Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 „Bráðum koma jólin... „Bráðum koma blessuð jólin ..." Eitthvað í þessa veru hljóðaöi söngur smá- fólksins hér í gamla daga, en nú hafa auglýsingarnar bætt um betur og að undan- förnu hefur söngurinn „bráðum koma jólin, bráð- um kemur bíllinn“ verið fluttur á hinni nýju rás gömlu Gufunnar. Víst fer að styttast til jólanna en hvenær bíllinn kemur er annað mál og líklega óskylt. Hjólin snúast hraðar og hraðar með hverjum degin- um sem líður þar til fæð- ingardagur frelsarans geng- ur í garð og menn fara að gæða sér á jólasteikinni og taka upp jólagjafirnar. Jólin eru haldin hátíöleg víða um heim með mismunandi hætti, og flestir vilja halda við siðum og venjum sem þeir hafa vanist. Hér á landi eru nú staddir 15 skiptinemar víða að úr heiminum, og margir þeirra dvelja nú í fyrsta sinn að heiman um hátíðirnar. Við hittum fjögur þeirra sem nú eru í fyrsta sinn að upplifa jól í öðru iandi og báðum þau að segja okkur frá jóla- siðum sem þau eiga að venj- ast. Skiptinemarnir hafa dvalist hér á landi frá því í júlí sl. og ery margir hverjir farnir að bjarga sér á ís- lenskri tungu. Þau hafa einnig fengið smá nasasjón af mannlífinu hér á landi og við báðum þau að segja í ör- stuttu máli frá því. hvernig þeim líst á land og þjóð, samkvæmt gamla máltæk- inu „glöggt er gests augað“. „Algengur jóla- matur kanína eða kalkún“ Hollenska stúlkan Bea Mayer vinnur í sfld £ Eskifirði, og byr hja hjónunum Huldu Ilannibalsdóttur og Ingvari Gunnarssyni. Hún talar furðugóða íslensku eftir þessa stuttu dvöl hér á landi, „íslenskan er ekkert sérstaklega erfitt tungumál, nema þú viljir tala hana mjög vel.“ Bea talar nokkur tungumál auk hollenskunnar, þýsku, ensku og „pínu- lítið í frönsku". Hvernig líst henni svo á land og þjóð? Hún segir að fyrsti mánuður hennar hér á landi hafi verið mjög erfiður, enda Eski- fjörður lítill staður og erfitt að vera þar nema tala sama mál og aðrir. „En eftir að ég fór að vinna og fór að geta bjargað mér í málinu hef ég hitt margt ágæt- isfólk og núna leiðÍ3t mér aldrei, hef alltaf nóg að gera.“ Hún segir veðrið hér líkt því sem hún á að venjast heiman frá sér, „nema hér bætist myrkrið við.“ íslendingar vinna mjög mikið að áliti Beu, jafnvel 10 tíma á sólarhring eða meira. Ég held að fólk sé ánægt með þetta af því að það þekkir ekkert ann- að.“ Hún segir verðlag hér hátt og það sé að einhverju leyti orsök þessarar miklu vinnu, en henni finnst fólk eiga órtúlega mikið af alls kyns heimilistækjum og öðru þess háttar sem óvíða sjást í eins ríkum mæli í Hollandi. „í Hollandi vinna flestir 8 tíma á dag, ef þeir hafa á annað borð vinnu. Atvinnuleysi er vandamál þar og erfitt að skipta um vinnu, en hér virðist það auð- velt.“ Hún segir drykkjusiði Islend- inga ólíka þeirra í Hollandi. Þar taka menn eitt og eitt glas, en hér verður helst að klára úr flösku sem hefur verið opnuð. „Ég held þetta geti stafað af því að fólk er að vinna svo lengi frameftir á kvöldin alla vikuna og ætlar svo að skemmta sér rækilega um helgar til að vega upp á móti allri vinnunni." Við spyrjum Beu hvort mikill munur sé á jóiahaldi hér og í Hollandi. Hún segir venju þar að gefa gjafir 5. desember „sumir gefa líka gjafir á jólunum en ég hef ekki vanist því og kann ekki almennilega við það. Jólahátiðin hefst svo á aðfangadagskvöld, flestir fara í kirkju og borða svo saman þegar heim er komið með fjölskyldum sínum. Aðalmáltíð- in er svo borðuð þann 25., þá er farið 1 heimsóknir og algengur jólamatur er kanína eða kalk- ún.“ „Ef börnin hafa verið óþæg fá þau bara kol í sokkinn“ „Ég kem frá Norður-Kaliforníu, borginni Sacramento, sem er millj- ón íbúa borg.“ Andey Lipe lauk Menntaskóla- námi síðast í júni, og ákvað að taka sér ársfrí frá skólanum áð- ur en hún fer í háskólanám. Hún talar ágæta íslensku, enda býr hún í Reykjavík og sækir ís- lenskutíma fyrir útlendinga í Háskólanum á kvöldin. Andey vinnur á barnaheimili Ananda Marga á Flyðrugranda, og hefur einnig kynnst íslensku sveitalífi, því hún var 6 vikur á bóndabæ á Snæfellsnesi áður en hún kom til Reykjavíkur. „Ég hélt það væri svo gaman hér i Reykjavík, en varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum, það er margt fólk hérna en auðvelt að vera einmana í Reykjavík." Andey segist þekkja mikið af út- lendingum í Reykjavík, og held- ur að þeir séu óvenjumargir hér miðað við fólksfjölda. „Þó Sacra- mento sé milljón manna borg er hlutfallslega miklu fleira að finna hér, þar sem Reykjavík er stærsta borg landsins. Við keyr- um yfirleitt til San Francisco sem er í um tveggja klukku- stunda fjarlægð til að fara í leik- hús og þessháttar." Andey segir íslendinga vera lokaða en elskulega undir niðri. „Ég varð t.d. vör við það í verk- fallinu þegar ég fór á puttanum um bæinn að menn voru tilbúnir að keyra langar vegalengdir þó þeir væru sjálfir á leið í aðra átt. Hér er líka hægt að ganga um götur án þess að éiga von á árás, ég var t.d. í göngu um bæinn hér einn sunnudagsmorgun klukkan sjö, og enginn annar á ferli. Þetta hefði ég aldrei getað gert heima.“ Hún segir okkur Reykvíkinga vera frekar stressaða, „það er eitthvert stress í loftinu, og mér finnst ég líka vera hálfstressuð hérna.“ „Hvernig jólahaldið er hjá okkur? Ég veit lítið hvernig jól eru haldin hér á landi, ég sat um daginn og var að prjóna jólasokk og varö undrandi þegar ég komst að því að jólasokkar eru ekki notaðir hér! Jólasokkarnir hanga venjulega við arin í hús- um, þar sem hann er að finna og eru fylltir með ávöxtum, sælgæti og litlum gjöfum. Jólin byrja á aðfangadag, þá fara flestir í kirkju, en 25. er aðalmáltíðin borðuð, tekið upp úr jólasokkn- um og teknar upp gjafirnar. Ef börnin hafa verið óþæg fá þau bara kol í sokkinn, en það kemur þó örsjaldan fyrir. Við erum mikið með spánskan, ítalskan og kínverskan mat um hátíðirnar,' mér finnst miklu meiri fjöl- breytni í matnum hjá okkur en hérna, hér er mikið borðað af kjöti, kartöflum og fiski, en lítð af grænmeti og ávöxtum eins og við erum vön.“ \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.