Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Lifandi tónlist Sígíldar skífur i Konráö S. Konráösson Symphonie nr. 4 B-dúr. Ludwig van Beethoven Bayerisches Statsorchester Stjórnandi: ('arlos Kleiber ORFEO S100 841B Útáfuár: 1984 Nú á síðustu mánuðum hafa hér í Skandinavíu öðru hvoru verið sýndir sjónvarpsþættir með upptökum frá symfóníu- hljómleikum þar sem Carlos Kleiber hefir stjórnað. Víða hef- ir verið borið niður og ýmis verk á dagskrá og hafa þættir þessir verið einkar athyglisverðir. Stórstjarnan í þeim flestum hef- ir þó verið stjórnandinn sjálfur: Carlos Kleiber. Kleiber hefir þar sérstæðan stíl sem stjórnandi. — Þegar svo ber undir leiðir hann hljómsveit sína með bros á vör, þó ekki með sífelldum taktslætti s.s. sumra er siður, heldur fremur með ákveðnum, markvissum bend- ingum, en stendur annars að því er virðist fyrirhafnarlítið á palli sínum og nýtur sýnilega tónlist- arinnar. Þetta er raunar því merkilegra fyrir þá sök að Kleib- er er frægur fyrir mikla ná- kvæmni og jafnvel smámuna- semi sem stjórnandi. Það var því sömuleiðis óvænt ánægja er undirritaður komst yfir skífu þá sem hér um ræðir, sem geymir hljómleikjaupptöku, þar sem Carlos Kleiber stjórnar Bayerisches Staatsorchester f Nationalteater Miinchen í maí 1982 við flutning 4. symfóníu Beethovens. — Svo sem vænta má eru hljómleikjaupptökur næsta sjáldan gefnar út á hljómplötum þegar eiga í hlut nákvæmir stjórnendur, sem að- eins vilja láta eftir sig gallalaus verk unnin í tilbúnu umhverfi hljóðversins, þar sem endurtaka má að vild kafla eða verk í heild uns náðst hefir sá árangur, sem eftir er sóst og gallalaus afrakst- urinn er fenginn framtíðinni til varðveislu. - Kleiber lætur því fylgja með stutta nótu á plötuhlíf, þar sem hann segir að undir venjulegum kringumstæðum sé honum það hryllingur að gefa samþykki sitt til útgáfu verka, sem hann hafi stjórnað á hljómplötu, en í þetta sinn hafi honum verið það ánægja, enda þótt hvorki hann né aðrir hafi getað eða viljað fegra eða snyrta í smáatriðum þessa „augnabliksmynd", sem hér er brugðið upp af uppfærslu þessari. Komi þar tvennt til: Upptakan hafi verið „live“, og að auki til ágóða fyrir Prinzreg- enteater í Munchen. Kleiber hef- ir þó enga ástæðu til að slá var- nagla fyrir þessari ágætu út- gáfu. Upptakan er með ágætum þó frá hljómleikum sé: í góðu jafn- vægi og heyrist vel til einstakra hljóðfærahópa. Hljómmyndin ágætlega djúp og láta áheyrend- ur hóflega að sér kveða enda vorkvef og kvillar að mestu að baki í maí. „Digitally mastered" stendur á plötuhlíf og ruglar ef- laust einhvern í ríminu sem von er enda villandi nafngift, þar sem ekki eru um að ræða „digi- tal“ upptöku, heldur „analog" á hversdagslegt segulband, sem hins vegar er síðan unnin og hljóðblönduð „digitalt". Symfóníuhljómsveitin Bayer- ischer Staatsorchester hefir ekki verið talin til þeirra fremstu i álfunni og breytir þessi skífa þar litlu um. Leikur hljómsveitar- innar er ekki hnökralaus en með eindæmum léttur og lifandi. Er þar að finna þann hátt, sem ger- ir þessa útgáfu svo óviðjafnan- lega. Hljómsveitin fylgir stjórn- anda sínum til fullnustu og streymir tónlistin ólgandi og fiörmikil svo unun er á að hlýða. A köflum með sprengikrafti s.s. í 3 hluta fyrsta kaflans (allegro vivace) og svo einnig ljúft og þýtt s.s. í menúett annars kafl- ans. Er þannig engu líkara en þetta alkunna verk öðlist nýtt líf í meðförum Kleibers og fylg- ismanna hans. Að vonum hefir þessi prýði- lega útgáfa vakið verðskuldaða athygli. Þýska hljómplötutíma- ritið FonoForum valdi hana sem hljómplötu mánaðarins nýverið og segir sagan að Japanir hafi pantað hana í tugþúsundum ein- taka. Verður aðeins að vona að eitthvað verði eftir þeim Islend- ingum til handa sem áhuga hafa, því svo sannarlega er eftir nokkru að slægjast. Landsbyggðar þjónusta Sendum vörur hvert é er. Góð potrkun. i Pantað i dag, sent á m - pantiðtimanlega - Norðmannspynur Verðskrá 1983-1984. 75-100 cm. 101-125 cm. 126-150 cm. 151-175 cm. 176-200 cm. 201 -250 cm. 251-300 cm. 301 -400 cm. Not»tækterið.kaup»jót«tré á frábæru verði. kr. 685.00 kr. 835.00 . kr. 1010.00 . kr. 1275.00 kr. 1875.00 kr. 2175.00 . kr. 2390.00 . kr. 2630.00 lakerti á tágaplatta, skreytt með grem, ngiumJðumogoðruiolaskraun. öfakerti á stærn tágaplatta með -leyrandi skreytingum. j fvrra. Barrheldnasta á sama veröi og • nr”®- lólatréð. Sigr® nt og fallegt kzalea,blómstrandialparós. Með jólagrem og latlausu , eg lólablómið i ár Einstak ®9« ^ ™\ a' skreytingum 2 tegund.r. ^zalean setur skemmtilegan io a oikur h,es,[r *brao6i 1 da9 k'2'6' ISUrttónu VKJ bíjurcawrw/" Kork-o-Plast Gólf-Gljái Fyrir PVC-filmur, linoleum, gúmmí, parket og steinflísar. CC-Floor Polish 2000 gefur end- ingargóða gljáhúð. Notkun: Þvoið gólfið. Berið CC-Floor Polish 2000 óþynnt á gólfið með svampi eða rakri tusku. Notið efnið sparlega en jafnt. Látið þorna í 30 mín. Á illa farin gólf þarf að bera 2—3svar á gólfið. Til að viðhalda gljáanum er nóg að setja í tappafylli af CC-Floor Polish 2000 i venjulega vatnsfötu af volgu vatni. Til að fjarlægja gljáann er best að nota R-1000 þvottaefni frá sama framleiðanda. Notið aldrei salmíak eða önnur sterk sápuefni á Kork-o-Plast. Kinkaumhoð á tslandi: 1». horgrímsson & Co., Ármúla 16, Reykjavík, s. 38640. Aðventa í Gerðubergi í DAG kl. 15.30 verður þriðja og síðasta dagskráin flutt á menningar- aðventunni í Gerðubergi. Dagskráin verður flutt í kafTiteríunni og geta gestir setið þar yfir súkkulaði eða kaffibolla og meðlæti og notið þess sem fram fer. Þar mun Hjörleifur Hjartarson spila á gítar og syngja lög með textum eftir sjálfan sig og aðra, Edda Andrésdóttir verður þar með bók sína og Auðar Laxness, Á Gljúfrasteini, Þorgeir Þorgeirsson les úr nýjustu bók sinni, Ja, þessi heimur. Lesið verður úr bók Olafs Gunnarssonar, Gaga, og úr þýð- ingu Ingibjargar Haraldsdóttur á Glæp og refsingu Dostojevskís. Dagskráin hefst kl. 15.30, en húsið er að jafnaði opið mánudaga til fimmtudaga kl. 16—22, og laug- ardaga og sunnudaga kl. 14—18. (FrétUUlkynning.) KÚLLUGLUGGATJÖLD pítu I Nýkomin sending af Pílu-rúllu- gluggatjaldaefnum. Ný mynstur, nýir litir. Úrval af glugga- tjaldaefnum í sömu litum og mynstr- um og Pílu-rúllugluggatjöld. Kreditkortaþjónusta. pítu . ^ Pílu-rúllugluggatjöld, Suðurlandsbraut 6, sími 83215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.