Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 42
42 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984
1 AGKAOT
R4
FO
þsjfpr txtm m &&&■*!>'&& tw
Minam SloptwnJ
Handbók fyr-
ir foreldra
IÐUNN hofur gefid út Foreldra-
handbókina eftir Miriam Stoppard.
í frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Foreldrahandbókin hefur að
geyma ótal hagnýt ráð til að létta
foreldrum lífið og auðvelda upp-
eldi barnsins. Hér er að finna ít-
arlegar upplýsingar um næringar-
þorf barna, þvotta og hreinlæti
svo og svefnþarfir og einnig er
nákvæm lýsing á andlegum og lík-
amlegum þroska ungbarnsins. Hér
er að finna einföld og skynsamleg
svör við flestum vanda sem for-
eldrar mæta fyrstu þrjú æviárin.
Höfundurinn fjallar um efnið á
auðskilinn og aðgengilegan hátt,
enda hefur bókin náð metsölu I
Bretlandi og víðar.
Höfundurinn, Miriam Stoppard,
hefur fyrir löngu getið sér frægð-
arorð fyrir fræðslustörf sín á sviði
læknisfræði og heilsugæslu. Hún
er sjálf fjögurra barna móðir og
íritar því ekíci aðeins um efni sitt
af sérfræðiþekkingu læknisins
heldur einnig af innsæi hinnar
lífsreyndu móður."
Aftast í bókinni eru sérstakir
kaflar um öryggi á heimilum,
skyndihjálp og barnasjúkdóma.
Bókin er 352 bls., prýdd fjölda
ljósmynda og skýringarmynda.
Hún var prentuð í Hollandi.
Nýr vejtingastaöur meö ítölsku og spænsku ívafi
NÝR veitingastaður, Kl Sombrero,
hefur nú verið opnaður í Reykjavík.
Staðurinn er við Laugaveg 73 og í
eigu hjónanna Ragnhildar Jónu
Þorgeirsdóttur og Antons Narvais,
sem er íslenzkur ríkisborgari ættað-
ur frá Chile. Staðurinn er með ít-
ölsku og spænsku ívafi.
Veitingastjóri er Sigurveig
Gunnarsdóttir, fyrrum veitinga-
stjóri á hótel Esju og á Edduhótel-
um. Sigurveig sagði í samtali við
Morgunblaðið, að áherzla yrði lögð
á að gera staðinn aðgengilegan
■v öllu fólki og boðið yrði upp á ódýra
fjölskyldurétti auk annarra kræs-
inga. Þá yrði lögð áherzla á hlý-
legt viðmót starfsfólks og vonandi
tækist það þannig, að gestirnir
bæði kæmu og færu ánægðir.
Auk drykkja af ýmsu tagi og
bjórlíkisins, sem nú væri svo vin-
sælt, yrði boðið upp á 16 gerðir af
pizzum, ættuðum frá Italíu og
þjóðarrétt Spánverja, paellu, auk
annarra spánskættaðra rétta.
Staðurinn tæki 76 manns í mat, en
veitingaleyfi miðaðist við 100
manns. Þá væri ætlunin að vera
með skemmtiatriði á kvöldin í vet-
ur, aðallega gítarleik og söng.
Sigurveig sagði, að með opnun
þessa veitingastaðar væri 10 ára
gamall draumur þeirra Ragnhild-
ar og Antons að rætast, en Anton
hefði meðal annars hannað stað-
inn og byggt hann upp á eigin
spýtur, smíðað innréttingarnar og
flest annað innan dyra með dyggri
aðstoð barna sinna og væri stað-
urinn byggður upp sem götumynd
frá Spáni.
Starfsfólk er af ýmsu bergi
brotið og er pizzumeistarinn með-
al annars ítali, Emilio Salbadore,
sem áður gerði pizzur í Svíþjóð.
Eigendur og starfsfólk „El Sombrero"
MorKunblaöiö/Friðþjófur.
;
II AVIVcll
^ „ ,v’ v 7- f&é -
mrWLrBBr §§P
mZW
itvara
veróí
I Hagkaup færó þú matvöru sem þú finnurekki
annars staöar, á veröi sem þú sérö ekki annars staðar.
. JiL
HAGKAOP
hagkaup
HAGKAUP 1 HAOKAUP
Hagkaups: Grænar baunir
Hagkaups: Rauðkál
Union: Bl. ávexti (fruit coctail)
Union: Perur
Ceramin: B(. ávexti (fruit coctail)
Ceramin: Ferskjur (sneiddar)
Hintz: Instant kaffi
Finax: Haframjöl 1,5 kg
1/2 ds. kr. 17.50
1/2 ds. kr. 27.90
1/1 ds. kr. 64.90
1/1 ds. kr. 49.90
1/2 ds. kr. 37.20
1/2 ds. kr. 32.80
200 gr. kr. 138.80
kr. 45.80
Hagkaups: Gulr. og gr. baunir 1/2 ds. kr.21.90
Hagkaups: Maískorn 1/2 ds. kr. 33.60
Union: Ferskjur(skornar í tvennt) 1/1 ds. kr. 49.80
Union: Ferskjur(sneiddar) 1/1 ds. kr. 49.80
Hagkaups: Grænar baunir 1/1 ds. kr. 27.90
Hagkaups: Grænar baunir 1/4 ds. kr. 12.70
Hagkaups: Gulr.og gr. baunir 1/1 ds. kr. 35.90
Hagkaups: Gulr. og gr. baunir 1/4 ds. kr. 15.80
Hagkaups: Maískorn 1/1 ds. kr. 51.90
Hagkaups: Maískorn 1/4 ds. kr. 23.20
Hagkaups: Rauðkál 1/1 ds. kr. 46.90
Hagkaups: Rauðkál 1/4 ds. kr. 20.50
Ceramin: Perur 1/2 ds. kr. 29.90
Ceramin: Ferskjur (skornar í tvennt) 1/2 ds. kr. 32.80
Ceramin: Ferskjur (sneiddar) 1/2 ds. kr. 32.80
Hintz: Venjulegt kaffi 500 gr. Mocca og Gold kr. 99.90
Finax: Sunt og gott heilsufæði 1 kg kr. 61.20
Epli: Rauð amerísk pr. kg. kr. 48.50
Geröu matarinnkaup í Hagkaup, verðmunurinn kemur þér til góða.
HAGKAUP
Reykjavík
Akureyri
Njarðvík
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
„E1 Sombrero“