Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 25
MORÖUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 25 Dansinn — eftir Jónas Pétursson Laugardaginn 2. febrúar, á Kyndilmessu, minnir mig að við- ræðuþáttur væri í útvarpi um það sem kallað er „verðbréfamarkað- ur“. Þrír voru viðmælendur stjórnanda, virtust valdir með frjálshyggjusvip, svo notað sé tískulegt skrautmál. Að morgni þess sama dags heyrði ég ávæning forustugreina úr útvarpi og þar á meðal úr Mbl. um sama efni frá deginum áður, sem mér fannst þá athyglisvert og varð til þess að ég las þá grein í Mbl. með fullri at- hygli. En við að hlýða á samtals- þáttinn laust í huga mér: Dansinn í Hruna er bókstaflega hafinn öðru sinni! Forustugrein Mbl. heitir Verðbréfaviðskipti (föstud. 1. febr.). Þar er lýst innihaldi og markmiðum slíkrar starfsemi og segir þar: „Verðbréfamarkaðir eru háþróaðir í öðrum löndum." í skemmstu máli fær maður þá til- finningu að helzt til of sé á bak við greinina hugtakið: Slepptu mér, haltu mér! En höfuðgildi forustu- greinarinnar er þessi setning: „Það er útilokað mál að hægt verði að byggja verðbréfaviðskipti á ís- landi upp á vandræðum fólks.“ (Leturbr. mín). En einmitt þarna birtist hin marglofaða frjáls- hyggja í framkvæmd. Kapphlaup frjálshyggjunnar um spariféð fór af stað í grænu ljósi „mannanna í brúnni" svo notað sé orðtak for- manns Alþýðuflokksins í Mbl. 30. des. sl. Þeir hafa enn aðsetur við Hafnarstræti, en færa sig vænt- anlega fljótlega i Heiðnabergið, sem nú er risið við Arnarhól. (Formaður Alþýðuflokksins segir að vísu 30. des. 1 Mbl.-greininni: „Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar ætti að vera að skipta um menn í brúnni í Seðlabankanum ... “ ) Dansinn í Hruna. Ráðþrota hús- byggjendur og húseigendur leita nú á náðir verðbréfamarkaðarins útbúnir skuldabréfi með veði í húsum sínum, reyna að breyta steinsteypunni aftur eða timbur- húsinu í nokkrar „flot“krónur. Ástæðan „vandræði fólksins". Það kom upp í þessu „frjálshyggju“- spjalli (klókt skrautyrði á gróða- hyggju) að þarna væri býsna fýsi- legur kostur fyrir þá, sem ættu peninga, því að vextir væru jafn- vel 14—18% umfram verðtryggingu! Spyrjandi í útvarpsþættinum spurði þá hvort nokkur gæti tekið í Hruna Jónas Pétursson slíkt lán, eða eitthvað í þá áttina, en „frjálshyggjan" áleit að til gæti jafnvel svo ábatasöm starfsemi! Ég tók ekki eftir frekari bollalegg- ingum um hvar slík lánskjör myndu að lokum koma niður! Helzt fékk maður þá hugmynd að bankamenn vissu naumast sitt rjúkandi ráð í öllu kapphlaupinu um „spariféð". Raunar þegar gengið fram af þorra landsmanna. Otrúlegt hvað græna ljósið „úr brúnni" hefir náð að rugla skyn margra. En persónan með klærnar stýrir nú dansinum í Hruna. Rík- isstjórnin horfir á, vill ekki styggja „frjálshyggjuna" og græna ljósið úr Hafnarstrætinu skín! En hve lengi þolir kirkjugólf- ið i Hruna tilþrifin? Það er útilok- að að byggja verðbréfaviðskipti á vandræðum fólks! eins og Morgun- blaðið réttilega segir. Fyrsti foringi sjálfstæð- ismanna, Jón Þorláksson, lýsti framtíðarsýn þeirra svo: að vinna að því að íslendingar nytu frelsins til að efla farsæld síns heimilis og þar með alls þjóðfélagsins, öðrum að skaðlausu — öðrum að skaö- lausu. Jónas Pétursson er fyrrr. alþingis- maður. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! JMttgiisitÞlaMfr 10% afsláttur af öllum vörum verslunarinnar til mánaðamóta. (kösta)(boda) Bankastræti 10. Sími 13122 Osvikin afslöppun á hvítu Benidorm ströndinni í tveggja vikna páskaferð BENIDORM 3 APRÍL 1985. Nú auglýsum við þessa einstöku, 2ja vikna árvissu páskaferð, ósvikna afslöppun í tvær vikur á Benidorm ströndinni! Þeir, sem fóru í fyrra og hitteð- fyrra, þar áður og þar áður vita sem er að svona ferð er yndisleg upplifun í spánska vorinu - og fara því þangað aftur oa aftur. Benidorm býour upp á frábær veitingahús, góða skemmtistaði, verslanir, fyrsta flokks hótel og íbúðir. Pantið tímanlega og verið þátttakendur í ógleymanlegri páskaferð í tvær vikur. EUROPA CENTER Tveir í íbúð, verð: 26.542 pr. mann. Fjórir í 2ja svefnherb. íbúð, verð: 23.924 pr. mann. HOTEL ROSAMAR*** Glæsileat hótel, öll herbergi með baði, síma og svölum. Fullt fæði. Tveir í herb., verð: 30.276 pr. mann. SUMARAÆTLUN FM TIL BENIDORM. Þriggja vikna ferðir, beint leiguflug: 17. apríl, 8. maí, 29. maí, 19. júní, 10. júlí, 31. júlí, 21. ágúst, 11. sept. Mjög góðir gististaðir, hótel eða íbúðir. NÝTT! BENIDORM MADRID FM býður nú mjöq „sjarmerandi" og spennandi ferð til Madrid með viðkomu á strönd Benidorm. Dvalið er í eina viku á hvorum stað. Kynnist menningu og listum - og góðri sólarströnd í sömu ferðinni. Brottför 15. maí og 2. október. (slenskur fararstjóri. [fjjj FERÐA.. IH!l MIDSTODIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 BJARNIOAGUR/AUGL TEI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.