Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 fólk í fréttum Fyrir fáum árum var spænski söngvarinn Julio Iglesias lítt þekktur fyrir sínar hugljúfu ball- öður nema í hinum spænskumælandi heimi. í dag er hann heimsfrægur og hvert stórstirnið af öðru keppist við að fá hann í dúett með sér. Jul- io hefur ekki bara flau- elsmjúka rödd í poka- horninu heldur þykir hann mjög þokkafullur og nýtur gífurlegrar kven- hylli. Ekki skal fullyrt neitt um Diönu Ross, sem syngur með honum „All of You“, en eitthvað skýn úr augunum. FRANK SINATRA: Sagði skilið við sígarettur og hefur aldrei liðið betur Söngvarinn frægi Frank Sin- atra er nú 69 ára gamall, en honum líður eins og hann væri tíu árum yngri. Þetta er nokkuð ný bóla, því Sinatra þótti vera orðinn fremur hrumur og farinn að bera aldur sinn illa heldur en hitt. Hver er ástæðan? Jú, hann er hættur að reykja. „Ég svældi Camel og Lucky Strike í 50 ár, en mér varð loks ljóst að það myndi trúlega lengja líf mitt um nokkur ár ef ég tæki á mig rögg og hætti. Það tók mig hálfa öld að fá vitið í þessum efnum. Þetta er erfitt, ég fæ enn af og til vanlíðan í kroppinn og þá langar mig ákaflega til að tendra eina, en þá yrðu þær auðvitað miklu fleiri, það gildir því að sýna hörku og það sem hjálpar mér að gera það er líðan mín á milli hinna æ fátíðari vanlíðunarkasta. Ég fer nú í langa göngutúra með konu minni, syndi, sippa og spilá tennis. Ég var algerlega ófær um að stunda iíkamsrækt seinni árin, svo móður var ég eftir reykingarn- ar,“ segir söngvarinn öðrum til viðvörunar ... Angie Bowie, fyrrum eiginkona rokkgoðs- ins Davids Bowie, hefur ekki hugsað sér að leggja á hilluna áform sín um að verða sjálf fræg söng- kona. Eftir skilnaðinn við David flýtti hún sér vest- ur um haf til Kaliforníu til að breyta um umhverfi. Þar tók hún saman við söngvara að nafni Drew Blood og eiga þau saman 4 ára dóttur. Barnið er nú það stálpað að Angie er farin að leita að hljóm- sveit sem hún gæti sungið með. Drew liðsinnir henni eins og hann frekast getur og víst er að ekki mun nafnið fæla hljómlistar- menn frá því að freista gæfunnar með ungu kon- unni. Á myndinni er Angie broshýr með dóttur þeirra Davids, Zowie Bowie ... Reyklaus 9. bekkur í Garðaskóla Það er óhætt að segja að þessi níundi bekkur úr Garðaskóla, Garðabæ, hafi af miklu að státa. Bekkurinn, sem samanstendur af 26 ungmennum, er algjörlega reyklaus og aðspurð sögðu krakkarnir að ekki væri það á stefnuskrá að byrja að reykja á næstunni. Þau voru öll sammála um að slæmt væri, ef einhver félaganna brygðist og eyðilegði „reyklausa bekkinn“ fyrir þeim, en það væri reyndar ekki mikil hætta á því þar sem enginn virtist hafa áhuga á slíku. Harry Belafonte handtekinn Hinn gamalkunni söngvari Harry Belefonte lét pólitískar skoðanir sínar hlaupa með sig í gönur í Washington fyrir skömmu. Fyrir vikið var hann handtekinn, en brot hans var þó ekki meira en svo að hann var kominn á ról skömmu síðar. Þann- ig er mál með vexti, að fjölmenni mikið hefur tekið þátt í mótmæla- stöðu fyrir utan sendiráð Suður- Afríku síðustu vikurnar, en þar er aðskilnaðarstefnu hvítra manna í landinu mótmælt. Margt frægt fólk hefur látið sjá sig í aðgerðun- um, enda mjög víðtæk andstaða gegn stjórnkerfi Suður-Afríku. Lögreglan hefur ávallt verið til staðar til að koma í veg fyrir að eitthvað bregði út af og hefur ver- ið dregin lína. Þeir sem álpast inn fyrir línuna eru handteknir og það var nákvæmlega það sem Harry gerði eins og svo margir aðrir á undan honum. Hafa meira að segja borgarstjórar og þingmenn verið gómaðir þarna. Dóttir Harrys Shari, er óðum að verða fræg leikkona eins og við greindum frá í Mbl. fyrir nokkrum dögum. Harry virðist vera að falla í gleymsku, því hann ætlaði að heimsækja dóttur sína í upptöku- ver fyrir nokkrum dögum, en dyravörðurinn bar ekki kennsl á hann og varpaði honum á dyr ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.