Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 I Hin gömlu kynni Ég sá Jónas Jónasson fyrst á hestbaki. Hann kom vestur yfir Hvítafell, sem skilur að Laxárdal og Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu. Þessi dökkhærði piltur með suðrænt yfirbragð kom ríðandi niður að vallargarðinum á Stóru- Laugum, sté af baki, opnaði hliðið og teymdi klárinn heim í hlað. Það var ekki óalgengt, að fólkið á Hall- dórsstöðum staldraði við á Stóru- Laugum. Föðurbróðir Jónasar, Hallgrímur bóndi Þorbergsson, og kona hans, Bergþóra Magnúsdótt- ir, komu þar ævinlega við, þegar þau áttu leið á mannfundi á Laug- um. Höfðingleg hjón og skemmti- leg. Ég hygg, að Jónas hafi alltaf litið á Halldórsstaði sem annað heimili sitt. Þar naut hann sam- félags við gott fólk, frændur og vini á bökkum Laxár. Þaðan var hann að koma, þegar ég sá hann fyrst. Þá stjórnaði faðir hans, Jón- as Þorbergsson, Ríkisútvarpinu í Reykjavík. Hann hafði verið út- varpsstjóri frá upphafi stofnunar- innar 1930. Það vissi ég eitt um Jónas yngri þennan friðsæla sumarmorgun, að hann var sonur þessa þjóðkunna Þingeyings, sem var fæddur að Helgastöðum í Reykjadal. Við Jónas töluðumst ekkert við í þetta sinn, því ég var að reka kýr norður tún og hann átti stutta viðdvöl á bænum. Þeim mun meira ræddum við saman einum sjö árum síðar. Þá var hann búsettur á Akureyri í eitt ár og tók að sér að setja á svið Æði- kollinn eftir Moliére með okkur, nokkrum nemendum í Mennta- skólanum á Akureyri. Það var skemmtilegur vetur, 1955, og Jón- asi tókst með prýði að setja upp þetta fjöruga leikrit þar sem Björn Jóhannsson, núverandi full- trúi ritstjóra Morgunblaðsins, fór með aðalhlutverkið. Hann lék með svo miklum glæsibrag, að allir þóttust vissir um, að leið hans myndi liggja bein og greið í Þjóð- leikhúsið. En framtíðin er oftast óræð. Björn haslaði sér annan völl og Jónas Jónasson hélt brátt aftur til Reykjavíkur þar sem hann tók upp þráðinn á ný við Ríkisútvarp- ið. II Menn eru hættir að hlæja Og nú 28 árum síðar sitjum við Jónas og spjöllum saman í bjartri og rúmgóðri skrifstofu í nýju út- varpshúsi í Glerárhverfi. Ekki er ósennilegt, að búsmali móðurafa hans, Jónasar Sveinssonar, I Bandagerði, hafi forðum verið hér á beit, svo ótrúlega stutt er síðan, að hér var sveit. En nú er öldin önnur og héðan úr þessu húsi í miðju iðnaðarhverfi er sent fjöl- breytt útvarpsefni. Það er raunar athyglisvert, að sonur fyrsta út- varpsstjóra íslenska Ríkisútvarps- ins skuli móta þá deild þess, sem kunn er undir nafninu RÚVAK. Deildin stefnir óðfluga í þá átt, að verða fyrsta landshlutaútvarp á tslandi. — Það er svo skrítið, að þeir, sem hæst hafa hlegið að þeirri hugmynd, að hér rísi útvarpsstöð, hafa orðið einkennilega alvarlegir, ef þeir hafa síðan villst hingað inn, segir Jónas og hlær dátt sjálf- ur. Ég er ekkert forviða, því húsa- kynni RÚVAK við Fjölnisgötu 3A minna síst af öllu á loftbólu. Þetta traustlega hús er 520 m2 að flat- armáli og sá hluti þess, sem þegar hefur verið innréttaður, er með af- brigðum vel úr garði gerður. — Það er af sem áður var og engin hangikjötslykt lengur, segi ég við Jónas. Én þannig er mál með vexti, að árið 1979 eignaðist Ríkisútvarpið lítið hús við Norð- urgötu 2B á Oddeyri. Þar hafði um áratuga skeið verið reykhús, svo ilmurinn af hangilærum, bógum og magálum hvarf aldrei, þótt rækilega væri þvegið og úðað með vellyktandi. Þetta hús tók við af „stúdíói" Björgvins Júníussonar á bak við tjöldin í Borgarbíói. Sannarlega var það betur til þess fallið að gegna fyrra hlutverki; en þó var nokkur útvarpsstarfsemi í þessu húsi, óregluleg að vísu, og tækjabúnaður heldur betri en áð- ur. Með gamla reykhúsinu efldist hugmyndin um deild Ríkisút- varpsins á Akureyri, varð bragð- meiri eins og kjötið, sem forðum hékk þar. Þá tóku ýmis samtök hér nyrðra að knýja á um aukna útvarpsstarfsemi í þessum lands- fjórðungi. II Tilraun ákveðin Það mun hafa verið haustið 1981, sem forráðamenn Ríkisút- varpsins fóru þess á leit við Jónas Jónasson, að hann flyttist norður til Akureyrar og gerðist þar for- stöðumaður nýrrar deildar, sem yrði fyrst til húsa á gamla staðn- um við Norðurgötu. Eins og vænta mátti var erfitt fyrir Jónas að svara þessari ósk án umhugsunar. Hann fór norður og kynnti sér að- stæður, sem voru allt annað en árennilegar. En í ljósi þess, að við höfum um sinn lifað á tímum mik- illa verklegra framfara og fram- kvæmda ákvað hann að gera til- raun. Hann var ekki í nokkrum vafa um það, að á þessum stað væru best skilyrði til þess að hleypa af stokkum landshlutaút- varpi. Og til þess að vera betur undir búinn, fór Jónas í kynnis- ferð til Skotlands og Noregs þar sem stöðvar af því tagi starfa. — Ég er veí upp alinn, segir Jónas kankvís. — Þá á ég við það, að frá barnæsku hefi ég alist upp með útvarpi og fylgst með þróun þess. Því veit ég, að það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að móta og stjórna stofnun af þessu tagi. Á fyrstu árunum, sem ég fékkst við dagskrárgerð dundu á mér skammir í blöðum. Og það voru engir ómerkingar, sem snupruðu mig. Minnisstæð er mér hörð gagnrýni Tómasar Guð- mundssonar skálds, Þóris Bergs- sonar rithöfundar, sr. Gunnars Benediktssonar og Bjarna frá Hofteigi. Ég efast ekkert um, að ég átti það að ýmsu leyti skilið, að þeir tækju mig í gegn. Að sjálf- sögðu lærði ég af því, þótt ég hafi jafnan tekið átölur nærri mér. Ég hef oftast gert það og ævinlega þegar útvarpið hefur átt í hlut. Já, ég hef alltaf verið hörundssár fyrir hönd útvarpsins. Hins vegar huggaði ég mig við það, að sá, sem aldrei er skammaður, er ekkert. IV Hörð viðbrögð — Mér var Ijóst, að hörð við- brögð myndu bíða mín, þegar við byrjuðum útsendingar héðan að norðan. Og það stóð sannarlega ekki á þeim. Ungir blaðamenn ráku upp neyðaróp, ekki síst í pistlum DV. Þeir helltu sér yfir þessa sveitamennsku aö norðan og enduðu á því, að lýsa því yfir, að þeim væri öllum Iokið. Raunar fjölluðu þessar greinar fyrst og fremst um sálarþjáningar þessa fólks. Ég velti vöngum yfir þeim fyrst, þótti þær undarlega ósvífn- ar, en sá brátt, hver stefnan var. Tilgangurinn var augljós: Ríkis- Nýr heimur um kaffileytið Jónas Jónasson hjá RÚVAK heimsóttur Jónas Jónasson útvarpið mátti ekki færa út kví- arnar, heldur skyldu spretta upp í landinu frjálsar sjóræningja- stöðvar. Ó, góða gamla tíð Uppeldið hefur komið sér vel fyrir mig. Faðir minn bjó ekki við neina lognmollu á fyrstu árum út- varpsins. Hann fékk eitt og annað á baukinn. Já, foreldrar mínir lifðu bæði og hrærðust í uppbygg- ingu útvarps. Og þeir, sem byggja upp, verða gjarnan fyrir árásum. En það, sem mér þykir sérstaklega athyglisvert frá þessum árum, er sá hópur afburðarmanna, sem fékkst til liðs við stofnunina. Páll Isólfsson, Þorsteinn Ö. Stephen- sen, Helgi Hjörvar og Þórarinn Guðmundsson, svo einhverjir séu nefndir. Þessir menn störfuðu fyrir útvarpið af lífi og sál. Hall- dór Laxness kom þar við sögu — já, var starfsmaður um hríð. Sig- urður Þórðarson tónskáld var skrifstofustjóri, Gunnar Pálsson, söngvarinn góðkunni, var fulltrúi útvarpsstjóra. Séra Sigurður í Holti lét að sér kveða sem frétta- maður og þulur. Þessa menn hitti ég bæði niðri í útvarpi og heima. Allir voru þeir heimilisvinir. Ég man að Páll ísólfsson kom oft, þegar hann vissi, að mamma æti- aði að hafa siginn fisk í matinn. Hann lék þá á als oddi; og þvíílk gamansemi. Maður bókstaflega gleymdi stund og stað þegar hann reitti af sér brandara og gaman- sögur eða hermdi eftir af hjartans list. Það var ein af mörgum hlið- um þessa stórbrotna listamanns. Þegar ég hugsa til þessara manna á ég þá ósk heitasta, að útvarpið beri gæfu til þess að verða áfram vettvangur fólks, sem getur skap- að. Sú sögn er stórt orð, en hæfir andríki og list, sem eru gjafir að ofan. Fólk vill hlusta á útvarp — Ég hefi starfað við útvarp í 36 ár, frá 1. maí 1948. Hafði raun- ar tekið þátt í leikritaflutningi þar áður og verið sendill. Þetta hefur verið svo skemmtilegt, að löngum hefur mér láðst að velta vöngum yfir launaflokkum. Hins vegar held ég, að það séu alls ekki teikn um fyrstu ellimörk, þegar ég stað- hæfi, að ýmsum þáttum hafi farið aftur. Ástæðan er sú, að mörgum listamönnum þykir ekki tilvinn- andi að eyða tíma sínum við gerð útvarpsþátta. Hugsaðu þér frá- bæra gamanleikara fyrri ára. Þeir komu í barnatímana um jól og gerðu þá ógleymanlega; menn eins og Alfreð Andrésson, Bjarni Björnsson og héðan að norðan kom Jón Norfjörð. Þorsteinn ö. Stephensen, sá mikilhæfi lista- maður, sá um þessar stundir. Þá stjórnaði Þórarinn Guðmundsson heilli hljómsveit við jólatréð og fjöldi fólks mætti á staðinn, þrátt fyrir þrengslin. Nú eru menn hættir að mæta, þjakaöir af sam- bandsleysi og myndbandinu. Samt vill fólk hlusta á útvarp með sjó- nvarpinu. Það kvartar t.d. undan því, að skemmtiþátturinn á gaml- árskvöld rekist á áramótaskaup sjónvarpsins. Nú er ákveðið, að hluti af þessum skemmtiþætti út- varpsins verði færður til um ára- mót, fluttur fram á nýársdag, svo menn verði ekki af öllu. VII Ævintýri Jónas Jónasson telur sig lifa ævintýri hér á Akureyri og heldur áfram: — Þessi deild hefur orðið til hér án þess að nokkur bréf liggi fyrir um hana. Ég held ég hafi aðeins skrifað eitt bréf síðan ég kom hingað norður. Það var hvatningarbréf og svar hefur ekki borist enn. Þetta ágæta hús var trésmiðja. Það stóð okkur til boða 1982 og þar sem ég hafði neitað að fara norður, nema deildin yrði stofnuð af reisn og með mynd- arbrag, þá var ekkert því til fyrir- stöðu, að það yrði keypt. Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri hlustaði á allar hugmyndir mínar, tók þeim vel og svaraði játandi. Deildin hafði verið formlega opnuð þann 1. ágúst 1982 og nú hinn 1. nóvember sl. hófum við störf hér. Það er ævintýri líkast og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.