Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 1
72SIÐUR B STOFNAÐ 1913 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Treholt óhress með bók Kari rxKari, Storækre Osló, 13. rebrúar, frá Jan Erik Laure, fréttar. F ARNE Treholt, sem bíður þess nú að heyra dóm kveðinn upp yfír sér vegna njósna í þágu Sovétríkjanna og fíeiri ríkja, er æfur af reiði vegna nýútkominnar bókar eiginkonu sinnar, Kari Storækre. Dómur verð- ur lesinn upp eftir nokkra daga og Treholt óttast að útkoma bókarinn- ar geti skaðað málsvörn sína þó lögfræðingur hans sé því ósam- mála. Hefur Treholt ritað lögmanni sínum, Ulf Underland, haröort bréf þar sem hann lýsir megnri óánægju sinni með bókina og spyr um mögu- leika á mótleikjum. Það er ýmislegt sem angrar Treholt í „God tur til Paris“, en svo heitir bók Kari Storækre. Til dæmis mótmælir hann þeirri fullyrðingu höfundar að hann hafi hvatt til þess að bókin yrði rituð og að hann hafi þröngvað Kari til að smygla bréfum frá sér út úr fangelsinu, það hefði hún gert af fúsum og frjáisum vilja og hann hefði ekki vitað betur en að þau bréf væru einkamál þeirra tveggja. Einnig er Treholt æfur vegna þess að bréf sem sonur hans ritaði honum eru birt í bók- inni. Viðbrögð Treholts við bókinni hafa gefið þeim byr undir báða vængi sem harðast hafa gagnrýnt Kápa bókar Kari Storækre. bókina og fullyrða að ekkert ann- að en gróðasjónarmið hafi vakað fyrir Kari Storækre. Þá eru í bók- inni myndir af tveimur FBI- mönnum sem voru útsendarar Bandaríkjastjórnar til að fylgjast með Treholt. Vinguðust þeir við Treholt-hjónin og litið er á myndbirtinguna sem hefnd af hálfu Kari Storækre, því ferli þeirra er lokið þar sem andlit þeirra hafa birst. Burt um geimvarnarkerfið: Alger eining innan NATO Brussel, 13. febrúar. AP. RICHAKI) Burt, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í málcfnum Kvrópu, sagði í dag, að rík samstaða væri innan Atlantshafsbandalagsins um hugmyndir Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta um varnarkerfí gegn kjarnorkuvopnum í geimnum. Sagði Burt það einmitt mikilvægt að slík samstaða væri fyrir hendi, þar sem senn færi í hönd ný lota afvopnunarviðræðna við Sovétrikin. Burt gaf út þessa yfirlýsingu eft- ir að hafa setið fund fyrir luktum dyrum með hátt settum embættis- mönnum NATO-ríkjanna. Hann sagði að auðvitað væru margs kon- ar hugmyndir uppi um kosti og galla geimvarnarkerfisins, en öll sem eitt gerðu NATO-ríkin sér grein fyrir þeirri nauðsyn að sýna einingu á þessari stundu, því það væri líklegra en nokkuð annað til að tryggja góðan árangur af fundun- um með Sovétmönnum. „Við vitum ekki á þessari stundu með hvaða hugarfari Sovétmenn munu mæta til Genfar, en ef klofningur væri innan NATO myndu þeir freistast til að notfæra sér það frekar en að ræða málin af alvöru," sagði Burt. Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Hundruð bretta, hingað til lands komin frá Portúgal og þangað fara þau aftur, hlaðin gámum með íslenskum saltfíski. Irakar löskuðu ír- anskt kjarnorkuver Vínarborg og Manama, Bahrain, 13. febrúar. AP. ÍRANIR tilkynntu í dag, að herþotur íraka hefðu gert árás á nærri full- búið kjarnorkuver nærri bænum Bushchr og laskað það nokkuð. Ekki neituðu írakar ásökuninni nema síð- ur væri. Þeir gátu þess einnig að þeir hefðu gert árás á grískt risaolíuskip nærri Kharg-evju og stæði það í Ijós- um logum. Áhöfnin hefði þó bjarg- ast. Auk þess sóttu írakar fram á fímm stöðum meðfram víglínunni og státuðu af landvinningum og háðu- legri útreið írana. Þessu neituðu ír- anir ákaflega og sögðu sóknina hafa fjarað út vegna „heigulsháttar" ír- ösku hermannanna. Mohammað Keiarishi, talsmað- ur hinnar írönsku framkvæmda- nefndar kjarnorkuversins, sagði í kvöld, að þrjár Exocet-eldflaugar hefðu hæft kjarnorkuverið og einn maður hefði látið lífið, auk þess sem skemmdir hefðu orðið tals- verðar. Hann sagði að engin hætta væri á kjarnorkusprengingu í kjölfarið, því kjarni versins hafi ekki verið fullbúinn. Keiarishi for- dæmdi íraka fyrir verknaðinn og sagði þá „fá lánaða blaðsíðu úr bók fsraelsmanna“ og átti hann við með því að ísraelar sprengdu kjarnorkuver i írak árið 1981. Hann sagði einnig, að írakar hefðu einu sinni áður reynt að skemma umrætt kjarnorkuver, á síðasta ári, en þá hefði það ekki heppnast. Dönsku sundin: Fimm skip í bráðri hættu Kaupmannahorn, 13. febrúar. AP. BKEVTT veðurspá sem virðist ætla aö standast mun valda neyðarástandi í dönsku sundunum sem eru ísilögð eftir mikla kulda og stillur að undan- förnu. Fimm skip sitja föst í ísnum og ef vindáttin verður austlæg í stað þess að vera vestlæg, er hætta á að ísinn fari að hreyfast, hrannast upp Sovétmaðurinn Shevchenko, fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ: Kafbátarnir sendir til Svíþjóðar með samþykki æðstu valdamanna Stokkhólmi, 13. febrúar. Frá frétUritarm Mbl. ÞAÐ VORU æðstu valdamenn Sovétríkjanna, sem ákváðu að virða að vettugi fullveldi Svía og Norðmanna og senda kafbáta og dvergkafbáta upp að ströndum landanna til að kanna varnarviðbúnaðinn og til að athuga hve fúsar þessar þjóðir væru að berjast fyrir frelsi sínu ef til styrjaldar kæmi. Kemur þetta m.a. fram í bók- einkaráðgjafi Gromykos, utan- inni „Snúið baki við Moskvu", sem um þessar mundir er að koma út í Bandaríkjunum, en höfundur hennar er Arkady Shevchei.ko, háttsettasti Sovét- maðurinn, sem beðið hefur um hæli á Vesturlöndum. Hann var ríkisráðherra Sovétríkjanna, á sínum tíma og var aðstoðar- framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar hann flúði. Segir Shevchenko, að fram- kvæmdanefndin, æðsta stjórn kommúnistaflokksins, hafi þegar árið 1970 samþykkt áætlanir sov- éska hersins um að troða á full- veldi Svía og Norðmanna með því að senda kafbáta upp að strönd- um landanna. Hafi megintilgang- urinn verið að kanna varnarvið- búnað þjóðanna og einnig hvernig þær brygðust við, hvort þær væru i raun tilbúnar til að berjast fyrir frelsi sínu ef til stríðs kæmi. Ákvörðun framkvæmdanefnd- arinnar var tekin rétt eftir að Olof Palme, sem þá var forsætis- ráðherra, hafði verið í heimsókn í Moskvu en þar var hann m.a. fuil- vissaður um, að það væri stefna Sovétmanna að styrkja vinsam- leg samskipti þeirra við Svía. Segir Shevchenko. að þetta mál sé dæmigert fyrir sovéska utan- ríkisstefnu, sem byggist á því að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. og þá eru skipin fímm í stórhættu. ísinn er talinn að jafnaði 40 sentimetra þykkur og þrír öflugir ísbrjótar hafa ruðst fram og til baka myrkranna á milli, en samt hafði ekki náðst til skipanna fimm og færðin var afar erfið fyrir brjót- ana. Helge Rasmussen, skipstjóri eins ísbrjótanna, sagði að til allrar hamingju hefðu eigendur báta og minni skipa tekið mark á varnar- orðum og haldið kyrru fyrir í höfn- Glistrup náðaður Kaupmannahörn, 13. febrúar. Krá lb Björnbak, fréttarilara Mbl. DANSKA dómsmálaráðuneytið hefur tekið til greina náðunar- beiðni Mogens Glistrup, leiðtoga og stofnanda Framfaraflokksins danska, en hann hefur setið í fang- elsi síðustu mánuðina fyrir skattsvik og annað fjármálamis- ferli. Það er af fjölskylduástæðum, s*m ráðuneytið ákvað að náða Glistrup, en honum verður sleppt 19. mars næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.