Morgunblaðið - 14.02.1985, Síða 47

Morgunblaðið - 14.02.1985, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 47 Kristinn dómur í verki — kirkja að starfi Daglega berast gleðifréttir um fórnarstarf og gjafir fjölda manna á friðarvegum, kristi- legrar kirkju víðsvegar úr heimi hér. Ekki sízt íslenzkrar þjóð- kirkju í allri sinni fæð og smæð. Þar ber nú hæst hið síðasta: Hjálparstarf og fæðusendingar eða matargjafir í hungurlöndum Afríku. Sé litið til baka um hart nær hálfa öld má fullyrða, að aldrei hafi íslenzk þjóð og hennar kirkja verið kristnari en nú, bæði út á við í fórnum, sem fluttar eru færandi höndum til fjarlægra þjóða og hér í sjálfu samfélagi Islendinga, þar sem skipulag og starfsemi til líknar og hjálpar sjúkum, fötluðum, öldruðum og ógæfusömum er orðið með því fullkomnasta í veröld allri. En þar verða æðstu undrin á kærleiksvegum, sé bor- ið saman við það, sem var, áður en hinn frjálsi blær hins sanna kristindóms fór yfir landið um og eftir aldamótin siðustu og leysti ótal leynda bókstafsfjötra, sem kúgað höfðu um aldir og blindað mannskapinn. Þar var samt ýmislegt ágætt unnið á vegum menningar og lista, en líknarstörf voru nær eingöngu unnin af miskunnsömum ein- staklingum. Biblían var samt borin fram af frábærum höfð- ingskap og ekkert til sparað, svo eitthvað sé nefnt, sem telja má algjört undur, meðan munaðar- laus börn, sjúkir og sárir, hungr- aðir, holdsveikir og fatlaðir voru gleymdir og lítilsvirtir. „Syndar- börn“ svokölluð nær gerð að út- burðum og „hornkerlingar" og „sveitarómagar", allt saman þau guðsbörn, sem kirkjan átti helzt að annast, ýmist gleymdust, voru höfð að gamni eða dóu drottni sínum „nakin og niður- lút“. Hvílíkur munur eða nú, þótt enn megi margt betur gjöra fyrir bágstadda. Eitt er að minnsta kosti áreið- anlegt. Engin verðandi móðir á íslandi þarf að farga barni sínu áður en það fæðist, vegna þess að enginn vill annast það í heim- inn komið eða af því að kjör hennar séu lík því sem áður var. Heilar stofnanir og hjartahlý- ir einstaklingar mundu veita vernd og umhyggju ef barn væri bágstatt í grennd, og leyft að fela það faðmi. Nú eru líka for- dómar þeir sem „rétttrúaða" fólkið leyfði sér gagnvart „synd- arbörnum" næstum horfnir, sem betur fer. Þar áttu erfikenningar kirkju- feðra, sem lifað hafa frá fyrstu tíð, ríkan þátt, en eru nú á und- anhaldi og sumum gleymdar. Betur má þó ef duga skal. Sumt af því sem slæðst hefur inn í boðskap kærleikans af vör- um Krists, getur fælt ágætis Guðs börn frá sannleika hans og dýrð. Sannarlega ætti kirkjan og spekingar hennar að hefjast sem fyrst hugar og handa til að endurskoða trúarjátningar sínar og úreltar kenningar Gamla testamentisins, sem ósjálfrátt með dómum blindaðra valdhafa krossfestu sjálfan Krist, meist- ara og Drottin miskunnseminn- ar. Það getur vart góðri lukku stýrt að sigla t.d. með glötunar- kenninguna enn sem lík í lest. Lík sem þó er vakið upp of oft, þegar fordæma þarf jafnvel heil- ar þjóðir og kynstofna, trúflokka og frjálslynda hópa úr sögunni í eilíft vítisbál og gasklefa þessa heims eða annars. En svo hefur oft orðið í átökum valdhafa. Hvernig má það vera að slík hugsun og hryllingur felist og leynist hjá þeim, sem kenna sig við Guð og konung kærleikans? Það er átakanlegt að heyra um hermdarverk og stríð þeirra, sem kenna sig Kristi. Hvernig má það vera að mjög góðar manneskjur, sem eru í hópi þeirra sem kalla sig eina „frelsaða", geti hugsað sér þann Guð, sem ætli og kyndi flestum, sem hann hefur skapað og gefið þetta líf, slíkt kvalabál. Og hvernig mætti það vera, að þær gætu sjálfar notið sælu í sinni trúarparadís, og vita þó af öllum veinandi af kvölum „án allrar vonar um frelsun", eins og orðað er í kristilegum barnal- ærdómi bernsku minnar. Nú í upphafi árs, sem Samein- uðu þjóðirnar ætla að helga æsk- unni, þarf að athuga slíka meng- un í akri kristinnar kirkju. Leiðtogar, prestar og kennar- ar, að ekki séu nú nefndir bisk- upar og prelátar, verða að losa lærdóm kirkju Krists við slíkan óhroða, slíkan misskilning fyrri kynslóða, einmitt nú á dögum ársins, sem æskunni skal helgað. Enginn skuggi má leynast frá slíkum fjarstæðum í fagnaðarb- oðskap friðar, bræðralags og elsku, sannleika og mannrétt- inda öllum til handa, sem boðað- ur er í kirkju, sem kennd er við Jesúm frá Nazaret. Ekkert er fjarlægara anda hans og hug- sjónum, trú hans og boðskap. Hvernig er hægt að ætlast til að okkar frjálsa, menntaða æska og fólk yfirleitt geti skilið krist- indóm, sem blandaður er öðrum eins fjarstæðum og kirkjan hef- ur leyft sér að hylla um aldarað- ir, eins og ekkert sé eðlilegra. Hún, sem hefur þó hér á íslandi orðað eina af sínum barnabæn- um á þennan veg til Guðs — hins sanna Sólarföður: „Þitt blessað ljósið lýsi mér svo lifi ég og fylgi þér á vísdómsvegi sönnum. En auk mér þroska, dyggð og dáð, svo dafni ég í Jesú náð hjá Guði og góðum mönnum “ Allir sem vilja vera sönn börn kristinnar kirkju eiga fyrst og síðast að eiga Jesúm að fyrirmynd og „lifa líkt og hann: Lýsa hverri sál og hryggja ei nokkurn mann.“ Það er að vera kristinn. Þá trú og þá iífsskoðun þarf að kenna æsku heimsins. Kannske tekzt það betur hjá einhverri þjóð, sem ekki telst til kirkjunnar, en gengur samt á vegum kærleik- ans — Samverjans í hinni frægu dæmisögu Jesú um „réttláta" prestinn og „frelsaða" levítann. Samverjinn var fyrirmyndin og er það enn. Eitt er víst að „kristnar þjóð- ir“ ættu að reyna að sjá þá dýrð, sem í því felst að kallast kristinn og afneita allri grimmd, glötun- arkenningu, dómum og fordóm- um. Þá munu rætast orðin fögru, fyrirheitið um frið á jörðu, sem við óskum öll að æska ársins 1985 erfi sem allra fyrst: „Það mun verða ein hjörð og einn hirðir." Rvík 12. jan. 1985, Árelíus Níelsson. Þrettán ára a-þýzkur piltur með áhuga á frímerkjum, bókalestri og kaktusum: Jörg Schellbach, Allendestras.se 24, 9580 Zwickau, D.D.R. Átján ára piltur í Júgóslavíu með áhuga á frímerkjum, mynt, póst- kortum og tónlist: Hustic Darko, Vojsak 51, 41218 Pregrada, Yugoslavia. Frá V-Þýzkalandi skrifar fertug kaþólsk kona með margvísleg áhugamál. Les ensku en skrifar aðeins á þýzku: Barbara Steffens, Lange Strasse 7, D-4300 Essen 13, W-Germany. Frá Ghana skrifar 25 ára einhleyp kona með áhuga á íþróttum, sundi, dans, ljósmyndun o.fl.: ('elestina Cleyna, P.O. Box 1027, Cape Coast, Ghana. Bandarískur fornleifafræðingur, sem getur ekki um aldur. Býr á sveitabýli. Kennir við háskóla. Áhugamál ferðalög, skíðaiðkun o.fl.: Walt Tremer, RD 2 Box 569, Coopersburg, Pennsylvania 18036, U.S.A. Fimmtán ára japanskur piltur með tölvuáhuga: Kimihiro Ito, 124 Denden AP, South 23tyome East 3gyo, Obihiro-shi, 080 Japan. t Útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, ÞORGILS GUDMUNDSSONAR frá Bolungarvfk, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Margrét Þorgilsdóttir, Elfn Þorgilsdóttir, Þorbergur Kristjánsson, Kristján Þorgilsson, Sæunn Guöjónsdóttir, Sigurþór Þorgilsson, Jónfna Jóhannsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför mannsins mins, BALDURSGUNNARSSONAR fyrrum garöyrkjubónda f Hveragerði, Engihjalla 1, Kópavogi, veröur gerð frá Hverageröiskirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 14.00. Sigríóur Ellertsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ALFREDJÚSTSSON, Nesbala 31 (Seftjörn), Seltjarnarnesi, veröur jarösunginn frá Frikirkjunni I Reykjavik föstudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd eöa Krabbameinsfélag islands. Hulda Helgadóttir, Jón Alfreðsson, Inga Marfusdóttir, Gunnar Þór Alfreösson, Sigrföur Þóröardóttir, Baldur Alfreösson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Helgi Már Alfreðsson, Kristfn Th. Hallgrfmsdóttir, Ásthildur Alfreösdóttir, Þórhallur B. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móöur okkar og tengdamóður, ÓLAFAR BALDVINSDÓTTUR, Kársnesbraut 63, Kópavogí, fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 10.30 fyrir hádegi. Adam Þorgeirsson, Guörún Hjartar, Hrafnhildur Þorgeirsdóttir, Óskar Eggertsson, Arnar Þorgeirsson, Guörföur Guömundsdóttir, Hjördis Þorgeirsdóttir. Jónas H. Harlaz. t Þökkum af öllu hjarta þá samúö og þann styrk sem okkur var sýndur viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur og afa, HELGA EGGERTSSONAR, Fagrabæ 16. Sérstakar kveöjur og þakkir til knattspyrnufélagsins Fylkis, starfsmannafélags SKÝRR og félaga hans i Frimúrarareglunni. Jóhanna Jóhannesdóttir, Monika Helgadóttir, Jóhannes Helgason, ísfold Helgadóttir, Ásgeröur Helgadóttir, Hrönn Helgadóttir, Eggert Helgason, Baldvin Baldvinsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Björgvin Erlingsson, Marteinn Stefánsson, Halldór Jónsson, Hugrún R. Hauksdóttir og barnabörn. + Hugheilar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúö og hlýhug vegna andláts eiginmanns mins, fööur okkar, tengdaföður og afa, EGGERTS Ó. GUÐMUNDSSONAR, Laufásí 4a. Garöabæ, og vottuðu minningu hans viröingu. Heiörún Magnúsdóttir, Guðlaug H. Eggertsdóttir, Völundur Þorgilsson, Fríóur Eggertsdóttir, Hjalti Franzson, Helgi Már Eggertsson, Gunnhildur Ásgeirsdóttir, Björgvin örn Eggertsson og barnabörn. Sendum okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og jaröarför mannsins mins og föður okkar, SIGURGEIRS KRISTJÁNSSONAR, Mýrargötu 10, meö minningargjöfum og blómum. Sérstakar þakkir færum viö Slippfélaginu hf. og starfsfólki þess og þökkum öllum þeim f jölda sem vottaöi minningu hans viröingu meö nærveru sinni viö jarðarför hans 8. febrúar sl. Guö blessi ykkur öll. Pernilla M. Olaen og börn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur minnar, tengdamóöur, fósturmóöur, ömmu og langömmu, ARNFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, áóur Langholtsvegi 17. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Ásta Björnsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson, Björgvin Hansson, Lára Ingimundardóttir, Jórunn Róbertsdóttir, Arnar Þór Ármannsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.