Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 21 íslensk kvikmynda- gerð á tímamótum — eftir Ólaf Ormsson Frá þeim tíma er Ágúst Guð- mundsson frumsýndi kvikmynd- ina Land og synir í janúarmánuði árið ,1980 og Hrafn Gunnlaugsson óðal feðranna í júnímánuði sama ár hefur íslensk kvikmyndagerð < staðið með svo miklum blóma að athygli hefur vakið á íslandi og víða um heim. Ég hef ekki tölu á þeim íslensku kvikmyndum sem hafa verið frumsýndar á þeim rúmu fimm árum sem liðin eru síðan ævintýrið hófst, en ekki þyk- ir mér ólíklegt að þær séu rétt innan við tuttugu. Flestar hafa myndirnar verið vel heppnaðar, engar beinlínis slæmar og flestar aðstandendum til sóma. Erlendis hafa sumar náð alþjóðaathygli og eru þær meiri og betri landkynning en flest það sem við höfum uppá að bjóða, ég nefni sem dæmi Hrafninn flýgur, Atóm- stöðina, Húsið, Land og synir, Með allt á hreinu og Útlagann. í janú- armánuði síðastliðnum hlaut Hrafn Gunnlaugsson eins og flest- um er kunnugt „Guldbaggen", æðstu viðurkenningu sem Svíar veita til kvikmyndalistar, fyrir mynd sína Hrafninn flýgur. síðasta manntali, rétt rúmlega tvö hundruð og fjörutíu þúsund. Það er kostnaðarsamt að standa að gerð kvikmynda á íslandi og raun- ar ekki á færi annarra en fullhuga sem hafa hugsjónina að leiðarljósi en einnig vonina um ágóða, því án fjármagns verður lítið gert í kvik- myndaiðnaði. Það bjartsýnisfólk sem rutt hef- ur íslenskri kvikmyndagerð braut á síðustu árum hefur lagt metnað sinn í gerð vandaðra kvikmynda og miðað við hversu stutt er síðan hin nýja bylgja í íslenskri kvik- myndagerð fór af stað verður það að teljast kraftaverk hvernig til hefur tekist. Það hefur nefnilega komið i ljós að við Islendingar eig- um leikstjóra, kvikmyndaleikara og tæknimenn á heimsmæli- kvarða, fólk sem stenst fyllilega þær kröfur sem gerðar eru meðal stórþjóða til fólks er starfar við kvikmyndir. Islensk kvikmynda- gerð hefur sannað tilverurétt sinn á eftirminnilegan hátt. Óskar Gíslason var meðal brautryðjenda og gerði góða hluti um og eftir miðja þessa öld. Hann stóð að gerð íslenskra kvikmynda með tali og tónum við frumstæðai aðstæður, tækjabúnað og lengst a< fjárskort en lét ekki bugast og I skapaði eftirminnileg verk. Þeii sem tóku við af óskari löngu síðar menn eins og Hrafn Gunnlaugs- son, Ágúst Guðmundsson, Þor- steinn Jónsson og Þráinn Bertels- son og ýmsir fleiri, láta ævintýrir gerast enn á okkar dögum og halda sínu striki þrátt fyrir mót- byr nú frá stjórnvöldum. Uppsafnaður söluskattur af kvikmyndasýningum á liðnu ári nam um 32 milljónum króna og mun, ef allt er með felldu, hafa átt að renna svo til óskiptur í kvik- myndasjóð til styrktar íslenskri kvikmyndagerð eins og lög gera ráð fyrir, en upphæðin er skorin niður um tuttugu og fjórar millj- ónir, hvorki meira né minna, og verða nú í ár einungis 8 milljónir til skiptanna og óttast nú margir að með þessari ráðstöfun stjórn- valda, og þá sérstaklega fjármála- ráðuneytisins, hafi íslensk kvik- myndagerð runnið sitt skeið á enda. (Mynd úr „Hrafninn flýgur") Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra var á sínum tíma forgöngumaður um stofnun kvikmyndasjóðs og mun hafa sýnt þessari ört vaxandi listgrein áhuga frá fyrstu tíð og velvild. Það er óskandi að hún fái breytt niðurstöðu fjármálaráðuneytisins varðandi framlög til kvikmynda- sjóðs nú í ár. Takist það ekki er íslensk kvikmyndagerð í alvar- legri stöðu í dag en fyrr síðan full- hugarnir fóru af stað fyrir um það bil fimm árum, ef til vill hefur hún þá runnið sitt skeið á enda. Það má ekki ske, það verður að koma í veg fyrir að íslensk kvik- myndagerð lognist út af vegna skilningsleysis og sinnuleysis ís- lenskra stjórnvalda. Ólafur Ormssoa er rithöfundur. Sælgætislandhelgi kringum búðarkassana Frá Magnúsi Brynjólfssyni, fréttaritara Mbl. í Uppsöium, Svfþjóð íslendingar hafa kunnað að meta dugnað, þrótt og dirfsku þeirra manna sem staðið hafa að gerð kvikmynda á íslandi á allra síðustu árum og íslenskar kvik- myndir yfirleitt fengið góða dóma almennings sem gagnrýnenda og góða aðsókn. Einstaka myndir hafa gengið mánuðum saman í kvikmyndahús- um í Reykjavík og úti á lands- byggðinni og áhorfendur að þeirri íslenskri kvikmynd sem mesta að- sókn hefur fengið eru vel yfir eitt hundrað þúsund og nokkrar hafa fengið aðsókn á bilinu milli átta- tíu og hundrað þúsund sem er ein- stakt þegar tekið er tillit til þess að Islendingar eru nú, samkvæmt Það á ekki að freista barnanna með sælgæti þegar þau standa í biðröð við búðarkassana. Þannig hljómar sú gagnrýni sem fjöldi tannlækna varpar fram á verslunareigendur og er krafan að komið verði á „sætindalausu frísvæði" kringum peningakassa kjörbúða. Útstillingu á gotteríi í gegnsæj- um plastboxum, sérstaklega ef það er í seilingarfjarlægð fyrir 5—7 ára barn, er erfitt að ganga fram hjá. Börnin standast ekki freist- inguna og tína bara á sig eða upp í sig góðgætið. Nú er svo komið víða í Svíþjóð að flestar matvöruverslanir hafa sælgætið þétt við búðarkassana. Sælgætisát meðal sænsku þjóð- arinnar hefur aukist til muna síð- ustu misseri og var aukningin um heil 8,4% á síðasta ári. Engin önn- ur neysluvara hefur sýnt eins mik- inn uppgang. Margir foreldrar hafa lýst áhyggjum sínum yfir þessari þróun. I fyrsta lagi aukast tann- skemmdir með ógnarhraða og í öðru lagi spillir sælgætið lyst barnanna á hollum og næringar- ríkum mat. Át milli máltíða er al- gengt og eru þá oftast sætindi og franskar kartöflur aðalrétturinn. Að alda sykurs og sætinda eykst stöðugt kemur víst engum á óvart, þegar sælgætissjoppurnar vaxa eins og gorkúlur á nýslegnu túni. I dag eru um 200 „sérverslanir" af þessu tagi í Skövde, sem er lítið bæjarfélag á Vestur-Gautlandi, og stendur til að opna 125 í vetur og vor. Kjörbúðirnar hafa ekki legið á liði sínu heldur fylgjast vel með þessari nýju „sælgætistísku". Sæt- indin eru því sett upp við búðar- kassana til að selja enn meir. Haf- andi sælgætið fyrir augum barna í nokkrar mínútur, er þau standa í biðröð við hlið foreldranna, er nokkuð, sem bragðlaukar barn- anna geta ekki staðist. Til að sleppa við nuddið og nöldrið í krökkunum kaupa auðvitað for- eldrarnir sér frið með því að láta undan. Sumir kaupmenn segja það illa nauðsyn að stilla upp sælgætinu á þessu viðkvæma svæði, því að annað kalli á aukið búðarhnupl i staðinn. Til er samningur milli neytendasamtakanna og smásölu- kaupmanna um að sælgæti skuli haft þrjá metra frá búðarkassa og svo hátt að sjö ára barn geti ekki teygt sig í það. Nú verður m.ö.o. | blásið lífi í þennan rykfallna samning og látið reyna á ákvæði hans. pAsmrákanarí Kanaríklúbb'urinn efnir til árlegrar 2ja vllcna páskaferðar til Kanaríeyja 3. apríl. Flogið verður i beinu leiguflugi til Las Palmas á Gran Canaria. Þaðan verður ekið til Playa del Ingles eða Puerto Rico eftir aðstæðum en báðir eru staðirnir sérhannaðir afslöppunarstaðir fyrir athafnasama „Kanarífugla“. Þar eru lystigarðar, sundlaugar, tennisvellir, hestaleigur, verslanir, keiluspil, skemmtibátar, seglbretti, veitingahús, skemmtistaðir og baðstrendur - að sjálfsögðu. Gististaðir eru allir í sérflokki, rúmgóðar íbúðir eða stúdíó, svalir sólarmegin og íyrsta flokks þjón- usta. Verð: Frá kr. 32.208.- pr. mann. Brottför: 3. apríl — 2 vikur. Innifalið: Flug, gisting í 2ja manna íbúð, akstur til og frá flug- velli á Kanarí og islensk farar- stjórn. Þeir sem vilja geta framlengt dvölina um eina viku. “ZSI URVAL útsttn Samvinnuferóir-Landsýn FLUGLEIDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.