Morgunblaðið - 14.02.1985, Page 4

Morgunblaðið - 14.02.1985, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 2. umferð afmælismóts Skáksambandsins: Spassky vann en athygli manna beindist að Moskvu BOKIS Spassky, fyrrum heims- meistari í skák, sigraði hinn unga Dana, Curt Hansen, örugglega í 2. umferð afmælismóts Skáksam- bands íslands og var það eini sigur- inn, sem vannst í gærkvöldi á Hótel Loftleiðum. Þremur skákum lyktaði með jafntefli, viðureignum Jóhanns Hjartarsonar og Vlastimil Hort, Van der Wiel og Jóns L. Árnasonar og Karls Þorsteins og Helga Ólafs- sonar. Tvær skákir fóru í bið — viðureign Bents Larsen og Mar- geirs Péturssonar og Arthurs Yus- upov og Guðmundar Sigurjónsson- ar og standa íslendingarnir höllum fæti. Viðureign Margeirs og Larsens vakti mesta athygli áhorfenda á Hótel Loftleiðum. Margeir beitti Tartakover-vörn gegn drottn- ingarbragði Danans. Mönnum þótti Margeir ná undirtökunum, en Larsen er harður skákmaður og var greinilega ákveðinn í að ná að leggja Margeir að velli í fyrsta sinn. Þeir hafa tvívegis áður leitt saman hesta sína — fyrst á Reykjavíkurskákmótinu 1978 og vann Margeir þá í eftirminnilegri skák og á svæðamótinu í Gausdal og aftur vann Margeir í hörku- skák. Það var greinilegt að Lar- sen taldi sig eiga harma að hefna. Hann náði frumkvæðinu undir lok setunnar og á hættuleg frípeð. Annars var annar atburður fjarri Reykjavík mönnum ofar- lega í huga. Sú ákvörðun Flor- encio Campomanesar, forseta FIDE, að fresta heimsmeistara- einvígi Anatolys Karpov og Garri Kasparovs í Moskvu um óákveð- inn tíma. Menn voru á einu máli um, að með þessu hefði forsetinn grímulaust brotið allar reglur um einvígi um heimsmeistaratitilinn. „Kasparov er réttlaus — það er augljóst mál. FIDE og sovésk skákyfirvöld draga augljóslega taum Karpovs með þessari ákvörðun," sagði forustumaður innan skáksambandsins. Campomanes var í Abu Dubai við Persaflóa í byrjun vikunnar, þegar fréttist af misklíð i Moskvu, Karpov kvartaði sáran undan aðstæðum á nýjum keppn- isstað. Eins þótti Karpov þreytt- ur, beinlínis kominn að fótum fram á meðan Kasparov lék við hvern sinn fingur. Heimsmeistar- inn hafði ekki unnið skák frá í nóvember á sama tíma og áskor- andinn hafði unnið þrjár skákir. Campomanes flaug í skyndi til Moskvu og ákvörðun hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Með henni braut forsetinn allar reglur um einvígið. Um þetta skeggræddu menn og þótti ein- sýnt að forsetinn gerði það sem sovésk skákyfirvöld skipuðu og að „sovéska kerfið“ hefði gripið i taumana til þess að forða „sínum manni" frá ósigri. — HH. Sji frétt um ákvörðun Campomanesar að fresta einvíginu á bls. 29. 2. umferð: Hvítt: Boris Spasskij Svart: Curt Hansen Caro-Kann 1. e4 — c6 2. d4 — d5, 3. Rc3 Lokaða afbrigðið, 3. e5, hefur verið mjög vinsælt að undan- förnu, en Spasskij velur gamla góða afbrigðið. 3. — dxe4, 4. Rxe4 — Bf5 Hansen teflir ekki uppáhalds- afbrigði Larsens, 4. — Rf6, 5. Rxf6+ — gxf6, enda er sá fyrr- nefndi varkár skákmaður. 5. Rg3 — Bg6, 6. h4 — h6, 7. Rf3 - Rd7 Svartur verður að koma í veg fyrir 8. Re5. 8. h5 - Bh7, 9. Bd3 — Bxd3, 10. Dxd.3 — e6, 11. Bd2 — Rgf6, 12. 0-0-0 — Dc7, 13. Re4 Annað afbrigði er hér 13. De2 - 0-0-0, 14. Re5 - Rb6, 15. Ba5 — Hd5, 16. Bxb6 — axb6, 17. c4 og hvítur hefur rýmra tafl. 13. — 0-0-0, 14. Rxf6 — Rxf6, 15. De2 — Bd6, 16. Kbl — Hhe8, 17. c4 — c5, 18. Bc3 — Dc6 Þessi leikur Hansens reynist illa. Til greina kom að leika 18. — cxd4,19. Rxd4 — a6 o.s.frv. 19. Re5! — Bxe5 Eða 19. - Dxg2, 20. Rxf7 o.s.frv. eða 19. — Dc7, 20. f4 ásamt g4 og g5 með þröngri stöðu fyrir svart. Ekki gengur 19. — De4+?, 20. Dxe4 — Rxe4, 21. Rxf7 - Rxf2, 22. Rxd8 - Hxd8, 23. dxc5 — Rxdl, 24. Hxdl og hvítur vinnur. 20. dxe5 — Re4 Svarti riddarinn lendir nú í slæmri stöðu, en eftir 20. — Rd7, 21. Dg4 - Hg8, 22. Hd6 hefur hvítur yfirburðastöðu. 21. Hxd8+ — Hxd8, 22. Bel Einfalt og sterkt. Svarti ridd- arinn á e4 á enga góða reiti. 22. - Dd7, 23. Kcl Ekki 23. Dxe4? — Ddl, mát. 23. — l)d3 Svartur á ekkert betra vegna hótunarinnar 24. Ba5 ásamt 25. Dxe4. 24. Dxd3 — Hxd3, 25. Í3 — Rg5, 26. Bc3 — b6, 27. Kc2 — Hd7, 28. Hh4! Með markvissri taflmennsku hefur Spasskij byggt upp vinn- ingsstöðu. Daninn getur ekki komið í veg fyrir gegnumbrot á kóngsvæng. 28. — Hd8, 29. Hg4 — Hg8, 30. Bd2 — g6 Engu betra er 30. — Rh7, 31. Bxh6 o.s.frv. 31. Hg3 — Hh8 Svartur tapar manni eftir 31. — gxh5, 32. f4 32. hxg6 — fxg6, 33. f4 og Hansen gafst upp, því eftir 33. — Rf7, 34. Hxg6 hefur hann tapað peði án nokkurs mótspils og vinningurinn því aðeins tæknilegt atriði fyrir Spasskij. Biðstaðan í skákinni Larsen-Margeir Svartur lék biðleik 1 1 unum _ ___—i— v%o«,n ■' :oa"c,nG ð> veróur stórttostt®? SSjga- 1 somuKepP™- l,i lCÍ \R \ cáxíairel'3 j Bro«dw»y'«'»u ^ \ F,u9l..ö» * .^ongunvö. I \ Du9.W*'n«;a1"*!evr.Kr*2«'' \ \ * ’e,M' 1 «i4 a| artifY99ur fersK Morgunblaðið/Július Laugavegur sem svell er vatnsleiðsla sprakk og ökumaður BMW missti stjórn á bifreið sinni VATNSLEIÐSLA undir Lauga- fyrir austan Hlemm með þeim af- vegi sprakk laust fyrir hádegi í leiðingum að hún lenti á handriði. gær og rann elfur niður Laugaveg- Ökumaðurinn skarst á enni og var inn inn á Hverfisgötu. Hálka fluttur í slysadeild. Bifreiðin myndaðist á götunni og missti skemmdist talsvert og varð að ökumaður BMW-bifreiðar stjórn á draga af slysstað. bifreið sinni í hálkunni skammt Guðmundur J. Guðmundsson: Ungt fólk fullt af angist og skelfingu „ÞAÐ er mjög áberandi að það er stór hópur fólks, allt frekar ungt fólk, sem er fullt af angist og skelf- ingu. Það er rangt að segja að þarna sé aðeins um húsbyggjendur að ræða, því það er ekki síður fólk sem hefur keypt húsnæði," sagði Guð- mundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands fslands og Dagsbrúnar, er hann var spurður álits á stöðu þeirra sem orðið hafa fyrir aukinni greiðslubyrði lífeyris- sjóðslána og annarra verðtryggðra lána. Guðmundur sagði ennfremur: „Þetta fólk virðist ekki hafa áttað sig á vígitölukerfinu, eða láns- kjaravísitölunni. Næsta skref held ég að geti orðið, að stór hópur hreinlega gefist upp, ef ekkert kemur til. Þarna er ekki aðeins um lífeyrissjóðslán að ræða heldur ennfremur bankalán. Þetta hryn- ur yfir fólk þessa dagana." Aðspurður um hvað til þyrfti að koma sagði Guðmundur: „Eg held að það sé óhjákvæmilegt að gera ráðstafanir i þessum málum. Menn átta sig ekki á lánskjara- vísitölunni og sérstaklega á seinni hluta síðasta árs.“ Viðurkenna smygl á kílói af hassi TVEIR piltar um tvítugt hafa við- urkennt ólöglegan innflutning og sölu á einu kílói af hassi. Þeir voru handteknir um helgina, annar á ísafirði og hinn í Reykjavík. Pilt- arnir höfðu selt fíkniefnin þegar þeir voru handteknir. Þeir keyptu hassið í Hollandi og smygluðu inn i landið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.