Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984
í sunnudagsviðtali
um gamla daga og nýja
an við Sandgerði. Þar ólst hann
upp innan um átta kýr og fleiri
skepnur hjá ömmu sinni og afa,
Guðjóni Þorkelssyni og Þorbjörgu
Benónýsdóttur. Þar í sveitinni var
slyngur harmónikkuleikari, Jó-
hann Eyjólfsson að nafni, sem
spilaði á jólaböllum og við önnur
hátiðleg tækifæri. „Alltaf þegar
Jóhann spilaði sat ég dolfallinn
við fætur hans og hlustaði. Mér
fannst hann besti hljóðfæra-
leikari, sem ég hafði heyrt í,“ segir
Kristján kíminn. „Reyndar hafði
ég ekki heyrt aðra menn spila
nema á plötum! Samt er ég á því,
að hann hafi verið einhver músík-
alskasti maður, sem ég hef kynnst.
Það voru svo stjúpi minn og móð-
ir, sem gáfu mér mína fyrstu
harmónikku, tvöfalda, sem ég
lærði á hjá Sigurði Briem, nótur
og allt. Seinna eignaðist ég fimm-
falda nikku, sænska hnappanikku,
og var þá einn vetur í námi hjá
dansk-íslenskum manni, Sven
Viking Johansen, sem vann hjá
Hojgor & Schultz, fyrirtækinu
sem annaðist hitaveitufram-
kvæmdir hér í Reykjavík. Hann
var bráðflinkur hljóðfæraleikari,
hafði m.a. spilað með Gelin &
Bolström, og átti sérsmíðaða
nikku, delicate hljóðfæri. Ég var
sem sé harmónikkuleikari í upp-
hafi. Svo fór ég að vera með annan
fótinn í Reykjavík ungur piltur og
fór loks í Verslunarskólann en
kláraði ekki. Það brann heima hjá
mér í Lækjargötunni, allt sem
brunnið gat, og þá gat ég ekki
haldið áfram námi. Ég held að
innbúið hafi verið vátryggt fyrir
fimm þúsund krónur.
Styrktar- og menning-
arsjóður KK
— Varla hefur tónlistarnám
þótt til sérstakrar fyrirmyndar á
þessum tíma?
„Blessaður vertu, það þótti
hreinn og klár afglapaháttur. Þá
voru heldur ekki til neinir sjóðir
fyrir ungt fólk, sem vildi læra
tónlist, að minnsta kosti ekki í
minni fjölskyldu. Þess vegna er
það, sem allur ágóði af KK-plötun-
um á að renna í sérstakan styrkt-
ar- og menningarsjóð, sem ber
upphafsstafi mína, svo ungt fólk
geti fengið einhverja aðstoð til að
fara í tónlistarnám. Mig hefur
lengi langað þetta — ef svona
sjóður hefði verið til ’46—’47 hefði
maður kannski verið lengur í Am-
eríkunni og lært meira.“
— Hvað fannst þér svo þegar
Pétur sonur þinn fór út í músík
um það leyti sem þú varst að
hætta?
„Æ, ég var búinn að aðvara Pét-
Morgunblaðið/Bjarni
Heima á Laugarnesvegi, þar sem Kristján og Erla, sem er á hraðferð á
bak við bónda sinn, hafa byggt sér smekklega íbúð á efri hæð Verðlist-
ans.
Ragnar Bjarnason (í hvítum
jakka) snemma á ferlinum
tekur lagið á dansleik í Breiðfirð-
ingabúð. Frá vinstri: Ólafur Gaukur,
KK, Ragnar og Jón Sigurðsson.
ur frá því að hann var fimm ára
gamall. Hann skyldi ekki fara út í
músík. En hann lenti á Bitlatím-
anum og var í fjölmörgum hljóm-
sveitum. Hann lærði hinsvegar
aldrei mikið í nótnalestri, það var
ekki stæll á þeim tíma, og svo þeg-
ar menn fóru að hugsa um slíka
hluti fannst honum hann vera of
gamall til þess. Hann hefði
kannski átt að verða kokkur, hann
Pétur ... “
— En sonarsonurinn, litli KK,
viltu að hann fari í músík?
Kristján drap ákveðið í sígar-
ettunni: „Hann skal sko aldeilis fá
að ákveða það sjálfur."
Dálítið fársjúkur
veiðimaður
Eftir að saxófónninn var lagður
á hilluna og útsetningarnar settar
niður í skúffu hafa þau Kristján
og Erla rekið tískuverslunina
Verðlistann. Um átta ára skeið
ferðuðust þau einnig um landið og
seldu tískufatnað en með afnámi
laga um lausaverslun á landi lögð-
ust þau söluferðalög af. Hann
sagðist sakna ferðalaganna að
vissu leyti: „Ég sakna þess að vera
ekki lengur i beinum tengslum við
viðskiptavinina. Við eignuðumst
vini um allt land og konurnar
hringja sumar ennþá og panta sér
kápu eða kjól. Þegar við spyrjum
um stærð þá segja þær: Hva’? Þú
veist alveg hvernig ég lít út, ha ha
ha!“
En aðaltómstundagamanið er
fluguhnýtingar og veiðiskapur.
Kristján þykir flinkur fluguhnýt-
ingamaður og rekur reyndar lítið
fyrirtæki í þeim bransa, Litlu
fluguna, sem selur fluguhnýtinga-
efni og gefur út „íslenskar laxa-
flugur" innrammaðar.
— Ertu með veiðidellu?
„Veiðidellu? Ætli ég sé ekki dá-
lítið fársjúkur veiðimaður. Það er
þó ekki bara veiðin, sem maður
A05TURVERI
[YHHIR RÖKOR
| SOSDRYKKJOM
í
HEILUM KÖSSOM
VÖRUMARKAEXJRINN
EIÐISTORGI
OPIÐ í DAG1
bakaríið
OG JÓLABRAUÐ
U »HS Wbt I^P!
I JÓLASTEIKOR ' LEIKFOHG ^ f KOMIÐ 06 * GERIÐ ÖLL
106 KJÖTÚRVAL MY KOMIN FÁIÐ YKKUR JÓLAINNKAUP
1 ÁVM—VERÐI STÓR ^SEHDIH6_^ kaffisopa STRAK í DAG