Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 Hvernig starfar Rauði krossinn? Námsstefna Rauða kross ísiands um starf- semi félagsins og alþjóðasamtakanna. Laugardaginn 16. febrúar verður haldin náms- stefna um starfsemi Rauða kross íslands á inn- lendum og erlendum vettvangi og einnig verður starf Alþjóðasamtaka Rauða krossins kynnt. Tilgangurinn með þessari námsstefnu er að koma til móts við þá sem vilja fræðast um Rauða kross- inn og hina víðtæku starfsemi sem fram fer á vegum félagsins og Alþjóðasamtakanna um allan heim. Rauöi krossinn er nú starfandi í 135 ríkjum heims og eru félagsmenn um 250 milljónir. Námsstefna RKÍ er öllum opin og er framhalds- skólanemendum og kennurum sérstaklega bent á þetta tækifæri. Geta má þess að í vor verður námskeiö fyrir verð- andi sendifulltrúa RKÍ og verður sagt frá því og ýmsu öðru er varðar möguleika ungs fólks til starfa í þróunarlöndunum. Þeir, sem hyggjast taka þátt í námsstefnunni, veröa að tilkynna þátttöku til aðalskrifstou Rauða kross islands í síma 26722. Námsstefnan verður haldin að Nóatúni 21, kl. 14—18 laugardaginn 16. febrúar. Dagskrá: 1. Yfirlit yfir starfsemi Rauöa krossins innan lands og utan. Jón Asgeirsson. framkvæmdastjóri Rauða kross íslands. 2. Stofnun og saga Rauða krossins. Siguröur Magnússon fulitrúi RKi. 3. Með mannuö til friöar. Björn Friöfinnsson stjórnarmaöur RKi. 4. A Plea for Humanity. Kvikmynd. 5. Neyöarhjálp/þróunaraöstoö/fyrirbyggjandi aögerðir Jakobina Þóröar- dóttir, deildarstjóri i alþjóöadeild RKi. 6. Fjármögnun startsins og nýting söfnunarfjár. Hannes Hauksson. deildar- stjóri í fjármáladeild RKi. 7. Ungliðahreyfing RKÍ. Hólmfriöur Gisladóttir, deildarstjóri i fólags- og heil- brigóismáladeild RKÍ. 8. Kynningarkvikmynd RKÍ. 9. Umræöur. 10. Námsstefnuslit. ÞESSAR FALLECU VARADEKKSHLÍFAR FÁST HJÁ OKKUR — þægilegar í notkun — — veðrast ekki — — auðvelt að hreinsa — Víetnamar umkringja vígi Rauða Khmera Aranayaprathet, 13. febrúar. AP. TÍU M SIIND víetnamskir hermenn sóttu í gær art varnarvirkjum Raurtra Khmera í fjöllum Vestur-Kambódíu og eru nú í aðeins sex kflómetra fjarlægrt frá þeim art sögn thailenzka hersins. Raurtu Khmerarnir svöruðu mert harrtri fallbyssuskothrírt. Tvö þúsund víetnamskir her- menn sækja í átt til Phnom Malai úr þremur áttum og reyna að inni- króa skæruliða við thailenzku landamærin. Víetnömsku her- mennirnir, sem eru úr 7., 8. og 59. herfylkinu, hafa umkringt stöðvar skæruliða í Phnom Malai og Khao Din. Árásirnar stóðu í 12 tíma og fylgdu í kjölfar óvenjulega harðr- ar stórskotahríðar Vietnama. Hún varð til þess að Rauðir Khmerar hörfuðu úr nokkrum útvirkjum til nálægra hæða. Árásirnar leiddu til þess að a.m.k. 8.000 óbreyttir borgarar neyddust til að flýja inn í Thailand. Tvö þúsund manna sóknarlið Víetnama, sem svaraði ekki skothríð Rauðu Khmeranna, sótti til staðar, sem er 16 km suðaustur, sjö km suður og sex km austur af Phnom Malai. Fjögur þúsund skæruliðar eru til varnar í Phnom Malai og hafa varið stöðina síðan 1981 þrátt fyrir blóðugar árásir Víetnama. Thailendingar segja að tilgang- ur Víetnama sé að einangra aðal- stöðvar Rauðra Khmera í Phnom Malai, en skæruliðar hafi sýnt að þeir muni berjast og ekki hörfa. David Lange: Staðfestir trygg- lyndi Nýja-Sjálands Sydney, ÁstraJíu, 12. febrúar. AF. DAVID Lange, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagrti í samtali við ástralska sjónvarpið í dag, að þrátt fyrir að stjórn hans hefði bannart kjarnorkuvopnuðum bandarískum herskipum art leggjast að nýsjá- lenskum höfnum, yrði landið aldrei hlutlaust erta fráhverft vestrænni samvinnu. „I>art yrrti kúvending og ekki að skapi alls þorra almennings í landinu," sagði Lange. „Samband okkar við Vestur- lönd, Bandaríkin og Ástralíu er mjög náið og svo verður áfram, það eru löndin sem við höfum allt- af átt samleið með,“ sagði Lange. Bann það sem hann setti á banda- rísku herskipin kom á sama tíma og Bob Hawke forsætisráðherra Ástralíu var að undirbúa opinbera heimsókn til Bandaríkjanna og voru uppi vangaveltur um það hvort Bandaríkin og Ástralía myndu fordæma Nýja-Sjáland fyrir viðhorf sitt og jafnvel hvort hernaðarbandalagið „Anzus“ myndi leysast upp eða veikjast til muna. Þeir Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti og Hawke fullvissuðu hins vegar hvern sem vita vildi, að Anzus væri síður en svo liðið und- ir lok og engar ákvarðanir um viðbrögð við viðhorfi Nýsjálend- inga yrðu teknar fyrr en í júlí, er ráðherrafundur Anzusríkjanna yrði haldinn í Canberra í Ástralíu. Sovétríkin hylltu mjög Lange fyrir „dirfsku sína og ákveðni" á dögunum, en um það sagði Lange: „Ég tek nú ekki mikið mark á fólki sem brosir við manni á einu sviði, en grefur undan fótum manns á öðrum." Hann bætti við að sann- færing sín yrði alltaf hin sama, öryggi Nýja Sjálands væri frekar ógnað með tilvist kjarnorkuvopna í landinu, þvi myndu stjórnvöld koma í veg fyrir slíkt, „það skiptir MARGARET Thatcher, forsætisrárt- herra Breta, hefur sent forsætis- rártherrum Norrturlanda bréf vegna ályktunar, sem þeir gerrtu á fundi sínum í Reykjavík í desember sl. um afstörtu breskra stjórnvalda til aö- gerrta gegn „súru regni“. 1 bréfinu segir Thatcher að hún sé sammála norrænu forsætisráð- herrunum um nauðsyn átaks, al- þjóðlega og innan hvers þjóðríkis, til að draga úr mengun andrúms- loftsins. Bendir hún á, að Bretum hafi orðið mikið ágengt á þessu sviði heima fyrir. Breski forsætisráðherrann segir nauðsynlegt að hindra útrennsli brennisteinsdíoxíðs og nituroxíðs frá verksmiðjum og bifreiðum og það sé stefna bresku ríkisstjórnar- innar að draga úr þessari loft- mengun um 30% fram til alda- móta og er þá miðaö við ástandið 1980. Jafnframt verði lagt til at- lögu við annars konar mengun andrúmsloftsins. í því sambandi bendir Margaret Thatcher á, að nýlega ákvörðun Evrópubanda- lagsins að setja blýlaust bensín á í sjálfu sér litlu máli hverrar þjóðar kjarnorkuvopn þurrka út Nýja-Sjáland ef út í það fer,“ sagði Lange. markað ekki síðar en 1989, megi rekja til frumkvæðis Breta fyrir einu og hálfu ári. Loks segir í bréfinu að breska ríkisstjórnin óski eftir að eiga hér eftir sem hingað til náið samstarf við ríkisstjórnir á Norðurlöndum um baráttuna gegn loftmengun. Ætluðu að selja eld- flaugakerfi Los Angeles, 13. febrúar. AP. Alríkisdómstóll lagrti í gær, þriðju- dag, fram kærur á hendur fimm mönnum fyrir að hafa ætlart að selja útsendurum lögreglunnar hluta úr Hawk-eldflaugakerfi. Kærurnar koma í kjölfar rann- sóknar, sem bandaríska tollgæsl- an hefur staðið fyrir í heilt ár, að sögn embættismanna. Thatcher svarar forsætisráðherrum Norðurlanda: Vill samstarf um bar- áttu gegn loftmengun Vísindamenn andvígir varnarkerfi í geimnum Wanhington, 12. tebrúar. AP. HÓPUR vísindamanna sem hefur rannsakað gaumgæfilega tæknilegu hlirtarnar á hugmyndum Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta á varnark- erfi gegn kjarnorkuvopnum í geimnum, er sammála um að vankantarnir séu of margir til þess að íhuga málið fyrir alvöru. Nefndin starfaði á vegum samtaka bandarískra vísinda- manna og sendi frá sér greinar- gerð í dag. Þar kom fram, að slíkt fyrirtæki sem hér um ræðir myndi kosta bandarfsku þjóðina að minnsta kosti 70 milljarða dollara næstu 10 árin, auk þess sem slíkt varnarkerfi myndi ekki koma í veg fyrir hugsanlegar kjarnorkuárásir á Bandaríkin, og áætlun um að koma slíku kerfi á fót myndi skemma sam- komulagslíkur við Sovétríkin í afvopnunarmálum. Fleiri gallar voru tíndir til, vígbúnaðar- kapphlaupið myndi í raun æsast og samheldni innan NATO myndi dofna. Vísindamennirnir telja vænlegra til árangurs að halda áfram á sömu braut, að semja um fækkun vopna af öll- um tegundum, slíkt myndi draga úr líkunum á „gerræðislegum aðgerðum þar sem einhver aðili myndi í fljótfærni nota kjarn- orkuvopn", eins og stóð í skýrsl- unni. Ronald Reagan Bandaríkja- forseti hefur ítrekað lýst yfir að hann hætti ekki við áætlanir um varnarkerfi gegn kjarnorku- vopnum í geimnum og hann hef- ur beðið þingið að samþykkja 3,7 milljarða dollara fjárveitingu til rannsókna á fjárlagaárinu 1986. Óvíst er um úrslit málsins á þinginu og í Evrópu eru ýmis bandalagsríki Bandaríkjanna tvístígandi. Bretland og Vestur- Þýskaland hafa þó lýst yfir full- um stuðningi við Bandaríkin, en jafnframt sagst vongóð um að komandi afvopnunarviðræður gangi sem best.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.