Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 30
30n C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 „Á íslandi og Vestur- Indíum er holdsveikin og þrífst óáreitt. Það er smán- arblettur á þjóðum þeim, er hlut eiga að máli, og skal og verður að þvo hann burtu fyrir árið 2000.“ Þannig kemst norski læknirinn Edv. Ehlers að orði í riti sínu um „Holdsveikimálið“ á ís- landi, sem út kom í Kaup- mannahöfn árið 1895, eftir að hann hafði ferðast hér um landið og kynnt sér sér- staklega fjölda og aðbúnað holdsveikisjúklinga. Eftir tillögu hans var byggður spítali fyrir holdsveika í Laugarnesi í Reykjavík og smátt og smátt fækkaði holdsveikum þar til svo var komiö á áttunda áratugnum aö einungis tvær konur báru sjúkdóminn. Um sumarið 1979 lést svo síðasti holds- veikisjúklingurinn á íslandi i hárri elli og þar með var lokið aldagamalli sögu holdsveikinnar í landinu. Krafa dr. Ehlers um að sjúkdómurinn yrði að yfir- vinnast fyrir árið 2000 hafði orðið að veru- leika. Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi sem brann árið 1943. „Drottins vesalingar“ Ágrip af sögu holdsveikinnar á íslandi. Eftir að spítali fyrir holdsveika var tekinn í gagnið í Reykja- vík á síðasta áratug 19. aldar, fækkaði holdsveikum mjög, en síðasti holdsveikisjúklingurinn hér á landi lést fyrir um fimm árum Upphaf holdsveiki á Islandi „Að öllum líkindum hefur holdsveikin flutzt til íslands frá Noregi," segir dr. Ehlers í bók sinni og þykir honum líklegt að hún hafi komið hingað í lok 12. aldar, einmitt eftir að fyrstu krossferðunum var lokið, en hann telur að Norðmenn hafi fengið veikina í Austurlöndum á kross- ferðum og í Væringjasveitum. I Ólafs sögu Tryggvasonar, sem ger- ist fyrir árið 1000 er sagt frá Þórhalli nokkrum Knapp frá Knappstöðum í Fljótum, er „var maðr siðlátr, en þó heiðinn — mjök tekinn ok þýngdr af líkþrá". Ennfremur er minnst á sjúkdóm- inn í Ljósvetninga sögu (frá seinni hluta 12. aldar) og í Sturlaugs sögu starfsama (13.—14. öld), einnig í Konungsskuggsjá og í Gulaþingslögum hinum eldri er kveðið á um að holdsveikir séu lausir undan herskyldu. Um miðja 16. öld virðist sjúk- dómurinn hafa verið orðinn mjög skæður hér á landi og er sagt að menn hafi ekki þorað að nefna holdsveikina á nafn nema þeir segðu í leiðinni: „Guð sé oss næst- ur.“ Um miðja sautjándu öld voru fjórir spítalar, einn í hverjum landsfjórðungi, settir á fót fyrir holdsveika í þeim tilgangi að veita þeim athvarf og reyna að draga úr veikinni. Bólusóttin mikla, sem hér geysaði 1707, drap um þriðj- ung landsmanna og gerði útaf við meginþorra holdsveikisjúkl- inganna. Árið 1776 var þeim bann- að að giftast og árið 1848 „gjörðu menn það stóra glappaskot að taka af holdsveikispítalana. Síðan hefur tala þeirra aukizt svo mjög, að á rannsóknarferð minni varð ég þess vís, að þeir voru að minnsta kosti orðnir 146 að tölu,“ skrifar dr. Ehlers í bók sinni. „Frá byrjun 19. aldarinnar gleymdist holdsveikin að mestu,“ segir dr. Ehlers. Holdsveikisjúkl- ingarnir voru orðnir svo sjaldséð- ir, að fæstir af læknum Norðurálf- unnar sáu þá nokkurn tíma. Menn voru orðnir vanir að að telja holdsveikina nokkurs konar for- tíðarsjúkdóm, og að hún væri í rénun meðal allra menntaðra þjóða. Á síðari hluta 19. ald- arinnar voru menn farnir að trúa því að holdsveikin væri orðin mjög lítil hér á landi og að engin sérleg hætta væri á ferðum í sambandi við hana. En um 1890 og þar á eftir fóru að heyrast sögur um að veikin væri allútbreidd í sumum sýslum t.a.m. Rangárvallasýslu. Menn rak þó fyrst í rogastans þeg- ar það varð heyrumkunnugt eftir rannsóknir dr. Ehlers, að hann hafði séð eða fengið fregnir af 146 holdsveikum og gerði ráð fyrir að þeir væru talsvert fleiri. Sjúkdómseinkennin „Einn af íslenzku sjúklingunum mínum hefur lifað í 45 ár sem lif- andi lík,“ skrifaði dr. Ehlers í bók sína. „Fyrstu sjúkdómseinkennin," skrifaði hann, „eru almennir kvill- ar: almenn ónotaköst, höfuðverk- ur, blóðnasir, nasaþurrkur, svima- köst, sársauki og verkir í útlimun- um, sem manni verður auðveld- lega á að skoða sem gigt. Holds- veikin er bakteríusjúkdómur, sem einkum og sérílagi étur sig ann- aðhvort í húðinni eða í taugunum og er eftir því greindur í tvær að- altegundir, þá hnyklóttu og þá sléttu. Einkenni hnyklóttu tegundar- innar eru smáþrimlar eða hnútar í húðinni og undir henni, venjulega fyrst í augnabrúnunum, og losna þá brúnahárin, þá í kringum úln- liðina og ökklaliðina, seinna hvar- vetna í kroppnum. En einkum og sérílagi verður andlitið illa útleik- ið, afmyndað og óþekkjanlegt, al- þakið þrimlum. Þegar sjúkdómur- inn er orðinn svæsinn, fær andlit- ið einkennilegt snið á sig og hafa menn nefnt það „ljónssnjáldur" (facies leonia). Einkum fá nasirn- ar að kenna á sjúkdómnum. Þær stíflast af þrimlum og sárum. Því næst er það kokið og barkakýlið, sem smámsaman fyllist af hnykl- um, svo að röddin verður hás og hljómlaus. Af sömu ástæðu verður sjúklingurinn andfúll. Oft fer sjúkdómurinn þegar fyrstu árin í augun og blindar sjúklinginn. Af þrimlunum geta annaðhvort myndazt stór sár, eða þeir hverfa aftur. En nýir þrimlar koma aftur fram með vissu millibili, og eftir nokkurra ára sífelldar þjáningar, sem stöðugt fara i vöxt, deyr sjúklingurinn sökum þrimlanna, sem hvarvetna myndast og að öll- um líkindum geta ónýtt lungun, og verður það þá dauðameinið. í sléttu holdsveikitegundinni myndast þrimlarnir í taugastofn- unum án þess, að á þeim beri. Þrimlavöxturinn veldur voða- legum verkjum og gerir taugarnar óhæfar til þess að vinna hlutverk sitt. Fyrst og fremst hverfur þá tilfinningin, og þannig koma stór- ir tilfinningalausir blettir, þá hreyfanleikinn, en þar af stafar vöðvarýrnun og máttleysi. Fyrstu sjúkdómseinkennin eru því oft til- finningalausir blettir, sem sjúkl- ingurinn af eintómri tilviljun finnur. Þegar ekki er hægt að hreyfa vöðvana framar, rýrna þeir og verða að engu. Þegar tilfinning- in er horfin verður sjúklingurinn fyrir allskonar meiðslum, án þess hann verði nokkurs var; einkum hættir honum við að brenna sig og stinga sig á skaðvænum og oddhvössum hlutum, svo sem ryð- guðum nöglum, fiskbeinum og þesskonar. Sökum þess, að horn- himnan verður tilfinningalaus, sezt ryk og óhreinindi á hana án Grímur Magnússon læknir Morgunblaðiö/Július. þess, að sjúklingurinn verði þess var, að nokkuð hafi farið upp i augað. Af þessu kemur svo bólga í augað, sem eyðileggur sjónina þegar á fyrstu sjúkdómsárum. Þessar tvær sjúkdómstegundir eru mjög mismunandi langvinnar. Sjúklingar, sem hafa hnyklóttu tegundina, deyja oftast í seinasta lagi eftir 10 ár. En slétta sjúk- dómstegundin getur staðið yfir í 20 ár.“ — Þannig er í grófum dráttum lýsing dr. Ehlers á þess- um tveimur tegundum holdsveik- innar. Spítali byggður Dr. Ehlers kom með tillögu um að byggður yrði einn spítali til einangrunar holdsveikisjúklingum svipað og gert hafði verið í Noregi. Hann var þó ekki fyrstur manna til að stinga uppá einum spítala, því á seinnihluta 18. aldar hafði Bjarni Pálsson landlæknir Iagt til að hinum fornu holdsveikraspítöl- um landsfjórðunganna yrði steypt saman í eitt sjúkrahús fyrir allt landið. Reifaði hann þessa hug- mynd sína við Landsnefndina fyrri en tillaga hans var að engu höfð. Gestur Þorgrímsson listamadur. MorgunblaftiJ/FriSþjófur. Það var því ekki fyrr en rúmum hundrað árum seinna, sem skriður komst á málið fyrir tilstilli dr. Ehlers. Jón Sveinsson prestur (Nonni) hóf fjársöfnun fyrir holdsveikraspítala meðal trú- bræðra sinna í Belgíu, Danmörku, Frakklandi og Þýskalandi og varð vel ágengt og einnig bauðst jóskur auðmaður til þess að gefa hús, sem flutt yrði til íslands og gert að holdsveikraspítala. En á hvorugu var þörf vegna þess að danskir Oddfellowar tóku sér fyrir hendur að gefa holdsveikraspítala með öllum búnaði. Reistu þeir hús fyrir spítalann í Laugarnesi í Reykjavík og var byggingarframkvæmdum að mestu lokið um sumarið 1895, en 1. okt. 1898 var spítalinn tekinn til afnota. Sjúklingum fækkar verulega Upphaflega var spítalinn ætlað- ur 60 sjúklingum en fyrsta áratug- inn fór meðaltal sjúklinga á ári oftar en hitt fram úr sex tugum. Árin 1926—1928 voru sjúkrarúmin skráð 60 og 50 næstu tvö ár en árið 1931 voru þau færð niður í 25 og það tekið fram að svo hefði fyrr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.