Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Ætti raunar að vera fallinn að mati „dómbærra“. MANNVIRKI: Eiffel-turninn var að kikna undir byrðinni Nærri eitt hundrað milljónum króna hefur verið varið til að endurnýja og endurbæta Eiffelturninn í París, sem er einhver vinsælasta byggingin um víða veröld. Þau 95 ár, sem liðin eru frá þvi turninn var reist- ur, hafa samt verið geröar á honum margs konar breytingar og ýmsu bætt við hann að auki. Að þvi leyti má lfkja honum við gamalt hús, sem hefur sí- feilt verið að skipta um eigendur. Glæsilegur einfaldleiki upprunalegr- ar hönnunar Gustavs Eiffel hefur gold- iö nýrra húsaskála og nýrra millihæöa, sem byggðar hafa verið úr múrsteinum og öðru byggingarefni og sem ætlað er að þjóna margs konar vísindalegri starfsemi. Með fárra ára millibili hefur turninn verið málaður, og í hvert sinn hafa bætzt 45 tonn við þá þyngd, sem honum var ætlað að rísa undir. Nýleg rann- sókn leiddi i ljós, að burðarbitar eru teknir að bogna og togna, einkum neðst í turninum. Viðgerð á honum hefur staðið yfir undanfarin þrjú ár og hefur verið létt af honum 1100 tonnum. Þykk lög af gamalli málningu hafa verið fjarlægð og vísindastarfsemin samræmd og takmörkuð. Upprunalegur hringstigi milli ann- arrar hæðar og upp á topp hefur verið fjarlægður og í staðinn er kominn beinn stigi milli hæða með öryggis- grindum. Enginn staður í Parfs hefur nefnilega verið notaður jafnoft til sjálfsmorða og Eiffelturninn og hverfa Notre Dame og brýrnar yfir Signu þar f skuggann. Eorvígismenn Eiffelturns-félagsins, sem Parísarborg á 60% hlutafjár í, halda því fram, að endurbæturnar nú hafi tryggt það að turninn muni standa 100 ár til viðbótar, en þegar hann var reistur úr járni á sínum tfma var gert ráð fyrir þvf í verksamningi að hann yrði kominn að falli og rifinn f upphafi 20. aldarinnar. Eiffelturninn, sem er tæplega 305 metra hár (1000 fet), var byggður fyrir Alþjóðasýninguna sem haldin var árið 1889 til að minnast hundrað ára af- mælis frönsku stjórnarbyltingarinnar. Turninn átti ennfremur að bera vitni um tæknikunnáttu Frakka. Til að réttlæta tilvist hans nú á dög- um þarf ekki annað en að benda á að- dráttarafl hans sem tákn Parísarborg- ar og ógieymanlegt augnayndi. En allt frá þvi að hann var reistur hefur sú árátta sótt að mönnum aö nauðsynlegt væri að nýta hann til einhvers sérstaks, og það angraði Eiffel raunar til ævi- loka. í samkeppni sem ríkisstjórnin efndi til um þetta efni komu fram yfir hundrað tillögur. Ein var sú að turninn yrði gerður að risavöxnum vatnsúðara sem gæti vökvað alla Parísarborg í þurrkatíð! Onnur tillaga kom fram um einskonar sólarturn með aflmiklum raflampa uppi á toppnum. Átti að nota speglakerfi til að endurvarpa Ijósinu PESTIR: Kysstu hann ekki ef hann er kvefaður um alla borgina á nóttinni og átti Ijósmagnið að vera áttfalt meira en þyrfti til þess að hafa lesbjart í öllum hverfum! Hugmyndin um svo háan turn úr járni fékk menn til að lyfta brúnum. Enginn var viss um að það væri hægt aö reisa hann eða að hann mundi standa undir sjálfum sér. Hæsta bygg- ing í heiminum i þá daga var Wash- ington-minnismerkið, sem var 182 metra hátt og sem lokið var við að byggja árið 1884. En það var gert úr steini. Gustav Eiffel, sem var 53 ára, hafði áunnið sér nafn sem verkfræðingur með lagningu járnbrauta og brúargerð. Hann vissi að höfuðóvinurinn yrði vindurinn. Hann áttaði sig á því, að til að yfirvinna vindmótstöðuna væri bezt að reisa opna byggingu úr mjóum burð- arbitum, svo vindurinn hefði ekkert til að þrýsta á. Styrkleiki Eiffelturnsins er fólginn I tómarúminu ekki sfður en járninu. Það var meistaraverk tækni- hönnunarinnar. Þegar turninn tók að rísa tóku Parfs- arbúar að óttast að hann væri ekki nægilega traustur. Það var litið á Eiffel sem vitfirring. Tryggingarfélög neituðu að tryggja og kunnur stærðfræðipró- fessor spáði þvi, að turninn myndi óumflýjanlega hrynja er hann væri orðinn 245 metra hár — ef hann næði þeirri hæð þá á annaö borð. Mörgum fannst turninn auk þess Ijótur. Rithöfundurinn Guy de Maup- assant upplýsti að hann snæddi stund- um hádegisverð í veitingasal hans ein- ungis vegna þess að sá staður væri sá í París þar sem maður gat verið viss um að þurfa ekki að horfa á risaverkið. Hann lýsti turninum sem „óhjákvæmi- legri og óbærilegri martröð". En Eiffelturninn hlaut skjótlega við- urkenningu sem meistaraverk og hann var hæsta bygging f heimi þar til Chryslerbyggingin f New York skákaði honum árið 1930. — LAURENCE MARKS Spennan jókst stöðugt hjá pók- erspilurunum, 20 náms- mönnum, sem í 12 tíma höfðu set- ið við spilaborðið og horft á ham- ingjuhjólið snúast á þennan veg- inn eða hinn. Það var þó meira í húfi en bara peningar. Atta mann- anna voru illa haldnir af kvefi, sugu upp í nefið og hnerruðu á víxl, og þess vegna var spurningin þessi: Myndi kvefveiran berast til hinna eða myndu bréfþurrkurnar á borðinu, sem höfðu verið með- höndlaðar með sérstöku efni, koma í veg fyrir sýkingu? Nokkrir dagar liðu og þá lýsti dr. Elliot Dick og kvefrannsókna- liðið hans við háskólann í Wis- consin því yfir, að bréfþurrkurnar hefðu borið sigur úr býtum. Þegar kvefsjúklingarnir notuðu venju- legar þurrkur eða vasaklúta til að snýta sér í eða halda fyrir munn- inn sýktist helmingur hinna heil- brigðu innan tveggja daga, en þeg- ar nýju þurrkurnar voru notaðar „hætti smitið algerlega". Dr. Dick og samstarfsmenn hans, sem sögðu frá rannsóknum sínum á ráðstefnu í Washington, hafa að undanförnu verið að at- huga hvers vegna kvef og inflú- ensa breiðist jafn ört út og raun ber vitni og hvernig unnt er að hindra smit, en eins og kunnugt er hefur ekki tekist að finna lyf við þessum sjúkdómum. í þurrkunum hans dr. Dicks, sem brátt eiga að fara á markað í Bandaríkjunum, eru sítrónusýra, sem finna má í sítrónum og app- elsínum, „maleic-súra“, sem er í eplum, og „sodium lauryl sulph- ate“, efni, sem m.a. er notað í tannkrem og hárþvottaefni. Þessi blanda er augljóslega banvæn fyrir kvef- og inflúensuveiruna þótt það sé að vísu ekki nóg, segir dr. Dick, að raða í sig ávöxtum eða tannkremi. Af tilrauninni með pókerspilar- ana og öðrum virðist sem bein snerting og smit með hlutum eins og spilum og spilapeningum sé miklu vafasamari en t.d. það að vera í sama herbergi og hóstandi og hnerrandi pestar gemlingar. Það á því vel við þegar sagt er: „Kyssu mig ekki, annars færðu kvefið mitt.“ Fyrri rannsóknir dr. Jack Gwaltneys og félaga hans við há- skólann í Virginíu leiddu i ljós, að aðeins einn af 12 sjálfboðaliðum, sem sátu í kringum borð og hóst- uðu hver framan í annan, sýktist raunverulega af kvefi en þegar sjúklingarnir nudduðu á sér nefið með fingrunum og snertu síðan fingurna á öðrum þá veiktust 11 af 15 heilbrigðum. Það er því líkast til á þennan hátt sem flest börn sýkja foreldra sína eins og kom í Ijós þegar sýkt fólk og heilbrigt var haft í sama herbergi en aðskil- ið með vírneti, því að þá var ekki um neitt smit að ræða. „Við vitum ekki enn nákvæm- lega hvernig kvef og inflúensa breiðist út en líklega er um hvort tveggja að ræða, beina snertingu og veirur, sem berast út í loftið frá sjúklingunum," segir dr. Gwaltney og ræður fólki til að hálda þessi heilræði: „Forðist kvefað fólk; þvoið ykk- ur oft um hendurnar; káfið ekki með fingrunum upp í augu og nef og hyljið vitin vel þegar þið hóstið eða hnerrið og þvoið ykkur þá aft- ur um hendurnar." — CHRISTINE DOYLE LYF:| Batavon fyrir bakveika? Læknar I Manchester á Eng- landi segjast hafa unnið mik- inn sigur I baráttunni við bak- verkinn, sem margan manninn hrjáir og veldur því, að 19 milljón- ir vinnudaga fara forgörðum á Bretlandi árlega. Uppgötvun læknanna er árang- ur tveggja ára rannsókna Micha- els Jaysons prófessors og sam- starfsmanna hans við gigtarstofn- Japanskir hval- fangarar enn^ hinir þverustu un Manchester-háskóla, en hann segir, að vegna hennar hafi þús- undir bakveikra manna eignast nýja von. Læknarnir fundu, að þeir, sem þjást af stöðugum bakverk, eiga það sameiginlegt, að efni, sem heitir fibrín, safnast saman við skaddaðan mænuvef og leysist ekki upp þótt undirrót meinsins hverfi. Efnið meiðir og veldur bólgum og af því stafar verkurinn. Lækningin felst því í lyfi, sem leysir upp fibrínið og verkinn um leið. Nýja lyfið hefur verið reynt með mjög góðum árangri á 18 sjúkling- um á Hope-sjúkrahúsinu í Man- chester og standa nú enn umfangsmeiri tilraunir fyrir dyr- um. „Ef þær ganga vel, verður lyfið • komið á almennan markað eftir eitt eða tvö ár og það ætti ekki að verða mjög dýrt,“ segir Jayson prófessor. — ANDREW VEITCH Japanskir hvalveiðimenn eru ekkert á því að láta alþjóðlegar kröfur á sig fá og draga frekar úr veiðunum. Segja þeir, að það yrði til að drepa þennan 1000 ára gamla atvinnuveg í Japan og að þess vegna muni þeir láta mót- mælin sem vind um eyru þjóta. „Við munum ekki hætta hvalveið- unum fyrr en við höfum til þess góða og gilda ástæðu,“ segir Shig- eru Hasui, formaður í samtökum japanskra hvalveiðimanna. Til að draga sárasta broddinn úr gagnrýninni gerðu japönsk stjórnvöld nýlega samning við stjórnvöld í Bandaríkjunum þar sem þau „gefa í skyn“, að öllum hvalveiðum verði hætt árið 1988 gegn áframhaldandi veiðiheimild- um innan bandarísku lögsögunn- ar. Samkvæmt samningnum mega Japanir veiða í N-Kyrrahafi 400 búrhvali á þessu ári og næsta en ekki nema 200 árið 1986 og 87. Shigeru Hasui veit vel af þeirri miklu óángæju, sem er með hval- veiðar Japana, og leggur því áherslu á, að „við erum ekki gráð- ugir slátrarar, við munum fylgja hverri skynsamlegri og vísinda- legri ákvörðun". Hann segir, að það sé aftur á móti IWC, Alþjóða- hvalveiðiráðið, sem hafi hætt við það upphaflega ætlunarverk sitt að nýta og varðveita hvalstofna á „vísindalegan hátt“ og gefist upp fyrir heiftarlegum áróðri öfga- fuilra hvalfriðunarmanna. Hasui segir, að búrhvalirnir 400 séu aðeins 0,2% af þeim 200.000 fullorðnu búrhvölum, sem vísinda- nefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins telji, að séu í Norður-Kyrrahafi, og að „400 hvala veiði í fimm ár a.m.k. muni því ekki hafa nein áhrif á stofninn". Hann bendir líka á, að jafnve) eftir að öllum hvalveiðum eigi að vera hætt ætli Bandaríkjastjórn að leyfa sumum „frumbyggjum" meðal þegna sinna, t.d. Alaskaeskimóum, að veiða hvalategund, sem er í „út- rýmingarhættu". Japanskir hvalveiðimenn færa þau rök fyrir máli sínu, að hval- veiðar og hvalur séu „óaðskiljan- legur þáttur japanskrar menning- ar og matarvenja" og segja þeir, að stjórnin hafi látið undan þröngsýnum sjónarmiðum og valdbeitingu og þvingunum Bandaríkj astjórnar. — PETER MCGILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.