Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 44
44 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 ÚR DAGBÓKUM EINARS Einar Magnússon á yngri ár- um og með honum eru bekkj- arbræður hans, Sigurður Thoroddsen (Lv.) og Bolli Thoroddsen (t.h.). Myndin var tekin árið 1920. fangavörðurinn að ljúka upp lásn- um, sem rúmið var fest með, og fór ég svo að hátta. Kl. 8 slokknuðu ljósin. Ég lá vakandi litla stund og hugs- aði margt, hugsaði um hvað þeir, sem mér voru kærir, myndu segja, þegar þeir fréttu þetta, og hug- leiddi, hvernig máli mínu myndi ljúka og margt fleira. [Ég var að vísu ekki í neinum vafa um það, að ég myndi verða sýknaður, þegar símskeyti kæmi frá Newcastle.] Loks sofnaði ég, því að ég var þreyttur eftir erfiði dagsins. Kl. 6 næsta morgun [mánudag 21. febrúar] var ég vakinn, og fötunum minum, sem tekin höfðu verið frá mér kvöldið áður, fleygt inn. Ég klæddi mig og þó mig, bjó um rúmið eftir öllum kúnstarinnar reglum, ég var reyndar hálf-tornæmur á það, sópaði og skúraði gólfið, hellti úr spýtubakkanum og koppnum, var fylgt fram til þess, og fór svo inn að drekka morgunteið og éta rúgar- ann, sem maður fékk nóg af. Teið var heldur bragðlítið, ég hefði eins getað haldið, að það hefði verið skolvatn. Nokkru seinna færði vörðurinn mér nokkra kaðalspotta og sagði að ég gæti tætt þá sundur, ef ég vildi. Ég þakkaði, og þótti vænt um að hafa eitthvað til að festa hugann við. En betra þótti mér þó um há- degisbilið, þegar hann færði mér bók, „Den russisk-japanske krig“. Ég las hana allan daginn og það sem eftir var [dvalar minnar þarna] með mestu interessu, og fannst tím- inn fljúga áfram. Að lokum var ég farinn að kunna sve vel við mig, að mér þótti hálfleitt að fara frá bók- inni, áður en ég hefði lesið hana til enda. Þriðjudaginn [22. febrúar] kom ég fyrst fyrir réttinn í 9. Under- sögelseskammer. Var þar milligerð á milli mín og dómarans. Ég hallaði mér fram á grindurnar, en fékk brátt að vita, að það væri ekki meiningin. [Ekki man ég, hvort það var dómarinn eða dómþjónninn, sem allhryssingslega benti mér á það, líklega sá'Síðari.] Svo bað ég í hæðnisróm um fyrirgefningu, ég væri ekki vanur heimilisvönum hér enn, en það vonandi lagaðist. Dómarinn eða chefinn sat í stól beint á móti mér, þannig að ljósið skein beint framan í mig. — Hann var laglegur maður með stór brún'1 augu og rauðan erótískan munn. Strax eftir að ég kom inn úr dyrun- um, sagði hann: „Naa, Magnusson, er De nu ekki kommet paa bedre tanker?" „An vilket?" sagði ég og fauk f mig undireins. „Ja, altsaa, vil De ikke heller til- staa med det samme og ikke komme með saadanne besynderlige histori- er, saa slipper De bare með böder?“ Seig í mig við þetta, og svaraði ég, að ég myndi ekki játa neitt, sem væri lygi, svo að hann þyrfti ekki að tefja tímann með þessu. „Men har De ikke faaet noget telegram fra Newcastle?" sagði ég. „Vi har intet telegram sendt," sagði dómarinn. „Man kan jo ikke sætte statskassen i unödvendige udgifter for saadanne lögnehistori- er.“ Ég varð öskureiður og barði í grindina og hrópaði: „Men det er min rátt att téle- grammet skulle bli sendt for det ár mit enda bevis.“ „De har ingen ret her!“ sagði hann og var nú farinn að reiðast. „Ja saa, saa har jeg ikke mere med Dem at tale,“ sagði ég og gekk til dyranna, en réttarþjónninn Bókin Úr dagbókum Einars Magg er um þessar mundir aö koma út hjá Almenna bókafé- laginu. Hér á eftir birt- ist kafli úr bókinni. Ein- ar Magnússon er stadd- ur í Kaupmannahöfn, nýkominn frá Englandi. Hann er í fangelsi sakaöur um að hafa komið inn í landið sem laumufarþegi. Handtekinn í Kaupmannahö fti XamiunuUri r.hrúnr 1971 „Knupm.nn.horD 28. rnbréar 1921 Nú er góð vika liðin síðan ég kom hingaö. Við lögðumst við tollbúðina kl. 8 að morgni sunnud. 20. febrúar. Eins og ég sagði frá í síðasta hefti [minnisblaðanna frá Eng- landi], kallaði skipstjóri mig upp f brú til sín á laugardagskvöldið og sagðist verða að láta taka mig fastan [sem laumufarþega], þegar hingað kæmi. Sveikst hann heldur ekki um það, því að stiax komu Statspólitíin um borð og fóru með okkur alla 3. pláss farþega upp á lögreglustöðina í Tollbúðinni. Vorum við allir (7) heimsendir [af konsúlnum Döllner í Newcastle] nema einn, Færeyingur. Var fjórum sleppt strax, en mér og tveimur öðr- um haldið eftir. Voru þeir tveir sendir heim af ensku lögreglunni, en voru teknir fastir og sátu þar í þrjár vikur í fangelsi og voru svo settir um borð í bátinn (Hebe) utan vidare. Ég var yfirheyrður, og skýrði ég frá því, hví ég væri blindpassager, og sagöi alla söguna um Kristján danska, sem hafði tekið á móti heimsendingarpappirunum og far- seðlum okkar beggja, en hafði svo orðið eftir af skipinu í Newcastle, og sá ég, að politivagtmaðurinn, sem yfirheyrði mig, skrifaði frá- sögn mína niður á einhver blöð. En af því að ég hafði enga pappfra til að sanna mál mitt, sagði hann, að hann yrði að taka mig fastan, en það stæði vfst ekki lengi, fyrr en þeir hefðu fengið telegram frá konsúlnum f Newcastle. Var þessi lögreglumaður hinn vingjarnleg- asti. Gekk okkur vel að skilja hvor annan, þó að ég talaði einhvers kon- ar sænsku, en hann auðvitað dönsku, sem ég var óvanur. Vorum við svo fluttir í bíl á lög- reglustöðina f Store Kongensgade í fylgd með 2 eða 3 lögregíuþjónum. Félagar mínir voru nervösir, en ég bara spaugaði til að halda f þeim lífinu. Þegar við vorum komnir inn í lögreglustöðina, var okkur vísaö inn f krók, þar sem við skyldum sitja. En ég varð þreyttur á því og gekk út að glugga að horfa út. En þaö til- heyrði víst ekki stöðu minni sem fanga, því að brátt var kallað hryss- ingslega til mín að setjast aftur. „Með ánægju, ef ykkur er þægð í þvf,“ sagði ég hæönislega og settist. Ég bað um blað að lesa, en be- tjenten [lögregluþjónninn], sem ég spurði, sagðist ekki vita, hvort það mætti. „All right,“ sagði ég „til allrar hamingju er nú blað hér á bekkn- um, og það les ég, hvað sem hver segir.“ Mér þótti þetta nokkuð skrýtin ókurteisi. Loks eftir langa bið og leiðinlega vorum við kallaðir inn á skrifstof- una, einn og einn til yfirheyrslu. Var það skemmtilegasti maður og spaugsamur, sá er spurði okkur. Ég sagði honum mína sögu eins og hún gekk, um félaga minn Christian Jorgensen, danska, sem hefði haft billet minn og orðið eftir af skipinu í Newcastle. „Ja, De skulde ikke have stolet paa Danskeren," sagði hann. „Ja, jag gör det. í alla fall inte mera,“ sagði ég. Var okkur nú ekið upp til Ar- resthuset á Nytorv. Ég sat fremst í bifreiðinni, og voru allir á götunni að kíkja inn til okkar. Mér þótti bara gaman að [því]. Þegar við kom- um upp f fangelsið, var farið með okkur eftir löngum krókagöngum og inn á kontór, og það var allt tek- ið úr vösum okkar, hver tætla, bréfsnuddur og annað. Svo var farið með okkur einn og einn í bað, og urðu hinir að snúa sér til veggjar, meðan farið var með þá burt. Með okkur var Pólverji, sem hafði verið tekinn fyrir flakk, hann talaði þýzku, hafði verið í þýzkum herfangabúðum, en strokið og verið peningalaus í margar vikur. Mér þótti mjög gott að fá blaðið og var svo vísað til klefa míns, og fór ég þangaö. Þegar ég kom inn, undraðist ég, hversu þar var allt hreint og bjart, en ekki var þar sérlega margt um húsgögn, rúm, sem var slegiö upp að vegg á daginn (og læst við vegginn), borð og bekk- ur, hilla með matartækjum, skeið, hníf og gaffli úr tré, og 3 guðsorða- bókum, hlandkoppur og vaskaskál fest við vegginn, þar að auki hnapp- ur til að hringja á „þjóninn" með. Cellen [klefinn] var 4 skref á iengd, 2 á breidd og 5 álnir til lofts á að gizka, með ógagnsæjum neðri rúð- unum — eftir ástæðum fremur gott. Ég fékk brauðbita að éta og öl að drekka til að byrja með. Svo skver- aði ég mig af eins og bezt ég gat, þvf að ég átti að koma fyrir réttinn kl. 1 og vildi líta sem skást út. KI. 1 kom svo fangavörður að sækja mig. Ég gekk með værdighed inn f dómssalinn, eða hvað það nú var. Var milligerð milli dómarans og tiltalte [sakbornings] og svo önn- ur milligerð, og fyrir utan hana voru áheyrendur allmargir, hélt ég í fyrstu, að það væru [lögfræðijstúd- entar, en seinna komst ég að þvf, að það voru blaðamenn. Dómarinn var maður fölleitur með stór, útstandandi augu, ekta lögfræðingstypa [fannst mér]. Fyrir framan hann á borðinu lágu nokkur skrifuð blöð, sem ég þóttist þekkja að væri blöð þau, sem á var skrifað- ur framburður minn við yfirheyrsl- una á lögreglustöðinni i Store Kongensgade. Hófst nú yfirheyrslan. „Er De Magnússon?” sagði dóm- arinn. „Ja, det stemmer," sagði ég. „Har De været blindpassager fra England?" „Nej, men det ser ut til det.“ „Kan De give nogen forklaring pá det?“ „Ja, det har jag redan givet, og det har Ni pá den dár lappen. Skal jag upprepa det?“ „Ja, tak.“ Sagði ég síðan svo vel frá öllu, eins og andinn gaf mér að mæla. Hálfbrosti söfnuðurinn að sögu minni, héldu víst, að það væri bara lygasaga. Dómarinn sagði, að það yrði að síma til Newcastle og spyrja kon- súlinn, en á meðan yrðu þeir að halda mér eftir. „All right, sá sitter jag hár,“ sagöi ég. Fóru þá allir að skeilihlæja, og skildi ég ekki hvers vegna, en stóð upp og gekk út með hinni mestu værdighed. Með fylgd fangavarðar fór ég nú inn í klefa minn og gekk þar fram og aftur til að stytta mér stundir. Kl. 3 var öllum söfnuðinum hleypt út í garðinn til að anda að sér fersku lofti, en ekki fengu fang- arnir að sjá hverjir aðra, einn fór út í einu, og í garðinum hefur hver sitt gerði, 3 skref á breidd og 10 á lengd, og veggurinn er 8 fet á hæð með gaddavírsgirðingu. Mér þótti gott að draga að mér frískt loft. Var ég að litast um, hvort nokkuð færi væri á að strjúka, og sá ég ekkert, nema ef vera skyldi, að hægt væri, að vinur manns gæti fleygt skammbyssu inn og reipi, og svo væri hægt að forcera útganginn [með skammbyssunni]. En það er allt of hæpið. 25 mínútur var ég úti. Svo inn aftur. Fangaverðirnir voru frekar kurteisir, eftir því sem við var að Einar Magnússon búast. Aðeins einn var eitthvað að brúka kjaft við mig, svo að ég bað hann að halda sér saman, hvað hann líka gerði. Því að tilfellið er, að því að ég hef heyrt, að Danir eru ekki hræddari við neitt meir en að móðga íslendinga, því að þeir hafa orð fyrir að reiðast illa, ef í þá fýk- ur, en Danir eru friðsamir að eðlis- fari. Svo optrádte ég svo selvsikkert og aristokratiskt eins og ég stundum get, þó ekki alltaf, og það hefur sín- ar verkanir. Að vera dálítið stor- snudet hefur áhrif á hvern sem er, fólk er nú svo gert, að bak við drembilætið halda þeir, að sé eitthvað, sem bezt sé að fara var- lega að. Mér fannst tíminn langur, en til allrar hamingju heyrði ég til ráð- húsklukknanna, þegar þær slógu. Var mér hið mesta yndi að þeim klukkum, sérstaklega, þegar þær slógu sex og tólf, því að þá spila þær lag, hátíðlegt og beroligende [ró- andi]. Einnig voru nokkrar dúfur uppi á þakskegginu mér til skemmtunar. Til þess að stytta tímann með byrjaði ég að hreinsa neglur mfnar mjög svo gaumgæfilega, fyrst með tönnunum og trégafflinum, og svo fann ég upp á því að nota skóreim- arnar mínar til þess. Það var alveg dæmalaust, hvað ég gat alveg sökkt mér niður í þetta. Nöd gör opfind- som, það er satt. Kl. 6 kom maturinn, vatnsgraut- ur, brauð og mjólk. Kl. 7(4 kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.