Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 RUSH: Þrír Rush, f>.: Alex Lifeson, Neil Peart og Geddy Lee. þungA MIÐJAN FINNBOGI MARINÓSSON JENS ÓLAFSSON kanadískir snillingar Kanadíska hljómsveitin Rush hefur ekki verið sérlega þekkt hér á landi þó hún hafi starfað í rúm tíu ár og sent frá sér 12 breiðskífur. Líklegast er skýring- in sú að þeir hafa forðast sviðs- Ijósið og gefa blaðamönnum ekki oft faeri á sér. Bandaríska tímarit- ið „Song-Hits“ birti þó um daginn viðtal við gitarleikara sveitarinn- ar, Alex Lifeson. Hér á eftir ætlar Þungamiðjan að fjalla um tríóið og mun vitna í áðurnefnt viðtal. Rush á uppruna sinn að rekja til Toronto í Kanada. Hún var stofnuð árið 1973 og var þá skipuð Alex Lifeson á gítar, John Rutsey á trommur og Geddy Lee plokkaði bassann auk þess að syngja. Þeir spiluðu frekar kraftmikið rokk án þess að geta kallast „heavy met- al“-hljómsveit. Helst má lýsa tón- listinni sem n.k. „progressive hard rock“ en þeir hafa skapað sér ákveðinn stíl sem á sér ekki hlið- stæðu i rokkinu. Alex Lifeson lýsti því þannig: „Því miður hafa ýmsir litið á okkur sem „heavy metal“-hljómsveit og okkur hefur gengið erfiðlega að hrista þá ímynd af okkur síðustu 10 árin. Það er enn til fólk sem heldur í þá ímynd. Á síðustu fjórum árum höfum við verið að breyta ýmsu í tónlist okkar og það fólk sem hef- ur áhuga hefur tekið eftir því.“ Árið 1974 gerðu þeir samning við Mercury-útgáfuna og gáfu út sína fyrstu plötu sem nefndist einfald- lega Rush. Höfðu þeir á orði að salan á henni myndi skipta sköp- um um hvort þeir héldu áfram eða ekki. Platan seldist a.m.k. nægi- lega vel til þess að þeir héldu áfram. Þær breytingar urðu þó á að Rutsey sagði skilið við Lee og Lifeson, en við trommunum tók dulur náungi að nafni Neil Peart sem átti eftir að hafa mikil áhrif á stefnu sveitarinnar. Ári eftir útkomu fyrstu plöt- unnar kom út skífa númer tvö sem kallaðist „Caress of Steel“. Peart hafði tekið við textasmíðinni og var meira lagt í þá en áður og höfðu þeir oft einhverja frásögn að geyma. Þau áhrif sem Peart hafði á sveitina komu þó enn frek- ar í ljós á þriðju breiðskífunni „Fly by Night“. Má þar benda á hið tæplega níu mínútna langa lag „By-Tor and the Snow Dog“. Eftir að hafa gefið út þessar þrjár plöt- ur voru þeir orðnir nokkuð vel þekktir í heimalandi sínu en höfðu ekki enn náð inn á Bandaríkja- markað. Sú plata sem opnaði þær dyr kom út á miðju ári 1976 og nefndist „2112“. Fyrri hliðin inni- hélt samfellt verk og var textinn byggður á vísindaskáldsögu eftir skáldkonuna Ayn Rand. Var þar lýst tæknivæddu framtíðarþjóðfé- lagi í svipuðum dúr og 1984 Orwells. í kjölfar hennar fóru þeir í vel heppnaða hljómleikaferð um Bandaríkin og Kanada. Þá var gefin út „live“-platan „All the World a Stage“ og voru fyrstu þrjár breiðskífurnar endurútgefn- ar í einu albúmi undir nafninu „Archieves". Á næstu árum fór vegur þeirra vaxandi og gáfu þeir út plöturnar „A Farewell to Kings“, „Hemispheres" og „Perm- anent Waves“ og seldust þær vel. Árið 1981 gáfu þeir út breiðskífu sína. Hét hún „Moving Pictures“ og er af flestum talin sú besta sem þeir hafa sent frá sér. Enda fór svo að platan seldist óhemjuvel og átti eftir að opna þær fáu dyr sem höfðu verið lok- aðar til þessa. „Moving Pictures" sannaði í eitt skipti fyrir öll að þarna fóru pottþéttir hljóðfæra- leikarar. (Fyrir þá sem ekki hafa heyrt þessa plötu skal bent á, að hún hefur fengist að undanförnu í Fálkanum.) Næstu mánuði eftir útkomu MP vörðu þeir í hljóm- leikahald og voru hljómleikar þeirra víðast hvar fjölsóttir. Óhætt má segja að flestar hljómsveitir hefðu freistast til þess að fylgja vinsældum MP eftir með plötu í svipuðum dúr. En þeir þremenningarnir létu ekki að sér hæða fremur en fyrri daginn og þegar næsta plata þeirra, „Sign- als“, leit dagsins ljós kom í ljós að töluverðar breytingar höfðu orðið Við sögðum frá því í Smándra hér fyrir suttu að hljómsveit- in Drýsill væri á leið inn í hljóðver til að taka upp plötu. Ekki gerðum við ráð fyrir öðru en allt gengi þeim piltum í haginn, en annað kom í ljós þegar Þungamiðjan rakst á yfir-Drýsilinn, Eirík Hauksson söngvara. „Þetta hefur gengið eins og í sögu. Fyrst tognaði Siggi Reynis trommari á bassatrommuökklan- um þegar undirbúningur fyrir upptökurnar stóð í algleymingi. á tónlistinni. Helsta breytingin var sú að hljómborð voru orðin meira áberandi og gáfu plötunni tæknilegan og „futuristalegan" blæ. Alex Lifeson segir um það: „Tíminn í kringum „Moving Pic- tures“ var stór stund fyrir okkur og ég held að „Signals" sé aðeins meiri tilraunasmið. Við urðum að reyna nýja hluti. Ég held að það séu nokkrir gallar á „Signals" en hún var mikilvæg reynsla fyrir okkur.“ Fyrr á þessu ári kom svo út „Grace under Pressure". Hún hef- ur víðast hvar fengið ágætis dóma og þykir rökrétt framhald af „Signals" en sumum hefur fundist hún meira „commercial" en fyrri Við þetta töfðust upptökurnar. Nú þegar hann var aftur orðinn til- búinn var Jonni bassaleikari kall- aður inn á spítala i aðgerð sem hann hafði beðið lengi eftir. Þetta var ekkert mál. Við bara töfðumst svolítið meira. Að lokum komumst við inn og tókst að taka upp grunna að átta lögum (bassi og trommur) áður en meistari Bjóla fótbrotnaði! Og til að kóróna allt komumst við að því í vikunni að Hljóðriti er upptekinn út desem- ber svo Drýsill fer ekki inn í hljóð- ver í áframhaldandi upptökur fyrr skífur. Þeir neita þó öllum ásök- unum í þá átt og svarar Alex því þannig: „Peningar voru aldrei megin markmiðið. Við vildum alltaf spila þá tónlist sem okkur langaði til. Við lentum oft í deil- um við plötufyrirtækið þegar við gáfum út plötu sem seldist ekki vel. En við trúðum á það sem við vorum að gera og sýndum þeim að við gátum vel selt plötur og verið um leið listrænir, sem var upp- runalegt markmið okkar.“ Með þessum orðum lýkur þess- ari grein um stærstu rokkhljóm- sveit Kanada sem hefur með þrautseigju náð að skipa sér á bekk með þekktustu rokkhljóm- sveitum heims. en í janúar." Já, það virðist sem svo að þeir piltar eigi ekki að taka upp stóra plötu. En vonandi endar þetta allt farsællega eða eins og Sigurður Bjóla sagði: „Þetta á ör- ugglega eftir að verða meiriháttar plata eftir allt saman.“ En þrátt fyrir þetta er hljóm- sveitin í emjandi stuði og fyrst þetta er komið eins og það er ætl- - ar Drýsill að halda tónleika milli jóla og nýárs og leyfa fólki að heyra hvað þeir hafa verið að gera. Viö erum í emjandi stuði Eiki Drýsiil kokhraustur þrátt fyrir aö óheppnin elti hann og félaga á röndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.