Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 Gróf brögð Júgóslavanna settu Ijótan svip á leikinn Islendingar töpuðu í annað sinn á jafn mörgum dögum fyrir Ólympíumeisturunum Vestmannaeyjum, 13. febrúar. Frá Skapta Hallgrímssyni blaóamanni Morgunblaðsms. ÍSLENDINGAR töpuöu öörum leik sínum gegn ólympíumeist- urum Júgóslava 15—20 hér í Vestmannaeyjum í kvöld eftir aö ísland haföi verið yfir í hálfleik, 8—7. íslendingar léku mjög vel í fyrri hálfleik, sóknarleikurinn, meö Sigurð Gunnarsson sem bezta mann, var góöur og vörnin þétt fyrir og hreyfanleg. Vörn Júgóslava var einnig góö en sóknarleikur þeírra var ekki eins og hann gerist beztur. ísland — Júgósl. 15:20 unda mark Júgóslava, munurinn þá tvö mörk er fjórar mínútur voru af seinni hálfleik og þrátt fyrir að islendingar væru einum færri, Sig- urður Gunnarsson var rekinn af velli, skoraöi Páll Ólafsson 11. markiö. Eftir klaufaskap Islendinga í tvígang minnkuðu Júgóslavar muninn í eitt mark meö mörkum Mrkonja og Isakovic. Þorbjörn Jensson skoraði 12. mark islands af línunni, reif sig lausan úr helj- argreipum Júgóslavanna. Stór- skyttan örvhenta, Kuzmanovski, skoraði næstu tvö mörk meö óverjandi þrumuskotum, hann stökk hátt uppfyrir íslenzku vörn- ina og hún átti ekki möguleika á aö stööva hann. Júgóslavar komust Dómarar leiksins, Palle Thoma- sen og Leif Eliasen frá Danmörku, voru mjög slakir. Þeir höföu lítil tök á leiknum, sérstaklega siöustu 15 mínúturnar, og högnuðust Júgó- slavar mun meira á dómum þeirra. Sigur Júgóslava var sanngjarn. Þeir léku mjög vel í síðari hálfleikn- um er þeir keyrðu upp hraöann í sókninni og sýndu sitt rétta andlit. Sigurinn var þó óþarflega stór. Júgóslavarnir skoruöu þrjú síöustu mörkin í leiknum eftir mikinn klaufaskap íslendinganna og þá setti grófur leikur ólympiu- meistarana Ijótan svip á þennan „vináttuleik“. Júgóslavarnir byrjuöu meö bolt- ann og Einar Þorvaröarson varöi glæsilega skot eins þeirra úr dauöafæri í fyrstu sókninni. Þor- bergur missti boltann í fyrstu sókn Islendinga og línumaöurinn Vuko- vic skoraöi fyrsta mark leiksins fyrir Júgóslava. Þess má geta til gamans aö allir leikmenn i byrjun- arliöi Júgóslavanna voru úr liöi Metalo Plastica Sabac, mótherja FH í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliöa. Siguröur góður En þrátt fyrir hverja stjörnuna af annarri i mótherjaliðinu voru það islendingar sem gáfu tóninn 15 fyrstu mínútur leiksins og um miöj- an hálfleikinn var staöan oröin 5—2 íslendingum í vil. Liöiö lék mjög „taktískan“ sóknarleik, mikiö var spilaö upp á aö láta Sigurö Gunnarsson enda sóknirnar og hann brást ekki. Hann stjórnaði sóknarleiknum mjög vel og skor- aöi falleg mörk og var Siguröur langbeztur útileikmanna íslands í leiknum. islendingar héldu þriggja marka forystu lengst af í fyrri hálf- leiknum. Þegar fjórar mínútur voru eftir var staöan 8—5 eftir þrumu- mark Siguröar Gunnarssonar. Mile Isakovic, hornamaöurinn stór- kostlegi, skoraði svo tvö siöustu mörk fyrri hálfleiks, þannig aö staöan var 8—7 í leikhléi. Sem dæmi um slaka frammi- stööu dönsku dómaranna má geta þess aö er 8 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik fengu íslendingar aukakast fyrir miöri punktalínu, og í staö þess aö stööva klukkuna eins og í lok leiksins í Laugardals- höll í gærkvöldi létu þeir hana ganga áfram. Júgóslavarnir þvældust fyrir islendingum og þaö var ekki fyrr en tíminn var runninn út aö islendingum gafst möguleiki til aö framkvæma aukakastiö. Þá varö aö skjóta beint aö marki og varnarveggur ólympiumeistaranna varöi skot Siguröar Gunnarssonar. Eins og áöur sagöi var vörn ís- lendinga með þá Þorbjörn Jens- son og Kristján Arason sem beztu menn mjög góö í fyrri hálfleik. Þeir náöu aö halda línumanninum heimsfræga, Vukovic, stórskyttun- um og hornamanninum Isakovic vel niöri og þá var ekki aö sökum aö spyrja. Fyrri hálfleikurinn var mun fastar leikinn en viöureign í Höllinni í gærkvöldi, en þó barna- leikur miöaö viö þaö sem á eftir kom. Klaufaskapur íslendinga Islendingar skoruöu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks, Bjarni Guö- mundsson og Þorbergur Aöal- steinsson, Isakovic skoraöi átt- Símamynd, Morgunblaðið/Sigurgeir. Bjarni Guömundsson svífur hér inn í teig af línunni og skorar annað af tveimur mörkum sínum. Símamynd, Morgunblaöiö/Sigurgeir Sigurður Gunnarsson, besti maður íslenska liðsins í gasr, skorar hér eitt af 8 mörkum sínum í leiknum, en leikurínn fór fram í Vestmannaeyjum. síöan yfir í fyrsta skipti frá því staöan var 2—1 er Vujovic skoraöi eftir gegnumbrot, en Bjarni svar- aöi um hæl og jafnaöi 13—13. Is- akovic kom Júgóslövum yfir, 14—13, og Vukovic skoraði 15. mark Júgóslava af línu. Staöan var þá 15—13 fyrir ólympíumeistarana er síðari hálfleikur var hálfnaöur. Þaö sem eftir var leiksins ein- kenndist af grófleika Júgóslava, slakri dómgæzlu Dananna tveggja og mistökum islendinga. Siguröur Gunnarsson minnkaöi muninn í 14—15 eftir góöa leikfléttu og ís- lendingar fengu síöan gullið tæki- færi til aö jafna leikinn er Bjarni fiskaði vítakast, en Kristján Arason vippaöi yfir mark Júgóslavanna. Vippaöi, já ótrúlegt hjá jafn leik- reyndum manni og Kristjáni aö reyna slíkt á þessu örlagaríka augnabliki gegn jafn frábærum markveröi og Basic. Júgóslavar skoruö tvö næstu mörk, fyrst Vujo- vic á 20. mínútu og síöan Retc 3'/2 mínútu seinna eftir mikinn gaura- gang á vellinum milli markanna. Siguröur Gunnarsson þrumaöi boltanum í júgóslavneska markiö, staöan þá 15—17 og 6 mínútur til leiksloka, og var þaö síðasta mark Islendinga í leiknum. Kristján Ara- son missti knöttinn tvívegis í næstu sóknum — Kristján var orö- inn örþreyttur lokamínúturnar, hann var inná allan leikinn, enda eini örvhenti útileikmaöurinn í sókninni og gat ekkert hvílst. Ruddaskapur leikmanna Tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok braut Mrkonja mjög gróf- lega á Guömundi Guðmundssyni er hann náöi boltanum í vörninni. Júgóslavanum sem þaö geröi var vikiö af leikvelli í tvær minútur en Sigurði Gunnarssyni, sem þá var utan vallar, fannst nóg komiö af ruddaskap ólympíumeist- aranna, hljóp inn á völlinn og réöst á Mrkonja. Dönsku dómurunum fannst þetta ekki sérlega vel til fundiö hjá Siguröi og sýndu honum rauöa spjaldiö. Skammt var til leiksloka er þetta geröist. i síöustu sókn islendinga var dæmd lína á Bjarna Guömundsson og síöan skoraði Isakovic síöasta mark leiksins. Eins og áöur sagöi léku Júgó- slavarnir mjög ruddalega í síöari hálfleik. Hnefarnir voru látnir tala nokkrum sinnum, þó alltaf þaö laumulega aö dómararnir sáu ekki tii og ef þeir svartklæddu ætluöu sér aö ræöa viö Júgóslavana voru þeir aö sjálfsögöu ætíö sakleysiö uppmálaö. Forráöamenn landsliösins voru mjög óhressir meö framkomu júgóslavnesku leikmannanna og létu þeir Bogdan Kowalczyk og Jón Hjaltalín Magnússon formaöur HSÍ þá skoöun sína berlega í Ijósi viö Ivan Snoj handknattleiksfröm- uðinn fræga og núverandi formann Handknattleikssambands Júgó- slavíu eftir leikinn. Voru hinir reiö- ustu en Snoj gat lítið sagt. „Hvað gátum viö gert, dómararnir leyföu þetta,“ sagöi Snoj. Siguröur Gunnarsson var lang atkvæöamestur islendinganna j sókninni í kvöld, skoraöi 6 guilfal- leg mörk og stjórnaöi sóknarleikn- um mjög vel í fyrri hálfleik. Bjarni Guömundsson, Þorbjörn Jensson og Kristján Arason skoruöu tvö mörk hver og Guömundur Guö- mundsson, Páll Ólafsson og Þor- bergur Aöalsteinsson eitt mark hver. Snillingurinn Isakovic skoraöi 8 mörk fyrir Júgóslava og lék frá- bærlega. Vukovic, Vujovic og Kuzmanowzki skoruöu þrjú mörk hver, Mrkonja geröi tvö og Remc eitt. Júgóslavarnir náöu sér mjög vel á strik í seinni hálfleik, vörn þeirra var frábær, þeir juku hraöann gíf- urlega í sókninni, hver leikfléttan rak aöra þannig aö oft var unun á aö horfa. Varla þarf aö taka fram aö lið þetta er stórkostlega gott, en fantaskapur leikmanna þess setti Ijótan blett á leikinn. Kommu of lítiö LEIÐRÉTTA ber eina villu í frásögn minni af leik islands og Júgóslavíu í blaöinu í gær — hún er smá en skiptir talsveröu máli. Setning sú er um ræöir á aö vera svohljóö- andi: „Þetta liö leikur mun skemmtilegri handknattleik en t.d. heimsmeistarar Sovétmanna hér í fyrravetur — þaö var vél, þetta er eitthvað annaö ..." Oröiö vél varö aö vel í blaöinu. — SH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.