Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 C 45 MAGG greip um herðar mér og bað mig um að gera svo vel að haga mér skikk- anlega, og dómarinn sagði sefandi: „Vær nu rolig.“ Ég kvað' það varla hægt fyrir heiðvirðan mann, þegar hann væri kallaður lygari beint upp í andlitið og sagt, að hann hefði ekki rétt til að leiða sönnun að sakleysi sínu, og það af lovens handhævere. Bað hann mig að segja sögu mína. Kvaðst ég geta það, þó að ég hefði litlu, sem málið snerti, við að bæta, og auk þess hefði hann á blöðum fyrir framan sig framburð minn frá fyrri yfirheyrslum. Rakti ég nú söguna frá upphafi, svo vel sem ég gat, því að hann var alltaf að grípa fram í og reyna að flækja mig, svo að ég hrópaði einu sinni öskureiður: „De skal bare ikke pröve pá at forvirre mig, det kan De jo ikke!“ Og svo bætti ég við, að enda þó að saga mín væri eintóm lygi, sem hún ekki væri, myndi ég samt geta sagt hana nákvæmlega eins svo ekki skakkaði orði, svo oft sem hann vildi, og hvað mikið, sem hann reyndi að flækja mig. — Þá brosti hann, en lét sig þó ekki. Hann sagði, að ég hefði gefið skipstjóranum allt aðra skýringu en ég kvað það ósatt og myndi skip- stjórinn hafa gleymt úr sinni skýrslu. Hann kvað mig furðu vog- aðan að segja skipstjóra gefa ranga skýrslu. Ég hló. „Han er jo bare et menneske," sagði ég. Hann vildi ekki trúa því, að kons- úllinn hefði sent mig um borð án þess að segja skipstjóranum frá því, því að það væri vaninn. „Kan hænde,“ sagði ég, „men ikke í dette tilfælde." Sagði dómarinn þá, að ég skyldi spyrja mann, sem sat við hliðina á mér og leit út sem gamall skip- stjóri, var víst frá DFDS [Samein- aða gufuskipafélaginu], hver væri venjan, þegar konsúllinn sendi mann heim. Hann kvað það eins og dómarinn segði og bætti því við, að hann hefði aldrei heyrt aðra eins sögu og mína um skipið Rana og mínar mystísku 1500 kr. og fleira. „Saa har De ikke været længe nok til sös,“ hreytti ég út ur mér. Naa, við þjörkuðum fram og aft- ur í upp í klukkutíma. Ég varð hvað eftir annað svo aðsúgsmikill, að dómþjónninn, stór og þrekinn náungi, varð að grípa inn í. Hann ætlaði að gerast ósvífinn, en ég leit stíft á hann og bað hann að be- handle mig með höflighed. Honum þótti ég vera fjandi stífur á mein- ingunni, en lét svo vera. Loks samdist svo með okkur, að þeir skyldu síma til Newcastle þá strax, en ekki trúði dómarinn mér meir en svo, að hann bað mig nú að játa strax til að spara þetta ómak og segja sannleikann. Ég sagðist því miður ekki geta sagt þeim ann- an sannleika en þeir hefðu heyrt, og þó að það væri ekki sannleikur, myndi ég samt segja það sama [og ég hefði sagt], því að mig tæki ekk- ert sárt, þó að þeir ómökuðu sig. Þeir brostu, J)ótti víst bæði skömm og gaman að mér. Dómþjónninn, sem fylgdi mér út, gamall maður sköllóttur með rautt, en vingjarnlegt nef sagði: „Ja, Magnusson. Det var en haard Dyst!“ Meðan við biðum þess að fara inrj fyrir réttinn, vorum við inni í svo- litlum klefum niðri, 2 og 2. í mínum klefa var annar þessara tveggja Al- byrginga, sem höfðu „stúvað“ [falið sig í skipi] til Englands. Þeir voru mjög nervösir vesalingarnir, bjugg- ust við 100 kr. í sekt og 70 kr. i fargjald hvor. Fengu þeir pappfr til að skrifa heim og biðja um peninga. Sá, sem var inni hjá mér, skrifaði föður sínum. Það hlýtur að hafa verið sárt fyrir þá að skrifa þau bréf. Ég veit ekki, hvort þeir hafa fengið peningana. Annars biðu þeirra 19 dagar [í fangelsi]. Var mér síðan fylgt upp í klefa minn af sama þjóninum. Spurði ég hann, hvað byggingin væri gömul. Kvað hann hana vera 150 ára. Var ég hissa, að allt skyldi vera svo fínt í svo gömlu húsi. Sat ég nú um kyrrt, það sem eftir var dagsins. Þóttist ég hafa staðið mig vel. Bók um áfengi Agademian ’84 lýkur sunnudag UNDANFARNAR tvær vikur hefur staðið yfir í austursal Kjarvalsstaða myndlistarsýning fimm listamanna sem ber yfirskriftina AGADEMIAN ’84. Þeir sem sýna eru: Steingrímur Þorvaldsson, sem er með málverk unnin á striga og útsagaðar tréplötur. Öll verkin voru gerð í Svíþjóð á þessu ári þar sem hann hefur verið við nám í Listaháskólanum í Stokkhólmi síðastliðin tvö ár. Magnús V. Guðlaugsson sýnir nokkrar „málaðar skissur" unnar á þessu ári. Þessi verk voru á einkasýningu hans í Middelburg í Hollandi í mars á þessu ári. Stefán A. Valdimarsson sýnir stór málverk gerð á þessu ári bæði á íslandi og í Hollandi þar sem hann stundar nú nám. Ómar Skúlason, en hann sýndi síðast í Listmunahúsinu fyrir hálfum mánuði þar sem myndir hans hlutu misjafna dóma gagn- rýnenda. Pétur Stefánsson („BIG NÓS“) sýnir blýantsteikningar, en Pétur hefur verið kallaður fyrsti „pönkmálarinn" á íslandi. Sýningunni lýkur sunnudaginn 16. des. kl. 22.00. (Úr fréttatilk.) ÚT ER komin hjá Iðnskólaútgáf- unni bókin Áfengi eftir Hrafn Pálsson MS. Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri í Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, ritar for- mála og segir þar m.a.: „Höfundi hefur tekist, í mjög stuttu máli, að draga fram ótrúlegan fjölda stað- reynda, og enda þótt hann prédiki hvergi í bókinni, fer ekki á milli mála, hvaða skoðun hann hefur á áfengisneyslu. Honum tekst að koma þessari skoðun á framfæri enda þótt hann segi hana aldrei berum orðum. I þessu felst ef til vill höfuðkost- ur bókarinnar; hún er safn stað- reynda, en reynir að leiða lesand- ann að sömu niðurstöðu og höf- undurinn hefur komist af eigin reynslu. Ég tel að þetta rit eigi erindi við alla; í því koma fram margar upp- lýsingar um áfengi sem öllum, er þess neyta á að vera kunnugt um. Ég tel einnig að þetta rit geti verið góð handbók fyrir kennara og leiðbeinendur sem vilja ræða opinskátt um áfengi og áfengismál við nemendur sína.“ Kaflaheiti bókarinnar eru m.a.: Áfengið í aldanna rás, Áfengið og fjölskyldan, Helstu meðferðar- staðir á fslandi, Alcoholics Ano- Hrafn Pálsson nymous. Auk þess eru í bókinni upplýsingar um áfengismál sem áhugafólk um þessi efni getur nálgast á söfnum. Bókinni lýkur á orðasafni. Árni Elfar sá um myndskreytingu og káputeikn- ingu, bókagerðardeild Iðnskólans í Reykjavík annaðist setningu og Iðnskólaútgáfan prentaði. í honum finnur þú firnin öll af sófum, stólum, skápum, skeiðum, speglum og öðrum gæðavörum, allt á IKEA verði. Leiðbeiningar um verð og annað eru á bls. 3. Hafir þú ekki fengið eintak, hringdu þá eða skrifaðu okkur og við sendum þér eintak um hæl - ókeypis. HAGKAUP IKEA sími68 65 66 IKEA1985 - hundrað litasíður af heillandi húsbúnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.