Morgunblaðið - 16.12.1984, Síða 16

Morgunblaðið - 16.12.1984, Síða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Lifandi tónlist Sígíldar skífur i Konráö S. Konráösson Symphonie nr. 4 B-dúr. Ludwig van Beethoven Bayerisches Statsorchester Stjórnandi: ('arlos Kleiber ORFEO S100 841B Útáfuár: 1984 Nú á síðustu mánuðum hafa hér í Skandinavíu öðru hvoru verið sýndir sjónvarpsþættir með upptökum frá symfóníu- hljómleikum þar sem Carlos Kleiber hefir stjórnað. Víða hef- ir verið borið niður og ýmis verk á dagskrá og hafa þættir þessir verið einkar athyglisverðir. Stórstjarnan í þeim flestum hef- ir þó verið stjórnandinn sjálfur: Carlos Kleiber. Kleiber hefir þar sérstæðan stíl sem stjórnandi. — Þegar svo ber undir leiðir hann hljómsveit sína með bros á vör, þó ekki með sífelldum taktslætti s.s. sumra er siður, heldur fremur með ákveðnum, markvissum bend- ingum, en stendur annars að því er virðist fyrirhafnarlítið á palli sínum og nýtur sýnilega tónlist- arinnar. Þetta er raunar því merkilegra fyrir þá sök að Kleib- er er frægur fyrir mikla ná- kvæmni og jafnvel smámuna- semi sem stjórnandi. Það var því sömuleiðis óvænt ánægja er undirritaður komst yfir skífu þá sem hér um ræðir, sem geymir hljómleikjaupptöku, þar sem Carlos Kleiber stjórnar Bayerisches Staatsorchester f Nationalteater Miinchen í maí 1982 við flutning 4. symfóníu Beethovens. — Svo sem vænta má eru hljómleikjaupptökur næsta sjáldan gefnar út á hljómplötum þegar eiga í hlut nákvæmir stjórnendur, sem að- eins vilja láta eftir sig gallalaus verk unnin í tilbúnu umhverfi hljóðversins, þar sem endurtaka má að vild kafla eða verk í heild uns náðst hefir sá árangur, sem eftir er sóst og gallalaus afrakst- urinn er fenginn framtíðinni til varðveislu. - Kleiber lætur því fylgja með stutta nótu á plötuhlíf, þar sem hann segir að undir venjulegum kringumstæðum sé honum það hryllingur að gefa samþykki sitt til útgáfu verka, sem hann hafi stjórnað á hljómplötu, en í þetta sinn hafi honum verið það ánægja, enda þótt hvorki hann né aðrir hafi getað eða viljað fegra eða snyrta í smáatriðum þessa „augnabliksmynd", sem hér er brugðið upp af uppfærslu þessari. Komi þar tvennt til: Upptakan hafi verið „live“, og að auki til ágóða fyrir Prinzreg- enteater í Munchen. Kleiber hef- ir þó enga ástæðu til að slá var- nagla fyrir þessari ágætu út- gáfu. Upptakan er með ágætum þó frá hljómleikum sé: í góðu jafn- vægi og heyrist vel til einstakra hljóðfærahópa. Hljómmyndin ágætlega djúp og láta áheyrend- ur hóflega að sér kveða enda vorkvef og kvillar að mestu að baki í maí. „Digitally mastered" stendur á plötuhlíf og ruglar ef- laust einhvern í ríminu sem von er enda villandi nafngift, þar sem ekki eru um að ræða „digi- tal“ upptöku, heldur „analog" á hversdagslegt segulband, sem hins vegar er síðan unnin og hljóðblönduð „digitalt". Symfóníuhljómsveitin Bayer- ischer Staatsorchester hefir ekki verið talin til þeirra fremstu i álfunni og breytir þessi skífa þar litlu um. Leikur hljómsveitar- innar er ekki hnökralaus en með eindæmum léttur og lifandi. Er þar að finna þann hátt, sem ger- ir þessa útgáfu svo óviðjafnan- lega. Hljómsveitin fylgir stjórn- anda sínum til fullnustu og streymir tónlistin ólgandi og fiörmikil svo unun er á að hlýða. A köflum með sprengikrafti s.s. í 3 hluta fyrsta kaflans (allegro vivace) og svo einnig ljúft og þýtt s.s. í menúett annars kafl- ans. Er þannig engu líkara en þetta alkunna verk öðlist nýtt líf í meðförum Kleibers og fylg- ismanna hans. Að vonum hefir þessi prýði- lega útgáfa vakið verðskuldaða athygli. Þýska hljómplötutíma- ritið FonoForum valdi hana sem hljómplötu mánaðarins nýverið og segir sagan að Japanir hafi pantað hana í tugþúsundum ein- taka. Verður aðeins að vona að eitthvað verði eftir þeim Islend- ingum til handa sem áhuga hafa, því svo sannarlega er eftir nokkru að slægjast. Landsbyggðar þjónusta Sendum vörur hvert é er. Góð potrkun. i Pantað i dag, sent á m - pantiðtimanlega - Norðmannspynur Verðskrá 1983-1984. 75-100 cm. 101-125 cm. 126-150 cm. 151-175 cm. 176-200 cm. 201 -250 cm. 251-300 cm. 301 -400 cm. Not»tækterið.kaup»jót«tré á frábæru verði. kr. 685.00 kr. 835.00 . kr. 1010.00 . kr. 1275.00 kr. 1875.00 kr. 2175.00 . kr. 2390.00 . kr. 2630.00 lakerti á tágaplatta, skreytt með grem, ngiumJðumogoðruiolaskraun. öfakerti á stærn tágaplatta með -leyrandi skreytingum. j fvrra. Barrheldnasta á sama veröi og • nr”®- lólatréð. Sigr® nt og fallegt kzalea,blómstrandialparós. Með jólagrem og latlausu , eg lólablómið i ár Einstak ®9« ^ ™\ a' skreytingum 2 tegund.r. ^zalean setur skemmtilegan io a oikur h,es,[r *brao6i 1 da9 k'2'6' ISUrttónu VKJ bíjurcawrw/" Kork-o-Plast Gólf-Gljái Fyrir PVC-filmur, linoleum, gúmmí, parket og steinflísar. CC-Floor Polish 2000 gefur end- ingargóða gljáhúð. Notkun: Þvoið gólfið. Berið CC-Floor Polish 2000 óþynnt á gólfið með svampi eða rakri tusku. Notið efnið sparlega en jafnt. Látið þorna í 30 mín. Á illa farin gólf þarf að bera 2—3svar á gólfið. Til að viðhalda gljáanum er nóg að setja í tappafylli af CC-Floor Polish 2000 i venjulega vatnsfötu af volgu vatni. Til að fjarlægja gljáann er best að nota R-1000 þvottaefni frá sama framleiðanda. Notið aldrei salmíak eða önnur sterk sápuefni á Kork-o-Plast. Kinkaumhoð á tslandi: 1». horgrímsson & Co., Ármúla 16, Reykjavík, s. 38640. Aðventa í Gerðubergi í DAG kl. 15.30 verður þriðja og síðasta dagskráin flutt á menningar- aðventunni í Gerðubergi. Dagskráin verður flutt í kafTiteríunni og geta gestir setið þar yfir súkkulaði eða kaffibolla og meðlæti og notið þess sem fram fer. Þar mun Hjörleifur Hjartarson spila á gítar og syngja lög með textum eftir sjálfan sig og aðra, Edda Andrésdóttir verður þar með bók sína og Auðar Laxness, Á Gljúfrasteini, Þorgeir Þorgeirsson les úr nýjustu bók sinni, Ja, þessi heimur. Lesið verður úr bók Olafs Gunnarssonar, Gaga, og úr þýð- ingu Ingibjargar Haraldsdóttur á Glæp og refsingu Dostojevskís. Dagskráin hefst kl. 15.30, en húsið er að jafnaði opið mánudaga til fimmtudaga kl. 16—22, og laug- ardaga og sunnudaga kl. 14—18. (FrétUUlkynning.) KÚLLUGLUGGATJÖLD pítu I Nýkomin sending af Pílu-rúllu- gluggatjaldaefnum. Ný mynstur, nýir litir. Úrval af glugga- tjaldaefnum í sömu litum og mynstr- um og Pílu-rúllugluggatjöld. Kreditkortaþjónusta. pítu . ^ Pílu-rúllugluggatjöld, Suðurlandsbraut 6, sími 83215

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.