Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 36
36 C MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Pekingönd og hamborgarar egar líða tók á þessa öld mun víða hafa verið venja að slátra kind rétt fyrir jólin, til þess að hafa nýtt kjöt á hátíðinni. Kind þessi var kölluð jólaærin. Algengt var til sveita að borða kjötsúpu um miðjan aðfangadag, fara síðan í fjósið, en þegar fjósaverkunum lauk og allir voru búnir að þvo sér, var drukkið súkkulaði með rjóma og borðaðar margs konar kökur með. Fyrr á öldum mun þó annar háttur hafa verið hafður á. í íslenskum þjóðháttum segir: „Tíðast var það, ef ekki var farið tii kirkju, að jólalesturinn var lesinn um kl. 6 þegar búið var að kveikja á jólanóttina og allir voru búnir að þvo sér og greiða og fara í betri fötin. Þegar lestri var lokið, var farið fram og bor- inn inn jólamaturinn, magáll, sperðill og ýmislegt hnossgæti og einar 3—4 laufakökur, ekki var venja að skammta hangiket á jólanóttina. En eftir að kaffi kom til, var kaffi og lummur seinna seinna um kvöldið. Stundum var líka hnausþykkur grjónagrautur með sýrópi út á (rúsfnugrautur síðar meir).“ Hefur sá grautur lengi og er enn í dag kallaður jólagrautur. Var mikið borðað á jólum þá ekki síður en nú og hefur það efalaust verið mikil viðbrigði fyrir mag- ann að innbyrða allan þennan mat. Tengdamóðir mín, sem var frá bæ, þar sem mörg börn voru í heimili, sagði mér að hún myndi ekki eftir jólum öðruvfsi en eitthvert barnanna hefði kastað upp. Núna er viðbrigðin fyrir magann ekki eins mikil, og hefur mikil breyting orðið á matarvenjum okkar íslendinga jafnt á jólum sem aðra daga. Flestir hafa sama matseðilinn á jólum ár eftir ár. Algengur mat- ur á aðfangadagskvöld mun vera rjúpur, svfnasteik, hamborg- arhryggur, lambshryggur eða hreindýrakjöt. Nú segja kaup- mennirnir okkur að jólamatur- inn f ár verði andasteik og birt- ist hér uppskrift af fburðarmik- illi appelsfnuönd. Talsverð fyrir- höfn er að útbúa þennan rétt, en fæstir telja eftir sér að eyða tíma í að matbúa fyrir aðfanga- dagskvöld. Auk appelsínuandarinnar er uppskrift af hamborgarhrygg. Pekingönd með appelsínum og vínberjasalati Handa 5 1 önd u.þ.b. 2 kg 1 tsk salt W tsk pipar 1 msk hunang 1 appelsina til að nudda öndina með 2 dl vatn + safi úr 'h appelsfnu til að setja í ofnskúffuna smáttskorinn þunnur börkur af hálfri appelsfnu til að setja ofan á öndina 2 msk appelsínusafi í sósuna 2 msk rjómaostur án bragðefna 1 dl rjómi 1 appelsfna f sneiðum til að bera með öndinni 3 appelsinur + 3 jólakerti til skrauts á fatið 1 lítil pappfrsþurrka f sama lit og jólakertin. 1. Afþiðið öndina hægt f kæli- skáp. 2. Takið innmatinn úr öndinni. Þvoið öndina vel með klúti undn- um upp úr volgu vatni. Skoðið hana síðan vel og reytið alla fjöðurstafi, sem eftir eru, úr henni. Gott er að nota flfsatöng við það verk. Skerið frá fitu, ef hægt er. 3. Leggið öndina á grind við opinn glugga svo að hún þorni, hafið fat undir grindinni. Gott er ef gola er úti. Látið öndina liggja þannig í 24 klst svo að húðin þomi. 4. Nuddið salti og pipar f öndina að utan og innan. 5. Skerið appelsfnu f fernt og nuddið öndina að innan og utan með henni. 6. Smyrjið hunangi yfir alla önd- ina. 7. Hitið bakaraofninn í 200°C og steikið öndina í 1 klst. Þegar góð brúning er komin á öndina er 2 dl af vatni + safa úr xk appelsínu hellt f skúffuna eða steikingar- pottinn. Ausið soðinu öðru hverju yfir öndina. 8. Sjóðið innmatinn í 3 dl af saltvatni f litlum potti. 9. Skerið börk af 1 appelsfnu með kartöfluhníf, skerið síðan í mjó- ar ræmur. Sjóðið þær í örlitlu vatni í 10 mínútur. 10. Takið öndina úr skúffunni og hellið soðinu í pott. Setjið öndina aftur í skúffuna, stráið síðan ræmunum af appelsfnuberkinum yfir hana og glóðarsteikið eða steikið við mikinn hita f 5 mínút- ur. 11. Fleytið fituna ofan af soðinu. Setjið síðan síað soðið af inn- matnum saman við. 12. Hrærið rjómaostinn út í. Ef ykkur finnst sósan of þunn, getið þið hrært hveiti út í. 13. Setjið rjómann f sósuna ásamt 2 msk af appelsfnusafa. 14. Klippið pappfrsþurrkuna i sundur langsum. Brjótið síðan hvorn helming saman langsum, klippið síðan upp i hana tvöfalda með 1 sm milliblilli þeim megin sem hann er lokaður. Klippið ekki alveg f gegn, skiljið eftir 3—4 sm bil. Vefjið sfðan hvorum þurrkuhelming á hvorn legg andarinnar. Stingið horninu undir. Þannig myndast eins kon- ar dúskar á leggjunum. 15. Afhýðið appelsfnuna og sker- ið í þunnar sneiðar og leggið tii hliðar á fatið. 16. Skerið börkinn á þremur appelsfnum á 5 stöðum hálfa leið niður, togið sfðan örlítið í sundur á miðjunni og stingið 1 jólakerti í hverja appelsfnu. Setjið síðan á annan enda fatsins. Kveikið á kertunum og berið öndina á borð. Meðlæti: Soðið grænmeti, t.d. gulrætur, belgbaunir og soðnar eða bakaðar kartöflur, eða annað það grænmeti sem ykkur hentar og vínberjarsalat. Vínberjasalat 'h kg græn vínber 1 lítil dós niðursoðnar mandar- ínur 50 g valhentukjarnar 2 msk súrsað sellerí (schredded seleriac) fæst f krukkum. 'h msk sftrónusafi 2 msk matarólía 2 tsk hunang 3 dropar tabasko-sósa salt milli fingurgómanna. 1. Þvoið vínberin og skerið í tvennt. Takið steinana úr þeim. Merjið valhneturnar örlítið með kökukefli. Ef þær eru f plastpoka er best að gera það án þess að opna pokann. 2. Hrærið saman f sftrónusafa, hunang, matarólfu, tabasko-sósu og salt. 3. Leggið selleríið á sigti og látið renna vel af því. Setjið í skál ásamt vinberjum, síuðum mand- arfnum og hnetum. 4. Hellið leginum yfir og blandið saman með tveimur göfflum. 5. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið standa f kæliskáp f 3—4 klst. Hamborgarhryggur með sinnepi og hunangi Handa 5 2 'h kg hamborgarhryggur 2—31 vatn 2 selleristönglar 2 gulrætur 8 negulnaglar 6 svört piparkorn 1 msk milt sinnep 1 msk hunang 1 dl rauðvín yfir hrygginn 1 dl rauðvín f sósuna 1 msk sherry f sósuna 2 msk smjör 2 msk hveiti soð af hryggnum 1 dl rjómi 'h tsk soðkraftsduft 1 heildós ananashringir 2 msk smjör til að steikja anan- asinn í. 1. Setjið vatn í pott ásamt niður- skornum sellerístönglum, gul- rótum f sneiðum, negli og pipar. Látið sjóða. 2. Leggið hrygginn í pottinn. Hægt er að sjóða þetta f steik- ingarpotti f bakarofni. Látið sjóða við hægan hita f 1 klst. 3. Takið hrygginn úr pottinum, leggið á ofnskúffuna, smyrjið siðan hrygginn með sinnepi og hunangi. 4. Hitið bakarofninn í 200°C og steikið hrygginn í 15 mínútur. 5. Hellið 'h dl af rauðvfni yfir hrygginn þrisvar sinnum á 5 mínútna fresti. 6. Bræðið smjörið f potti, hrærið út í það hveiti, þynnið með soð- inu af hryggnum og rjómanum og búið til sósu. Hrærið soð- kraftsduft út í. Gætið þess að fleyta fituna af soðinu af hryggnum. 7. Takið sósuna af hellunni, hrærið rauðvín og sherry út L Ef sósan er ljós, er hægt að setja sósulit út i hana. 8. Hitið smjör á pönnu, gætið þess að það brenni ekki. Þerrið anananshringina með eldhús- pappír og steikið þá f smjörinu þar til þeir hafa tekið lit. 9. Leggið hrygginn á fat, skerið hann f sneiðar. Leggið síðan an- anassneiðarnar langsum ofan á hrygginn. Meðlæti: Bakaðar eða brúnaðar kartöflur, soðnar sveskjur, rauð- kál, belgbaunir og gulrætur. Athugð: Ef þið viljið síður nota vfn við matreiðsluna er hægt að sleppa þvf alveg eða nota óáfengt vín f staðinn. Sarasota, Florida, U.S.A. Tvö lúxusherbergi og tvö baðherb. í íbúðarblokk til leigu. Hægt er aö synda í Mexíkóflóa eöa í okkar fallegu sundlaug og fara í tennis. Frábærir veitingastaðir og öll önnur þjónusta fyrir ferða- menn. Skrifið eða hringið eftir upplýsingabæklingi. Sarasota Surf — Racquet Club, 5900 Midnight Pass Road, Sarasota, Fl. 33581. Sími 1-813-349-2200. Kína: Rottur og köngullær í lyfjaglösunum! Peking, 13. desember. AP. HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Kína fóru á stúfana í haust og vetur og gerðu viðamikla könnun á ástandi og framboði lyfjaverslana í Peking. Útkoman var ekki til fyrirmyndar og má í því sambandi nefna, að ótrúlegt magn af harðbönnuðum og jafnvel stórhættulegum lyfjum, sem raetur eiga að rekja til skottulækninga, voru á boðstólum. Þá var hreinlæti svo afleitt að notkun þess orðs á vart við. Athugaðar voru 636 lyfjabúðir og nær alls staðar var gert upp- tækt talsvert magn af grasalyfj- um og fleiru tengdu fornum kín- verskum skottulækningum sem enn njóta mikillar hyíli meðal Kínverja. Þá var víða fundið að ílátum og umbúðum lyfja. Voru lyfin víða menguð ryki, köngulló- arvefjum, rottuskít svo ekki sé minnst á nokkur dæmi þar sem rotturnar sjálfar vippuðu sér upp úr krukkunum er heilbrigðisyfir- völd gægðust ofan í. Þetta mál er nú undir smásjánni hjá yfirvöld- um í Kína og er búist við að ein- hverjir verði handteknir eða svipt- ir lyfsöluleyfi á næstunni, nema hvort tveggja sé. p0ripinMiifoi& Áskriflaniimnn er H3033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.