Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAPID, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER1984 Afmæliskveðja: Guðrán Snjólfs- dóttir Höfn Mánudaginn 17. desember á átt- ræðisafmæli Guðrúnar Snjólfs- dóttur, Hagatúni 2, Höfn í Horna- firði. Guðrún er ein af 14 börnum hjónanna Snjólfs Ketilssonar og Steinlaugar Olafsdóttur, en 9 af þeim komust til fullorðinsára. Hún er fædd í Þórisdal í Lóni 17. desember 1904. Fimm vikna gömul var hún tek- in í fóstur til hjónanna Jóns Þorsteinssonar og Steinunnar Jónsdóttur, sem lengst af bjuggu í Krossalandi. Þau voru foreldrar 10 barna, sem flest voru uppkom- in, þegar þessi litla stúlka bættist í hópinn, það yngsta 10 ára, og allt frá fyrstu tíð var hún mikill sól- argeisli á því heimili. Snemma skýr og fjörleg og mesta eftirlæti allra á bænum. Góðum barnslegum hæfileikum búin, námsfús og fljót að tileinka sér eitt og annað í umhverfinu, sem mörgum hefði sést yfir. Varð snemma fluglæs og bók- hneigð, sem hefur komið í ljós með þroskaaldrinum, því minnið var frábært og sá eiginleiki fyrir hendi að vilja miðla öðrum af fróðleik sínum. Sagði ég því oft við vinkonu mína að hún hefði átt vel heima í kennarastétt, þar hefði hún verið á réttri hillu. Enda hefur hún allt sitt líf verið að afla sér fróðleiks eftir ýmsum leiðum, bæði heima og heiman, ekki síst í seinni tíð, innan um fólk úr öllum landsfjórðungum, sem hún hefur mikið kynnst á heilsu- bótarferðum sínum, bæði í Hvera- gerði og Reykjavík, þar sem hún hefur oft dvalið. Þótt hún væri mesta yndi og eftirlæti allra í Krossalandi fór hún á mis við það sem síst skyldi, en það var skólaganga umfram barnaskólafræðsluna, en þar hefði Guðrún sómt sér vel innan um bækur og fjölmenntaða kennara. Samt minnist hún bernsku- og æskuáranna með gleði og ánægju og hennar eiginlega fóstra var Sigríður Jónsdóttir, mikil mann- kosta manneskja, sem skildi þarf- ir barna allra manna best. Og þá var hún Sigga bara 25 ára þegar hún fékk hana Gunnu litlu í fang- ið og sú var nú ekki lögð á óynd- isstokkinn. Þrátt fyrir að hún ekki færi út á hefðbundna menntabraut, sem ekki var nú svo algengt fyrir stúlkur á þeim árum, þá naut hún lífsins eigi að síður. Hún giftist ágætismanni Ragn- ari Albertssyni frá Lækjarnesi, smið og miklum handverksmanni, var það 24. júlí 1926. Er þau kynntust var hún ráðs- kona hjá sjómönnum í Miklagarði en hann starfsmaður hjá lifrar- bræðslunni á Höfn og einnig í Miklagarði og þar starfaði hann í mörg ár sem bræðslumaður, við hliðina á móðurbróður sínum, Sig- urði Eymundssyni. Frá Miklagaröi þessum merkis- stað, lágu svo leiðir þeirra heima- sætunnar frá Krossalandi og Ragnars frá Lækjarnesi út á lífsbrautina. Fyrstu árin bjuggu þau ýmist í Lækjarnesi eða á Höfn hjá Sigurði Eymundssyni og konu hans, Agn- esi Moritzdóttur, á meðan þau voru að koma sér upp heimili. Að vísu byggði Ragnar 2 hús, því hann var smiður góður. Hið fyrra reyndist of viðamikið og svo kom Akur, mjög svo snoturt hús, þar sem öllum þótti gott og gaman að koma, njóta góðgerða og þá ekki síður fróðleiks og fyrirgreiðslu, því húsbóndinn var reiðubúinn að smíða eitt og annað fyrir náung- ann eða gera við hlutina, sem þá var siður að nota til hins ýtrasta þótt bilað hefðu. Upp frá því áttu svo þessi hjón sitt heimili hér á Höfn, urðu mæt- ir borgarar, sáu staðinn vaxa úr fámenni í fjölmennt þorp. Fylgd- ust vel með öllum félags- og menningarmálum, voru dugleg að sækja samkomur og Guðrún var um margra ára skeið virk kvenfé- lagskona og þar var hún oft í góð- um félagsskap. Ekki var síður góður félagsandi með nágrönnunum, -það mátti segja að þrjú heimili á Móhóls- torfunni væru eins og ein fjöl- skylda, en það voru: Akur, Bjarg og Hagi. Á meðan Guðrún var í fullu fjöri hafði hún gaman af að gaum- gæfa eitt og annað úti í náttúr- unni á vísindalegan hátt og þar átti hún skilningi bónda síns að mæta, að kunna að meta náttúr- una. Oft lágu spor þeirra saman um Nesjalöndin meðan þau áttu kind- ur og þurftu að smala. Fleira tengdi þau saman. Eins átti húsbóndinn það til meðan fjölmiðlar voru ekki allsráðandi á hverjum bæ að lesa upphátt í bók- um fyrir konu sína, eða leggja fiðl- una undir vanga sér og leiða fram Ijúfa tóna í kvöldkyrrðinni á Akri, húsinu þeirra vestur á bakkanum við fjörðinn, þar sem sólarlag verður einna fegurst á Höfn. Þá má nú ekki gleyma heimilis- farartækinu. Alltaf lá báturinn hans Ragnars, (sem auðvitað var hans handverk) á sínum stað vest- ur á Víkinni eða í nausti framund- an bænum. Hann var mikið notað- ur við fæðuöflun úr firðinum og til engjaferða í eyjar og Silfurnesið. En það var líka ýtt úr vör, stefnt inn fjörðinn í heimsókn að Lækjarnesi, ættaróðalinu í sveit- inni, þar sem tekið var á móti tignum gestum, töluð enska, og húsmóðirin Sigríður bauð upp á fínt bakkelsi, eins og hún sjálf hafði kynnst á enskum veitinga- húsum. Já, þau systkini höfðu dvalist í Vesturheimi og víðar og stækkað sinn sjóndeildarhring áður en smiðurinn Björn Eymundsson kom upp sínu myndarlega húsi á víðsýnum stað, þar sem útsyn er fögur yfir grösuga Nesjasveitina með sinn bláfjallageim að baki og eyjasundin oft silfurbjört í for- grunni. Þarna var æskuheimili Ragnars, sem snemma fór að taka þátt í lóðsferðunum með Birni móðurbróður sinum og seinna með Jóhanni bróður sínum, sem var hafnsögumaður í mörg ár. Þá má nærri geta að oft hefur reynt á hæfni og heppni við krapp- ar öldur í Hornafjarðarósi. Það furðar því engan þótt Guð- rún vilji sem lengst eiga heima í húsinu sínu innan um allar þessar gömlu minningar, eftir lát manns síns, en Ragnar dó 11. mars 1972. Síðustu 6 æviár Sigríðar, móður Ragnars,- dvaldi hún á Akri hjá þeim hjónum og andaðist þar 92 ára gömul. Annar merkur minningarkafli fléttast inn í líf Guðrúnar, sem varð henni mikið ánægjuefni. Sex af systkinum hennar, sem öll voru eins og hún fædd og upp- alin í Lóni, fluttust á Höfn og sett- ust þar að, að vísu á misjöfnum tíma og mislengi. Gunnar lang- lengst og hafði á hendi ótal mörg trúnaðarstörf. Hann andaðist 30. ágúst 1983 og eftir lifa nú Guðrún og Ragnar Snjólfsson. Öll áttu þessi systkini það sam- eiginlegt að vera félagslynd og hittust því oft og áttu saman ánægjustundir. Guðrún tók þátt í mörgum ferðalögum innanlands og hafði mjög gaman af. Hver ferð var henni ævintýri. Hún vissi deili á svo mörgu í landslaginu, ekki síst því sem tengdist landnáminu, minnið var svo frábært og athygl- isgáfan alltaf vakandi. Á síðastliðnu sumri fór hún í rútuferð með fleira fólki Fjalla- baksleið um Skaftártungur, í Þjórsárdalinn, með viðkomu í Landmannalaugum og var það henni eitt ævintýri. Bækur og ferðalög voru henni mikill fræðslubrunnur og það var næstum eins og að fletta upp í al- fræðiorðabók að spyrja Guðrúnu um eitt og annað, þó held ég að ættfræðin hafi verið hennar kjör- svið á seinni árum. Árið 1975 fór hún með ferðahópi til Kanada. Mun fararstjóranum ekki hafa verið það með öllu ókunnugt að kona þessi vissi nokkur deili á ættfræði og látið þess getið. Var hún umkringd af Vestur-íslend- ingum, sem vildu vita meiri deili á uppruna sínum heima á gamla Fróni. Úr sumu gat hún leyst á staðnum, en þó enn betur þegar heim kom og bréf tóku að berast, þá stóð ekki á svarinu. Þessi ferð var henni ógleyman- leg, hún átti mörgum heimboðum að fagna hjá þessu fólki, sem allt vildi fyrir hana gera og fór með hana i marga skemmtilega útsýn- isferðina um íslendingaslóðir, en þá fyrst fannst henni hún tengjast þessu landi er hún kom á þær slóð- ir, þar sem Ragnar maður hennar lék sér sem barn með móður sinni forðum daga. Þó margar góðar minningar séu tengdar Akri, þá ber ein þó hæst. Mesta hamingjusól þeirra hjóna var einkadóttirin, Sigurbjörg. Þessi hugþekka stúlka ólst upp við gott atlæti foreldra sinna, en hún endurgalt líka gott uppeldi, með umhyggjusemi við foreldr- ana, þegar þau þurftu á að halda, ekki síst eftir að tengdasonurinn bættist í hópinn með sinn ein- stæða hlýleik í allri framgöngu og viðmóti. Sigurbjörg er gift Sigfinni C 47 Gunnarssyni frá Vopnafirði, þau eiga 4 börn og 5 barnabörn. Börnin urðu strax miklir gleði- gjafar hjá ömmu og afa, síðan tóku barnabörnin að bera sólskin í bæinn og það gera þau á hverju sumri, þegar fjarlægar leiðir opnast betur. Það eina sem skyggði á, að lélegt heilsufar lagð- ist á þau bæði með aldrinum. Verst er hvað sjóninni hefur hrak- að hjá Guðrúnu, því söm er þráin að lesa. Sem fyrr greinir býr Guðrún ein í sínu húsi, en heppnin hefur löng- um verið hennar fylgikona. Heim- ili Sigurbjargar stendur, ef svo má segja, í túnfæti æskustöðvanna svo stutt er að hlaupa í öruggt skjól. Þetta hefur verið mikill gæfu- þáttur í lífi allrar fjölskyldunnar, að gefast tækifæri til að hittast daglega og geta veitt hvert öðru hjálp, styrk og gleði. Því má segja að það séu ekki allir svona lán- samir í lífinu. Guðrún getur því horft með gleði og þakklæti yfir farinn veg. Mín ósk á þessum tímamótum, Guðrún mín, er sú, að gæfan haldi áfram að halda þér í hönd fram- vegis sem hingað til, um leið og ég þakka margar góðar samveru- stundir og óska þér innilega til hamingju með daginn. Vinkona Sanilas VSRVLÆKKUN! NÚER VERÐMUNURINN 30-36% m- f 19 g 1H JóladiYkkímir á ótrúlcga lágu vcrðí. Gleðíleg jól. Sanitas hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.