Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 t Eiginkona min, ÞÓRUNN SÓLVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, Ægisíöu 94, lést á gjörgæsludeild Landspitalans að kvöldi 12. febrúar. Friörik Jörgensen. t Móöir okkar, GUDLAUG KVARAN, er látin. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 19. febrúar kl. 15.00. Börn hinnar látnu. t Móöir min, tengdamóöir og amma, INGIVEIG EYJÓLFSDÓTTIR, Karlagötu 11, andaöist á öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10 b, þriöjudaginn 12. febrúar. Edda Þórarinsdóttir, Gunnar Friöjónsson, Ingiveig Gunnarsdóttir, Þórarinn Gunnarsson, Friðjón Björgvin Gunnarsson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ÁSGRÍMUR GARIBALDASON, Skaróshlfð 19, Akureyri, lést i Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. febrúar. Jaröarförin fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 13.30. Þórhildur Jónsdóttir, Margrét Ásgrímsdóttir, Benjamfn Antonsson, Heba Ásgrfmsdóttir, Hallgrfmur Skaptason, Jón Ævar Ásgrfmsson, Jórunn G. Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, sonur, bróöir, mágur og tengdasonur, BÖÐVAR PÁLSSON matreiöslumaöur, Hvanneyri, Borgarfiröi, sem andaöist 10. febrúar, veröur jarösunginn frá Stykkis- hólmskirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 14.00. Minningarathöfn fer fram frá Hvanneyrakirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hans vinsamlegast láti Hjartavernd njóta þess. Rósa Marínósdóttir, Oddný Eva Böövarsdóttir, Særún Ósk Böövarsdóttir, Sæmunda Þorvaldsdóttir, Páll Oddsson, Áslaug K. Pálsdóttir, Ólafur Gústafsson, Sesselja Pálsdóttir, Þorbergur Bæringsson, Ásgeróur Á. Pálsdóttir, Þorvaldur Á. Pálsson, Sigrún Finnsdóttir, Marinó Tryggvason og aórir vandamenn. t ÁGÚSTA RAFNAR, Suöurhólum 28, Reykjavfk, verður jarösungin frá Bústaöakirkju, föstudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Jóhann Hjálmtýsson, Þórunn Rafnar, Hallgrfmur G. Jónsson, Hildur Padgett, James Padgett, Stefán Jóhannsson, Katrfn Árnadóttir. t Útför fööur okkar, PÁLS KRISTINS SIGURÐSSONAR frá Skarödal, Háageröí 33, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 15. febrúar kl. 1.30. Þorkell Helgi Pálsson, Sigurbjörn Pálsson, Jónfna Pálsdóttir. t Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HARDARAGNARSSONAR. ■ Gunnþórunn Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Einar E. Ólafs- son — Minning Fæddur 8. nóvember 1917 Dáinn 6. febrúar 1985 Það varð ekki langt á milli þeirra vinanna Gests Guðfinns- sonar og Einars Ólafssonar. Gest- ur lést í maí á sl. vori en Einar er til moldar borinn í dag. Þeir Gest- ur áttu vel skap saman enda í mörgu líkir. Sama ljúfmennskan og geðprýðin var einkenni beggja. Báðir nutu lífsins vel meðan heils- an leyfði. Þeir máttu þola ört hrakandi heilsu og næstum algera lömun síðustu æviárin, sem mein- aði þeim að njóta þess, er þeir mátu mest veraldlegra gæða, en það var að dvelja úti í náttúru landsins milli fjalla og heiða. Flest annað var þeim heldur létt- vægt. Örlögum sínum tóku þeir með heimspekilegri ró og æðruð- ust aldrei. Ólíkt í fari þeirra var þó, að Gestur ferðaðist aldrei einn sér og var venjulega með hóp af fólk í kringum sig, en Einar fór oftast einförum þó félagslyndur væri. Það fer því vel á að þeir fái að verða samferða til Eilífðar- landsins, Gestur hefur áreiðan- lega dokað við eftir vini sínum, enda báðir saddir lífdaga. Þó Einar nyti þess vel að ferðast gerði hann aldrei víðreist um landið. Hans staður var Reykja- nesið, einkum það svæði, sem nú er fólkvangurinn, en þangað átti hann margar ferðir. Færi hann annað var það aðallega til að dytta að sæluhúsum Ferðafélags ís- lands, en fyrir það félag starfaði hann mikið og var kjörfélagi þess. Um Reykjanesið, og þó sérstak- lega Bláfjöllin, ferðaðist hann og kannaði í áratugi, og þekkti hann það svæði allt á ýmsan hátt betur en allir aðrir. Er næstum óhætt að fullyrða að hann er sá, sem fyrst- ur áttar sig á kostum svæðisins til útiveru á öllum árstímum. Undan- tekningarlítið var hann einn á ferð og þá að sjálfsögðu gangandi um fjöll og hraun. Stundum var farið hratt yfir, í annan tíma hæg- ar. Allt eftir því hvað margt þurfti að kanna. Ekki var hann með tjald enda létt göngutjöld ekki komin á markað er hann var mest á ferð- inni. Svaf hann jafnan úti eða í hellum og skútum, er rigndi eða snjóaði. Gerði hann lítinn mun á sumri og vetri til ferðalaga. 1 hrauni fólkvangsins eru margir hellar, völundarhús hin mestu, og sumir ægifagrir salir miklir og litskrúðugir með dropasteinum stórum, fögru hraunmynstri á gólfi, sem þó eru slétt. Marga þessara hella hefur Einar fundið á ferðum sínum og í leiðöngrum, suma á furðulegasta hátt. Kunni hann frá mörgu og skemmtilegu að segja er hann var í hellaleit. Kom þá rólyndi hans, greind og sjálfsögun sér oft vel, því stundum virtist manni sem hann hefði lagt á tæpasta vað. Af ótta við að hell- arnir yrðu fyrir skemmdum þeir’-a, er ekkert geta séð í friði eða þá þeirra, er halda að dropa- steinar og annað slíkt skraut fari betur heima í stofu, hélt hann allri vitneskju sinni um hellana leyndri lengi vel. Smám saman fór hann þó að skýra nokkrum útvöld- um frá þeim og þótti það mikill heiður að vera innvígður í hella- vísdóminn. Er sá, er þetta ritar, einn þeirra er varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga þess kost að fara með honum einum í nokkra þessara hella. Það er mér með öllu ógleymanlegt. Mér er þó ekki grunlaust um að hann hafi aldrei sýnt neinum helgustu leyndar- dómana. Hann mátti ekki til þess hugsa að þar yrði við nokkru hróflað. Nokkur síðustu árin, sem hann hafði þrek til ferðalaga fór hann þó nokkrar ferðir á vegum Ferðafélagsins og gaf mönnum kost á að sjá nokkra hella, sem hann taldi að þyldu einhverja um- ferð. í þessum ferðum gætti hann þess þó vel að fara ýmsar króka- leiðir í hrauninu svo menn gætu síður fundið þá aftur. Mér er kunnugt um að forráðamenn fólk- vangsins og Náttúruverndarráðs höfðu hug á að kortieggja hellana með hans hjálp. Hvort það hefur verið gert veit ég ekki, því þegar til þess kom var Einar farinn að tapa þreki. Ég er endilega ekki viss um að það hafi verið honum á móti skapi að þeir væru áfram ókortlagðir. Það voru ekki bara hellarnir, hraunið, fjöllin og ör- nefnin, sem hann hugaði að. Fugl- arnir, dýrin og gróðurinn, allt var honum jafn kært. Eitt sinn tók hann sig til og girti lítinn blett í sunnanverðum Litla Meitli og gróðursetti þar birkihríslur. Köll- um við það Éinarslund. Að þessum reit hlúði hann meðan hann gat, en nú er girðingin fallin og farið að gæta óræktar. Úr þessu munu Ferðafélagsmenn bæta á næsta vori. Einar talaði ekki erlendar tung- ur, þó virtist hann hafa átt gott með að tjá sig við alla menn, hverrar þjóðar sem þeir voru, með sinni ljúfmannlegu framkomu. Aftur á móti talaði hann tungu dýra auk þess að vera einn örfárra er kunni fuglamál. Þetta skilja þeir sem kunna að umgangast dýr og fugla. Hinum finnst svona full- yrðing að sjálfsögðu hin mesta vitleysa. Það er ekki nokkur vafi að refurinn í Þórsmörk og reyndar í Bláfjöllum líka, treysti engum meðal manna nema Einari. Hon- um var treyst fullkomlega. Það var venja Einars, er hann dvaldi lengur eða skemur í Mörkinni, að fara með matarleyfar sem til féllu skammt upp í rjóðrin við sæluhús- ið og gefa rebba. Þar skiptust þeir á hljóðum og látbragði áður en rebbi „settist" að krásunum, en Einar fór heim í hús. Reyndu aðrir að færa rebba mat, og það gerðu ýmsir, snerti hann aldrei við neinu fyrr en Einar hafði komið og farið þar höndum um og framkvæmt sínar helgiathafnir, þá fyrst var öllu óhætt. Víst er um það að nú saknar sú lágfætta vinar í stað. Skemmtilegt gat verið að fylgj- ast með þegar hann var að tala við músarrindilinn í gilinu neðan við sæluhúsið eða skógarþröstinn og aðra fugla. Allt hændi hann að sér, menn og málleysingja og þá ekki síst börnin, því að barnavinur var hann mikill. Ekki þótti Einari neitt höfuðatriði að þekkja allt með nafni í ríki náttúrunnar til að geta notið nærveru þess. Ein- hverju sinni er hann var á göngu með mörgu fólki í Þórsmörk, benti kona nokkur honum á blóm og spurði: „Hvað heitir þetta fallega blóm?“ Einar svaraði að bragði: „Ég veit það ekki, enda varla von, það veit það ekki einu sinni sjálft en vex þarna samt." Ekki kann ég að segja frá brauðstriti Einars, um það var aldrei rætt. Líklega var hann alla tíð fátækur en samt ef til vill rík- astur allra. Hann stundaði alla tíð erfiðisvinnu, sem gerði hendurnar stórar og svartar, en í návist hans var allt bjart og hreint. Grétar Eiríksson Kveðja frá Ferða- félagi íslands „Ekkert líf án dauða. Enginn dauði án lífs.“ Einar vinur okkar er allur. Langri og strangri baráttu við slæman sjúkdóm er lokið og Einar horfinn á vit æðri heima. Hann hefur eflaust átt góða heimkomu, maður með stórt barnshjarta, maður sem aldrei hallmælti nein- um, en lagði sitt af mörkum til að bæta og græða umhverfi sitt, unni öllu lífi bæði því smáa og því stóra, ekki síst því smáa. Einar Eggert Ólafsson fæddist í Reykjavík 8. nóvember 1917 og lést 6. febrúar sl. á 68. aldursári. Foreldrar hans voru hjónin Ingveldur Einarsdóttir frá Arbæ, Ölfusi, og Ólafur Einarsson frá Grímslæk í sömu sveit. Einar var næst elstur af 10 systkinum. Frá 9 ára aldri dvaldi hann á sumrin á Grímslæk, fyrst hjá afa sínum og seinna hjá frænda sínum. Einar vann alla tíð erfiðisvinnu og má með sanni segja að hann var út- slitinn löngu fyrir aldur fram. Hann kunni ekki þá list að hlífa sér. Þegar hann hafði aldur til fór hann til sjós, var á togurum í mörg ár, þegar öll vinna og að- staða var miklu erfiðari og verri en seinna varð. Eftir að Einar hætti á sjónum vann hann um árabil í Rafgeymahleðslunni hjá Páli Kristinssyni, sem reyndist honum afar vel. Um áratuga skeið átti Ferðafé- lag íslands hug hans allan. Allt sem viðkom Ferðafélaginu skipti hann máli. Umhyggja hans fyrir hag félagsins var takmarkalaus. Einar gerði ekki mjög víðreist um ævina, en tók þeim mun meiri tryggð við þá staði sem hann heimsótti. Sá staður í umsjá Ferðafélagsins sem honum mun hafa verið kærastur var Þórs- mörkin. Þangað fór hann öll sum- ur meðan hann gat ferðast og dvaldi þar oft í fríum sínum og um helgar. Ekki var hann aðgerðar- laus þar fremur en annarstaðar, enda ekki af þeirri manngerð, sem býður eftir að aðrir geri það sem gera þarf. Hér á vegg hjá mér er mynd af Einari tekin í Þórsmörk, táknræn fyrir það starf sem hann vann þar og reyndar víðar. Á myndinni er Einar með hjólbörur og í þeim er áburðarpoki. Þau voru ófá sporin sem hann átti með áburð og grasfræ í Þórsmörkinni og ber umhverfið þess gleggstan vott. Malarbörð og melar eru orð- in iðjagræn og stór hluti af Vala- hnúknum er uppgróinn fyrir til- verknað Einars og þeirra sem lögðu honum lið í baráttunni við uppblástur og gróðureyðingu. Ætíð var Einar eitthvað að bar- dúsa, mönnum, dýrum og gróðri til hagsældar. Það var ekki ein- ungis í Þórsmörk sem hann lagði Ferðafélaginu lið, hvar sem þörf var á að taka til hendi, í nágrenni hinna mörgu sæluhúsa félagsins eða í gróðurræktarferðum í Heiðmörk, ætíð var Einar reiðu- búinn meðan heilsa og kraftar leyfðu, og til hinstu stundar var hugur Einars hjá Ferðafélaginu. I mörg ár var Einar einn af far- arstjórum Ferðafélagsins og þar eins og annarstaðar eignaðist hann fjölda vina og naut trausts samferðamanna sinna. Einn var sá staður sem átti hug Einars, en það voru Bláfjöllin og umhverfi þeirra. Þar þekkti hann ótal kennileiti ofan jarðar og ekki síður alla hella og skúta sem þar er að finna neðanjarðar. í þakkarskyni fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins var Einar gerður að kjörfélaga í Ferðafélagi Islands árið 1976. Einar kvæntist ekki og átti ekki afkomendur, en lét sér mjög annt um systkini sín og þeirra börn og barnabörn. Hann bjó einn þar til hann varð ófær um að sjá um sig sjálfur sökum sjúkleika, þá tóku systur hans Sigrún og Vilborg hann til sín og var það mikið kær- leiksverk. Hann bjó hjá þeim í sjö ár eða þar til kallið kom. Einar verður lagður til hinstu hvílu við hlið foreldra sinna og Ingólfs bróður síns, en með þeim bræðrum var afar kært. Við hjá Ferðafélagi íslands minnumst Einars með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hans. Þórunn Lárusdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.