Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 50
50 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Ax«l Clausen oini núlifandi Sigurdur Kári Jóhannaaon stofnfélagi stúkunnar msstti í 80 ára afmæliö. STÚKAN VÍKINGUR 80ÁRA Eini eftiriifandi stofnfélagi mætti í afmælið Stúkan Víkingur átti nýlega 80 ára afmæli, en félagið var stofnað hinn 1. desember árið 1904 af Hásetafélagi Reykjavík- ur, sem nú er Sjómannafélag Reykjavikur, sagði Sigurður Kári Jóhannsson er blm. hafði samband við hann. Milli 50 og 60 manns mættu i afmælishófið og meðal gesta var eini núlifandi stofnfélagi stúkunnar Axel Clausen sem nú er orðinn 96 ára gamall. Sigurður sagði að mikið hefði verið um ræðuhöld og formaður sjómannafélagsins Guðmundur Hallvarðsson verið meðal þeirra er tóku til máls. Tveir menn voru heiðraðir með gullpeningi frá stórstúkunni og það voru þeir Kristján Guð- mundsson og Sigurður Kári Jó- hannsson. Meðlimir stúkunnar í dag eru á bilinu 50 til 60, en er stúkan var upp á sitt besta voru með- limir hátt í 500. Hljómsveitin Grafík Höfum skipt yfir í aðgengilegri tónlist Hljómsveitin Grafík hefur nýlega sent frá sér þriðju hljómplötuna er nefnist „Get ég tekið sjens?“. Blm. spjallaði lít- ilsháttar við söngvara hljómsveitarinnar, Helga Björnsson leikara. — Hvað hefur hljómsveitin verið starf- andi lengi? — Hún hefur starfað með hléum síðan 1981. Starfsemin hefur farið fram meira á sumrin, nema í fyrravetur spiluðum við hér í bænum. — Hvernig tónlist er aðallega á þessari skífu? — Það er erfitt að staðsetja hana ná- kvæmlega, en við erum þó mun poppaðri en við höfum hingað til verið. Það má segja að hljómsveitin hafi verið í þyngri kantinum, en nú skipt um akrein í að- gengilegri tónlist. Helmingur laganna á plötunni er af prógramminu okkar síðan í fyrra, en hinn helmingurinn hefur aö geyma alveg ný lög. Við höfum ekki fengið tækifæri vegna anna til að spila saman í vetur, hví við vorum að spila fram í september á Isafirði og höfum unnið að tónlist fyrir útvarps- leikrit, sem ég söng og lék í. Þú ert leikari Helgi. Hefurðu sungið mikið? — Ég hef ekki komið nálægt nokkru þessu líku síðan í gagnfræðaskóla, en auð- vitað hefur maður sungið í leiklistinni og með leiklistarskólanum. — Ertu ekkert á sviði núna? — Ég er ekkert að sýna eða æfa í augnablikinu. Ég byrjaði á æfingum i Ríkharði 3., en eins og fólk eflaust veit, var því leikriti frestað fram á næsta ár. Að vísu ætla ég að leikstýra með Verslunar- skólanum eftir áramót og svo er margt í bígerð, sem er þó ekki hægt að skýra frá að svo stöddu. — En hljómsveitin? — Við ætlum að setja allt á fullt eftir áramótin og byrja „Grafík“-ár. Frá vinstri: örn Jónsson bassa- leikari, Helgi Björnsson söngvari, Rafn Jónsson trommuleikari og Rúnar Þórisson gítarleikari. Helgi Björnsson leikari fclk í fréttum Afmælisfundur Amnesty ess var minnst á hátíðarfundi sunnudaginn 9. desember, að daginn eftir, á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember, voru tíu ár liðin frá því að Islandsdeild Amnesty Íntemational var stofnuð hér á landi. Þessar myndir voru teknar á hátíðarfundinum. Á annarri þeirra má sjá þá Borgar Garðarsson, leik- ara, Svein Einarsson, rithöfund og lcikstjóra, Hjör- dísi Hákonardóttur, borgardómara og formann ís- landsdeildar Amnesty, og Margréti Heinreksdóttur, fyrrum formann íslandsdeildarinnar. Á hinni myndinni eru Jónína Michaelsdóttir, starfsmaður Iðnaðarbankans, Inga Jóna Þórðardótt- ir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, og Sigurður Magn- ússon, fyrrum blaðafulltrúi Loftleiða hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.