkru marki á 14. öld, en jókst stórum við verslun Englendinga og Þjóðverja á 15. og 16. öld. Allar götur siðan hefur skreiðin verið mik- ilvæg útflutningsvara, auk þess sem harð- fiskur var einn helsti almenningsmatur inn- anlands (sbr. 36. mynd). 9Kaupskapur á ísiandi var fram eftir • öldum einkum vöruskiptaverslun, enda höfðu landsmenn lengst af lítið reiðufé handa á milli. Gilti þá einu, hvort þeir versl- uðu innbyrðis eða við útlenda duggara. Þessi mynd frá 1878 á að sýna viðskipti íslensks bónda og fransks fiskimanns. Sá franski hefur fengið lamb í soðið, en óljóst er, hvort hinn hefur fengið i staðinn koníak eða einhverja aðra munaðarvöru á borö við „biskví", en svo nefndist hið eftirsótta ís- lenska kex á flandraramáli. Pranskir fiskimenn sóttu mikið til íslands á 19. öld og fram á þá 20. Flestir voru þeir frá Bretagne, og er af þeim tslandssiglingum mikil saga.^em nokkuð hefur verið rannsök- uð og gerð dálítið skil í bæði sögu og kvik- mynd. Tungumálaerfiðleikar reynddst furðu lítil hindrun í þessuin samskiptum, enda komu menn sér smám saman upp eins konar málblendingi, sem ýmist var kallaður gol- franska, skollafranska eða flandraramál. Hafa verið til enn fram á þennan dag, sem mundu eitthvert hrafl úr þessu miltiþjóða- máii. Frönsku skipin komu mest við Austfirði og nokkuð við Vestfirði. Var þetta talin ein sök þess, hve tiltölulega mikið væri um dökkhært og brúneygt fólk á Austfjörðum. Það var jafnvel haft á orði, að börn á þeim slóðum svöruðu ekki neitandi með þvf að segja „Nei“, heldur „nei pa“. Að þessu víkur Jónas Hallgrimsson í Borðsálmi slnum: Þar eru blessuð börnin frönsk með borðalagða húfu. 1 i| Ferðalög og vöruflutningar á landi X l/ • fóru annað tveggja fram á hestbaki eða tveimur jafnfljótum þar til fyrir um það bil hundraö árum, enda voru hér engir ak- vegir. Að vísu voru sleðar eitthvaö notaðir að vetrariagi. Af þessum sökum var hestur- inn oft nefndur „þarfasti þjónninn“. Áður en lagt var af stað f ferðalag, þurfti þvi að út- búa bæði reiðhesta og áburðarklára. Á þessari mynd frá 1875 eru erlendir ferðamenn og hjálparmenn þeirra að búa sig af stað. Lengst til vinstri er verið að binda farangur upp á klyfjahest, en til hægri við hann eru menn að járna annan. Lengra til hægri búast menn til að handsama þriðja hestinn. Frerost má sjá meiri farangur og hnakk. Dansæfingarnar fóru fram í póststofu, sem stóð þar sem nú er Hótel Borg. Sú stofa var nær ekkert notuð milli póstferða, sem þá voru afar strjálar. Gamla pósthúsið var flutt suður í Skerja- fjörð, þegar Hótel Borg var reist 1930. Þegar tekið var að vinna við Reykjavfkurflugvöll tíu árum síðar, var húsið svo flutt inn í Laugarás. Á mótum Brúnavegar og KJeif- arvegs stendur enn mestur hluti þess húss, sem var dansskóli fyrir helstu höfðingja !s- lands árið 1874. 7Bankastræti árið 1892, en Bakarastíg- • urinn fékk það nafn, eftir að Lands- bankinn tók þar til starfa í húsinu nr. 3 árið 1886. Efst er húsið Laugavegur 2 á horni Skólavörðustigs, en vindmylian er á miðri mynd. Kona er að sækja vatn ( brunn, sem var við Lækjargötu nálægt horni hennar og Amtmann8stígs. Hún er ekki með ok á herð- um, heldur vatnsgrind, sem létti burðinn og varnaði því, að föturnar slægjust utan í lær- in. Á hinni myndinni er svo sérstök mynd af myllunni við Bankastræti. Hún var oft köll- uð HoIIenska myllan, því hún var talin af hollenskri gerð, en nú fullyrða hollenskir myllufræðingar, aö hún hafi verið af danskri gerð. Myllan var heldur óvinsæl af ferða- mönnum, því að hestar þeirra fældust ósjaldan við hávaðann í vængjunum og kvörninni, en Laugavegur og Bakarastígur voru ein helsta leiðin inn í Reykjavík. Myllan skemmdist í ofviðri árið 1893 og vængirnir brotnuðu. Eftir það var hún ekki tekin aftur í notkun, en byrðingurinn stóð þó uppi í nokkur ár enn, og var búið i honum um tfma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.