Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984
Kristinn Snæland:
Til marks um stærð
Þúfnabanans má geta
þes8 að hávaxinn maður
getur staðið uppréttur
inni í afturhjólinu.
Þúfnabaninn á hólnum, afturhjólin í fullri breidd en framhjólin gátu verið ívið breiðari.
Þúfnabaninn“
Saga dráttarvéla á íslandi hefst
árið 1918 þegar Akurnesingamir
Þórður Asmundsson, kaupmaður, og
Bjarni Ólafsson, skipstjóri, keyptu
dráttarvél af Stefáni B. Jónssyni,
kaupmanni, í Reykjavík. Vél þessi
var af gerðinni Avery, tveggja
strokka flatur mótor, hún var notuð
í þrjú ár en fór sfðan í brotajárn.
Arið 1919 flytur Espholin Co. á
Akureyri inn þrjár beltadráttar-
vélar af gerðinni Cleveland. Þess-
ar vélar voru fjögurra strokka og
brenndu steinolíu. Tvær þeirra
fóru til Vegagerðar ríkisins en ein
var keypt til jarðvinnslu af bænd-
um í Eyjafirði og er því fyrsta
dráttarvélin sem íslenskir bændur
fá til jarðabóta. Tveimur öðrum
dráttarvélum er sagt frá í blöðum
frá þessum tíma, aðra mun Vega-
gerðin hafa fengið og var ætlunin
að nota hana til þess að draga
vagna við vegagerð, sú vél kom til
landsins sumarið 1919 og reyndar
væntanlega með sama skipi og
Cleveland-vélarnar tvær sem
Vegagerðin fékk. Sú, sem bænd-
urnir keyptu, kom hins vegar ekki
til landsins fyrr en í nóvember
1919. Næst fær Búnaðarfélagið
Austin-traktor árið 1920 og var sá
ætlaður til þess að draga sex
flutningavagna á vegum. Páll
Stefánsson, umboðsmaður Ford,
flytur inn fyrstu Fordson-drátt-
arvélina árið 1921 en þá vél gaf
hann að Hvanneyri árið 1927 og
var hún í notkun til 1945. Sú vél er
enn til og varðveitt á Hvanneyri.
Sú vél, sem einna merkilegust
var meðal fyrstu dráttarvélanna,
kom einnig til landsins árið 1921
og segir svo frá því í blaði: „Þúfna-
baninn, hin mikla mótorvél Bún-
aðarfélagsins, er nú komin hingað
til landsins og er á hafnarbakkan-
um. Vél þessi er áþekk stóreflis
bifreið og dregur hún á eftir sér
skurðjárn og króka sem tæta
sundur allt sem fyrir verður. Ger-
ir hún allt í senn, plægir og herfar
jörðina, svo sá má í hana undir
eins á eftir. Vænta menn þess að
hér sé fengið verkfæri sem unnið
geti fljótt og vel á íslensku þýfi.“
(Vísir 25. júlí 1921.) Tveimur dög-
um síðar segir enn í Vísi. „Þúfna-
baninn tekinn til starfa. Þúfurnar
dauðadæmdar!... Eins og frá hef-
ir verið skýrt í Vísi er vél þessi
áþekk mjög stórri bifreið og stýrt
á sama hátt. Hreyfist hún fyrir 70
hestafla mótorvél. Hún er á fjór-
um hjólum og eru afturhjólin mun
stærri en hin fremri og meiri að
þvermáli en bifreiðarhjól. Þegar
vélin er að vinna eru afarbreiðir
stálskermar lagðir umhverfis
hjólin, svo að þau sleppi ekki í og
geti farið, svo að segja, yfir hvað
sem fyrir er. Þessa skerma má
taka af þegar vill og sýnist vélin
þá ekki svipað því jafnferleg ...
Vélin mun kosta um 60 þúsundir
króna, en ekki verður að svo
stöddu fullyrt, hve dýrt verður að
vinna hverja dagsláttu, en hún
mun geta farið yfir hér um bil 10
dagsláttur á dag, — herfað þær og
Þó að vélin sé illa farin er enn hægt
að gera hana upp.
plægt í senn ... “ (Vísir 27. júlí
1921. )
Ári síðar segir svo í greininni
„Þúfnabaninn. Eins árs iðja“. „Alt
það graslendi sem Þúfnabaninn
hefir tætt í sundur, hefir verið
utan túns, óræktarmóar eða þurk-
aðar mýrar og má fullyrða, að
sáralítið hefði verið sléttað af
þessum 405 dagsláttum á liðnu
ári, ef þessa stórvirka verkfæris
hefði ekki notið við.“ (Vísir 28. júlí
1922. )
Sigurður Sigurðsson, forseti
Búnaðarfélagsins, sá um að út-
vega Þúfnabanann hingað til
lands og mun hann hafa verið
keyptur hjá AB Hugo Hartig í
Stokkhólmi en var reyndar þýskur
af gerðinni LANZ.
Þýskur maður, Georg Wacker,
kom með vélinni og kenndi með-
Sjötíu hestafla vélin er myndarleg
og þrátt fyrir að vatnsdæluna og
smávegis fleira vanti þá ætti að vera
hægt að bjarga því og gera þessa
merkilegu vél að fallegum sýn-
ingargrip.
ferð hennar. Árni G. Eylands var
síðan með vélina, en annar Þúfna-
bani var keyptur til Norðurlands
og var Georg Wacker einnig feng-
inn með henni norður. Svo virðist
að ekki hafi verið fluttir til lands-
ins nema fimm „Þúfnabanar"
(LANZ) enda streymdu til lands-
ins aðrar dráttarvélar léttari, lipr-
ari og neyslugrennri, svo sem
Fordson, McCormick og Internat-
ional. Frá þessum fimm LANZ-
vélum er sagt í Vísi. „Þúfnaban-
arnjþ-. Sveinn Jónsson, sem stýrt
hefir skurðgröfunni í Flóanum,
hefir keypt einn Þúfnabanann,
sem kom hingað í haust. Haraldur
Guðmundsson á Háeyri og fleiri
eru í félagi við hann um kaupin.
Mun verða lagt af stað austur með
hann í dag. — Félag á Akureyri
keypti hina tvo þúfnabana, og
ennfremur þann sem áður var þar
nyrðra og verður unnið að jarða-
bótum með þeim öllum þar nyrðra
í sumar. Munu verða unnir 150
hektarar. — Gunnlaugur Gunn-
laugsson hefir keypt gamla Þúfna-
banann, sem Búnaðarfélagið átti
og ætlar að slétta með honum hér
í nágrenninu. Tók hann til starfa f
Grafarholti í fyrradag." (Vísir 29.
april 1928.)
Hvað sem líður öðrum dráttar-
vélum er ljóst að með Þúfnaban-
anum hefjast undir stjórn Árna
G. Eylands stórvirkar vélunnar
jarðabætur á Islandi, þúfurnar
voru dauðadæmdar, fyrstu skrefin
voru stigin til þess blómlega land-
búnaðar sem hvarvetna blasir við
í dag.
Það er svo sorgarsaga og sann-
arlega ekki samtökum bænda til
sóma að eini Þúfnabaninn sem
vissa er um að til sé í landinu enn,
stendur uppi á hól við bændaskól-
ann á Hvanneyri og er smám sam-
an að grotna þar niður. Þetta
hirðuleysi um þessa merkilegu vél
er þeim mun sorglegra að einmitt
frá Hvanneyri streyma lærðir
upprennandi bændur út um sveitir
landsins.
Þetta hirðuleysi er líka lítt
skiljanlegt fyrir þá sök að t.d. þeg-
ar höfundur þessa greinarkorns
kom að Hvanneyri fyrir 32 árum
þá sýndi skólasveinn mér Þúfna-
banann og hafði mörg orð um að
þetta væri merkileg vél. Enn
stendur Þúfnabaninn á ná-
kvæmlega sama stað. Nýr skóla-
stjóri er að taka við störfum á
Hvanneyri, um leið og honum er
óskað velfarnað í nýju starfi bið
ég hann að leggja sig fram um að
bjarga Þúfnabananum frá endan-
legri glötun.
Eftir 100 ár yrði þá hugsanlega
sagt á landbúnaðarsafninu: „Þetta
er þúfnabaninn sem hann Sveinn
Hallgrímsson bjargaði frá glöt-
un.“
Kaupmannahöfn:
1. desember
hátíðarhöld
Jónshúsi, 6. desember.
Fullveldisdagsins var minnst með
hefðbundnum hætti af Félagi ís-
lenskra námsmanna í Kaupmanna-
höfn og SÍNE-deildinni hér. Föstu-
daginn 30. nóv. dvöldu námsmenn í
íslenska sendiráðinu við Dantes-
plads og um kvöldið var dansleikur
á Eyrarsundsgarðinum. Baráttu-
fundur SÍNE var í Jónshúsi 1. des.
og þar á eftir hátíðadagskrá FÍNK.
Um 40 námsmenn dvöldu í
sendiráðinu allan opnunartíma
þess þann 30. nóv. og komu þeir
þangað undir forystu starfshóps
SÍNE í Kaupmannahöfn, en hann
skipa þau Alfreð Tulinius, Berg-
ljót Gunnlaugsdóttir, Jón Ingvar
Valdimarsson, Kristján Ari Ara-
son, Rósa Jónsdóttir og Gunnar
Kristjánsson, sem er trúnaðar-
maður SÍNE. Að sögn formanns
FÍNK ,Jóns Helgasonar, voru við-
tökurnar í sendiráðinu með mikl-
um ágætum og gerði sendiherrann
allt sem í hans valdi stóð til að fá
svör við kröfum námsmanna, ekki
aðeins sem fyrst, heldur skýr svör
fyrir námsmenn.
Kröfurnar, sem settar voru
fram, voru þessar:
a) Að fjárframlög til Lánasjóðs
ísl. námsmanna verði aukin þann-
ig, að fjárþörf sjóðsins verði full-
nægt, b) að hlutfallstala reiknað-
rar fjárþarfar verði tryggð 100%
af framfærslukostnaði, c) að
fyrsta árs nemum verði tryggð
lausn til jafns á við aðra lánþega,
d) skylduaðild að SlNE og bein
innheimta félagsgjalda strax.
Samkvæmt „opnu bréfi til ís-
lensku ríkisstjórnarinnar" frá
SÍNE-deildinni í Kaupmannahöfn,
vísaði ráðherra alfarið til Alþingis
um fjárveitingu, en kvaðst í krafti
embættis síns berjast af öllum
mætti fyrir tryggingu nægjanlegs
fjármagns og taldi skynsamlegt að
hækka lánshlutfallið í 100%. Svar
ráðherrans við þriðju kröfunni
var, að 1. árs nemar njóti sama
réttar og verið hefur lögum sam-
kvæmt, en því vísa námsmenn á
bug í bréfi sínu. Varðandi þýðingu
Samtaka ísl. námsmanna erlendis
greinir mjög á um túlkun á félags-
skyldu og réttindum. Formleg
svör menntamálaráðuneytisins
bárust í sendiráðið síðdegis þann
30. nóv.
í framhaldi af aðgerðunum í
sendiráðinu var haldinn baráttu-
fundur SÍNE í Jónshúsi 1. des-
ember. Kom þar fram öflug sam-
staða meðal námsmanna og var
samþykkt að skrifa ríkisstjórninni
opið bréf um kröfur námsmanna
og svör ráðuneytisins. Þá mót-
mælti fundurinn harðlega þeirri
ákvörðun menntamálaráðherra að
afhema skylduaðild að SÍNE og
fer fram á, að hún verði tekin upp
aftur.
Að loknum fundi SÍNE fór fram
hátíðardagskrá FÍNK að við-
stöddu miklu fjölmenni og tók
stjórn félagsins upp þá nýbreytni
að hafa barnagæslu á meðan
dagskráin var og þótti það vel tak-
ast. Formaður FINK, Jón Helga-
son, setti samkomuna og kynnti
atriðin. Fyrst spilaði og söng
Böðvar Guðmundsson lög eftir
sjálfan sig, þá lék íslenskt tríó:
Sigríður H. Þorsteindóttir á fiðlu,
Gunnar Gunnarsson á flautu og
Haukur F. Hannesson á selló,
Lundúnatríó nr. 1 eftir J. Haydn.
Næst flutti sr. Ágúst Sigurðsson
hátíðarávarp og rakti ýmsa þætti
úr íslenskri stjórnmálasögu milli-
stríðsáranna. Magnús Gezzon las
smásögu og Gunnlaugur Sigurðs-
son flutti atriði, sem hann nefndi
Hvíta draugasögu með aðstoð
gesta. Allir viðstaddir þágu veit-
ingar í boði námsmannafélagsins
og skemmtu sér hið besta þennan
fullveldisdag.
G.L. Ásg.