Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984
sem fæddur er og uppalinn í Hrísey Styttan af Hákarla-Jörundi f Hrísey.
„Jú, Hákarla-Jörundur var langafi minn. Hann
fékk þetta viðurnefni þar sem hann fiskaði ákaf-
lega vel á hákarl, þetta var upphaflega fátækur
strákur sem gerðist útgerðarmaður.“
Kaupangur, eitt elsta húsið í Hrísey, byggt af Hákarla-Jörundi.
Björn Ólason er fæddur og
uppalinn í Hrísey og býr
ásamt konu sinni, Sigfríði
Jónsdóttur úr Grímsey, í húsinu
Selaklöpp þar sem hann er upp-
alinn.
„Afi bjó í þessu húsi. Ég er
fæddur 1912, og alinn upp á út-
gerðarheimili. Eg var ekki nema
7 ára gamall þegar mamma dó,
og pabbi dó seint á árinu sem ég
var fermdur. Við vorum tveir
bræður og afi og amma tóku
okkur að sér, amma dó svo
stuttu síðar en afi ól okkur upp.
Við bræðurnir fórum snemma út
í útgerð, þegar pabbi deyr, verð-
ur Garðar bróðir minn formaður
og ég landformaður, því gamli
maðurinn var orðinn svo gamall.
Þannig gekk þetta fram að
stríði.
I þá daga voru flestir hér í
Hrísey landróðrabændur, hver
með sína bryggju og menn verk-
uðu sinn fisk sjálfir. Ég man eft-
ir 19 bryggjum hér í Hrísey,
þetta voru gamlar timburstaura-
bryggjur, við eina bryggjuna
voru að vísu 7 bátar. Það er ann-
að en í dag, nú erum við bara
með eina bryggju og einn hafn-
argarð!
Við bræðurnir byrjuðum að
gera út 1939, þá byggðum við 26
tonna bát sem hét Björn Jör-
undsson í höfuðið á afa. Á síld-
arárunum stofnuðum við hluta-
félag um 105 tonna bát sem
smíðaður var í Svíþjóð, en stuttu
síðar losna ég úr viðjum útgerð-
arinnar, og var í 30 ár ferðamað-
ur um landið, í síldarmati og
fiskmati. f þessu starfi var ég
óslitið þar til Síldarmat ríkisins
var lagt niður, vann þá hér f
ferskfiskmati þar til fyrir 2—3
árum, er ég fór að vinna i frysti-
húsinu hérna, vinn við að brýna
hnífa og þess háttar.
Ég var oft lítið heima þessi ár
sem ég var í síldarmatinu. Fór
yfirleitt í júní og júlí, kom
stundum ekki heim fyrr en í apr-
íl, nema rétt um jólin. Þó man ég
eftir einum jólum þar sem ég
komst ekki heim. Þetta var gam-
an ! fyrstu, en það fór fljótt
glansinn af þessu.
Með góðri samvisku get ég
sagt að ég er sáttur við alla
þessa karla, fiskseljendur og
aðra, sem ég kynntist á þessu
tímabili. Það var ánægjulegt og
þroskandi að ræða við þá og ég
hafði iíka mikið samband við
sjómennina.
Það var gaman að alast upp
hér í eyjunni, og það var
skemmtilegt hérna á síldarárun-
um. Hér var mikið af aðkomu-
fólki, ég man eftir 60 stúlkum á
einni söltunarstöðinni, hér var
dansað mikið, ég man eftir því
að eitt sinn voru böll hér 13
kvöld í röð og oftast á tveim
stöðum, en þá var landlega oj?
skipin lágu í tugum á legunni. Á
þeim tíma varð þessi vísa til:
Eyjan er afskekkt og fögur
og afdrepin skínandi góð,
en móarnir segja ekki sögur
um seiðandi vorkvöldin hljóð.
Það var aðallega spilað á
harmonikku, Færeyingar döns-
uðu mikið hér á tréklossum á
bryggjunni. Þeir voru spilandi á
harmonikkur út um allt, ég man
t.d. eftir norsku skipi sem kom
eitt sinn til Siglufjarðar. Þeir
voru með tvo bjarnarhúna um
borð í skipinu, og straumur af
fólki um borð að skoða þá. Og þá
sem oftar var harmonikkan
dregin upp við mikinn fögnuð.
Hvort ég kunni á nikku. Nei,
ég gæti ekki unnið mér til lífs að
spila á nokkurt hljóðfæri!
Á veturna stóð leiklistar-
starfsemin í blóma. Ég man eftir
uppfærslu á Ævintýri á göngu-
för, það gekk mjög vel og kom
meira að segja fullt skip af far-
þegum frá Akureyri á eina sýn-
inguna. Páll gamli Bergsson fað-
ir Gests Pálssonar lék kammer-
ráðið og Gestur sonur hans
Skrifta-Hans, og þóttu leika með
snilld.
Fyrst við erum að tala um
ævintýri, langar mig að segja
þér frá einu ævintýri sem gerðist
einu sinni á balli hér í Hrísey.
Hér var ungur maður sem hét
Vilhjálmur, sem seinna varð
einn fremsti bóndinn í Svarfað-
ardal. Á einu ballinu sem hér
var haldið lendir honum saman
við norskan skipstjóra. Það end-
ar með því að hann óskar þeim
öllum ófarnaðar, en undanskilur
einn þeirra sem var kunningi
hans og stóð með honum. Nors-
ararnir urðu alveg brjálaðir, en
afi minn kom Vilhjálmi undan
og fór með hann að Ystabæ.
Þetta var löngu áður en ég fædd-
ist, nánar tiltekið 12. september
1884, nóttina sem faðir minn
fæðist, en á móti honum tók
norskur skipslæknir. Og það var
eins og við manninn mælt, þessa
sömu nótt farast hér 19 bátar,
þar af 15 norskir, skip kunningja
Vilhjálms slapp alveg. Eftir
þetta gekk Vilhjálmur undir
nafninu Galdra-Villi. Þetta voru
flest seglskip og viðurinn sem
rak á land notaður, m.a. til bygg-
inga. Kaupangur, húsið sem
langafi reisti var þiljað innan
með timbri úr einni seglskút-
unni.
12. september sl. voru hundrað
ár iiðin frá þessum atburði. Ég
hafði sagt norskri konu sem var
hér á ferð þessa sögu, og umrætt
kvöld þegar hundrað ár voru lið-
in frá þessari örlaganóttu,
hringir síminn hjá mér, þar sem
ég er einn heima með dóttur-
dóttur minni. í símanum var
fréttastjóri norska útvarpsins og
spurði hann mig hvort ég vildi
segja þessa sögu af Galdra-Villa
í útvarpið. Ég féllst á það og
sagði söguna, á einhverskonar
skandinavísku eða sjóaramáli og
veit enn ekki hvort nokkur hafi
skilið þetta!
Það er stutt síðan það var fá-
tækt hér í Hrísey og atvinnu-
leysi, ég var alinn upp á efna-
heimili en það áttu margar fjöl-
skyldur í miklum þrengingum,
og margir atvinnulausir frá
hausti til vors. Ég man t.d. eftir
að hafa verið sendur með jóla-
mat til þeirra fjölskyldna sem
verst voru settar. En í kjölfarið
fylgdu mikil velsældarár, og
mikið aflað bæði af síld og öðr-
um fiski.
Þegar ég var strákur að alast
upp var enginn floti til í landinu.
Ég held að fiskrækt sé framtíð-
in, við eigum að grafa upp sand-
inn hérna og koma upp aðstöðu
til fiskræktar. Við eigum að
koma upp vinnsluaðstöðu í öllum
bestu togurum okkar og selja
hina. Þannig getum við lifað
ágætislífi."