Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 27
C 27
MORGUNBLAÐID, SUNNU7--UR 16. DRSEMBER 1984
Af tilrauninni virðist sem bein
snerting. . . sé miklu varasamari
en til dæmis það að vera í sama
herbergi og hóstandi og hnerr-
andi pestargemlingur . . .
SJÁ: Pestir
HÁTÍÐIN: __________________
Efna svartir til
svartra jóla?
Þeir Suður-Afríkumenn, sem
berjast gegn aðskilnaðar-
stefnu stjórnvalda hafa í hyggju
að hvetja fólk til að halda að þessu
sinni „svört jól“, sem þeir kalla
svo, og minnast þannig þeirra þús-
unda manna sem hafa veriö
drepnir, meiddir eða handteknir
frá því að ókyrrðin hófst í byggð-
um svartra manna í ágúst sl.
Hugmyndin er bæði sú að minn-
ast hinna dauðu og einnig að koma
við kaunin á valdhöfunum efna-
hagslega með því að skora á fólk
að kaupa ekkert jólaglingur. Er
þessum aðgerðum sérstaklega
beint gegn ofsóknum stjórnvalda
á hendur verkalýðssamtökum
svertingja, en það sem af er þessu
ári hafa 49 frammámenn þeirra
verið fangelsaðir. Fimmtán þeirra
er enn haldið inni með tilvitnan til
laga um öryggi ríkisins, sem leyfa
að mönnum sé haldið I einangrun
svo lengi sem verkast vill án rétt-
arhalda og án þess að fangarnir
fái að hafa samband við fjölskyldu
sína eða lögfræðinga.
Ein hugmyndin er sú, að svartir
íbúar Suður-Afríku sendi ekki
venjuleg jólakort að þessu sinni
heldur minningarkort vegna
þeirra, sem látið hafa lífið fyrir
hendi hermanna og lögreglunnar.
Opinberlega er sagt, að 133 hafi
látið lífið, þar af 98 I aðgerðum
lögreglunnar, og 410 meiðst, en
talsmenn svertingja segja, að allt
að 360 manns hafi fallið og 1000
særst. Meira en 3000 hafa verið
handteknir og þeir, sem nú sitja
inni f krafti öryggislaganna, eru
1064 og hafa ekki verið fleiri í
mörg ár.
„Þegar borgarastyrjöld ríkir í
byggðum svartra manna getum
við ekki haldið fagnaöarhátíð á
jólunum," sagði einn frammá-
manna Sameinuðu lýðræðisfylk-
ingarinnar, séra Frank Chikane.
„Við viljum líka, að á jólunum tali
prestarnir ekki bara um fagnaðar-
boðskapinn, heldur líka um harm-
inn, sem við berum vegna hinna
föllnu."
Með því að hvetja svart fólk til
að gera sér engan dagamun á jól-
um eða skiptast á gjöfum, vonast
þeir sem skipuleggja „svörtu jól-
in“ til að geta þjarmað svo að
verslunarfyrirtækjum hvítu
mannanna, að stjórnvöld telji ráð-
legast að fara varlegar í sakirnar í
byggðum svertingja. Forystumenn
hvitu kaupsýslumannanna hafa
líka nú þegar sýnt, að þeir óttast
mátt svertingja til að ná sér niðri
á efnahagslífinu og sem dæmi um
það má nefna, að mótmælaverk-
fall, sem efnt var til í hinu mikla
iðnaðarhéraði Witwatersrand,
lamaði allt daglegt líf þar i tvo
daga í nóvember sl.
Það er einmitt vegna ofsafeng-
inna viðbragða stjórnvalda við
þessu verkfalli að hugmyndin um
„svörtu jólin" fæddist.
— ALISTER SPARKS
ÞRENGSLI:
Varðhundur þjarmar
að svörtum í Jóhannesarborg.
Aðgangur
bannaður
fyrir látna
Stórborgarvandamálin blasa
hvarvetna við íbúum Mexíkó-
borgar og sýnist nú ekki skipta
máli í þokkabót hvort þeir eru lífs
eða liðnir. Nú er nefnilega svo
komið að hvergi er rými til að
grafa hina látnu. Borgaryfirvöld
hafa látið þau boð út ganga, að
framvegis verði engar greftranir í
kirkjugörðum borgarinnar.
Þrátt fyrir þessi tíðindi var
glatt á hjalla í kirkjugörðunum á
þessum stöðum á hinum árlega
hátíðisdegi er nefnist „Dagur
hinna látnu“ og sem haldinn var
nú fyrir skömmu. Þessi hátíðis-
dagur er arfur frá hinni horfnu
Azteka-menningu í Mexíkó, en
Aztekar voru frumbyggjar lands-
ins af indíánakyni og voru stund-
um kallaður „Kynþáttur hinna
látnu“. Þeir höfðu það fyrir sið að
verja einum mánuði á ári hverju
til þess að hafa samband við liðna
forfeður sína. Þetta var eini mán-
uður ársins, er venjulegt fólk af
þessum kynþætti hafði heimild til
þess að drekka áfengi og árangur-
inn mun hafa verið eftir því.
Nú er aðeins einn dagur á ári
helgaður hinum forna sið. Mörg-
um vikum áður en hann rennur
upp, fyllast markaðir og sölubúðir
af hauskúpúm úr súkkulaði og
brjóstsykursbeinagrindum. Þegar
kvöld „alira sálna“ rennur upp,
þyrpist fólk inn í kirkjugarðana til
fundar við látna ættingja og færir
þeim mat þann og drykk, sem var
þeirra mesta eftirlæti í lifanda
lífi.
Hætt er þó við að þessi siður
haldist ekki öllu lengur i Mexíkó-
borg vegna skorts á legstöðum.
Borgarráð mun framvegis aðeins
hlutast til um bálfarir og ætlar að
láta reisa 12 nýjar líkbrennslur á
næsta ári. Þeir sem vilja láta
jarða ættingja sína verða að fara
með lík þeirra út á land. Að vísu
mun fólki eftir sem áður gefast
kostur á að láta greftra þá í einka-
grafreitum, en fæstir íbúar Mexí-
kóborgar hafa efni á að leyfa sér
slíkan munað.
Embættismaður borgarinnar
segir, að sannleikurinn sé sá að
fyrir löngu sé farið að þrengja
verulega að lifendum I Mexíkó-
borg, hvað þá hinum látnu. í borg-
inni búa um 17 milljónir manns og
þar hafa þegar um 20 milljónir
manna verið jarðsettar. Ekkert lát
er á fólksfjölguninni, því daglega
taka þúsund manns utan af landi
sér bólfestu í borginni.
— RONALD BUCHANAN
Sjúkraþjálfarar
Síöar í vetur veröa hjá okkur laus pláss fyrir
sjálfstæöa sjúkraþjálfara. Þeir sem hafa
áhuga á aö komast aö hafi samband sem
fyrst.
ENDURHÆFINGARSTOD
KOLBRÚNAR
BOLHOLT 6. 105 REYKJAVIK SIMI 34386
BESTl
HJÁLPARKOKKURINN
KENWOOD CHEF
,,CHEF-inn“ er allt annað og miklu meira en venjuleg
hrærivél.
Kynnið ykkur kosti hennar og notkunarmöguleika.
GMBOÐSMENN:
REYKJAVÍK
JL-húsið, Hringbraut 121
Rafha hf., Austurveri
AKRANES
Rafþjónusta Sigurd. Skaga-
braut 6.
BORGARNES
Húsprýði
STYKKISHÓLMCJR
Húsið
BÚÐARDALGR
Verslun Einars Stefánssonar
DALASÝSLA
Kaupfélag Saurbæinga,
Skriðulandi
ÍSAFJÖRÐUR
Póllinn hf.
BOLGNGARVÍK
Verslun Einars Guðfinnssonar
HVAMMSTANGI
Verslun Sigurðar Pálmasonar
BLÖNDGÓS
Kaupfélag Húnvetninga
SAGÐÁRKRÓKGR
Kaupfélag Skagfirðinga
Radío- og sjónvarpsþjónustan
AKUREYRI
Kaupfélag Eyfirðinga
HÚSAVÍK
Grímur og Árni
EGILSSTAÐIR
Verslun Sveins
Guðmundssonar
HELLA
Mosfell
SELFOSS .
Kaupfélag Árnesinga
Radío- og sjónvarpsþjtónustan
VESTMANNAEYJAR
Kjarni
ÞORLÁKSHÖFN
Rafvörur
GRINDAVÍK
Verslunin Bára
KEFLAVÍK
Stapafell hf.
Eldhússtörfin verða leikur einn
með KENWOOD chef