Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 14
14 C MQRGUNBLADID, SUNNUDAGUR 16- DESEMBER 1984 óla- pakkinn SPILIÐ Spennandi fjölskylduleikur Eykur ordaforöann Þjálfar lestrarkunnáttuna Eflir imyndunarafliö Skerpir hugsunina Sfmi 91-73411 Aldarspegill — Átök milli stríða: HANNA EINAR J. GÍSIASON SfGr HOND Einar J. Gíslason í Fíladelfíu rekur nokkrar bernskuminningar í Hannasögum. Sögusviðið er sjávarþorpið og sveitin, fjaran og fjöllin. Hanni lendir í mörgum ævintýrum og flestum broslegum. Þó er alvara lífsins aldrei langt undan. Teikningar Sigmunds Jóhannssonar tjá listavel þá græskulausu kímni og lífsglefti, sem er undirtónn Hannasagna. Hannasögur eru góft lesning fyrir fólk á öllum aldri. l/erslunin Molvr2 106 9cy*jov* rnt 20736/2565 JÞW rÍLADELTÍA fORLAG Þættir um atburði á millistríðsárunum Rætt við Elías Snæland Jónsson um bókina Þetta verk flokkast víst undir það sem nefnt hefur verið alþýðusagn- frsði, sagði Elías Snsland Jónsson, aðstoðarritstjóri Dagblaðsins Vísis og höfundur bókarinnar Aldaspegils, er blm. Mbl. innti hann eftir efni bókarinnar, sem bókaforlagið Vaka hefur gefið ÚL í bókinni eru frásagn- ir af atburðum sem gerðust á fyrri hluta þessarar aldar — á árunum frá 1920 fram til síðari heimsstyrjaldar — og þeir atburðir sem fjallað er um því orðnir 50 til 60 ára gamlir. Það er til töluvert af bókum, bæði gömlum og nýjum, sem fengist hafa við þetta svið og margar eru vel gerðar, en allar hafa seilst lengra aftur í aldir varðandi efni. Þessi bók beinir sjónum að atburðum á þessari öld. Þetta eru atburðir sem eldri kynslóðin man en sú yngri veit lítið sem ekkert um. Bókin er því ekki síst stíluð á yngri kynslóðina, en þeir sem muna til þessara atburða hafa sjálfsagt gaman af að rifja þá upp. Stjórnmálaátök í upphafi aldar Fjallað er um atburði af ólík- um toga. Fjórar frásagnir eru alls í bókinni og allar ýtarlegar. Tveir þættir eru um stjórnmála- átök. Annar um það þegar Hannibal lenti í sínu fræga stríði í Bolungavík, það voru önnur átökin sem Hannibal lenti í við atvinnurekendur, þau fyrri voru í Súðavik árinu áður. Þess- ar rimmur voru fyrstu skrefin á löngum ferli hans sem stjórn- málamanns og verkalýðsleið- toga. Hinn stjórnmálaþátturinn i bókinni er slagurinn um haka- krossinn, sem reyndar voru margþætt átök er urðu á árun- um 1933—34, milli þjóðernis- sinna (nasista) og kommúnista. Kommúnistar höfðu nýstofnað Kommúnistaflokk Islands, sem var deild í alþjóðasambandi kommúnista, vildu ekki þola að sjá hakakrossinnn blakta. Þeir tóku hann því niður með valdi á Siglufirði og eins af flutninga- skipum á Reykjavíkurhöfn. Urðu út af þessu slagsmál og róstur, og komu ýmsir við sögu sem síð- ar urðu þekktir. T.d. var Steinn Steinarr einn af þeim sem tóku niður hakakrossfánann á Siglu- firði. Þá lenti Þórbergur Þórð- arson ( málaferlum að kröfu þýskra stjórnvalda fyrir að kalla Hitler „sadista", og var að lokum dæmdur í fésekt af hæstarétti. „Straum- og skjálfta- lækningar“ Hinir þættirnir tveir eru óliks eðlis. Annar þeirra lýsir einu málaferlunum sem íslensk stjórnvöld hafa staðið fyrir á hendur andalæknum eða lækn- ingamiðlum. Upphaf málsins var að Vilmundur Jónsson land- læknir kærði nokkra andalækna fyrir skottulækningar. Af þessu spunnust mikil málaferli bæði hér í Reykjavík og í Skagafirði, en segja má að ríkisvaldið hafi um síðir farið halloka fyrir lækningamiðlunum. Þessi rétt- arrannsókn vakti miklar deilur, Vilmundur og Halldór Laxness skrifuðu mjög harkalega gegn andalæknum í blöðin. Ýmsir urðu þá til að taka upp hanskann fyrir andalækna og skrifaði Ein- ar H. Kvaran t.d. margar grein- ar í Morgunblaðið þeim til varn- ar. Þá skrifuðu fjölmargir sem leitað höfðu til andalækna frá- sagnir af persónulegri reynslu sinni, og er margt af því stór- fróðlegt, ég tók töluvert af þess- um frásögnum upp í þáttinn les- andanum til glöggvunar. Stórsmyglarar á bannárunum Loks er svo þáttur um stór- kostlegt áfengissmygl sem átti sér stað á árunum 1920—26. Þá voru gerðar stórfelldar tilraunir til að smygla áfengi hingað til lands, svo að ég held það eigi sér engin dæmi I íslandssögunni. Menn tóku upp á því að sigla með heilu skipsfarmana af áfengi hingað, venjulega hrein- um spíra — dæmi voru til að menn reyndu að smygla 15 til 20 tonnum í ferð. Svo átti að flytja þetta í land á minni bátum en gekk svona misjafnlega. Sumum hefur eflaust tekist upp en þeir voru fleiri sem voru teknir og fóru slyppir út úr þessu. Það var mikið tilstand og has- ar við áfengissmyglið á þessum tíma. Sumir reyndu að grafa smyglbirgðir niður á Horn- ströndum og Norðurlandi, en svo var farið að sækja slatta á bát- um eða hestum, og viðhaft mikið laumuspil. En auðvitað fréttist meira og minna þar sem áfengi komst í umferð. Skipulag og undirbún- ingur virðist hafa verið í lág- marki og smyglararnir blessun- arlega miklir amatörar sem gerði réttvísinni auðvelt að fletta ofanaf þessu. — Þó kom upp eitt mál þar sem smyglurum virðist hafa tekist að koma um- talsverðu magni inn í landið. — Hvaða heimildir styðst þú einkum við? „Frásagnirnar eru allar byggðar á samtíma heimildum. Ég leitaði mikið fanga í dagblöð- unum og einnig í gögnum dóm- stóla frá þessum tíma. Þá studd- ist ég við ýmislegt annað sem ég komst yfir frá þessum tíma.“ — Hvað varð til þess að þú réðst í þetta verk? „Þessi bók á sér nokkurn að- draganda. Það var fyrir nokkr- um árum að það barst í tal milli okkar ólafs Ragnarssonar for- stjóra bókaútgáfunnar Vöku að tímabært væri að gefa út bók með frásögnum frá okkar öld. Ég fékk mikinn áhuga fyrir að vinna verkið en það var hins veg- ar fyrst í fyrravetur að ég gaf mér tíma til að sinna ritstörfun- um. Þá stóð maður náttúrulega frammi fyrir þeim vanda að velja úr atburði til að skrifa um. Það er mjög margt sem gerst hefur á þessari öld, sérstaklega á fyrri hluta hennar, sem hlýtur að teljast einkar forvitnilegt. Ég lagði áherslu á það I valinu að frásagnirnar gæfu innsýn í þjóð- lífið á þessum tímum — og í þáttunum hef ég jafnan reynt að draga upp mynd af því baksviði sem atburðirnir vaxa útúr.“ — Er ætlunin að halda áfram og gefa út fleiri bækur? „Já, Það er von mín að þetta verði upphaf að stærra ritverki. Nafnið „Aldaspegill“ var m.a. valið með það fyrir augum að bindin yrðu fleiri og verkið gæfi spegilmynd af áðurnefndu tíma- bili. Verði undirtektir góðar er það ásetningur minn og útgef- andans að halda útgáfunni áfram enda er mikill fjöldi mála sem ástæða væri til að taka á með þessum hætti.“ — bó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.