Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 34
34 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Félag guðfræðinema Allir eiga við einhvern dapurleik að stríða Spjallað við séra Jón Dalbú Hróbjartsson Það var miðvikudagur og klukkan orðin 11. Hinar gullnu morgunhefðir þegar í fjarska, margar annasamar og skemmti- legar klukkustundir frá hress- andi morgunsturtunni, marg- kornóttum morgunverðinum og bragðgóðu, brennheitu teinu. Við höfum ákveðið við Mogga- lesturinn með teinu að fara eitthvað í kvöld, fyrst þótti okkur sennilegast að við færum í leikhúsið en svo sáum við eitt tilboðið eftir annað á síðunum, sem við flettum. Það gerist svo undur margt skemmtilegt í skammdeginu. En klukkan var semsé orðin 11 og allt í einu þótti okkur fásinna að við færum eitt eða neitt og vinnukraftur morg- unstundanna var rokinn út í veð- ur og vind. Þá er bezt að fara í bláu vaðstígvélin og Iabba út í slydduna, fara í fiskbúðina og fleiri búðir, viðra sig og spjalla við fólk. Það var ljómandi að fyrsta verkefni síðdegisins skyldi vera að hitta séra Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknar- prest í Laugarneskirkju. Bezt að spyrja hann um ráðleggingar um rétt viðbrögð við roluköstum. Hann hefur auk áralangrar prestreynslu aflað sér menntun- ar í sálusorgun í Noregi, kom heim í haust frá Modum Bad. Og kiukkan 2 sitjum við niðri í kjallaranum í Laugarneskirkju á móti séra Jóni. Við erum aftur hlaðin þægilegri vinnugleði svo við byrjum á að spyrja hann um aðventuna eins og við höfðum áformað í gær. Við sögðumst ætla að spjalla við hann um boðskap aðventunnar, iðrun og fyrirgefningu. Og við reifum málið. Já, ég fór að hugsa um það eftir að við töluðum saman í gær hvenær við myndum nú byrja kirkjuárið ef við ættum að búa til nýtt kirkjuár. Ætli okkur dytti ekki fyrst í huga að byrja á fæðingarhátíð Frelsarins? En kirkjufeðurnir setja undirbún- ingstíma framan við hana. Jóla- haldið kemur með tímanum inn í kirkjuhaldið þótt upprisuhátíðin hafi verið fyrsta hátíðin, sem kirkjan hélt. Um árið 450 segir Maximus af Tours: „Úr því að börn heimsins geta haldið af- mælisdaga hinna jarðnesku kon- unga með svo glæstum hátíðum, hvers vegna má þá ekki halda afmæli konungs konunganna há- tíðlegt með umhyggjusemi?" Og hann segir líka: „Þess vegna skulum við byrja á því mörgum dögum áður að hreinsa samvizku okkar, undirbúa anda okkar og huga svo að við getum með há- tíðablæ og án nokkurs sem skyggir á, mætt hinum komandi Frelsara og Drottni jólanna." Þetta eru athyglisverð orð. Að- ventan varð fljótlega fjórar vik- ur og ýmsar hefðir urðu til í kirkjunni til að undirbúa jólin, og Ritningargreinar aðventunn- ar eru meðal þeirra. Hvaða þýðiagu telurðu að iðrun- ia hafí í jólaundirbúningmim? Undirbúningur jólanna snýst meira um hið ytra en það að við gefum okkur tíma til að skoða hug okkar og líðan. Við ýtum oft því, sem við höfum gjört rangt gagnvart Guði og mönnum, niður í undirmeðvitundina og gerum það ekki upp. Á aðvent- unni og á lönguföstu þarf að pré- dika um iðrun og syndafyrir- gefningu. Kaþólska kirkjan legg- ur þunga áherzlu á skriftir. Menn eiga að koma og játa synd- ir sínar og fá aflausn, fyrirgefn- ingu. Þetta hefur því miður ekki orðið eins áberandi í lútherskri kirkju, þótt Lúther sjálfur legði mikla áherzlu á gildi skriftanna eins og sést í ritum hans. En kristin sálgæzla stendur vissu- lega öllum til boða í lútherskri kirkju. Ilvernig býður lútherska kirkjan sálgæzlu? Kirkjan bíður sálgæzlu með guðþjónustunum, þar sem marg- ir geta notið hennar í einu. Og svo er safnaðarprestur og annað starfsfólk kirkjunnar tilbúið til að ræða við fólk um vandamál þess og það getur notað sér slík einkasamtöl til þess að létta á hjarta sínu um hvað sem íþyngir því, líka syndabyrði þess. í þriðja lagi er sálgæzla ekki bara á færi prestsins og sérstaks starfsfólks. Kristið fólk getur verið hvert öðru sálusorgarar. Mér er kunnugt um að á síðustu árum hefur sálgæzluvakning farið um Norðurlönd og söfnuðir hafa staðið fyrir námskeiðum í sálgæzlu fyrir safnaðarfólk. Hvað lærir fólk t.d. á námskeió- unum? Það lærir m.a. að hlusta og tala saman. Það er nauðsynlegt að gera upp mál sín, eins og ég sagði áðan, ekki bara við Guð heldur líka við menn. Við prest- ar sjáum það oft þegar við reyn- um að aðstoða fólk í hjónabands- erfiðleikum að það hefur þagað allt of lengi og þessi þögn verður svo orsök skilnaðar. Þvi tekst ekki að játa veikleika sinn, mis- tök og breyzkleika. Hin hliðin er sú að jafnvel þótt játning liggi fyrir á hinn aðilinn erfitt með að fyrirgefa af heilum hug svo hægt sé að byrja að nýju án þess að vera sífellt að minna á mistökin, sem einu sinni voru gjörð. Getur aðventuboðskapurinn komið til hjálpar í þessu? Já, kirkjan gæti komið fólki til hjálpar með því að leggja áhezlu á að við göngum ekki til jóla- halds án uppgjöra. Þetta á ekki bara við hjón heldur líka aðra í fjölskyldunni. Aðventukransinn gefur fjölskyldunni tækifæri til að safnast saman, kveikja á kertunum og syngja sálm eða barnasöng og hafa guðsorð um hönd. Á undan eða eftir slíkri stund má jafnvel spyrja hvort einhverjir í fjölskyldunni hafi eitthvað í pokahorninu, sem þeim líði illa af. Fátt sameinar fjölskyldur betur en uppgjörs- stund, þar sem fyrirgefning er veitt og hjartað fyllist gleði og þakklæti yfir að fá að vera með hinum. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson er prestur í Laugarneskirkju. Hann hefur numið sálusorgun í Noregi. Og nú ætlum við að spyrja þig um viðbrögð við roluköstum. Það eiga allir við einhverja depurð að stríða. Hún getur komið með ýmsum hætti og er mjög persónubundin. Andleg líð- an sveiflast upp og niður og í öldudalnum líður fólki mjög illa. Stundum kemst það í gegnum þessa vanlíðan án hjálpar, en það kostar mikil átök. Það getur t.d. verið erfitt að koma sér á fætur á morgnana, en það er al- gengasta einkenni depurðar. Þau, sem eiga við svo mikla dep- urð að striða að þeim tekst ekki að hafa sig á fætur og til starfa, þurfa að leita sér lækningar. Hvernig getum við hresst hvert annað upp í daglegu lífi? Ég hef orðið vitni að meðferð á fólki, sem var haldið sjúklegri depurð, sem oft getur krafizt margra mánaða meðferðar. Þá er reynt að vekja trú á lífið og hjálpa fólki til að lifa af daginn. Hér kemur hin almenna sál- gæzla til skjalanna vegna þess að við getum hjálpað hvert öðru miklu meira en okkur grunar með því að tala saman. Sá, sem stríðir við depurð, getur valið sér einhvern til að tala við um van- líðan sína. Þá sér hann að hann er ekki eina manneskjan, sem þjáist af þeim ægilegu tilfinn- ingum, sem depurðin hefur í för með sér. Kristileg umhyggja get- ur fyrirbyggt andlega vanlíðan og samtal við aðra manneskju er bezta leiðin til hjálpar. Megum við spyrja þig hvort þú finnir stundum sjáifur fyrir rolu- köstum, sem við vorum að tala um og eru greinilega annað en þessi þunga depurð? Ég hef frekar jafna skapgerð og tek ekki eftir dagamun. Dag- arnir verða svipaðir. Skammdeg- ið hefur ekki lamandi áhrif á mig. Það er hægt að aga sig til að vinna gegn lamandi ástandi. Ég veit það af reynslu að það hefur hjálpað mjög mörgum að drífa sig út, þótt ekki sé nema í stutta gönguferð. Útivist og lík- amleg hreyfing skiptir óendan- lega miklu máli um andlega líð- an. Það á við alla, en ekki sízt þá, sem við teljum ekki þurfa að gangast undir læknismeðferð en eru þó orðnir niðurbrotnir af álagi, vinnu eða öðrum aðstæð- um. í öðrum löndum eru til heimili, sem gefa fólki kost á að hvílast og ná kröftum, iðka úti- vist og njóta lífsins með því að lifa hvern dag fyrir sig. Þetta fólk þarf ekki daglega meðferð með samtölum, það nægir því að breyta um lífsform og fá leið- beiningar með samtölum nokkr- um sinnum. Það væri áreiðan- lega mikil þörf á slíku heimili hérna, það sem vinnuálagið er svo mikið og fólk á erfitt með að slaka á. Og þar með hefst löng umræða um drauma okkar og vonir um kirkjulegt heimili, þangað sem þreyttar manneskjur geta komið endrum og sinnum og lært að lifa lífinu í réttum takti. Slydd- an er horfin þegar við komum út og skálmum niður Laugaveginn, mettuð kaffi og kexi. Með sjálf- um okkur hugleiðum við að bezt muni nú vera að lifa svo hvers- dag sinn að sálusorgun, útivera og heimilislyndi eigi þar ævin- lega sitt rúm. Gott ef við ættum ekki bara að hefja alvarlegan áróður fyrir því við sjálf okkur, og kannski fleiri. Nú stendur landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar „Brauð hand hungruðum heimi" sem hæst. Söfnunarfé verður varið til neyðarhjálpar á þurrkasvæðunum I Eþíópíu, m.a. með því að senda þangað eina til tvær íslenskar fugvélar hlaðnar matvælum og hjálpargögnum ásamt íslensku hjúkr- unarliði til starfa í hjálparbúðunum. Þá mun söfnunarfé einn- ig varið til að efla fyrirbyggjandi hjálparstarf, sem miðar að því að hjálpa fólki til sjálfsbjargar. Nú starfa fimm Islend- ingar að þróunarverkefnum á vegum stofnunarinnar og í ráði er að þeim verði fjölgað á næsta ári. Allt starf Hjálparstofn- unarinnar hvílir á frjálsum framlögum ein- staklinga og fyrirtækja. Hjálparstarfið stendur og fellur með velvilja og skiln- ingi gefenda. Hjálparstofnun kappkostar að aðstoðin kom- ist til skila til þeirra sem mest þurfa hennar með. Hjálpinni er jafnan fylgt eft- ir af starfsmönnum Hjálpar- stofnunarinnar og hjálpar- starfið á vettvangi byggist á samstarfi við kirkjudeildir. Fyrir velvilja íslenskrar þjóðar hefur tekist að stórefla hjálparstarfið síð- ustu ár. Nú er enn kallað á hjálp í skelfilegri neyð á þurrkasvæðum Afríku. Enn er treyst á líknandi hönd. Þar getur eitt framlag skipt sköpum fyrir líf í stað dauða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.