Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 C 9 „ísland er eins og paradís án sólar“ Julio Mercado kemur frá Mex- íkó, fæddur og uppalinn í Tolura. Hann vinnur við byggingarvinnu í Reykjavík, var í fyrstu í sveit fyrir austan fjall. Julio talar litla ís- lensku enn sem komið er og sömu- leiðis litla ensku þannig að við fengum spænskumælandi túlk okkur til aðstoðar, Hólmfríði Garðarsdóttur, sem vinnur á skrifstofu skiptinemasamtakanna. Við spyrjum Julio fyrst hvernig bonum lítist á okkur Islendinga. „ísland er eins og paradís án sólar,“ segir hann og bætir því við að honum finnist konur hérna miklu sterkari og ákveðn- ari en hann eigi að venjast í sínu heimalandi, „það er jafnvel tekið meira mark á orðum konu en karlmanns". Hann bætir því við að mannlífið hér sé hættulaust, og menn virðist treysta hver öðr- um. Hér geti allir sem vilja feng- ið vinnu og honum finnst við ekki vinna mikið. Julio býr einn í herbergi úti í bæ, þar sem erfitt reyndist að finna fjölskyldu fyrir hann í Reykjavík. Hann segir að það hljóti að vera dýrð- legt að alast upp hér sem barn þar sem börn virðast hafa mjög frjálsar hendur og séu virt sem einstaklingar, þurfa ekki að fylgja mjög ströngum reglum. Hann segist hafa átt mjög erfitt með að venjast birtunni hér í sumar og myrkrinu nú í vetur „það var alveg að fara með mig“. Jólahátíðin er haldin með nokkuð öðrum hætti í Mexíkó en við eigum að venjast, líkt og í öðrum kaþólskum löndum. tólf dögum fyrir jól byrja hatíðar- höldin með því að búnar eru til dúkkur sem fylltar eru með sælgæti, ávöxtum og leikföng- um. Venjulega tekur fólk sig saman sem býr í sama hverfinu og fer með dúkkuna út á götu og börn í hverfinu fá kúst í hendur og lemja honum í dúkkuna með bundið fyrir augu þar til sælgæt- ið dettur út. Dúkkan er tákn djöfulsins og um leið eru sungnir sérstakir söngvar. Á aðfangadag safnast fjöl- skyldurnar saman, það er farið í kirkju og svo borðað um 12 leytið á aðfangadagskvöld, en matur- inn byggist upp á ýmsum smá- réttum. Þá er skipst á gjöfum og skálað fyrir fæðingu Jesú og all- ir reyna að gera sér dagamun hvort sem þeir eru ríkir eða fá- tækir. Þann sið að hafa jólatré hafa sumir tekið upp eftir Banda- ríkjamönnum, en í stað jólatrés- ins er jólajatan nokkurs konar sviðsetning á fæðingu Jesú- barnsins. Jólajatan er sett upp 20. desember, búnar eru til dúkk- ur sem tákna Maríu, Jósep og vitringana. Klukkan 12 á mið- nætti aðfangadags slá allar kirkjuklukkur landsins, þetta er eini dagur ársins þar sem þær hringja allar í kór. Jesúbarnið er sett í jötuna og fjölskyldumeð- limir skiptast á gjöfum, gjafirn- ar minna á gjafir vitringanna. „Það er mikið um dýrðir í Tol- uca, götumarkaðurinn er litrík- ur, en í Toluca er haldinn úti- markaður á hverjum föstudegi. Göturnar eru skreyttar um jólin og þetta er tilfinningalega merkasti tími ársins. Það er sama hvort menn eru ríkir eða fátækir, það gera sér allir daga- „Mér fínnst hugtakið ham- ingja vera ann- að hér en hjá okkur“ German Iozano kemur fró borg- inni Bokota í Columbíu. Hann vinnur í frystihúsinu á Patreks- firði, en fer í smíðanám I Fjöl- brautaskólanum á Akranesi eftir áramótin. Honum finnst mikill munur á fólkinu hér og i Col- umbíu. „Við búum í miklu heitara landi, heima er fólkið opnara og úthverfara, hér finnst mér fólk miklu lokaðra og meira eitt en heima, það er miklu meira ein- mana hér. Við búum við efna- hagslega fátækt, en ykkar vandamál eru miklu frekar sál- fræðileg." Við spyrjum German hvort hann hafi ekki heyrt getið um niðurstöður Gallup-skoðana- könnunarinnar, við séum með hamingjusömustu þjóðum. „Ég held að íslendingar séu þannig að þeir segist vera ham- ingjusamir þó þeir séu það ekki. Mér finnst líka hugtakið ham- ingja vera annað hér en hjá okkur, hér felst það mikið í ým- iss konar neyslu, það er eins og íslendingar vilji helst sleppa við að gera allt, láta vélar sjá um allt fyrir sig. Mér finnst Patreksfjörður mjög fallegur staður og fólkið sem ég kynntist í vinnunni var mjög indælt. Það kom mér hinsvegar mjög mikið á óvart hve unglingarnir hafa lítið fyrir stafni annað en að drekka. í Col- umbiu eru starfræktar margar menningarmiðstöðvar sem ungl- ingar sækja, þar er hlustað á tónlist, horft á uppbyggilegar kvikmyndir, haldnar umræður um ýmis málefni, og sumir fá sér í glas, en drykkjusiðirnir eru ólíkir þeim sem tíðkast hér. Ég er þó ekki viss um að ís- lendingar drekki meira áfengi en við í Columbíu, íslendingar drekka hinsvegar svo mikið magn í einu, eru gjarnan búnir að safna upp svo miklu stressi alla vikuna, sem brýst siðan út um helgar og þá er eins og það sé verið að sleppa villtum hestum úr rétt. íslendingar eru lokaðir, þeir geta þó opnast töluvert með því að drekka eina vodkaflösku eða álíka magn af víni, en strax þegar runnið er af þeim eru þeir jafn lokaðir og áður og heilsa jafnvel ekki næsta dag.“ Hann segir íslendinga líka vera miklu meiri einstaklings- hyKRJumenn en hann á að venj- ast, hér sé miklu minni sam- vinna milli fólks og hver verði að bjarga sjálfum sér. Honum finnst íslendingar líka oft sýna tillitsleysi og jafnvel ókurteisi gagnvart náunganum. Við spyrjum German um jólin og jólasiði hjá þeim i Colombíu. Þeir halda jól á mjög svipaðan hátt og Mexíkanar, eins og Julio sagði frá, við biðjum German því að segja okkur í staðinn frá sið- um og venjum sem fylgja ára- mótunum. Fjölskyldurnar safnast saman líkt og á jólunum, segir German. Klukkan 12 á miðnætti er skálað fyrir nýju ári og svo er sameig- inleg máltíð. Allir matargestir fá 12 vínber, hvert ber er tákn eins mánaðar á gamla árinu, og um leið og þau eru borðuð rifjar viðkomandi upp umræddan mánuð. Það er misjafnt eftir fjölskyldum hvort minningarnar eru rifjaðar upp upphátt eða í hljóði. í Columbíu eru ekki áramóta- brennur líkt og hér á landi. Hinsvegar er búin til dúkka í hverju hverfi sem klædd er gömlum fötum og brennd á tákn- rænan hátt sem fullrtúi ársins sem er að líða. í Bokota eru svo haldin hverfisboð, allir íbúar hittast í heimahúsi sem ákveðið hefur verið sem samkomustaður áramótanna. í heitari hluta landsins eru samkvæmin hins- vegar haldin á götum úti. tiattíPnÍAkó 1 - 2 - 3 - 4 - 5 Tölvupappír IIII FORMPRENT Hverfisgötu 78, simar 25960 — 25566 SpanSct festingar Fyrir smábáta eða mótorhjól og ____________| | vélsleða Hver festing fyrir 500 kg.-20 tonn. Enga spotta - Heldur handhægar og öruggar festingar Ósal Reykjavík BYKO Kopavogi & Hafnarfirði Axel Sveinbjörnss. hf. Akranesi K.B. byggingavörur, Borgarnesi Matthías Bragason, Ólafsvik Kaupfélag ísfirðinga, ísafirði Þórshamar hf., Akureyri Shell-stöðin, Neskaupstað K.A.S.K. Hcrnafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.