Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRtJAR 1985 Kalda borðið Morgunblaðið/Sig. Sigm. Tillaga til þingsályktunar á Alþingi: Námskeið fyrir fiskvinnslufólk FRAM er komin á Alþingi tiilaga til þingsályktunar um nám- skeið fyrir fiskvinnslufólk og aukna verkmenntun, þar sem ályktað er að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir því að teknar verði upp viðræður milli aðila fiskiðnaðarins, mennta- málaráðuneytis og sjávarútvegsráðuneytis um regluleg nám- skeið fyrir starfsfólk í fiskvinnslu í tengslum við almennt verknám í skólum. Fyrsti flutningsmaöur er Árni Johnsen. Meðflutningsmenn Árna eru þeir Valdimar Indriðason, Guð- mundur J. Guðmundsson, Davíð Aðalsteinsson og Karl Steinar Guðnason. í tillögunni segir ennfremur, að markmiðið sé að auka verkmenntun í skólakerfinu og bæta kunnáttu starfsmanna í fiskiðnaði með hliðsjón af mikil- Tölvubúðin krefst lögbanns á sölu og notkun hugbúnaðar — sem fyrrum starfsmenn sömdu að hluta í vinnu hjá fyrirtækinu TÖLVUBÚÐIN hf. hefur lagt fram hjá borgarfógetaembættinu kröfu um að lagt verði lögbann við gerð, dreifingu og notkun allra þeirra forrita, sem íslensk forritaþróun sf. hefur gert eða látið gera eintök af og síðan selt, leigt afnot af, eða dreift á annan hátt undir nafninu PLÚS hugbúnaður eða PLÚS forrit. Eigendur íslenskrar forritaþróunar sf. eru fyrrverandi starfsmenn Tölvubúðarinnar og snýst málið um það hvort þeim hafi verið heimilt að taka með sér hugbúnað sem þeir unnu þar við að gera og vinna hann áfram og selja síðan í eigin nafni. Líklegt er að málið fari fyrir hæstarétt og verði prófmál. Standa því fleiri aðilar sem framleiða hugbúnað á bak við Tölvubúðina í þessu máli. Reynir Hugason, fram- kvæmdastjóri Tölvubúðarinnar, segir meðal annars I bréfi, sem fylgir gögnum málsins, þar sem hann skýrir ástæður þess að hann fer út í lögbannsmálið: „Hugbúnað- arframleiðsla fyrir mikrótölvur er tiltölulega ný atvinnugrein á ís- landi. Samkeppnin er oft hörð og óvægin innan þessarar atvinnu- greinar enda er til mikils að vinna ef vel tekst til. Greinin hefur æsku sinnar vegna ekki enn fengið ráð- rúm til að móta með sér sínar eigin siðareglur. Á Islandi hefur rétt- arstaða forritara gagnvart hug- búnaðarframleiðanda ekki enn ver- ið skýrð t.d. með prófmáli. Ekki eru til nein fordæmi um það hvernig tekið skuli á því ef starfsmenn fara á burt með hugbúnað frá þeim fyrirtækjom sem þeir starfa hjá, og byrja að selja hann í eigin nafni eða hugbúnað náskyldan þeim er þeir unnu að. Það er öllum þeim fyrirtækjum sem starfa á sviði hugbúnaðarframleiðslu nauðsyn- legt að réttarstaða þeirra verði skýrð hið fyrsta, því þróun góðs hugbúnaðar er oft margra ára verkefni og því óhemju kostnaðar- söm.“ f greinargerð lögmanns Tölvu- búðarinnar með lögbannskröfunni er meðal annars vitnað til laganna um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti og höf- undalaganna. Ef aðalkrafan nær ekki fram að ganga er þess krafist til vara að lagt verði lögbann við gerð, dreifingu og notkun forrita lslenskrar forritaþróunar fyrir fjárhagsbókhald sem selt er undir nafninu PLÚS hugbúnaður. Enn- fremur er þess krafist að lagt verið lögbann við að íslensk forritaþróun sf. einkenni hugbúnað með orðinu PLÚS og krafist alls málskostnað- ur úr þeirra hendi. vægi vöruvöndunar og vörugæða og betri afkomu fiskvinnslufólks og fiskiðnaðarins. í greinargerð með tillögunni segir m.a.: „Það hefur verið gagn- rýnt í æ ríkara mæli á undan- förnum árum að menntakerfi landsins tengdist ekki nógu mikið atvinnulífi landsins, að verk- menntunin og réttur hennar sæti á hakanum. Með því að skipu- leggja aukna menntun starfsfólks í fiskiðnaði, byggða á reynslu þess og þeim möguleikum sem hráefnið gefur til að auka verð- mæti þjóðarbúsins, getur menntakerfið á tiltölulega auð- veldan hátt brúað verulega bilið á milli bóklegs náms og verklegs í þessum efnum.“ Síðar segir: „Það er ljóst að það eru engin skyns- amleg rök fyrir því að fólk, sem starfar í fiskvinnslu, sé með lægstlaunaða verkafólki landsins; það er til lítils sóma fyrir ís- lenska þjóð að svo sé.“ í lok greinargerðarinnar eru sett fram nokkur dæmi um hugmyndir að námsefni á nám- skeiðum fyrir fiskvinnnslufólk. Fulltrúar YSÍ ræða ASÍ og kjaramálin Samkomulag náist fyrir 25. júní til að friður haldist eftir 1. september Brunabótafélagið stofn- ar líftryggingafélag Brunabótafélag íslands stofnaói hinn 1. janúar sl. sérstakt líftrygg- ingafélag sem ber nafnió BÍ Líftrygg- ing gt. Brunabótafélags íslands. Stofnendur þess eru Brunabótafélag- ió og sex núverandi aðalmenn og varamenn í stjórn Brunabótafélags- ins. Félagió hefur starfsemi á morg- dróma líftryggingastarfsemina og sú þróun mála valdiö þvt að fólk hefur misst trúna á gildi líftrygg- inga. Er það að vonum, þegar jafn- vel líftryggingarfjárhæð sem I upp- hafi var rúmlega árslaun, dugði ekki, þegar hún var borguð út, fyrir dánartilkynningunni,“ sagði Ingi. FULLTRÚAR Vinnuveitendasam- bandsins og Alþýóusambandsins hafa haldið nokkra fundi að undanlornu til að ræóa um kjaramálin og hvernig staóió skuli aó samningum um þau í ár. Þá hafa þeir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins, og Ásmundur Stefáns- son, forseti Alþýðusambandsins, einnig hist sérstaklega til viðræóna um sömu mál. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa vióræóur þess- ara aóila snúist um ýmsar þær leiðir sem færar kynnu aó vera meó hlið- sjón af þeim tímamörkum sem um var samið í nóvember síóastliðnum varóandi gildistíma þess kjarasamn- ings sem þá var gerður. f dag kemur mióstjórn Alþýóusambandsins saman og verða viðræóurnar við vinnuveit- endur þar á dagskrá. í kjarasamningi VSÍ og ASf sem undirritaður var 6. nóvember síð- astliðinn er ákvæði um að samtök- in skipi hvor um sig tvo menn í nefnd er fylgist með framvindu og þróun efnahags-, kjara- og atvinnumála á samningstímanum sem er til 31. desember 1985 og undirbúi viðræður aðila. f þessari nefnd sitja Ásmundur Stefánson og Björn Björnsson, hagfræðingur, frá Alþýðusambandinu og Magnús Gunnarsson og Vilhjálmur Egils- son, hagfræðingur, frá Vinnuveit- endasambandinu. Það er þessi nefnd sem efnt hefur til nokkurra funda síðustu vikur en auk þess hafa þeir Magnús Gunnarsson og Ásmundur Stefánsson rætt saman. Þótt samningurinn frá því í nóv- ember gildi eins og áður sagði til ársloka 1985, þá er að finna upp- sagnarákvæði í honum. Þar er mælt fyrir um það, að fyrir apríl- lok 1985 skuii fulltrúar VSf og ASÍ hefja viðræður um mögulega fram- lengingu kjarasamningsins, eins og áður segir er undirbúningur undir þær viðræður nú hafinn í fjögurra manna nefndinni. Nái ASf og VSÍ ekki samkomulagi samkvæmt því sem hér segir fyrir 25. júnf 1985 verður launaliður samningsins laus frá 1. september 1985 án sérstakrar uppsagnar. Gerður hefur verið endurtrygg- ingarsamningur við norska fyrir- tækið Storebrand — Norden Re til 20 ára með venjulegum uppsagnar- ákvæðum. Auk þess fær félagið að- gang að allri tækniþekkingu Store- brand á þessu sviði og tölvuforrit- um, sem nauðsynleg eru vegna þessarar starfsemi. „Við lítum svo á, að á íslenska líftryggingamarkaðnum ríki alger stöðnun og hann sé í dag mjög van- ræktur," sagði Ingi R. Helgason forstjóri BÍ. „Þetta er ekki sagt í ávirðingarskyni, heldur er hér ver- ið að lýsa staðreyndum. Fimm líftryggingafélög halda hér uppi starfsemi á þessu sviði, en saman- lögð iðgjöld þeirra ná ekki 1% af heildariðgjöldum vátryggingar- starfseminnar í landinu. Á menn- ingarsvæðunum í kringum okkur er þetta hlutfall frá 35% upp í 70%. Á árunum 1976—1979 fækk- aði líftryggingaskírteinum hér- lendis um 15,4%. Eflaust hefur verðbólgan Is- lenska átt sinn þátt í að drepa í Málverkauppboð f Kaupmannahöfn: Kjarvalsmynd slegin á 650 þús. Kaupmannahöfn, 13. rebrúar. Frá fréttarilara Mbl. i Kaupmannahöfn. Hið stórkostlega málverk Jóhannesar S. Kjarvals „Utsýn yfir Þingvelli í átt aó Súlum“, var slegió á 182 þús. d.kr. eóa um 650 þús. ísl.krónur. á uppboói meö nútímalist hjá Kunsthallen í dag, eftir aö fyrsta boð í myndina var 20 þús. d.kr. undir þeim 80 þús. Sala á mynd Kjarvals „Hraun- landslag frá fslandi", sem er um helmingi minni, var ekki jafn áhrifamikil. Myndin var seld á 15. þús. d.kr. eða um 54 þús. ísl.kr., en það var 5 þús. d.kr. undir mati á myndinni. Báðar Kjarvals- myndirnar voru slegnar einkaað- ilum. Tvö verk eftir Jón Stefánsson, voru slegin á verði nálægt mati: „Kyrralífsmynd með krús og epl- um“ frá 1921 fór á 50 þús. d.kr. eða um 182 þús. ísl. kr. (metin á l.kr. sem myndin var metin á. 60 þús. d.kr.) og „Útsýn yfir Tindafjallajökul" fór á 35. þús. d.kr. eða um 127 þús. fsl. krónum (metin á 50 þús. d.kr.). Mynd Svavars Guðnasonar „Sjálfsmynd með fugli“, frá því um 1945 var seld fyrir 12 þús. d.kr. eða um 43 þús. ísl. króna (metin á 7 þús. d.kr.) Á alþjóðamarkaði hefur verð á gullaldarlistaverkum Dana vakið mikla athygli og orðið þess vald- andi að skapa mikla eftirvænt- ingu á uppboði á nútimalist í gær. Og eftirvæntingin átti rétt á sér. Dæmigerð samsetning af fanta- síum eftir Asger Jorn „dida“ frá 1945, metin á 500 þús. d.kr. var slegin á 1,5 millj. d.kr. eða um 5,5 millj. íslenskra króna. Uppstill- ing frá upphafi fjórða áratugar- ins eftir Vilhelm Lundström, „Hvít kanna og appelsínur", var seld fyrir 300 þús. d.kr. eða rúm- lega 1 millj. fsl. króna sem er þrisvar sinnum meira en myndin var metin á. Verð á danskri gullaldarlist virðist því hafa áhrif á verð nú- tímalistar. Auk nokkurra mynda eftir Lundström voru verk eftir Egil Jacobsen, Olaf Rude, Jens Söndergaard og Henry Heerup seld á mun hærra verði en þau voru metin á. Danska menningarmálaráðu- neytið hefur sagt að flýta beri nefndaráliti, sem yrði lagt til grundvallar lögum um takmörk- un á sölu danskra listaverka úr landi. Á uppboðinu kom fram mikill áhugi á málverki eftir S. Joen- sen-Mikines, „Sólarlag yfir hafi. Færeyjum". Myndin var seld á 63 þús. d.kr. eða 230 þús. ísl. krónur, en var metin á 30 þús. d.kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.