Morgunblaðið - 14.02.1985, Síða 31

Morgunblaðið - 14.02.1985, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 31 Þessi mynd er tekin af Clive Ponting og Sally eiginkonu hans í London eftir að sýknudómur hafði gengið í máli hans. Ponting-málið: Thatcher ber af sér sakir á storma- sömum þingfundi London, 12. febrúar. AP. MARGARET Thatcher forsætis- ráðherra varði í dag hin ströngu lög landsins um þagnarskyldu opinberra starfsmanna, en í gær var háttsettur embKttismaður í varnarmálaráðuneytinu, Clive Ponting, sýknaður af ákæru um að hafa gerst brotlegur við þessi lög með því að afhenda stjórnarand- stöðuþingmanni skjöl, sem vörð- uðu það, hvernig breskur kafbátur sökkti argentínsku herskipi í Falk- landseyjastríðinu 1982. Á stormasömum þingfundi sökudu þingmenn stjórnarand- stöðunnar ríkisstjórnina um að hafa af ásettu ráði gefið villandi upplýsingar um atburðinn, auk þess sem forsætisráðherrann hefði í eigin persónu fyrirskipað lögsóknina á hendur Ponting eft- ir uppljóstrun hans. Margaret Thatcher vísaði báð- um þessum ásökunum á bug. Norðmenn missa af Sleipnissamningi Ósló, 13. frhrusr Krá jan Erik Lnure, fréttariura Mbl. „VIÐ þurfum ekki á Sleipnis-gasinu að halda.“ Með þessari stuttaralegu yfirlýsingu kváðu bresk stjórnvöld upp dauðadóminn yfir Sleipnis- samningnum en samkvæmt honum áttu Norðmenn að fá 220 milljarða nkr. fyrir gassölu til Breta fram til aldamóta. meginlandinu en þangað er þó miklu lengra en til Bretlands. Mesta áfallið fyrir Norðmenn I kjölfar samningsslitanna er það, að nú verður hætt að sinni við fyrirhugaða olíuvinnslu á Sleipn- is-svæðinu. Sleipnis-samningurinn var sá mesti, sem Norðmenn hafa gert, en þegar í ljós kom, að 20% meira gas fengist úr bresku gaslindunum í Norðursjó en talið hafði verið sögðu Bretar nei. Hefur þetta mál valdið nokkurri óánægju í Noregi og Willoch, forsætisráðherra, og Statoil, ríkisolíufélagið, verið harðlega gagnrýnd fyrir það hvernig að samningnum var stað- ið. Er Statoil sakað um að hafa haldið verðinu allt of háu á sama tíma og gasverðið hefur verið á niðurleið. Káre Kristiansen, olíu- og orkumálaráðherra, fær einnig sinn skammt vel úti látinn en þyk- ir hafa talað mjög af sér í haust þegar málin voru á viðkvæmu stigi og fært Bretum það vopn í hendur, sem þeir þurftu á að halda. Sagði hann þá, að Norð- menn væru tilbúnir til að ræða nýjan samning og tóku Bretar hann á orðinu með fyrrgreindri niðurstöðu. Norðmenn hafa að vísu ekki tapað neinu fé því að gasiö bíður síns tíma en hann kann að vera langt undan. Hugsanlega tekst seinna að selja það á evrópska Reif hluta Kínamúrsins IVkÍBK, 12. febriíar. AP. LEIÐTOGI Kommúnistafiokks- ins í kínverska smábænum Bataizi í Shanxie-sýslu hefur verið dKmdur í fjársekt fyrir að rífa niður 61 meters kafla af Kínamúrnum og nota grjótið til að reisa mannvirki á lóð sinni. Auk þess að greiða sekt að and- virði 71 Bandaríkjadollara, var leiðtoganum gert að flytja opinb- era niðurrifsræðu um sjálfan sig á þeim stað þar sem hann lét greipar sópa úr múrnum. Fjöl- menni var gert skylt að mæta á staðinn og hlýða á töluna. Múrinn gamli er kominn til ára sinna, sá hluti sem leiðtog- inn umræddi skemmdi var reistur upp úr 1368, í tíð Ming-keisaraveldisins. Víða er hann að hruni kominn, en yf- irvöld í Kína eru að undirbúa herferð til að endurnýja hann þar sem þörfin er brýnust. Sala á íslenskri þekkingu og hugviti erlenais NÁMSTEFNA HALDIN í ÁTTHAGASAL HÓTEL SÖGU MIÐVIKUDAGINN 20. FEBRÚAR 1985. 1330 Námstefnan sett. - Sigurður R. Helgason, formaður SF( 13:40 Þörfin fyrir nýsköpun í íslenskum útflutningsgreinum og möguleikar íslendinga á sviði hugvitsútflutnings - Steinar Berg Björnsson, formaður Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. 14 oo Starfsumhverfi fyrirtækja í hugvitsútflutningi - Magnús Gunnarsson, Vinnuveitendasambandi íslands 14:15 íslensk verkefni á sviði hugvits- útflutnings og framtíðarmöguleikar - Andrés Svanbjörnsson, Virkir hf. - Edgar Guðmundsson, Mát hf. - Brynjólfur Bjarnason, Bæjarútgerð Reykjavíkur 15:00 Hlé 15:30 Hlutverk fjármagnsmarkaðarins; þörfin fyrir áhættufjármagn við fjár- mögnun á nýjum útflutningsgreinum - Gunnar Helgi Hálfdánarson, Fjárfestingarfélagi íslands 15:45 Pallborðsumræður: Hvaða aðgerða er þörf nú til að hvetja til og stuðla að aukinni nýbreytni í íslenskri útflutningsstarfsemi og hvernig má nýta þær hugmyndir og fróðleik sem hér hefur komið fram. - Þráinn Þorvaldsson, Útflutningsmiðstöð iðnaðarins - Ingimar Hansson, Rekstrarstofan - Ólafur Gíslason, ístak hf. - Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra. Stjórnandi umræðna: Þórður Friðjónsson, Forsætisráðuneytinu. 16:30 Námstefnuslit TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 ASTJÓRNUNARFÉUVG Aaíslands ær BJABN UAGUR'AUGL TEMflSTOFA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.