Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985
í loftinu að lokamarki
Knapinn Steve Waller lét sér hvergi bregöa þétt hann sæti ekki alltaf
sem fastast í söðlinum á kappreiðunum í Cheltenham í Englandi fyrir
nokkru. Waller bar líka sigur úr býtum og það þótt hesturinn hans væri
merktur ólánstölunni 13. Myndin var tekin þegar Waller og gæðingur-
inn hans fóru í loftinu yfir síðustu hindrunina.
Kastró í viðtali við bandaríska útvarpsstöð:
Gætum ekki haldið völdum
í 24 mínútur ef fólkið
væri á móti stjórninni
Washinpton. 13. febrúar. AF. V
Washington, 13. febrúar. AF.
FIDEL Kastro, forseti Kúbu, kveðst
munu segja af sér leiðtogaembættinu
og fá öðrum forsjá byltingarinnar í
hendur, um leið og hann finni, að
aldur eða vanheilsa fari að há honum
í starfi.
„Ef ég lifi í mörg ár enn, geta
menn bókað, að ég dey ekki í emb-
ætti forseta," sagði Kastró, sem nú
er 58 ára gamall.
Þetta kom fram í fréttaviðtali
sem bandarísk útvarpsstöð átti við
Kastró og útvarpað var á þriðju-
dagskvöld.
Kastró ræddi fyrst um utanrík-
ismál, en síðan um innanríkismál
og persónuleg málefni, sem hann
hefur sum hver ekki minnst á
opinberlega öll þau 26 ár sem hann
hefur verið við völd.
Um mannréttindamál sagði
Kastró, að enginn Kúbumaður
hefði þurft að þola fangelsun vegna
pólitískrar eða trúarlegrar sann-
færingar sinnar. Hins vegar væru
það „innan við 200“ manns, sem af-
plánuðu fangelsisdóma vegna póli-
tískra afbrota, sagði hann, en þar
væri um að ræða glæpamenn „sem
hætta gæti stafað af“ og yrðu ekki
leystir úr haldi, af því að þeir
kynnu að skipuleggja árásir á
Fidel Kastró: „Við höfum alltaf
sagt fólki sannleikann."
Kúbu eða Nicaragua.
Þegar bandaríski spyrillinn,
Robert MacNeil, spurði Kastró,
hvort stjórnskipunin á Kúbu gerði
ekki ráð fyrir, að stjórnvöld væru
óskeikul, svaraði leiðtoginn því til,
að fólki væri frjálst að vera ann-
arrar skoðunar en hánn. Hins veg-
ar hefði yfirgnæfandi meirihluti
þjóðarinnar verið á sömu bylgju-
lengd og hann sjálfur.
„Hvers vegna ætli svo sé? Auð-
vitað vegna þess að ég hef ætíð ver-
ið heiðarlegur," sagði Kastró. „Við
höfum alltaf sagt fólki sannleik-
ann. Ég skora á þig að fara til
Bandaríkjanna og gá, hvort leið-
togar þar geti sagt það sama."
Sem sönnun um ótvíræðan
stuðning við byltinguna, nefndi
Kastró, að milljónum Kúbumanna
hefðu verið fengin vopn í hendur til
þess að verja landið fyrir árás.
„Ef fólkið væri á móti stjórninni,
gæti það fljótt látið sverfa til stáls.
Við gætum ekki haldið völdum í 24
mínútur."
GENGI GJALDMIÐLA
Ekkert lát á dollarnum
Sjávarútvegsráðherra Noregs:
Segir íslendinga
misskilja vandann
Osló, 13. febrúar. Frá Jan Erik Laure, frétlar.
Mbl norskra sjómanna og sagði íslendinga
THOR Listau vísaði í gær á bug gagn- okki skilja að þeir hefðu ekkert með
rýni Islendinga á ríkisstyrki til markaðsverð að gera. Vitnaði Listau í
Sex Israelar særð-
ust í Suður-Lfbanon
Tel Aviv, 13. febrúar. AP.
SEX ísraelskir hermenn særöust í
árás í Suður-Líbanon seint á þriðju-
dagskvöld, samkvæmt tilkynningu
herstjórnarinnar í dag, miðvikudag.
Særðust hermennirnir af völdum
handsprengja sem skotið var með
eldflaug að ísraelskri útvarðarstöð
austur af borginni Nabatiyeh.
Voru hermennirnir þegar fluttir í
sjúkrahús, en herflokkar granskoð-
uðu nærliggjandi landsvæði í leit að
árásarmönnunum.
orð Halldórs Ásgrímssonar sjávarút-
vegsmálaráðherra íslands á Alþingi í
gær þar sem hann sagði lífskjör á
Islandi versnandi vegna umræddra
styrkja norska ríkisins.
Listau sagði þetta í samtali við
norska fréttastofu og bætti hann
við að íslendingar hefðu árum sam-
an staðið í þessari sömu trú, þeir
héldu því fram að Norðmenn eyði-
legðu markaðsmöguleika þeirra
með því að undirbjóða sem þeim
væri gert kleift með ríkisstyrkjum.
Þetta væri reginmisskilningur,
styrkirnir hefðu engin áhrif á
markaðsöflun, fiskverð eða neitt,
það létti einungis norskum sjó-
mönnum að stunda atvinnu sína.
BANDARÍKJADOLLAR hækkaði enn í dag, áttunda daginn í röð, á sama
tíma og sérfræðingar spáðu því að þetta gæti ekki gengið til lengdar,
hápunkturinn hlyti að vera rétt ókominn. Metgengi náði dollarinn í dag
gagnvart franska frankanum og ítölsku iírunni og mesta gengi gagnvart
vestur-þýska markinu í 13 ár. í dag var breska pundið á 1.08,75 dollara og
var það örlítill bati frá þriðjudeginum, þá 1,0870 dollarar. Annars var
staða dollars gagnvart helstu gjaldmiðlum heim í dag þessi.
V-þýskt mörk 3,3010 dollarar (3,2910)
Svissneskir frankar 2,8047 dollarar (2,7962)
Franskir frankar 10.0650 dollarar (10,0035)
Hollensk gyllini 3,7360 dollarar (3,7230)
Ítalskar lírur 2,028.37 dollarar (2,020.37)
Kanadískir dollarar 1,3400 dollarar (1,3384)
Tölurnar í svigunum eru tölur þriðjudagsins. Af gullinu er það að
frétta, að breytingar voru litlar frá deginum áður, helst að það
hækkaði örlítið, en ekki umtalsvert.
135 manns
gaseitrun í
JakarU, Indónesíu, 13. febrúar. AF.
135 MANNS, sem vinna í frystihúsi á
Norður-Súmötru, um 160 km fyrir
norðan höfuðborgina, Medan, urðu
fyrir gaseitrun þegar ammoníaks-
geymir nálægt vinnusal sprakk í loft
upp á mánudagsmorgun, að sögn
dagblaðsins Kompas í dag, miðviku-
dag.
Gasið barst inn í vinnslusal, þar
sem um 200 af 500 starfsmönnum
urðu fyrir
frystihúsi
frystihússins unnu við að pilla
rækju.
Kompas sagði, að 50 manns
hefðu fengið að fara heim eftir
skoðun á spítala, en aðrir þurft
mikillar hjúkrunar við.
Þrír vélamenn hafa verið settir í
varðhald vegna rannsóknar á at-
burði þessum, að sögn blaðsins.
The New York Times:
Flutningur kjarnorkuvopna til ís-
lands háður samþykki stjórnvalda
BANDARÍSKA dagblaðið The New York
Times greindi frá því í frétt á forsíðu í gær,
að stjórnvöld þar í landi hefðu látið gera
áætlun um flutning kjarnorkuvopna til ís-
lands, Kanada, Bermúda og Puerto Rico, ef
sérstakar aðstæður skapast. Blaðið sagði, að
(lutningur vopnanna væri hins vegar háður
samþykki viðkomandi ríkisstjórna. Fyrir
þessu ber blaðið ónafngreinda embættis-
menn og vitnar að auki í leyndarskjal, sem
það segir William Arkin, sérfræðing um víg-
búnaðarmál, hafa komið á framfæri.
The New York Times segir að umfjöllun
um mál þetta í fjölmiðlum að undanförnu,
einkum á íslandi og í Kanada, hafi sett
bandarísk stjórnvöld í óþægilega aðstöðu.
Ríkisstjórnum landanna fjögurra hafi ekki
verið skýrt frá því, að slíkar áætlanir
hefðu verið samdar af herstjórn Banda-
ríkjanna, fyrr en eftir að fyrrnefndur
William Arkin kom þeim á framfæri við
íslenska ráðherra í desember á síðasta ári
og frá þeim var skýrt í fjölmiðium.
Embættismennirnir, sem The New York
Times ræddi við, lögðu á það áherslu, að
áætlunum þessum væri ekki unnt að
hrinda í framkvæmd nema til kæmi hvort
tveggja, samþykki forseta Bandaríkjanna
og ríkisstjórna á íslandi, Kanada, Ber-
múda og Puerto Rico. Ekki væri heldur um
það ræða, eins og eitt sinn var, að yfirher-
stjórn Bandaríkjanna gæti við sérstakar
neyðaraðstæður snúið sér beint til ríkis-
stjórna viðkomandi landa og óskað eftir
leyfi til að flytja þangað kjarnorkuvopn.
Ætíð yrði fyrst að afla samþykkis ráða-
manna í Hvíta húsinu.
Samkvæmt frásögn bandaríska blaösins
felur áætlun sú, sem um er fjallað í leynd-
arskjali því sem William Arkin komst yfir,
aðeins í sér, að við sérstakar neyðarað-
stæður megi með samþykki Bandaríkja-
forseta leita heimildar ríkisstjórna land-
anna fjögurra til að flytja þangað kjarn-
orkudjúpsprengjur. Slíkum sprengjum
mundi verða varpað á kafbáta neðansjvar
frá herþotum af gerðinni P-3 Orion. Vélar
af þeirri gerð hafa ekki fast aðsetur í lönd-
unum fjórum, en hafa þar viðkomu reglu-
lega.
Bandarísku embættismennirnir skoðuðu
leyndarskjalið frá William Arkin og létu í
ljós mikla óánægju með framkomu hans.
Þeir sögðu að hugsanlega hefði hann gerst
brotlegur við lög um öryggismál með því
að koma skjalinu á framfæri við fjölmiðla.
Frekari trúnaðarbrot af þessu tagi gætu
haft alvarlegar afleiðingar fyrir banda-
ríska öryggishagsmuni.
The New York Times segir frá umræð-
um um þessi mál í löndunum fjórum og
vitnar til þeirra orða Geirs Hallgrímsson-
ar, utanríkisráðherra, að ef í ljós komi að
Bandaríkjaforseti hafi veitt leyfi til þess
að kjarnorkuvopn verði flutt til íslands á
ófriðartímum, án samráðs við íslensk
stjórnvöld, þá sé um að ræða brot á varn-
arsamningi ríkjanna frá 1951. Haft er eft-
ir bandarísku embættismönnunum, að þeir
telji að ríkisstjórn íslands hafi nú fengið
fullnægjandi skýringu á skjalinu, en þeir
segjast ekki vita fyrir víst, hver afstaða
hennar yrði, ef neyðarástand skapaðist og
beiðni yrði borin fram um flutning kjarn-
orkudjúpsprengja til íslands.
Höfundur fréttagreinarinnar í New
York Times er Leslie Gelb, sérfræðingur
blaðsins í öryggis- og utanríkismálum, en
hann starfaði í bandaríska utanríkisráðu-
neytinu í forsetatíð Jimmys Carter.