Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 31
MO^pyNBLADlD, gUNNUDAGUR ,15-, DESEMBER ,19g4 átt að vera, „með því að sjúkra- húsið hefur alllengi aðeins verið notað að hálfu miðað við það sem áður var“. Á tæplega 25 ára tíma- bili, frá 1896 til 1920, eftir að spít- alinn hafði verið tekinn í notkun, fækkaði holdsveikisjúklingum úr 237 í 67. Eftir 1915 komu ekki nema einn og tveir holdsveiki- sjúklingar á spítalann árlega og á árunum 1927—1932 bættist eng- inn við. Árið 1933 komu tveir sjúklingar og þrír ári seinna. Einn sjúklingur kom árið 1937 og annar árið 1947, gamall sjúklingur, sem sendur hafði verið heim árið 1929. Síðasti nýi holdsveikisjúklingur- inn fannst árið 1957. Holdsveikraspítalinn var her- numinn af breska setuliðinu á miðju ári 1940, en þá voru sjúkl- ingarnir, 17 að tölu, fluttir á Kópavogshæli. I höndum setuliðs Bandaríkjamanna brann spítalinn til ösku árið 1943. Frá 1. júlí 1940 var því Kópavogshæli skráð sem um sár. Þeir lágu umhirðulausir í rúmbælunum ef þeir gátu ekki staðið á fótunum. En þeir sem rólfærir voru fóru allra sinna ferða og skildu vilsuna úr opnum sárunum, hvar sem að kom. Fram- an af voru sumir þeirra sjúklinga, sem til Laugarness komu, þannig útlítandi, að „auðséð var á þeim, að þeir áttu ekki annað eftir en að deyja“, segir Sæmundur í fyrstu skýrslu sinni um heilbrigðis- ástandið á holdsveikraspítalanum í Laugarnesi (1900).“ Margir þeir sjúklingar, sem komu á spítaiann náðu hárri elli við þolanlega heilsu. Þannig er til saga af einum, sem kom á spítal- ann árið 1900, 41 árs gamall, og var þá talinn hafa verið með veik- ina í 30 ár (síðan 1870). Þessi sjúklingur var á spítalanum það sem eftir var ævinnar. Hann dó árið 1945, 86 ára gamall, og hafði þá verið holdsveikur í 75 ár. Hann taldi það lán sitt að hafa komist á Laugarnes. holdsveikraspítali og lengst af með 24 sjúkrarúm og var þá miðað við það húsrými er leyfði rúma- fjöldann en ekki fjölda sjúklinga. 1 heilbrigðisskýrslum 1963 er þetta fært til sanns vegar og sjúkra- rúmin talin fjögur. Heimilissjúkdómur Sæmundur Bjarnhéðinsson, fyrsti læknir á holdsveikraspítal- ánum, skrifaði um útbreiðslu velk- innar hér á landi í Læknablaðið (8. árg., 1922) en þar sagði hann m.a.: „Holdsveikin er heimilissjúk- dómur fyrst og fremst, breiðist út í fjölskyldunni, einkum frá for- eldrum til barna og svo koll af kolli. Hér á spítalann hafa komið fjölskyldur, ekki svo fáar, frá ein- um stað móðir, 3 synir og sonar- dóttir, frá öðrum stað móðir, dótt- ir og dóttursonur, frá þriðja staðnum 4 systkini en faðir og ein systir dóu úr holdsveikinni heima... “ Sæmundur Bjarnhéðinsson gerði holdsveikirannsóknir og holdsveikilækningar að ævistarfi sínu og varð hinn mætasti sér- fræðingur í þeirri grein, skrifar Björgúlfur Ólafsson læknir í Læknablaðið (1948), en hann stundaði holdsveikisjúklingana eftir að þeir voru fluttir á Kópa- vogshælið. Og hann heldur áfram: „Það má gera ráð fyrir að það hafi ekki verið skemmtilegt verk, sem læknirinn tók að sér. Aðeins einn sjúkdómur við að fást, og hann þar á ofan ólæknandi. Margir eða flestir sjúklinganna komu úr ör- birgð og volæði og algeru hirðu- leysi, enda almennt litið svo á, að sama væri hvernig með þá aum- ingja væri farið; þeir væru drott- ins vesalingar og mættu þakka fyrir að fá að fara sem fyrst. Hjúkrun var engin, varla bundið HOLDSVEIKIN Heimsókn á spítalann Reykvíkingar, sem komnir eru á efri ár, ættu vel að muna eftir holdsveikraspítalanum í Laugar- nesi. Einn viðmælandi Morgun- blaðsins, Sigrún G. Fjeldsted, sagði frá því, þegar hún var 12 ára og fór með frænku sinni í heim- sókn í spítalann. Það var árið 1933. „Það var mikil reynsla og ég man hana enn eins og ég hefði far- ið þangað í gær. Það fyrsta sem við sáum var lítill maður og bros- lyndur, sem var að fara með mjólk út að hliðinu og það var opinn á honum barkinn og einhvers konar pípa sat í honum. Hann bauð okkur góðan daginn, en það korr- aði svo í honum að ég skildi hann ekki. Frænka mín skildi hann enda hafði hún oft farið í heim- sókn á spítalann.“ Og hún hélt áfram: „Þetta var á sunnudegi og við vorum við- staddar messu í spítalanum. Ég man það svo vel að það var Friðrik Hallgrimsson, sem messaði. Við sátum til hliðar við sjúklingana og mér fannst vera margt fólk þarna inni og ekki allt endilega svo gam- alt. Mamma, sem var andskoti illa við að ég færi þarna, hafði sagt mér að ég mætti ekki fyrir nokk- urn mun vera að káfa á neinu i spítalanum og ekki að heilsa með handabandi, enda rétti enginn út höndina. En það var ákaflega hreinlegt innandyra. Þetta var ekkert svo líkt sjúkrahúsi nema hvað gangarnir voru breiðir og stórir. Samt var einhver ónota- blær yfir staðnum, dapurlegur blær. Það voru ekki allir við messu. Frænka mín sagði að það væru fleiri í herbergjunum sínum, sem kæmu ekki fram. Eftir messuna fylgdi ég frænku minni í eitt herbergi gamallar konu, sem hún þekkti. Það var frekar stórt og í því voru persónu- legir munir hennar, borð og stólar og það var líkara stofu en sjúkra- herbergi. Ég vissi að menn unnu þarna fyrir sér við smíðar og þessi kona hafði inni hjá sér afskaplega fallega handavinnu. Ég sá ekki fleira fólk en okkur í heimsókn, enda gæti ég trúað að megnið af sjúklingunum hafi verið utan af landi og þess vegna hafi kannski verið erfitt að heimsækja þá. En frænka mín fór þarna eins oft og henni sýndist ög hún heilsaði mönnum með nafni. Mig langaði þessi lifandi býsn að fara þarna með henni einu sinni. En ekki oftar. Ég held að fólk hafi yfirleitt verið hrætt við þennan sjúkdóm. Margir bönnuðu börnunum sínum að leika sér nálægt spítalanum. Til þess að hræða krakkana frá staðnum var þeim sagt að rotturn- ar í grennd við spitalann væru holdsveikar. Sjálfri var mér sagt að ég mætti ekki vera að þvælast þarna. Annars held ég að fólk hafi lítið talað um þennan spítala. Þessir sjúklingar áttu bágt. Ann- að var ekki hægt að segja um þá og þótt fólk hafi örugglega verið hrætt við sjúklingana leit það ábyggilega ekki niður á þá. Spít- alahúsið var afskaplega fallegt og sómdi sér svo vel þarna úti á tang- anum.'Það var synd að það skyldi brenna." í nágrenni spítalans Gestur Þorgrímsson listamaður er fæddur og uppalinn á Laugar- nesbúi en þegar spítalinn var reistur var sneið af túni Laugar- ness tekin undir hann. „Þegar ég man fyrst eftir spitalanum skömmu eftir 1920, var Markús Einarsson spítalaráðsmaður og hann bjó í vesturíbúðinni á loft- inu, sem séra Haraldur Níelsson flutti inní síðar. Þá var það eina íbúðin i spítalahúsinu, sem ætluð var utanaðkomandi mönnum. Það voru engin vandkvæði þvi fylgjandi að búa í næsta nágrenni við spítalann. Sæmundur Bjarn- héðinsson læknir hafði það fyrir fasta reglu að koma til okkar á Laugarnes eftir vinnutimann og fá sér kaffi og hann útskýrði fyrir okkur krökkunum hvað um væri að vera og lagði áherslu á að við mættum ekki snerta sjúklingana og gæta hreinlætis. Fólk óttaðist holdsveikina, jú mikil ósköp, og margir tóku á sig stóran sveig til að þurfa ekki að fara hjá spítalanum. En þeir sem bjuggu þarna í kring voru orðnir vanir þessu og vissu að þetta var ekki eins slæmt og margir héldu. Ég mátti aldrei fara inn á sjúkra- stofurnar en ég talaði oft við sjúklinga í gegnum glugga. í álmu norðan f spítalanum var kyndi- herbergi og smíðastofa þar sem ég hélt mig oft en sjúklingarnir smíðuðu ýmislegt smádót eins og _____________________C 31 . leikföng. Það kom fyrir á sumrin að sjúklingarnir komu í heyskap til okkar á Laugarnes að raka og jafnvel slá. Ég fór nokkrum sinn- um með sjúklingum á sjó en þeir áttu bát, sem þeir höfðu sjálfir smíðað, sem lá í vör skammt und- an spítalanum, í svokallaðri Suð- urvör. Þeir lögðu grásleppunet og dorguðu þyrskling og stundum fengum við krakkarnir að fara með. Holdsveikraspítalinn var eitt glæsilegasta hús á íslandi, alltaf vel viðhaldið og snyrtilegt í kring- um það. Strax í kringum 1930 fór ég að vera daglegur gestur þarna niðurfrá og með tímanum þekkti maður þetta fólk allt saman. Þarna var strákur á okkar aldri, sem lék svolítið með okkur. Ég man að hann hafði sérstaklega fallega söngrödd. Hann var eitt- - hvað 14 ára þegar hann kom á spítalann. Ætlrfrægasti sjúklingur spítal- ans hafi ekki verið Sigurður Kristófer Pétursson, höfundur bókarinnar „Hrynjandi íslenzkrar tungu“. Hjúkrunarkonan, fröken Kær, kenndi honum að lesa á dönsku og uppúr þeim danska lestri hafði hann fljótlega komist i kynni við hrynjandi íslenskrar tungu. Hann var haldinn lima- fallssýki. Hann var mjög gáfaður maður og spilaði á orgel spitalans, þó að það væri farið að týnast framan af fingrunum á honum. Ég man eiginlega bara eftir honum sitjandi við orgelið. Ég held að það hafi verið móðir mín, sem sagði mér frá því að sumir holdsveikrasjúklingarnir hafi á sínum tíma verið sendir á spítalann í hálfgerðum kössum, sem slegnir voru utan um þá. Það var ægilegt hvernig litið var á þetta fólk. En menn voru svo hræddir við að smitast þegar það spurðist út að veikin væri eins út- breidd og raun var á,“ sagði Gest- ur í lokin. Síðustu árin Grímur Magnússon tauga- og geðlæknir stundaði holdsveiki- sjúklingana á Kópavogshæli frá því fyrir 1969 en þá tók hann við af Björgúlfi Ölafssyni. Eftir 1969 voru sjúklingarnir ekki nema þrír. „Það var aldrei ætlunin að ég tæki þetta að mér en Georg Lúðvíksson framkvæmdastjóri Ríkisspítal- anna bað mig um að vera þarna til bráðabirgða," sagði Grímur í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég hef aldrei haft áhuga á holdsveiki, en það varð úr að ég var alltaf beðinn um að koma þegar hjúkrunarkon- an kallaði og þannig fór að ég kom á hælið einu sinni eða tvisvar í viku af sjálfsdáðum. Starf mitt var aðallega fólgið í því að sinna sjúklingunum manneskjulega. Holdsveikin var búin að vinna sitt á þeim og mitt hlutverk var því að sinna líkamlegum kvillum þeirra. Ég man mest eftir þremur kon- um, sem lifðu lengst. Þær voru ekki smitberar og á þeim sáust engin veruleg örkuml svo óvanur maður hefði ekki tekið eftir neinu óeðlilegu. Síðustu tvö eða þrjú ár- in var aðeins einn sjúklingur eftir. Það var kona og hún var talsvert bitur, vægast sagt. Hún var utan af landi en sem stelpa hafði hún umgengist holdsveikan mann og sýkst af honum, en sjúkdómurinn er mjög seinsmitandi. Hún var mjög ung þegar hún var allt í einu tekin og henni skellt inn á hæli. Henni var illa við að vera hneppt í einskonar fangelsi. Þegar ég kom til sögunnar voru til súlfalyf, sem gáfust sæmilega en aukaverkan- irnar þoldi fólk illa og þessar þrjár konur neituðu að taka lyf. Kópavogshælið var afskaplega vel búið fyrir þessa sjúklinga. Það voru setustofur og orgel og haldn- ar voru messur og hver hafði sína stofu fyrir sig. Allt var gert til að hafa þetta eins og huggulegt heimili. Sjúklingarnir máttu fara allra sinna ferða en allt sem fór af spítalanum var sótthreinsað. í Laugarnesi var allt miklu strang- ara. Á endanum var síðasti sjúkl- ingurinn fluttur inn á öldrunar- deild Landspítalans í Hátúni og þar lést hann fyrir fimm árum.“ — ai
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.