Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984
C 57
Styðjum
íslenska
framleiðslu
Guðfinna Hannesdóttir, Hvera-
gerði skrifar:
„Nýlega mátti lesa í dálkum
Velvakanda áskorun frá Hrönn
Hafliðadóttur til allra húsmæðra
um að hætta að kaupa smjör
vegna verðhækkana, sem þá ný-
lega höfðu gengið í gildi. Flokkast
áskoranir af þessu tagi ekki undir
atvinnuróg?
Kaupum íslenskt hefur löngum
heyrst í fjölmiðlum og enn er í
gildi gamla orðtakið hollur er
heimafenginn baggi. Sjálfsagt tel
ég að þeir, sem vilja vera íslend-
ingar, beini viðskiptum sínum að
innlendri framleiöslu, sem nú er í
allflestum tilfellum sambærileg
erlendum vörum að gæðum og öll-
um frágangi. Á það vissulega við
um íslenska smjörið eins og allar
mjólkurvörur, sem telja má öllum
til sóma, sem þar leggja hönd að
verki. Vel mættum við sem höfum
þetta góðgæti á borðum okkar
leiða hugann að því hvað fólkið,
sem vinnur að framleiðslu á þess-
um vörum, hefur unnið mikið
nytjastarf fyrir þjóðina alla frá
því að land byggðist. Sú var tíð að
störf þessa fólks leiddu til þess að
fæða og klæða landsmenn að stór-
um hluta. Eða hvað skyldu ís-
lensku ullarfötin vera búin að
bjarga mörgum mannslífum í
hrakningum, bæði á sjó og landi?
Oft er ómaklega fjallað um störf
þessa fólks og auk þess af mikilli
vanþekkingu. íslendingar flytja
inn í landið vín og tóbak fyrir
ómældar fjárhæðir og er þetta svo
selt dýru verði hverjum sem hafa
vill. Aldrei verður hægt að kanna
hvað notkun þessara eiturefna,
þ.e. víns og tóbaks, hefur valdið
margföldu tjóni á neytendum
þeirra. En þau hafa valdið bæði
andlegu og líkamlegu böli, ævi-
langt hjá mörgum, auk þess sem
önnur verðmæti hafa farið for-
görðum af þeirra völdum. Ekkert
tjón af völdum þeirra verður rétt
metið til fjár, svo margþætt er
það.
Vörur þessar eru hátt verðlagð-
ar í útsölu, en enginn hreyfir and-
mælum eða sendir út áskorun til
fólksins á borð við þá, sem er upp-
haf að þessum skrifum. Vissulega
sýndi það meiri þjóðhollustu að
vinna gegn því, sem eyðir og spill-
ir, eins og vín- og tóbaksneysla
gerir. Mætti þá eins vel senda út
þessa upphrópun: Hættið að
kaupa vín og tóbak, í stað þess að
koma í veg fyrir að íslensk fram-
leiðsla geti vaxið og þróast eins og
efni standa til.“
talGDlŒ]
rO CATERPILLAR
SA1_A & tUÖNUSTA
Catarpmar. CM ogtBtru tkrtoan vðrumwlil
Til sölu
notaðar Caterpillar vinnuvélar
ŒIŒP
Œ
m
m
JARÐYTUR
Árg.
D7G 1981 vökvaskipt
D6D 1978 vökvaskipt
D6D 1974 vökvaskipt
D6C 1971 vökvaskipt
D6C 1967 vökvaskipt
D4D 1971 vökvaskipt
1.8
Verð ca.
5.500.000
3.000.000
-2.00.000
1.500.000
950.000
1.500.000
m
m
HJÓLASKÓFLUR:
966D 1982 vökvaskipt 5.500.000
966C 1982 vökvaskipt 4.500.000
966C 1978 vökvaskipt 3.500.000
980B 1975 vökvaskipt 4.0—4.500.000
mm
HEKIAHF
i 170-172 Sfmi 21240
mimimimimimimimim
Bréfrítari er óinægöur með hve íslendingar geta lítið fylgst með störfum forseta íslands.
„Menningarstórveldi í deiglunni
K.Ó. hringdi:
Ég hringdi vegna þess að ég er
ekki sáttur við nafnið á þætti Jóns
Óttars Ragnarssonar Dvergríki í
deiglunni. Eg er ekki sáttur við að
ísland sé kallað dvergríki. Ef við
lítum einnig til Grænlands finnst
mér varla hægt að kalla það
dvergríki. Hvort á að miða við
landsvæðið, sem þjóðin býr á eða
Hákur:
Vísa vikunnar
. Marxistastjórnin í Eþíópíu
sakar vestræn ríki um hungur-
sneyðina.
Mbl. 13. des. 1984.
Lát oss varða landið þjáð,
líknum bjargarþyrstum.
Og ekki síst því allt þess ráð
er hjá kommúnistum.
Hákur
Kínverskt te
|>rjár að norðan skrifa:
Við erum hér nokkrar konur að
norðan sem lásum í Morgunblað-
inu laugardaginn 1. desember sl.
um konu eina, sem hafði lést um
55 kíló á tæpu ári af því að drekka
kínverskt te.
Nú langar okkur að spyrjast
fyrir um hvar hægt sé að fá þetta
te. Fæst það hér á landi? Ef ekki,
hvar er hægt að fá það erlendis?
fólksfjöldann? Ef við lítum svo
aftur á móti á Singapore, þar sem
búa þrjár milljónir manna, þá er
það kallað dvergríki. Mér finnst að
þetta eigi að miðast við landsvæði,
en ekki fólksfjölda. Við búum í
stóru og gjöfulu landi og þessi
nafngift landsins særir þjóðern-
isvitund mína og þá tilfinningu
sem ég hef fyrir landi og þjóð. Það
er eins og þetta dragi saman og
snmækki vitund manns. Nafn
þáttarins mætti vera að mínu
mati, Menningarstórveldi í deigl-
unni, því vísindi og listir og aðrir
þættir þjóðlífsins skipta einnig
miklu máli, en ekki eingöngu efna-
hagslífið.
Annað langar mig að minnast á
og það er heiður íslands. Mér
finnst að íslendingar þurfi al-
mennt að hugsa um það að þeir
eru komnir í mjög náið samband
við umheiminn. Það er varasamt
að leyfa sér hvað sem er, því áiit
okkar er í veði oft á tíðum. Við
þurfum að gæta okkar bæði hvað
varðar stjórnmál, meðferð efna-
hagsmála o.fl.
Einnig langar mig að beina því
til Morgunblaðsins hvort ekki sé
hægt að hafa í blaðinu vikulega
eða mánaðarlega þætti um forset-
ann. Helst ætti að vera mynd af
forsetanum. En á þessari síðu yrði
síðan sagt frá því sem á daga for-
setans hefur drifið að undanförnu.
Mér finnst að fólki hér á landi sé
ekki gefinn kostur á að fylgjast
nægilega vel með störfum forset-
ans. Aftur á móti er oft fjallað um
forseta erlendra ríkja í blöðunum.
Það er eins og forsetaembættið
hér sé að týnast. Forsetinn er
sameiningartákn þjóðarinnar og
það sakar ekkert að minna á það.
S\GCA V/öGPk í llLVtWW
Blaðburöarfólk
óskast!
Isií 3 *'
Austurbær
Lindargata 40—63
Grettisgata 37—98
Miðbær I
Bergstaðastræti 1—57.
Hverfisgata 63—120.
a'ú6ajcmeiJfof\-
(XyjAUAtfYU
<$•