Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 42
42 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 1 AGKAOT R4 FO þsjfpr txtm m &&&■*!>'&& tw Minam SloptwnJ Handbók fyr- ir foreldra IÐUNN hofur gefid út Foreldra- handbókina eftir Miriam Stoppard. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Foreldrahandbókin hefur að geyma ótal hagnýt ráð til að létta foreldrum lífið og auðvelda upp- eldi barnsins. Hér er að finna ít- arlegar upplýsingar um næringar- þorf barna, þvotta og hreinlæti svo og svefnþarfir og einnig er nákvæm lýsing á andlegum og lík- amlegum þroska ungbarnsins. Hér er að finna einföld og skynsamleg svör við flestum vanda sem for- eldrar mæta fyrstu þrjú æviárin. Höfundurinn fjallar um efnið á auðskilinn og aðgengilegan hátt, enda hefur bókin náð metsölu I Bretlandi og víðar. Höfundurinn, Miriam Stoppard, hefur fyrir löngu getið sér frægð- arorð fyrir fræðslustörf sín á sviði læknisfræði og heilsugæslu. Hún er sjálf fjögurra barna móðir og íritar því ekíci aðeins um efni sitt af sérfræðiþekkingu læknisins heldur einnig af innsæi hinnar lífsreyndu móður." Aftast í bókinni eru sérstakir kaflar um öryggi á heimilum, skyndihjálp og barnasjúkdóma. Bókin er 352 bls., prýdd fjölda ljósmynda og skýringarmynda. Hún var prentuð í Hollandi. Nýr vejtingastaöur meö ítölsku og spænsku ívafi NÝR veitingastaður, Kl Sombrero, hefur nú verið opnaður í Reykjavík. Staðurinn er við Laugaveg 73 og í eigu hjónanna Ragnhildar Jónu Þorgeirsdóttur og Antons Narvais, sem er íslenzkur ríkisborgari ættað- ur frá Chile. Staðurinn er með ít- ölsku og spænsku ívafi. Veitingastjóri er Sigurveig Gunnarsdóttir, fyrrum veitinga- stjóri á hótel Esju og á Edduhótel- um. Sigurveig sagði í samtali við Morgunblaðið, að áherzla yrði lögð á að gera staðinn aðgengilegan ■v öllu fólki og boðið yrði upp á ódýra fjölskyldurétti auk annarra kræs- inga. Þá yrði lögð áherzla á hlý- legt viðmót starfsfólks og vonandi tækist það þannig, að gestirnir bæði kæmu og færu ánægðir. Auk drykkja af ýmsu tagi og bjórlíkisins, sem nú væri svo vin- sælt, yrði boðið upp á 16 gerðir af pizzum, ættuðum frá Italíu og þjóðarrétt Spánverja, paellu, auk annarra spánskættaðra rétta. Staðurinn tæki 76 manns í mat, en veitingaleyfi miðaðist við 100 manns. Þá væri ætlunin að vera með skemmtiatriði á kvöldin í vet- ur, aðallega gítarleik og söng. Sigurveig sagði, að með opnun þessa veitingastaðar væri 10 ára gamall draumur þeirra Ragnhild- ar og Antons að rætast, en Anton hefði meðal annars hannað stað- inn og byggt hann upp á eigin spýtur, smíðað innréttingarnar og flest annað innan dyra með dyggri aðstoð barna sinna og væri stað- urinn byggður upp sem götumynd frá Spáni. Starfsfólk er af ýmsu bergi brotið og er pizzumeistarinn með- al annars ítali, Emilio Salbadore, sem áður gerði pizzur í Svíþjóð. Eigendur og starfsfólk „El Sombrero" MorKunblaöiö/Friðþjófur. ; II AVIVcll ^ „ ,v’ v 7- f&é - mrWLrBBr §§P mZW itvara veróí I Hagkaup færó þú matvöru sem þú finnurekki annars staöar, á veröi sem þú sérö ekki annars staðar. . JiL HAGKAOP hagkaup HAGKAUP 1 HAOKAUP Hagkaups: Grænar baunir Hagkaups: Rauðkál Union: Bl. ávexti (fruit coctail) Union: Perur Ceramin: B(. ávexti (fruit coctail) Ceramin: Ferskjur (sneiddar) Hintz: Instant kaffi Finax: Haframjöl 1,5 kg 1/2 ds. kr. 17.50 1/2 ds. kr. 27.90 1/1 ds. kr. 64.90 1/1 ds. kr. 49.90 1/2 ds. kr. 37.20 1/2 ds. kr. 32.80 200 gr. kr. 138.80 kr. 45.80 Hagkaups: Gulr. og gr. baunir 1/2 ds. kr.21.90 Hagkaups: Maískorn 1/2 ds. kr. 33.60 Union: Ferskjur(skornar í tvennt) 1/1 ds. kr. 49.80 Union: Ferskjur(sneiddar) 1/1 ds. kr. 49.80 Hagkaups: Grænar baunir 1/1 ds. kr. 27.90 Hagkaups: Grænar baunir 1/4 ds. kr. 12.70 Hagkaups: Gulr.og gr. baunir 1/1 ds. kr. 35.90 Hagkaups: Gulr. og gr. baunir 1/4 ds. kr. 15.80 Hagkaups: Maískorn 1/1 ds. kr. 51.90 Hagkaups: Maískorn 1/4 ds. kr. 23.20 Hagkaups: Rauðkál 1/1 ds. kr. 46.90 Hagkaups: Rauðkál 1/4 ds. kr. 20.50 Ceramin: Perur 1/2 ds. kr. 29.90 Ceramin: Ferskjur (skornar í tvennt) 1/2 ds. kr. 32.80 Ceramin: Ferskjur (sneiddar) 1/2 ds. kr. 32.80 Hintz: Venjulegt kaffi 500 gr. Mocca og Gold kr. 99.90 Finax: Sunt og gott heilsufæði 1 kg kr. 61.20 Epli: Rauð amerísk pr. kg. kr. 48.50 Geröu matarinnkaup í Hagkaup, verðmunurinn kemur þér til góða. HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! „E1 Sombrero“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.