Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 C 59 Það muna líklegast flestir eft- ir lögunum „I Won’t Let The Sun Go Down On Me“ og „Woudn’t It Be Good“ með Nik Kershaw. Hann hefur nýlega sent frá sér aðra plötu sem mun vera í mörgu athyglisverð. Um daginn rakst Þungamiðjan á hressilegt viðtal við hann í „Melody Maker“ þar sem ýmis- legt athyglisvert kom fram. Eitt af því fyrsta sem athygli vekur er það að hann virðist ekki vera hin dæmigerða imynd popp- stjörnunnar. Hann segir sjálfur að hin dæmigerða poppstjarna sé óhemju myndarlegur, 185 cm hár og mikill dansari (dettur einhverjum í hug Simon Le Bon?) en hann sé ekkert af þessu. Því til staðfestingar bend- ir hann á að hann sé t.d. alls ekkert hár, heldur frekar lítill, tæplega 170 cm hár. Þar sem sá af umsjónarmönnum Þunga- miðjunnar sem þetta ritar er frekar lár í loftinu þótti honum það mjög athyglisvert sem Nik Kershaw hafði um það að segja að vera lítill: „Eitt af því versta við það að vera lítill er það að enginn tekur þig alvarlega. Eg er orðinn 27 ára gamall en það er enn komið fram við mig eins og krakka. Eg hef hitt marga blaðamenn sem byrja á því að spyrja mig um litinn á sokkun- um mínum. Það tekur tíma fyrir þá að skilja að ég er ekki 16 ára gamall og get hugsað fyrir mig sjálfur.“ Þrátt fyrir frægðina lifir hann frekar eðlilegu og ró- legu lífi og reynir að eyða eins miklum tíma og hann getur heima hjá konu sinni. Hann seg- Nik Kershaw gef ég ef til kántrýplötu Næst vill út ir: „Mér gengur afar illa að út- skýra fyrir fólki að ég lifi mjög eðlilegu lífi. Það segir við mig að það hljóti að vera frábært að kynnast Howard Jones og George Michael. En það er bara eins og einn múrari að kynnast öðrum múrara.“ Ef marka má það sem kemur fram í viðtalinu er nýjasta plata hans að ýmsu leyti öðruvísi en hin fyrri. Hann hefur um það að segja: „Ég hafði fyrstu plötuna af ásettu ráði mjög grípandi en þessi kemur meira á óvart. Mynduð þið t.d. trúa því að á henni sé „heavy metal“-Iag? Ég mundi halda að lagið „You Might“ myndi falla undir það. Hjá mér skipta ákveðnar tón- listarstefnur ekki máli. Næst gæti ég þess vegna gefið út „country and western“-plötu. Við látum hér með þessar glefsur úr hinu hressilega viðtali nægja og bíðum óþreyjufull eftir kántríplötu frá Nik Kershaw. Mezzoforte í Háskólabíói Mezzoforte hefur ekki haldið tónleika hér heima síðan 18. des. 1983. Úr þessu mun Mjóm- sveitin bæta nú í dag (sunnudag) því kl. 21.00 verða hennar fyrstu og einu almennu tónleikar hér á landi á þessu ári. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til hljóð- færakaupa handa einhverfum börnum. Miðaverði hefur verið stillt í hóf og kostar miðinn aðeins 400 krónur. Ékki þarf að efast um að þessir tónleikar séu pen- inganna virði. Þungamiðjan minnist tónleikanna frá því í fyrra sem hinna skemmtilegustu. En við erum ekki þeir einu sem höfum skemmt okkur vel á tónleikum hjá Mezzoforte. Fyrir stuttu barst Þungamiðjunni nokkrar úrklippur úr dönskum blöðum þar sem fjall- að er um Mezzoforte. Ef satt skal segjast þá virðist sem þeir piltar séu meiriháttar vinsælir hjá Baunanum. Nýja plata hljóm- sveitarinnar, Rising, fór beint inn á topp 30, sem þykir mjög gott í Danmörku, og hvort við séum að missa af einhverju eða ekki verð- ur hver og einn að segja til um fyrir sig, en hér eru glefsur úr dönskum blöðum. „ ... fyrirfram ákveðnum reglum er fylgt alltof fast eftir og tónlist- in nálgast öðru hvoru hið óútséða með sínum mögnuðu kafla- og taktskiptingum. Undantekninging (svoleiðis verður að vera til að styrkja jafnvel hinar ströngustu reglur) þetta kvöld var lagið „Northen Winds" þar sem Mezzo- forte yfirgaf hina þekktu stíga og gaf sig á vald tónlistar hinna norrænu vinda. Tónlist, sem bæði laðar og hrellir, er dularfull og hótandi, allt í senn. Hérna fengu hinir öruggu tónlistarmenn tæki- færi til að sanna sig og sýna.“ Og áfram er haldið. Nú er einn pilt- anna með orðið: „Útikonsertinn á Fjóni var sá besti sem við höfum upplifað. Það er mikið „komplí- ment“ að spila fyrir 20.000 hrifna áheyrendur...“ „Þetta er íslensk hljómsveit sem getur auglýst uppselt mörg- um vikum áður en tónleikarnir eiga sér stað“. „Á tónleikum með Mezzoforte getur maður upplifað það, að áheyrendur syngi með í „instrúmental" lagi — og það seg- ir töluvert um vinsældir hljóm- sveitarinnar. Þetta gerðist auðvit- að er spilað var „Garden Party“. Og svona mætti halda lengi áfram. En það er greinilegt að Mezzoforte er óðum að skapa sér stórt og virt nafn erlendis. Pilt- arnir eru vel að þessu komnir þvi mikil og góð vinna liggur þar að baki. En við lokum þessari grein með útdrætti úr breska blaðinu Echo, en þar er fjallað um nýju plötu piltanna, „Rising". „Á plöt- unni „Observations" var Mezzo- forte fimm manna hljómsveit. En síðan þá hefur Kiddi saxisti yfir- gefið eyjarnar og hljómsveitin greinilega tekið sjálfa sig til endurskoðunar. Utkoma þessarar endurskoðunar er auðheyranleg á nýju plötunni. Þeir hafa „harð- nað“ og færst nær rokkinu en áð- ur. Núna nota þeir trommuheila eins og allir aðrir gera í dag, nema hvað þeir nota hann af skynsemi og kunnáttu. Sneriltromman er orðin miklu harðari/fastari og „akústik“-trommurnar fylla smekklega uppí. Bassinn hefur tapað eitthvað af þeirri vídd sem kom svo berle'ga í ljós áður. En hljómsveitin vinnur eins og þétt(fljótandi) sameining". Sá, sem fjallar um plötuna, talar síð- an um hvert lag fyrir sig og segir meðal annars: „Best af öllu eru síðustu lögin á hvorri hlið. „Blizz- ard“ á hlið eitt rennur inn úr lag- inu „Waves“, byrjar á kuldalegum vindhljóðum og þróast síðan út i magnaðan rifinn jazz, með yndis- lega brothættu gítarsólói. „Check it out“ á hlið tvö er kröftugur jazz-rokk slagari." Dá í Safarí Hljómsveitin Dá er starfrækt á hinum dæmigerða íslenska popphljómsveitargrundvelli. Fé- lagar sveitarinnar hittast reglu- lega til að spila saman og skapa saman tónlist sem þau öll hafa yndi af að flytja. Þau gera þetta meðvituð um að sú vinna sem þau leggja í hljómsveitina kemur aldr- ei til með að skila gróða. Það eina sem þau uppskera er ánægjan og yfir henni vakir alltaf sá púki að ef t.d. tónleikar fara illa þarf hljómsveitin að borga með sér. Flokkurinn varð til fyrir rúmu ári þegar upp blossaði löngun hjá Hlyni Höskuldssyni bassa og Kristmundi Jónassyni trommu- leikara að spila saman. Þeir fengu til liðs við sig Helga Pétursson á hljómborð. Þannig störfuðu þeir einhvern tíma en Hanna Stína söngkona og Eyjó gítarleikari „Tappi“ áttu eftir að bætast við síðar. Á tímabili síðastliðið sumar störfuðu þau aðeins fjögur þar sem Helgi Pétursson var ekki á landinu um tíma. Aðspurð um hvernig tónlist flokkurinn spilaði söguðust þau spila dátónlist sem einhver hefði kallað „alveg ferlega íslenska". Ekki var það svar ýtarlegra, en Dá mun halda tónleika 19. des. í Safari. Eftir að hafa hlustað á sveitina í æfingahúsnæði hennar getur Þungamiðjan fullyrt að unnendur framsækins rokks ættu að fá eitthvað við sitt hæfi þetta kvöld. Tónlist þeirra er ekki hefðbundin en áhugaverð. Að lok- um má taka fram að með hljóm- sveitinni kemur fram dansflokkur i síðustu sex lögunum. Hann heitir Dæmdir dansdraumar og laga- syrpan ber nafnið Allir sem and- ann hefir! I leit að hljómsveit Fyrir stuttu hafði ungur trommari samband við Þungamiðjuna og spurði hvort hún vissi um hljómsveit sem vant- aði mann. Þar sem við vissum ekki um neina hljómsveit buðumst við til að koma þessu á framfæri. Pilt- urinn hefur mestan áhuga á að starfa í fjögurra manna hljóm- sveit (bassi, gítar, trommur, söng- ur), en ekkert er útilokað og allt kemur til greina. Þeir sem telja sig hafa eitthvert gagn af þessu ættu að hafa samband við Odd í síma 17333 eftir kl. 19 á kvöldin. Afskaplega lítið hefur farið fyrir hljómsveitinni Sonus Futurae undanfarið ár og rúmlega það. Þungamiðjan gekk fram á Þorstein Jónsson annan for- sprakka sveitarinnar og spurði frétta. „Nei, Sonus Futurae er ekki dauð. Hljómsveitin hefur lifað góðu lífi þau tvö ár sem liðin eru frá því að platan „Þeir sletta skyr- inu“ kom út. til að minna á að við erum til verður Sonus með lag á væntanlegri safnplötu frá Skíf- unni. Það heitir „Boy must be crazy“ og ætti að gefa góða mynd af því sem við höfum verið að gera á undanförnu. Nú en það sem hef- ur verið að gerast hjá okkur frá því að platan kom út er að Jón Gústafsson hætti. Við bættum tveimur afbragðsgóðum piltum Sonus Futurae er í fullu fjöri þó að lítið hafi farið fyrir þeim í langan tíma. Höfum verið að sanka að okkur tækniþekkingu við en eftir nokkurn tíma kom- umst við að því að efnið sem unnið var að var ekki mjög merkilegt svo við stokkuðum sveitina upp. í dag og síðan þá er Sonus Futurae dú- ett. Strákarnir sem við fengum í staðinn fyrir Jón voru góðir en þetta small bara ekki saman. Upp- stokkunin var ekki þeim að kenna. Nú ástæðan fyrir því að við höfum - segja strákarnir í Sonus Futurae ekki komið fram er sú að hljóm- sveitin er „stúdíóband" og tónlist- in ekki sem best til þess fallin að spila á hljómleikum. En þegar það gerist reynum að flytja hana eins vel og kostur er. Hinsvegar höfum við notað timann vel. Við höfum verið að taka upp, vinna lög, semja og þróa hljómsveitina jafnhliða því sem við höfum sankað að okkur nýjum tækjum og tækni- þekkingu.“ Að lokum kom Þor- steinn að því að í rökréttri þróun þá er efnið í dag á við fjórðu plötu og væntanlega fara þeir í upptöku á nýrri með vorinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.