Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 Aldraðir í kvikmyndahúsi á „Lífið er saltfiskur“ „Gaman að sjá handbrögðin og umhverfid" Þetta kannast ég nú við, þarna er hún Jóna að verka, munið þið eftir þessu ... Eitthvað þessu líkt gall við öðru hverju úr salarkynn- um Laugarásbíós ekki alls fyrir löngu þar sem nokkur fjöldi aldr- aðs fólks var saman kominn til að horfa á kvikmyndina „Lífið er salt- fiskur**. Kvikmyndinni er skipt í þrjá hluta og er siðasti hluti myndar- innar byggður upp á gömlum heimildarmyndum og það kom á daginn að margir af gestunum f gær könnuðust vel við vinnu- brögðin og umhverfið. Blm. innti nokkra þeirra f lok sýningar eft- ir því hvernig þeim hefði líkað myndin. Gunnar Breiðfjörð 1‘órarinsson skipstjóri: „Kannaðist við mörg handtökin“ „Frábær mynd, hreint út sagt. Ég var nú á togara f 42 ár og þaraf i 23 ár sem skipstjóri þannig að ég kannaðist við mörg handtökin, og þeir gleymdu engu í þessari mynd, hún er eins full- Morgunblaöiö/Bjarni Gunnar Breiðfjörð Þórarinsson komin og hugsast getur. Lengst af var ég á Þorsteini Ingólfssyni hjá Bæjarútgerðinni en um tíma einnig t.d. á Agli rauða frá Norð- firði. Þetta var Ijómandi gaman að sjá þessa mynd, maður upp- lifði gömlu árin að sumu leyti Málfríður Stefánsdóttir aftur. Þetta er nú lítil vinna í dag sérstaklega á togurunum ef maður miðar við gamla daga. Ég var á nýsköpunartogara um tíma en er nú kannski ekki svo mjög inni í handbrögðum frá þeim tíma og líkar þau gömlu Sigþrúður Jónsdóttir betur. Konan mín, Lilja Krist- dórsdóttir, vann um tima við að þurrka saltfisk f Alliance, Bald- ursstöðinni svokallaðri, þannig að við vitum á mínum bæ hvað það er að vinna við saltfisk." Málfríður Stefánsdóttir: „Kom svo margt til sög- tinnar sem ég þekkti“ „Þetta var alveg dásamlegt. Maður gleymdi sér einfaldlega, svo góð var myndin. Það er óhætt að segja að maður hafi upplifað gömlu dagana aftur. Það kom svo margt til sögunnar sem ég þekkti, bæði fólk og vinnubrögð. Þetta var nú eigin- lega eina vinnan sem manni bauðst í þá daga og það var gam- an í henni og oftast mikið líf og fjör í tuskunum. Ég vann í salt- fiskverkun á ísafirði frá árinu 1934 til um 1940. Verkstjórinn minn var Jón Andrésson og mað- ur byrjaði sjö á morgnana og vaskaði en oft þurfti maður að byrja á því að brjóta klaka ofan af körfunum. Ég vann líka í Hafnarfirði hjá Jóni Gíslasyni sem síðar var nefnt Frost hf. Þá voru verkunarvélar komnar til sögunnar og svo söltuðum við og stöfluðum, til skiptis." Sigþrúður Jónsdóttir: „Mjög fróðleg mynd“ „Myndin var sérstaklega skemmtileg og mjög fróðleg. Það var gaman að fá að sjá og fylgj- ast með því hvernig þetta gengur fyrir sig frá því að fiskurinn er veiddur og fyrsta höndin snertir hann og þangað til hann er kom- inn á borðið tilbúinn hjá er- lendum fjölskyldum. Ég vann á sínum tíma við saltfiskverkun og hafði gaman af því að sjá hand- brögðin og umhverfið. Þetta er allt orðið svo miklu léttara í dag þ.e.a.s. vinnan og það er reyndar allt gott og blessað." Guðmundur Auðunsson, frá Landssambandi mennta- og framhaldsskóla, og Hafdís Valdimarsdóttir, frá Iðnnemasambandi íslands. íslenzkir framhaldsskólanemendur: Guðmundur Auðunsson með fyrsta veggspjaldið af fjórum, sem dreift verður til kynningar á verkefni framhaldsskólanema. Gefa æskufólki í Suður- Afríku dag úr lífi sínu NEMENDASAMTÖK á Norðurlöndum hafa á undanfórnum árum í sam- vinnu við hjálparstofnanir kirknanna í viðkomandi löndum staðið fyrir verkefn- um til stuðnings æsku þriðja heimsins. Fyrir tveimur árum kom upp sú hug- mynd að í tilefni af ári æskunnar 1985 yrði í fyrsta sinn unnið á samnorrænum grundvelli og var kynþáttaaðskilnaðarstefna stjórnvalda { Suður Afríku valin sem verkefni. Hér á landi munu Iðnnemasam- band íslands og Landsamband mennta- og framhaldsskóla í sam- vinnu við Hjálparstofnun kirkj- unnar og nefnd vegna alþjóðaárs æskunnar vinna að kynningu á þessu verkefni. „Þetta er í fyrsta skipti sem nemendur á tslandi og í Færeyjum taka þátt í samstarfi við hinar Norðurlandaþjóðirnar á þessu sviði,“ sagði Guðmundur Auðuns- son, frá Landsambandi mennta- og framhaldsskóla. „Megintil- gangurinn með þátttöku í þessu verkefni er tvíþættur; að vekja fólk til umhugsunar um kynþátta- aðskilnaðarstefnu og vinna aö fjársöfnun til stuðnings þeim sem verða fyrir henni eða eru land- flótta vegna hennar." Hápunktur verkefnisins verður 21. mars, en þann dag mun fyrir- tækjum, vinnuveitendum og al- menningi verða boðinn vinnu- kraftur námsfólks gegn greiðslu lágmarkslauna. Námsfólk og hjálparstofnanir kirknanna á íslandi og í Færeyj- um hafa ákveðið i samráði við Samkirkjuráð S-Afríku að fénu, sem safnast, verði veitt til æsku- lýðsdeildar samkirkjuráðsins, en framkvæmdastjóri samtakanna er Desmond Tutu, sem hlaut friðar- verðlaun Nóbels 1984. Verður fénu varið til æskulýðsstarfs samtak- anna og uppbyggingu menntamála á þeirra vegum. Til viðbótar þeim fjármunum sem safnast fyrir dagsverkið er í ráði að hafa al- menna söfnun 21. mars. „Forsenda þess að verkefnið takist vel er góð kynning," sagði Hafdís Valdimarsdóttir frá Iðn- nemasambandi Islands. „í hverj- um skóla verða skipaðar 5 til 6 manna nefndir, sem eiga að sjá um að koma á framfæri upplýs- ingum um málefnið til nemenda. Haldnir verða fundir í skólunum og kynningarritum dreift. Þar sem því verður komið við verður náms- efnið tengt þessu verkefni, eins og til dæmis í félagsfræði eða sögu.“ „Við höfum orðið vör við mikinn áhuga á þessu verkefni í skólum landsins. Þátttakan ætti því að verða góð, en hún er bundin við framhaldsskóladeildir,“ sagði Guðmundur Auðunsson. „Á hinum Norðurlöndunum, þar sem unnið hefur verið að svipuðum verkefn- um undanfarin ár, hefur þátttak- an aukist með hverju ári. Nem- endum eru gefnar frjálsar hendur með það hvernig þeir afla fjár í söfnunina. Hvort þeir bjóða t.d. upp á uppákomur eins og að skóla- kórar syngi fyrir fyrirtæki eða einstaklinga, eða taka að sér að þvo bíla, líta eftir börnum eða hreinsa til í geymslum hjá þeim sem þess óska. Þetta er í raun spurning um að nemendur gefi æskufólki í S-Afríku, sem er beitt misrétti vegna kynþátta stefnu stjórnvalda, einn dag úr lífi sínu. Með öðrum orðum að „æska hjálpi æsku““. Að sögn Guðmundar Einarsson- ar framkvæmdastjóra Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, hefur þetta verkefni vakið mikla athygli í S-Afríku og verið mönnum þar, sem vinna gegn stefnu stjórnvalda í kynþáttamálum, mikil hvatning. „Okkur er það mikið ánægjuefni að samtök nemenda skulu hafa valið okkur til samstarfs á ári æskunnar, en þátttaka þeirra í þessu verkefni sýnir að íslensk æska er á varðbergi gegn þessu óréttlæti, sem kynþáttamisréttið er,“ sagði Guðmundur Einarsson. Vestmannaeyjar: Stöðug loðnulöndun í skugga verkfallsboöunar Venimannaeyjum, 12. febrúar. MIKIL loúnulöndun er hér um þessar mundir og fjörugt athafnalíf samfara henni. Löndunin er nær stöðug og vaktavinna í bræðslunum. Hins vegar vofir yfir okkur eins og öðrum skuggi boóaðs sjómannaverkfalls, en menn vonast til þess í lengstu lög að ekki komi til þess. Samtímis er landað úr þremur bátum, tveimur hjá FIVE og einum hjá FES og um leið og löndun er lokið úr einum bátnum er öðrum þegar í stað rennt undir löndunar- dælurnar og loðnan, glansandi og ilmandi úr hafinu, rennur í stríðum straumum í þrærnar. Unnið er á vöktum í bræðslunum. Flestallir bátarnir sem hingað hafa komið til löndunar hafa verið með fullfermi og það hefur verið tilkomumikil sjón að sjá þessi glæsilegu fiskiskip renna inn um hafnarmynnið alveg á stefninu, svo við lá hjá sumum að loðnan flæddi út af skipunum. Sem dæmi um góðan afla má geta þess að Hilmir SU landaði hér rúmlega 1300 tonnum og Sigurður RE rúm- lega 1200 tonnum og fleiri bátar voru með mjög góðan afla. Að sögn sjómanna er loðnan nú á talsverðri ferð vestur með landinu og skipstjórar sem voru að búa sig til brottfarar úr höfn í kvöld bjugg- ust fastlega við að mæta loðnu- göngunni við Hrollaugseyjar. Svo það er bjart framundan um frekari uppgrip í loðnunni hér í bæ hvað veiðarnar varðar og menn farnir að renna huganum til frystingar á loðnu þegar hrognafylling verður viðunandi. Besti tíminn fyrir marga er því framundan, en þá ber líka dökkan skugga á. Um næstu helgi skellur á verkfall sjómanna og þá t stöðvast loðnuflotinn sem og önnur fiskiskip hafi ekki samningar náðst fyrir kl. 18 á sunnudaginn. Það er því talsverður kvíði í mönnum og allir vona að til stöðvunar flotans þurfi ekki að koma, en fari svo í versta falli þá mun loðnan synda hér framhjá óáreitt til síns ákvörð- unarstaðar þar sem hún endar lífs- feril sinn eftir að hafa lokið skyldu- verki sínu við móður náttúru. - hkj. Nýr framkvæmdastjóri Lúterska heimssambandsins NORSKI íslandsvinurinn Gunnar Johan Staalsett hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Lúterska heims- sambandsins af Carl H. Mau, sem lætur af störfum vegna aldurs. Að sögn Bernhards Guðmunds- sonar, fréttafulltrúa þjóðkirkjunn- ar, var Staalsett í kjöri þegar Mau tók við störfum framkvæmdastjóra og bar aðeins eitt atkvæði á milli þeirra. Staalsett hafði sagt fyrir þennan fund aö hann gæfi ekki kost á sér í kjöri en myndi endurskoða afstöðu sína ef hann yrði kallaður, og það var gert. Gunnar Johan Staalsett er fram- kvæmdastjóri norska biblíufélags- ins og hefur verið formaður Mið- flokksins í Noregi og ráðherra um skeið. Hann hefur verið utanríkis- ritari norsku kirkjunnar um langan aldur og á sæti í úthlutunarnefnd friðarverðlauna Nobels og í mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna. „Þetta er óvenju látlaus og hæfur maður, með geysilega mikla yfir- Gunnar Johan Staalsett fram- kvæmdastjóri Lúterska heimssam- bandsins. sýn. Hann þykir sameina á ánægju- legan hátt baráttu kirkjunnar fyrir félagslegum umbótum og mann- réttindum, jafnframt því að standa dyggan vörð um boðun orðsins," sagði Bernharð Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.